Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 22
22 Mon BLAÐIÐ ' frirnmludagur 7. febrúar 1963 t^fojfo(&*^0N&%%%4 ÚRSLIT í 7. umferð í sveita- keppni Bridgefélagi Reykjavík- ur urðu þessi: Sveit Einars vann sveit st. Eggrúnar...... .. 6-0 — Halls vann sveit Elínar 6-0 — Benedikts vann sv. Ólafs 6-0 — Þóris vann sv. Hjálmars 6-0 ¦— Úlfs vann sveit Jóns 6-0 Staðan er þá þessi: 1. Sveit Einars Þorfinnss. 34 st. 2. — Þóris Sigurðssonar 33 — 3. — Halls Símpnars. 3*1 — 4. — Ólafs Þorsteinss. 26 — 5. — Benedikts Jóhannss. 26 — 6. — Úlfs Árnasonar 18 — 7. —Eggrúnar Arnad. 16 — 8. — Elínar Jónsdóttur 12 — 9. — Jóns Hjaltasonar 11 — 10. — Hjálmars Hjálmarss. 3 — 8. umferð verður spiluð í kvöld. Bikarkeppni Bridge-sambands íslands befst eftir nokkrar vik- ur og skulu þátttökutilkynningar hafa borizt fyrir 15. febrúar n.k. 18. fabrúar n.k. hefst hjá Bridgefélagi Reykjavi'kur para- keppni og í lok febrúar hefst flökkakeppni Reykjavúkurmóts- ins og verða leiknar 7 umferðir. Þátttökutilkynningar skulu ber- ast til Brands Brynjólfssonar, sími 17324 eða til Stefáns Guð- jóhnsen, sími 10811. Norskur námsstyrkur NORSK stjórnarvöld hafa ákveð ið að veita íslenzkum stúdent styrk til háskólanáms í Noregi næsta háskólaár, þ.e. tímabilið 1. september 1963 — 1. júní 1964. Styrkurinn nemur 700 norskum krónum á mánuði, og er setlazt til, að sú fjárhaeð nægi fyrir fæði og húsnæði, en auk þess greiðast 400 norskar krónur vegna bókakaupa o.fl. Umsækjendur skulu hafa stundað nám a.m.k. tvö ár við Háskóla fslands eða annan há- skóla utan Noregs. Þá ganga þeir fyrir um styrkveitingu, sem ættla að leggja stund á námsgreinar, er einkum varða Noreg, svo sem norska tungu, bókmenntir, rétt- arfar, sögu Noreg-s, norska þjóð- menningar- og þjóðminjafræði, dýra-, grasa- og jarðfræði Nor- egs, kynna sér norskt atvinnu- líf o.s.frv. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að hljóta styrk þennan, sendi menntamálaráðuneytinu um- sókn fyrir 20. marz n.k., ásamt afritum prófskírteina og með- mælum. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu og hjá sendiráðum íslands erlendis. (Frá Menntamálaráðuneytinu) ÍDRÓTWRÍITIR MOBGMBW I "d? I largar nýjungar á fslandsmóti í körfuknattleik Hefst á laugardag Sundmót KR. verður haldið í Sundhöll Reykja víkur, miðvikudaginn 27. febrú- ar- n.k. kl. 8,30. Keppt verður í þessum grein- um. 100 m bringusund karla. Sindra- bikar. 200 m skriðsundi karla. 50 m baksundi karla. 50 m flugsundi karla. 100 m skriðstund kvenna. Flug- freyjubikar. 100 m bringusundi kvenna. 50 m bringusundi telpna. 50 m bringusund drengja. 50 m bringusund sveina. 3x50 m þrísund karla. Þátttaka skal tilkynnt Jóni Otta Jónssyni, Vesturgötu 36A, sími 14061 í síðasta lagi 20. febr. aJc ÍSLANDSMÓT í körfuknattleik hefst næstkomandi laugardag, 9. febrúar, að Hálogalandi. Að þessu sinni taka þátt 30 li?S í 7 flokk- um frá 8 félögum. Má gera ráð fyrir að þátttakendur verði á fjórða hundrað. Leiknar verða tvær umferðir í meistaraflokki en mótið stendur til 9. apríL Að þessu sinrá verður tekirm upp sami háttur og tíðkast í hand knattleik að hafa ekki sama leik kvöld leiki yngri og eldri flokka. Er þetta gert til að reyna að skapa meiri áfauga áfaorfenda. Ennfremur verður tekin upp tvö- föld umferð í meistaraflokki karla, og er það von mótsstjórn- ar að keppnin verði þannig enn meira spennandi en ella, en þess má geta að meistaraflokkur ÍR tapaði í vetur fyrsta leik sínum um árabil. Tvö félög, sem ekki hafa áður tekið þátt í íslandsmóti, keppa nú í fyrsta flokki karla, en það eru ungmennafélagið Skalla- grímur í Borgarnesi og Héraðs- sambandið Skarphéðinn í Ölfusi. Skallagrímur sendir ehnfremur lið í meistaraflokk kvenna. Þess má geta að um nokkurra ára skeið hefur verið háð árleg bikarkeppni í körfuknattleik milli Borgarness og Stykkis- hólms. Hins vegar hættir nú eifct félag þátttöku í mótinu, en það eru fyrstu íslandsmeistararnir, fþróttafélag Keflavíkurflugvall- ar. Leikmenn þess félags eru nú svo ungir að það á ekki löglégt lið í meistaraflokki. Til hjálpar áhugadómurum á áhorfendapöllunum Mótsstjórnin hefur á undan- förnum árum orðið vör við, að áhorfendur kvörtuðu undan, að reglur körfuknattleiksins væru of flóknar, og þeir gætu ekki fylgzt með leiknum. Svíar hafa orðið varir við þennan sama vanda og brugðu þannig við, að þeir gáfu úit mjög stytta útgáfu á leikreglunum í sambandi við Polar Cup keppnina núna í haust. KKf hefur nú látið þýða þennan útdrátt úr leikreglunum og mun hann fylgja leikskránni að mót- inu. Dómaravandamálið leyst? Um tvær síðustu helgar hefur staðið yfir dómaranámskeið, og hefur Guðjón Magnússon úr Ár- manni haft með höndum kennsl- una. 10 piltar og ein stúlka hafa Vcilbjörn setur A INNANFÉLAGSMÓTI KR í gærkveldi setti Val- björn Þorláksson nýtt Is- landsmet í stangarstökki innanhúss. Stökk bann 4,33 m., en fyrra metið, sem hann átti sjálfur, var 4,30 m. íslandsmet Valbjarnar utanhúss er 4,50 m. nú þegar lokið prófi en 5 munu reyna nú einhvern næstu daga. Síðan er ætlunin að gangast fyrir stofnun dómarafélags með þennan hóp sem uppistöðu. Er þá gert ráð fyrir að dómarafélagið sjái um útvegun dómara að hverj um einstökum leik, en oft hefur það viljað ganga næsta brösugt á undanförnum árum. Nú þegar samstarf KKÍ við út- lönd er að aukast, kemur í ljós hver þörf sambandinu er á að hafa á að skipa dómara með al- þjóðaréttindi. Má geta þess að í utanför landsliðsins í haust var ætlazt til þess að fslendingar legðu til einn dómara í Polar Cup keppnina og auk þess varð að kosta annan dómarann í lands leiknum við Skota frá London. Keppnisskírteini og aðrar nýjungar FIBA, alþjóðakörfuknattleiks- sambandið gefur út keppnisskír- teini, sem heimilar þátttöku í milliríkjakeppnum, og hafa körfuknattleikssambönd víða um land tekið upp þennan sama sið. Við þetta vinnst aðallega þrennt: 1. greitt er ákveðið gjald fyrir skírteinið, og auðveldar það fjár- öflun sambandanna, 2. Mun auð- veldara verður að fylgjast með hversu margir virkir þátttakend- ur stunda íþróttina og 3. fsland hefur hér enn meira not af þessu, þar eð ríkjandi er lagaákvæði innan ÍSÍ, sem skyldar keppend- ur til læknisskoðunar, en lítið hefur verið framfylgt. KKÍ hefur nú tekið upp þetta skírteini og verður engum veitt leyfi til keppni nema hann sé handhafi skírteinis með undir- ritun íþróttalæknis. Breyting hefur verið á aldurs- takmarki milli 1. og 2. flokks og verður það framvegis miðað við Fer unglinga- landsliðið til Frakk- lands ? Á BLAÐAMANNAFUNDl vegna fslandsmótsins í körfu- knattleik í gær, skýrði Bogi Þorsteinsson frá því, er gerzt hefur í sambandi við þátttöku íslendinga í Evrópukeppni unglinga. Ekkert landanna sem áætluð voru í riðli með íslendingum treysti sér til að sjá um framkvæmd keppninn ar, en hins vegar hafa bæði Frakkland og Spánn boðizt til að halda hana. Ekki kom til mála að senda lið til Spánar, en Bogi hafði samband við forseta FIBA og tjáði honum, að íslenzka liðið skyldi koma til Parísar, ef Frakkar vildu sjá um ferðir þeirra þaðan á mótsstað og aftur til París- ar. Bogi fékk loforð um að ef ! framkvæmdastjórn Évrópu- , keppninnar, sem átti-að koma saman um ihánaðamótin fe- brúar — marz, gæfi neikvætt ' svar yrði honum samstundis ' sent símskeyti um svarið. Skeytið hefur ekki komið, en hinsvegar ekkert bréf til staðfestingar heldur, og því væru nú miltlir möguleikar á að unglingalandsliðið færi til keppninnar í Frakklandi. Sá galli er þá reyndar á gjöf Njarðar, að liðið lendir í erfið- ari riðli, en upphaflega var ráð fyrir gert átján ára aldur í stað nítján áður. Ennfremur verður tilfærsla milli flokka miðuð við 1. september í stað áramóta, en það hefur þótt bagalegt að leikmenn gengu milli flokka á miðju leikári. Mun í ráði hjá handknattleiksmönn- um að taka upp sama hátt. KR—ÍS — KFR—-ÁRMANN Fyrstu leikir íslandsmótsins verða á laugardagskvöld að Há- logalandi og leikur þá KR gegn ÍS og KFR gegn Ármanni. Dóm- arar í fyrri leiknum verða Guð- jón Magnússon og Björn Arnórs- son, en í seinni leiknum Jón Otti Ólafsson og Hólmsteinn Sigurðsson. fslenzka landsliðið í hand- knattleik, sem nú er á förum utan til keppni við Spánverja og Frakka. Fremri röð, talið frá vinstri: Örn Hallsteinsson, FH, Hjalti Einarsson, FH, Karl Benediktsson, Fram, fyrirliði, Birgir Björnsson, FH, fyrirliði, Karl M. Jóns- son, Haukum og Karl Jó- hannsson, KR. — Aftari röS: Ragnar Jónsson, FH, Kristján Stefánsson, FH, Einar Sigurðs son, FH, Ingólfur Óskarsson, Fram, Pétur Antonsson, FH, Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR, Rósmundur Jónsson, Víking og Matthías Asgeirsson, ÍR. — (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.