Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 7. febrúar 1963 MORCUNBLAÐIÐ PATRICIA WENTWORTH: ..—..— MAUD SILVER KEMUR í HEIMSÓKN — Það datt mér líka í hug. En í millitíðinni ætla ég að kom- ast að því, hvort ungi Maýhew er kominn í vinnuna sína. Ég fékk nafnið hjá frú Mayhew — það eru einhverjir fasteignasal- ar í Kingston. Ég hef haft sam- band við lögregluna á staðnum og beðið hana að hafa auga með drengnum, án þess að hann viti. Mér finnst ekki rétt að hræða hann fyrr en við vitum eitthvað meira. — Nei, alveg rétt, Drake. March leit á armbandsúrið sitt. Jæja, ef við eigum að ná*n hana ungfrú Cray, áður en við förum upp í húsið, er okkur bezt að fara að koma okkur af stað. XXVIII. Eftir aðra nótt, svefnlausa að öðru leyti en því, að stundum fannst henni hún hálfgleyma sér, var Rietta Cray fölari en dag- inn áður, en hafði samt fullt vald, á taugum sinum. Hún opn- aði fyrir Drake og March, og gat sagt sér það sjálf, að þeir vöru þarna á ferð í embættis- erindum. í>að sem eftir væri æv- innar, mundi hún muna þetta viðtal, eins og hverja aðra mar- tröð. Þau gengu inn í borðstofuna og Drake tók upp minnisbók. Randal sat öðrumegin við borð- ig og hún sjálf hinumegin. í seinni tíð höfðu þau oft hitzt, enda var Lenfold ekki nema fimm mílur frá þorpinu, og vin- átta þeirra frá gamalli tíð hafði endurnýjazt. En þar sem þau sátu nú, voru þau hvort öðru framandi: lögreglustjórinn í hér aðinu og fölleit kona, sem var grunuð um morð. En þar eð bæði voru siðaðar manneskjur, héldu þau virðuleik sín,um Og létu sér hvergi bregða. Hr. March bað ungfrú Cray að af- saka þetta ónæði, og hún svar- aði, að það væri ekki neitt. Randal March hryllti við sín- um eigin hugsunum, en hélt á- fram: — Okkur datt í hug, að þú gætir hjálpað okkur. Þú gjör- þekkir Mellinghúsið, er ekki svo? Djúp rödd hennar svaraði: — Já. — Geturðu lýst arinhillunni í skrifjtofunni? Hún virtist eitthvað undrandi. — Vitanlega. Það er ein af þess- um kolsvörtu marmarahillum. — Nokkur skraut? — Ein klukka og fjórar gyllt- ar standmyndir. — Standmyndir? — Já, „Árstíðirnar“. — Geturðu sagt okkur, hvort þær voru þarna á miðvikudags- kvöld? Spurningin gerði henni hverft við. Hún sá í anda skrifstofuna, rétt eins og rnynd fyrir sér — James og Ijósið uppi yfir hon- um', augun eins og á verði og að stríða henni — öskuna úr bréfúnum, sem hann hafði ver- ið að brenna og myndina af móður hans ungri, í silkikjól og með strútsfjáðrir í hattinum.. og standmyndirnar fjóran á svörtum marmaranum. Hún svar aði: x — Já, þær voru þar. 33 — Þú ert þá alveg viss um, að þær hafi verið þar, þegar þú fórst þaðan, klukkan kortér yfir níu? — Já, alveg viss. Þögn. Hann varð að brjótast gegnum allar hugsanir, sem sóttu að honum. Hvað hún gat verið náföl. Hún horfði á hann, eins og hún hefði aldrei séð hann fyrr. Og hvernig gat hún litið öðruvísi út. Hann var hvorki vinur né elskhugi — ekki einu sinni maður, heldur lög- reglumaður. Þetta hræðilega augnablik var það fyrsta er hann hafði notað orð eins og „ást“ í sambandi við Riettu Cray. Hann sagði: — Geturðu sagt okkur nokk- uð um þessar myndir? Það var eins og hún kæmi úr órafjarlægð. Eitthvað — einhver skuggi — skyggði á augu henn- ar. Hann hélt, að hún væri að minnast einhvers og fann ein- hverja einikennilega vanlíðan. Hún sagði: — Já, þær eru ítalskar..og líklega frá sextándu öld. — Þá eru þær mikils virði. — Já, mjög svo. Eftir ofurlitla þögn bætti hún við. — Hvers vegna spyrðu að því? — Af því að þær eru horfnar. — Ó, sagði Rietta og ofurlítill litur kom í kinnar hennar. — Hr. Holderness er að telja munina þarna og þeirra er saknað. Hvað sem þú kannt að geta sagt okkur, getur ef til vill hjálpað okkur til að finna þær. Framkoma henrtar breyttist og nú hafði hún fullt vald á sjálfri sér. Hún svaraði hikandi: — Þið vitið sjálfsagt, að þær voru úr -gulli? — Gulli! Drake leit snöggt upp og endurtók síðasta orðið. March sagði: — Ertu viss um það? — Já, alveg viss. Frú Lessiter sagði mér það. Hún erfði þær eftir einhvern frænda sinn, sem var safnari. Þær eru dýrgripir Og mikils virði. — Og hún lét þær standa' svona á arinhillunni?' — Já, hún hafði sagt, að eng- inn vissi, hvers virði þær væru. Fulltrúin greip nú fram í: — Og þær eru ekki einu sinni nefndar sérstaklega í trygging- arbréfinu. Rietta sneri að honum Pallas Aþenusvipnum. — Frú Lessiter hafði enga trú á þessum trygg- ingum. Hún sagði, að maður væri alltaf að borga stórfé fyrir hitt og þetta, án þess að fá nokk uð fyrir, og ef maður ætti eitt- hvað verðmætt, þá væri þetta ekki til annars en að draga að því athyglina. Hún hélt áfram tryggingunni mannsins síns á húsinu og innanstokksmununum,. en skeytti ekkert um allt hitt, sem hún átti sjálf. Hún átti nokkrar verðmætar smámyndir og ýmislegt fleira. Hún sagði, að ef þær væru bara látnar liggja á glámbekk, vendust allir við þær,,..en því meiri varúð, sem væri viðhöfð, því meiri líkur væru til, að þeim yrði stolið. March hleypti brúnum. — Munöu Mayhew hjónin hafa vitað, að þessar styttur voru úr gulli? — Það þætti mér líklegt. Þau eru búin að vera þarna svo lengi. — Ólst sonur þeirra upp í húsinu? — Já, en svo fór hann í skóla í Lenton. Hann var greirtdur unglingur. — Gæti hann hafa vitað um styttumar? — Hvernig ætti ég að vita það? Svipurinn varð raunalegur. — Hversvegna spyrðu að því? Randall March svaraði: — Af því að Cyril Mayhew var hér á miðvikudagskvöldið og stytturn- ar eru horfnar. XXIX. Klukkan var tæplega hálf- fjögur, þegar frú Crook hleypti lögreglustjóranum inn í setu- stofu frú Voycey. Ungfrú Silver stóð upp og heilsaði honum með gleðisvip. Hún gat jafnvel ekki nú horft á þennan stóra og mynd arlega mann, án þess að minn- ast vei'klulega en einbeitta drengsins, sem hafði þangað til verið ónæmur fyrir öllum aga, en látið segjast af hægri en ein- beittri framkomu hennar og orðið bæði heilbrigður og vel vaninn. Hún hafði aldrei látið það eftir sér að eiga uppáhalds- nemendur. — Góði Randall minn — þetta var fallega gert af þér! Hann brosti vingjarnlega til hennar, eins og hann var vanur. Og svo héldu kveðjurnar áfram í venjulegum dúr: — Er ekki blessunin hún mamma þín við góða heilsu? Ég fékk bréf frá henni í wikunni, sem leið. Hún er viljug að skrifa mér, blessun- in. Ég vona að þér þyki þessi stóll þægilegur. Brosið kom aftur fram sem snöggvast. —■ Ef þú hefur fengið bréf frá mömmu, þá ertu sjálfsagt búin að heyra allar fréttir. Margrét er við góða heilsu og ísaibella líka og yngsti krakkinn hennar Margrétar er að verða stór og langur. En nú skulum við leggja fjölskylduna til hliðar í bili. Ég þarf að tala við þig. Hefurðu haft nokkurt samband við Henriettu Cray? Ég ætti nú kannski ekki að vera að spyrja um það, en ég get ekki stillt mig. Hendurnar á Maud Silver stönzuðu þar sem hún var kom- in í prjónaskapnum. Hún hóstaði ofurlítið Og sagði: — Hversvegna spyrðu? — Af því að mér er forvitni að vita það. Hún hringdi mig upp og spurði mig um þig. Ég var að vona, að þú hefðir eitt- hvað heyrt frá henni. Prjónarnir komust aftur á hreyfingu. — Já, það hef ég. — Þú hefur hitt hana sjálfa? — Já, Randal. — Og hvað finnst þér um þetta alltsaman? Hún leit upp og horfði fast á hann. — Hvað finnst þér um það sjálfum? Hann stóð upp af stólnum, hálfsneri sér frá henni og horfði í eldinn. — Mér finnst alveg óhugs- andi, að.... Hann skorti bæði rödd og orð til að ljúka við setninguna. Ungfrú Silver sagði: — Það skil ég vel. En hinu er ekki að neita, að böndin gætu borizt illi- lega að henni. Og það veit hún manna bezt sjálf. Hann sagði: — Bölvuð ekkisen .. en svo skorti hann aftur orð. Ungfrú Silver gleymdi alveg að skamma hann fyrir blótsyrð- ið, sem hann hafði notað, en hélt áfram að prjóna. Eftir nokkra stumd sagði hún: — Það er dálítið, sem mér finnst þú ættir að vita. .svona okkar í milli sagt. Hann ýtti við brennikubb með fætinum. — Það er ekkert „okkar í milli“ í þessu máli. Ég er lög- reglumaður. Hún hóstaði. — Já, þú ert lög- reglustjóri. Ég býst varla við, að þú færir að trúa undirmönn- um þínum fyrir öllu, sem þéx dytti í hug. Hann brosti vandræðalega. — Það er nú Jesúítaaðferð. En svö, áður en hún næði að setja upp svipinn, sem hún hafði not- að til að siða hann í Skólanum, hélt hann áfram með rödd, sem hann hafði alls ekki stjórn á: — Það er bezt að leysa frá skjóð unni. Þú veizt hvort sem er allt- af, hvort það er satt eða ekki, sem verið er að segja þér, svo að það er bezt að gera dyggð úr nauðsyninni. Rietta gæti ekki hugsanlega gert nokkurri skepnu mein og jafnframt er hún al- gjörlega ófær um að fara að verja sjálfa sig uppá kostnað þeirra, sem henni þykir vænt um. Við þessu átti ,ungfrú Silver bfeint svar. Og hún staðfesti það, sem hann var nýbúinn að halda fram, að ekki væri hægt að fara kring um hana. — Þú ert hræddur um, að Carr Robertson sé sá seki og að ung- frú Cray sé að hlífa honum, enda þótt það stefni henni sjálfri í hættu? Hann sparkaði fast í eldinn og neistaflugið gaus upp. Hann svaraði: — Já, alveg rétt. Það small í prjónunum hjá Maud -Silver. — Ég held, að ég geti létt þeirri áhyggju af þér, og var eiginlega að því komin að gera það. Ég hef ekki fengið neitt tækifæri til að spyrja Carr, en eitt máttu vera viss um: Ungfrú Cray hef- ur gilda ástæðu til að trúa á sakleysi hans. gfllltvarpiö Fimmtudagur 7. febrúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni": sjómanna- þáttur (Sigríður Hagalín). 14.40 „Við, sem heima sitjum“ (Sig ríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Margrét Gunnarsdóttir og Valborg Böðvarsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Af vettvangi dómsmálanna (Hákon Guðmundsson hæsta réttarritari). 20.20 Tónleikar í útvarpssal: Rögn- valdur Sigurjónsson leikur píanóverk eftir Liszt. a) „Við Wallenstadt-vatnið". — b) „Við lindina". — c) „Petrarca sonnetta nr. 123“. — d) „Mef- isto-valsinn“. 20.40 „Vor úr vetri", ljóðaflokkur eftir Matthías Johannessea (Andrés Björnsson les). 21.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveit ar ísl. í Háskólabíói, fyrri hluti. Stjórnandi: Ragnar Björnsson. Karlakórinn Fóst bræður syngur með hljóm- sveitinni. a) Rómansa með tilbrigðum op. 51 eftir Grieg, b) „Völuspá", kór- og hljóm- sveitarverk op. 71 eftir Hart- mann. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Þýtt og endursagt: „Umsátr- ið mikla um Khartúm 1885" eítir Alan Moorehead, síðari hluti (Hjörtur Halldórssoa menntaskólakennari). 22.30 Djassþáttur (Jón MúLi Áma- son). 23.00 Dagskrárlok KALLI KUREKI * * ~ Teiknari: Fred Harman ŒíP MMAS-ES TO STEP BETWEEM BROHCO BOPO AMD LtTTLE BEAVER •- ■— Er sýslumaðurinn enn á lífi? Af hverju heldur þú að ég hafi ekki sjálfur átt sökótt við hann? — Vegna þess, að þú réðist á mig í misgripum í fyrstu, og Davíð hafði aldrei séð þig fyrr en þú skauzt hann. Kalli kemst á milli Bikkju-Bjama og Litla-Bjórs. — Af stað, Bjór! — Úff!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.