Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 7. febrúar 1963 tffpsttMðfrifr Útgefandi: Hí. Arvakur,'Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Arni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Auglýsingar: Útbreiðslust j óri: Ritstjórn: Aiifílýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480, Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakiíi. TILRÆDI DE GA ULLE VIÐ SÞ Í svipaðan mund og de * Gaulle hefur í bili tekizt að hindra efnahagslega ein- ingu Vestnr-Evrópu, gerist hann nú ber að nýju tilræði við Sameinuðu þjóðirnar. Frakkland hefur eins og kunnugt er tekið höndum saman við Sovétríkin um að neita að borga kostnað Sam- einuðu þjóðanna við friðun- ar- og eftirlitsaðgerðirnar í Kóngó og við Súez. Þessi van- skil hafa undanfarið ógnað samtökunum með gjaldþroti. En nú hefur Frakkland bætt því við að neita einnig að greiða hluta sinn af þeim út- gjöldum á fjárhagsáætlun Sameinuðu þjóðanna, sem spretta af vaxtagreiðslum og afborgunum af 200 milljón dollara skuldabréfaláni því, sem Sameinuðu þjóðirnar tóku á sl. ári vegna útgjald- anna í Kongó og við Súez. Ef margar ^aðrar þjóðir fylgja í fótspor Frakka í þess- um efnum mun það ekki að- eins stefna afborgunum af fyrrgreindu skuldabréfaláni í hættu. Það mun jafnframt hindra Sameinuðu þjóðirnar í að takast á hendur frekari friðunaraðgerðir, þar sem þeirra kynni að verða þörf í framtíðinni. Ef svo færi væri öll starfsemi samtakanna meira og minna lömuð. De Gaulle hefur ekki farið í neina launkofa með fyrir- litningu sína á Sameinuðu þjóðunum. En hvað vill hann þá að komi í staðinn fyrir þessi víðtæku alþjóðasamtök, sem vitanlega eru að mörgu leyti ófullkomin og van- megnug þess að gegna hinu mikilvæga hlutverki sínu? De Gaulle virðist helzt hallast að einshvers konar stórveldasamtökum í 19. ald- ar stíl. En allir þeir, sem eitt- hvað kunna skil á veraldar- sögunni, muna hvernig þeim tókst að varðveita heimsfrið- inn og koma í veg fyrir vald- beitingu og yfirgang í heim- inum. De Gaulle hefur gert mikið fyrir Frakkland og fáum blandast hugur um, að hann er mikilhæfur og þróttmikill stjórnmálamaður. En sá leik- ur, sem hann leikur nú, bæði gagnvart einingu Evrópu og Sameinuðu þjóðunum er svo hættulegur, að engri furðu sætir, þótt stefna hans valdi nú vaxandi ugg um allan hinn frjálsa heim. ÚRTÖLUSTEFNAN OG SVEITIRNAR I^ramsóknarmenn þykjast ¦ vera miklir vinir sveit- anna og fólksins sem þar býr. Þessa vináttu sýna þeir m.a. með því að halda uppi stöð- ugum áróðri um að vandræði og hallæri ríki í sveitum landsins. Ræktunin þverri, framkvæmdir í byggingar- málum dragist saman og yfir leitt verði lífið í sveitunum sífellt ömuríegra og vonlaus- ara. Kemur nokkrum viti born- um manni til hugar að þessi mynd, sem Framsóknarmenn sveitast blóðinu við að draga upp af íslenzkum sveitum í dag, sé líkleg til þess að laða ungt fólk til þess að hefja bú- skap á jörðum feðra sinna og una þar glatt við sitt? Nei, áreiðanlega ekki. Úr- tölumennirnir með barlóms- vælið í Tímanum og í fylk- ingum Framsóknarmanna eru verstu óvinir trúarinnar á landið, á sveitirnar og ís- lenzkan landbúnað. Þeir eru stöðugt að hræða fólkið frá því að hefja búskap, þeir eru að sverta sveitalíf og fram- tíðarmöguleika þess fólks, sem vill leggja landbúnað fyrir sig. Þeir eru að draga^ upp rangar myndir af starfi bóndans og fólks hans. Allir íslendingar vita, að íslenzkir bændur hafa lagt mikið kapp á að taka þátt í hinu mikla nýsköpunar- og framfarastarfi, sem unnið hefur verið í landinu á síð- ustu áratugum. Þeir hafa gert jarðir sínar betri og byggilegri, þeir hafa byggt glæsileg hús yfir menn og skepnur, þeir hafa eignazt vélar og samgöngutæki, þeir hafa fengið rafmagn á þús- undir býla og þeir hafa stór- aukið framleiðslu sína og arð inn af búunum. Það er vegna þessara stað- reynda, sem lífið í sveitunum hefur gerbreytzt. Að vísu starfar of fátt fólk að land- búnaði og alltof margt dug- andi fólk hefur flutt burtu úr sveitunum á undanförnum ár um. Mannfæðin skapar sveita fólkinu margvíslega ' erfið- leika. En það hefur engu að síður margfaldað framleiðslu sína og bætt lífskjör sín að miklum mun. Þess vegna horfa þúsundir ungra karla og kvenna í sveitum landsins björtum augum til framtíðar- UTAN ÚR HEIMI UNG leikkona, Anna-Lena Wass bo frá Bromma í Stokkhólmi, skýtur upp kollinum í nýrri mynd, sem Roger Vadim stjórn- ar. Uppgötvun hennar bar að með nokkuð nýstárlegum hætti. Hún var að ganga sér túiL skemmtunar að vorlaigi á einni götuim Parísar — en þangað hef ur hún farfð með foreldrucm sín- um á hverju vori síðan hún var nokkurra ára gömul — þegar tveir náungar stönzuðu hana og buðu henni hlutverk í Vadim- kvikmynd. Þar sem hún kannað- ist við annan manninn, kvaðst hiún ætla að athuga málið. Og nú hefur Anna-Lena lok- ið við að leika í fyrstu kvikmynd sinni, „Vioe and Virtue". Þar leikur hún ungan klvenfanga, sem er í haldi í gömlum kast- ala meðan á hersetu Þjóðverja stóð. Hún vill lítið tala um hlut verk sitt, en segir að leikstjór- inn og unnusta bans, Cathrine Deneuve, séu dásamlagt fólk. Grænlenzk börn safna fé handa þróunarlöndunum IJr fréitabréfi frá S.l*. Grænlenzk skólabörn safna fé handa þróunarlöndunum. í Víðtækri söfnun, sem stað- ið hefur yfir allt haustið, hafa skólabörn í Christianshaab á Grænlandi safnað um 1000 dönsk um krónum handa Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og á að verja upphæðinni til hjálpar bágstöddum börnum í öðrum löndum. Frá því í september fram í desember hafa bekkir barnaskól ans, ýmist í kennslustundum eða frítímum, unnið að því að skipu- leggja stóra sýningu um störf Sameinuðu Þjóðanna, segir kenn ari þeirra, Sven Toldbod. Mark- miðið var að læra eitthvað um tilgang Sameinuðu þjóðanna, starfsemi þeirra og mikilvægi, og jafnframt áttu börnin að finna þá gleði sem í því felst að hjálpa öðruim. Einn bekkur hafði nær ein- göngu Afríku sem verkefni sitt, annar hafði Barnahjálpina. Þessi bekkur varð svo gagntekinn af starfinu, að börnin bjuggu sér til aurabauk úr vindlakassa ó- tilkvödd. Við og við lögðu þau svo 10-eyring eða 25-eyring í hann. Einn bekkurinn setti upp hluta veltu. Nemendurnir bjuggu til heilmikið af fallegum vinning- um: tröll úr pappírskvoðu, brúðuhúsgögn, perluhálsbönd (úr melónukjörnum) og margt fleira. 800 miðar á 25 aura stykkið voru seldir fullorðna fólkinu á staðnum. Á degi Sameinuðu þjóðanna hafði 5. bekkur veggspjald, sem gaf margvíslegar upplýsingar um starfsemi samtakanna, eink- anlega um störf Barnahjálpar- innar og annarra sérstofnana. innar, þrátt fyrir barlómsvæl og úrtölustefnu Framsóknar- raanna. LANDSINS FORNI FJANDI TVTálægð hafíssins við strend- *' ur íslands vekur jafnan ugg í brjóstum íslendinga. Hann er ennþá „landsins forni fjandi", enda þótt að- staða þjóðarinnar til þess að mæta honum sé nú allt önn- ur en áður var. Það eru ekki nema nokkrir áratugir síðan ísalög fyrir Norðurlandi bök- uðu þjóðinni stórkostleg vandræði. Á liðnum öldum hafði hann í för með sér hungur og harðrétti. Það er minningin um þessi áhrif af heimsókn hafíssins, sem veldur því enn þann dag í dag, að af honum leggur ná- gust norðursins. En sem bet- ur fer geta ísalög ekki valdið hungri og hallæri á íslandi lengur. En þau geta hindrað fiskveiðar, teppt samgöngur á sjó og valdið margvíslegum erfiðleikum. Þess vegna f agn- ar öll þjóðin því, þegar hin íshvíta fylking fjarlægist ströndina og skip og fiskibát- ar sigla á ný uin auðan sjó. um önnum barnanna var talinn saman, reyndist hann vera 948, 98 danskar krónur, og var upp- hæðin send dönsku UNICEF- nefndinni. Alþjóðadómstóllinn fjallar um Suðvestur-Afríku-málið. Með 8 atkvæðum gegn 7 hef- ur Alþjóðadómstóllinn lýst sig hafa löglega heimild til að fella dóm í máli, sem Eþíópa og Líb- ería hafa höfðað gegn Suður- Afríku vegna landsvæðisins Suð- vestur-Afríku. Niðurstaðan var birt 21. des., en Suður-Afríka hafði áður lýst því yfir að dómstóllinn væri ekki bær að dæma í málinu. Eþíópa og Líb- Ennfremur var sýnd kvikmynd um Sameinuðu þjóðirnar. Sýn- ingin var opin foreldrum þegar nýtt skólahús var vígt og einn- ig á jólaskemmtuninni. Þegar ágóðinn af öllum þess- ería halda því fram, að Suður- Afríká hafi rofið skuldbinding- ar sínar sem umboðshafi í Suð- vestur-Afríku; m.a. með því að beita apatheit og kynþáttamis- rétti, en Suður Afríka heldur því fram að umboðið hafi fallið úr gildi um leið og Þjóðabanda- lagið var leyst upp. Indverski hershöfðinginn Ind ar Jit Rikhye var skipaður her- málaráðgjafi U Thants fram- kvæimdastjóra Sameinuðu þjóð- anna hinn 1. janúar s.l. Nolkun tilbúins áburðar i heiminum hefur fjórtánfaldazit frá því um síðustu aldamót, seg- ir í skýrslu frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameín- uðu þjóðanna (FAO). Árið 1904-05 voru notuð kringum 2 milljón tonn af tilbúnum á-1 burði, en 1960-91 var magnið komið upp i 28,5 milljón tonn. Aukningin heíur orðið langmest í löndum með tiltölulega lítið magn af tilbúnum áburði t.d. Framh. á bls 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.