Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 13
Pimmtudagur 7. fc'bruar 1963 MORGTJ TS B14ÐÍÐ 13 Formannsefni brezka Verkamannaflokksins UM þessar mundir stendur yfir kosning formanns brezka Verkamannaflokksins. — Þrír menn eru í framboði við kosninguna: George Brown, varaformaður flokksins, Har- old Wilson, talsmaður flokks- ins um utanríkismál, og James Callaghan, efnahags- málaráðgjafi Hughs Gait- skells, hins nýlátna formanns flokksins. Ráðgert er að úrslit kosn- ingarinnar verði kunngjörð í dag, 7. febrúar, ef einhver hinna þriggja framhjóðenda hlýtur hreinan meirihluta atkvæða. Það eru þingmenn Verkamannaflokksins — 249 talsins — sem kjósa formann- inn. Eins og kunnugt er, er Verkamannaflokkurinn annar stærsti flokkur Bretlands, og talið er að hann hafi nú meiri möguleika en oft áður til þess að sigra íhaldsflokkinn við þingkosningar. Ef svo verð- ur, er sennilegast, að formað- ur flokksins verði forsætis- ráðherra Bretlands. George Brovrn Eins og margir aðrir stjóm- málamenn brezka Verkamanna- flokksins komst George Brown til áhrifa vegna starfa sinna í þágu verkalýðshreyfingarinnar. Hann er enn starfandi meðlimur „Félags flutninga- og ófaglærðra verkamanna“, en það er öflugt félag rúmlega milljón verka- manna. Frá því að hann var fyrst kjörinn á þing 1945 hefur hann látið mikið til sín taka sem einn af fulltrúum verka- lýðshreyfingarinnar á þingi. Brown er lærisveinn Ernests Bevins, utanríkisráðherra í stjórn Atlees eftir síðari heims- styrjöldina. Hann nýtur meira fylgis innan verkalýðshreyfing- arinnar en keppinautar hans tveir. Hatur á ranglæti, forréttind- um og uppskafningshætti er honum í blóð borið. Hann er skapheitur en ekki langrækinn. Honum skjátlast stundum í dóm- um sínum, þó að ákvarðanir hans séu oftast byggðar á sömu óbifanlegu skynseminni og gerði Bevin einn af athafnamestu og farsælustu utanríkisráðherrum Breta. Brown er sonur flutninga- verkamanns í Dulwich, einni af útborgum Lundúna. Hann er nú 48 ára, býr enn í Dulwich og lif- ir látlausu lífi. Hann er eina for- mannsefnið að þessu sinni, sem er af verkafólki komið og hefur ekki notið æðri menntunar. Hann hætti skólagöngu 13 ára, en sótti eftir það kvöldnámskeið í ýms- um greinum. Hann hóf þátttöku í starfi Verkamannaflokksins, þegar hann var 17 ára. Brown er einn af fremstu sér- fræðingum Verkamannaflokks- ins um varnarmál. Hann er miðlungs ræðumaður, sem held- ur athygli áheyrenda fremur með augljósri hreinskilni og hugrekki en mælsku og andríki. Sem varamaður Gaitskells bar Brown að nokkru leyti ábyrgð á aganum innan Verkamanna- flokksins, og í hópi eins þrætu- gjörnum og þingflokki Verka- mannaflokksins, hlaut þetta að gera hann óvinsælan meðal ým- issa þingmanna. Hann er for- maður undirnefndar fram kvæmdanefndar flokksins. Vildi hann stundum refsa tryggum flokksmönnum, sem voru ekki samþykkir stefnu flokksins, með því að reka þá til þess að eining mætti haldast. Meðal þessara manna var heimspekingurinn Bertrand Russell. Þrátt fyrir þetta sigraði Brown eina keppinaut sinn við varafor- mannskosninguna sl. haust. Sá keppinautur var Harold Wilson. Brown hlaut 133 atkvæði við kosninguna, en Wilson 103. Brown nýtur fylgis að minnsta kosti hluta hægri arms Verka- mannaflokksins. Hann er mjög andvígur kommúnisma og hlynt- ur vestrænni samvinnu. Hann var fylgjandi aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu með- an að það braut ekki í bága við stefnu flokksins. Harold Wilson Harold James Wilson er 46 ára, yngstur af formannsefnum Verkamannaflokksins. Þrátt fyr- ir það hefur hann hlotið mesta reynslu í stjórnmálum. Hann nam hagfræði við háskólann Oxford og þótti efnilegasti nem- andi skólans í því fagi. Þegar hánn var rúmlega tvítugur fékk hann ábyrgðarmikla opinbera stöðu í sambandi við stjórn Churchills á árum síðari heims- styr j aldarinnar. Wilson varð ráðherra í stjóm Verkamannaflokksins að styrj- öldinni lokinni, þá 31 árs. Er hann yngsti ráðherra, sem set- ið hefur í stjóm Bretlands frá því að William Pitt varð ráð- herra 1782. Sem ráðherra var Wilson yfirmaður Verzlunarfáðs Bretlands, en það var mjög erfitt starf á þessum árum. *Efnahags- erfiðleikar, sem leiddu af styrj- öldinni, skortur á hráefnum og skömmtun nauðsynjavara gerðu stjórnanda verzlunarráðsins erf itt fyrir, en Wilson reyndist hlut- verki sínu vaxinn og vann sér álit sem góður stjórnandi. Wilson er slunginn stjórnmála- maður, gáfaður og kann vel að koma fyrir sig orði. Hann hefur James Callaghan mikinn ósigur og þeir eru nokk- uð margir meðal þingmanna Verkamannaflokksins, sem hafa ekki enn fyrirgefið honum að hann skyldi gefa kost á sér. Aðr- ir fullyrða, að hann hafi ekki sýnt hugrekki með því að bjóða 'sig fram gegn Gaitskell eins og ástatt var við síðustu formanns- kosningu, en þá ríkti mikill á- greiningur innan flokksins vegna George Brown verið meðal leiðtoga Verka- mannaflokksins frá því að hann hóf afskipti af stjórnmálum. Honum hefur þó ekki tekizt að vinna sér óskert traust félaga sinna. Hann gekk fyrst í ber- högg við yfirlýsta stefnu flokks- ins þegar hann sagði sig úr stjórn Attle’s ásamt Aneurin Bevan, vegna þess að stjórnin hafði ákveðið að greiða skyldi fyrir ýmsa þætti læknisþjónustu, sem þjóðin hafði áður notið end- urgjaldslaust. Wilson taldi þetta eins og Bevan brot á-meginreglu, en samt hefur hann aldrei verið eins vinstrisinnaður og Bevan og flestir aðrir fylgjendur hans. Og telja má Wilson hægrisinna með al Bevanista. Þetta hefur vakið tortryggni hægri arms Verka- mannaflokksins og einnig Bevan ista, því að Wilson tókst aldrei að fylgja stefnu þeirra. Andstæðingar Wilsons hafa kallað hann tækifærissinna og segja, að hann vilji draga dul á hina raunverulegu stefnu sína og bíði hentugs tækifæris til þess að styrkja aðstöðu sína inn- an flokksins. Vinir hans segja aftur á móti, að hann láti persónulegar skoð- anir sínar ráða og hann sé ekki eins róttækur og Bevan. Fyrir tveimur árum bauð Wil- son sig fram gegn Gaitskell við formannskosningar. Hann beið Wilson afvopnunarmála og átti Gaitskell í höggi við andstæðinga Atlants hafsbandalagsins innan flokks- ins. Endurminningin um að Wilson skyldi bjóða sig fram gegn Gait- skell í stað þess að veita hon um stuðning, lifir enn í huga þeirra flokksmanna, sem télja hollustu æðsta allra dyggða. Það má telj^st athyglisvert að enginn þingmanna Verkamanna- flokksins myndi andmæla því að Wilson hafi sýnt mikla hæfni, sem stjórnandi og stjórnmála- maður, þó að ferill hans innan flokksins veki tortryggni þeirra. Wilson er mjög andvígur aðild Breta að Efnahagsbandalagi Ev- rópu og hefur gagnrýnt harð- lega Nassau-samning Macmillans forsætisráðherra Breta og Kenn- edys Bandaríkjaforseta. James Callaghan Þó að James Leonard Call- aghan hafi hvorki eins mikla reynslu né sé eins þekktur og keppinautur hans við formanns- kosninguna, er hann vinsælli meðal þingmanna Verkamanna- flokksins. Hann er ekki vinsælli en þeir meðal þjóðarinnar, en hún þekk- ir hann af heiðarleika og vin- gjarnleika, ekki sem áberandi þátttakanda í opinberu lífi. Þeg- ar tilkynnt hafði verið um for- mannsefni Verkamannaflokksins eftir lát Gaitskells, nefndu ýms- ir Callaghan „óþekkta manninn", manninn, sem gæti átt eftir að koma heiminum á óvart með hæfileikum sínum, ef hann fengi tækifæri til þess að reyna sig. Ef Callaghan nær kosningu er talið að það verði fyrst og fremst vegna þess, að hinir þekktari leiðtogar, Brown og Wilson, séu viðurkenndir keppi- nautar og menn óttist að sundr- ung muni ríkja innan flokksins, ef annar þeirra nær kosningu. Hver sem úrslit formannskosn ingarinnar verða, er það stað- reynd, að þingmenn Verka- mannaflokksins hafa litla hug- mynd um hæfileika Callaghans sem leiðtoga og stjórnanda og vita ekki hvort hann kann tökin á hinum flóknu vandamálum, sem stjórn flokksins þarf að glíma við. Callaghan hefur gert nokkrar tilraunir til þess að tryggja sér sæti í framkvæmdanefnd flokks ins, en þær hafa mistekizt. Hann er þekktastur innan þingflokks Verkamannaflokksins og í haust útnefndi Gaitskell hann fjár- málaráðherra væntanlegrar rík- isstjórnar Verkamannaflokksins. Þeir flokksmenn Callaghans utan þingmannanna, sem styðja hann eru flestir yngri menn, sem fylgdu stefnu Gaitskells út í æs- ar. Þeir telja, að Callaghan hafi til að bera meiri staðfestu og hugrekki en keppinautar hans og þetta hugrekki álíta þeir góðum leiðtoga nauðsynlegra en gáfur. Callaghan hefur komizt til áhrifa innan flokksins vegna starfa í þágu stéttarfélags síns, en andstætt Brown, sem er full- trúi verkamanna, er hann full- trúi skrifstofumanna. Callaghan er nú 50 ára. Hann er sonur sjóliðsforingja, alinn upp í Portsmouth og á styrjald- arárunum var hann í sjóhemum. Hann er nú búsettur í London, en eyðir mikum tíma í ferðir um kjördæmi sitt í Cardiff, þar sem hann heldur naumum meiri- hluta. Emil Jónsson sæmdur Dannc- brogsorðunni FREDERIK IX Danakonungur Wefur sæmt sjávarútvegs- og fé- lagsmálaráðherra, Emil Jónsson, stórkrossi Dannebrogsorðunnar. Hinn 23. janúar afhenti sendi- herra Danmerkur, Bjarne Paul- son, ráðherranum heiðursmerk- ið. (Frá Danska sendiráðinu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.