Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 23
fimmtudagur 7. febrúar 1963 MORGUNBLAÐIÐ 23 skúrir l' ' I ! i JOHN Diefenbaker forsætis- ráðherra Kanada gekk í gær á fund Georges Vaniers ríkis- stjóra og fékk heimild hans til að þing yrði rofið og að þingkosningar færu fram í landinu hinn 8. apríl n.k. Er þetta í heinu framhaldi af því að andstöðuflokkarnir samþykktu á þingfundi á þriðjudagskvöld vantraust á stjórnina með 132 atkvæðum gegn 111. Ástæðan fyrir vantraustinn var aðallega deilur um varn- armálastefnu Diefenbakers, ágreiningur hans um þau mál við Bandaríkjastjórn og við Douglas Harkness varnamála- ráðherra, sem sagði af sér s.l. mánudag. Fyrir nokkru hélt Diefen- baker því fram í þingræðu að Kanada stæði að öllu leyti við skuldbindingar sínar í varnarmálum gagnvart At- lantshafsbandalaginu og varð andi sameiginlegar varnir Norður Ameríku. Varð þessi yfirlýsing hans til þess að Bandaríkjastjórn sendi Kanadastjórn mótmæli um miðja síðustu viku, og lét birta mótmælin hálftíma eftir að þau höfðu borizt stjórninni í Ottawa. í mótmælaorðsendingunni segir Bandaríkjastjórn að með an Kanada samþykki ekki að búa orustuþotur sínar eld- flaugum og kjarnorkuvopnum séu þessi varnartæki svo til gagnslaus. Ræðir Bandaríkja- stjórn ummæli Diefenbakers lið fyrir lið, og segir að hann rangtúlki málið. Er skorað á Kanadastjórn að standa við skuldbindingar sínar varðandi sameiginlegar varnir. ALDREI IÆPPRÍKI Bandaríska orðsendingin vakti strax miklar deilur í Kanada. Diefenbaker sagði á þingfundi á fimmtudag að hún fæli í sér óverðskulduð afskipti af innanríkismálum Kanada. „Við erum ákveðnir í að halda áfram að vera dygg John George Diefenbaker HARKNESS SEGIR AF SÉR Á mánudag lýsti Douglas Harkness, varnarmálaráðherra í stjórn Diefenbakers, því yfir, að hann hefði hvað eftir annað hvatt til þess að kjarn- orkuvopn yrðu fengin fyrir varnir Kanada. Sagði hann að sér hafi skilizt að það stæði til „í framtíðinni", en Diefen- baker hafi aldrei getað gefið ákveðin svör. Nú væri bersýni legt að skoðanir hans og for- sætisráðherrans væru ósam- rýmanlegar, og því ekki ann- að að gera en segja af sér. Eftir afsögn Harkness lagði Lester Pearson, leiðtogi Frjáls lynda flokksins, fyrir þingið .tillögu um vantraust á stjórn- ina. Aðra vantrauststillögu flutti Robert Thompson, leið- togi Sósíal-kredit flokksins, og var hún í jauninni breytingar- tillaga við þá fyrri, en orðuð með það fyrir augum að allir þrír stjórnarandstöguflokkarn ir gætu sameinazt um hana. Við atkvæðagreiðslu á þriðju UTAN UR HEÍMI Frjálslyndir 104 — (168) Nýi demókr.fl. 25 — (22) Sósíal-kredit 19 — (16) Aðrir ...... 6 — (10) Alls 264 (265) Eitt þingsæti var óskipað. Eins og sést af kosningaúr- slitunum, hafði enginn flokk- ur meirihluta á þingi. Diefen- baker var, sem formanni stærsta þingflokksins, falið að mynda stjórn, og tók hann það að sér. Ekki tókust samningar milli hans og fulltrúa annarra flokka um myndun samsteypu stjórnar, svo að mynduð var minnihlutastjórn thaldsflokks ins. Átti Diefenbaker í mikl- um erfiðleikum með að koma málefnum sínum á framfæri, og tilkynnti hann landstjór- anum í febrúar næsta ár, að í stjdrnartíö Diefenbakers ur bandamaður — en við verð um aldrei leppríki", sagði ráð- herrann. Dean Rusk, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna svaraði Diefenbaker, og baðst afsökunar á því ef orðalag mótmælanna hafi verið móðgandi. Gaf hann í skyn að orðsendingin hafi verið send án vitundar Kennedys forseta. En þrátt fyrir afsökunartóninn í svari Rusks, ítrekaði hann áskorun sína á Kanadastjórn um að endurskoða fyrri ákvarðanir og taka upp að nýju viðræð- ur við Bandaríkjastjórn um kjarnorkuvopn fyrir varnir Kanada. Harðar deilur urðu í Kanada þingi um þessi mál. Yfirleitt voru fulltrúar stjórnarand- stöðunnar sammála um að Bandaríkin hefðu sýnt frek- leg afskipti af innanríkismál- um Kanada. Hiíisvegar var andstaðan sammála um að Diefenbaker hefði gefið högg- stað á sér með festu- og stefnu leysi í varnarmálum. dagskvöld var svo vantraust- ið samþykkt með 132 af 148 atkvæðum stjórnarandstöð- unnar, en 111 af 115 þingmönn um stjórnarinnar greiddu at- kvæði á móti. Þótt vantraust- ið hafi verið samþykkt, fer stjórn Diefenbakers áfram með völd fram yfir kosning- arnar í apríl. KOSNINGARNAR 1957 John Diefenbaker hefur verið forsætisráðherra Kanada frá 21. júní 1867, en fhalds- flokkur hans vann stórsigur í kosningum 11 dögum áður. Tók hann við forsætisráð- herraembætti af Louis St. Laurent, sem var leiðtogi Frjálslynda flokksins, þar til Lester Pearson tók við 1958, en sá flokkur hafði farið með stjórn í Kanada í 22 ár sam- fleytt. Við koshingarnar 1957 skipt ust þingsæti þannig (tölurnar í svigum tákna sætaskipting- una fyrir kosningar): íhaldsflokkur 110 sæti (50) Lester B. Pearson við þetta yrði ekki unað lengur. Þing var þá rofið og efnt til nýrra kosninga, sem fóru fram 31. marz 1958. 1 þessum kosningum vann flokkur Diefenbakers mesta stjórnmálasigur i sögu Kanada, og hlaut 209 þing- menn kjörna. Frjálslyndir hlutu 48 þingmenn. Nýi demó krataflokkurinn 8, en Sósíal- kredit flokkurinn engan mann kjörinn. Hér að ofan hefur til hægð- arauka verið rætt um Nýja demókrataflokkinn. f raun- inni nefnist þessi flokkur Co- operative Oommonwealth Fed eration (CCF) þar til í ágúst 1961, að flokkurinn skipti um nafn og var hann jafnframt endurskipulagður með hlið- sjón af brezka Verkamanna- flokknum. AFHROÐ Smávegis breytingar urðu á skiptingu þingsæta í auka- kosningum næstu fjögur árin fram að þingkosningum, sem fram fóru 18. júní 1962. Fyrir þær kosningar hafði íhalds- flokkurinn 203 þingmenn, Frjálslyndi flokkurinn 51 og Nýi demókrataflokkurinn 8. í þessum kosningum beið Diefenbaker mikið afhroð, og missti flokkur hans 92 þing- sæti, Maut aðeins 116 þing- menn kjörna. Frjálslyndir fengu 100 þingsæti, Sósíal- kredit flokkurinn, sem engan fulltrúa átti á síðasta þingi, fékk 30 menn kjörna, og Nýi demókrataflokkurinn bætti við sig 11 þingsætum og fékk alls 19. Strax að loknum þessum kosningum var ljóst að íhalds flokkurinn hafði um tvennt að velja. Mywda samsteypu- stjórn með einhverjum hinna flokkanna, eða mynda minni- hlutastjórn. Var síðari kost- ' urinn valinn, en þó lýsti Sósíal-kredit flokkurinn yfir takmörkuðum stuðningi við stjórnina. Vmsir stjórnmálamenn i Kanada sögðu eftir kosning- arnar að ljóst væri að nýjar kosningar yrðu að fara fram í landinu innan eins árs. Þeir reyndust sannspáir. Nýr yfirmaður varnarliðsins Paul D. Buie tekur við störfum á Keflavíkur- flugvelli í marz nk., Moore fer til starfa á Kyrrahafi ASSOCIATED PRESS frétta- stofan skýrði frá því í gær, að Paul D. Buie, flotaforingi, muni á næstunni taka við yfirstjórn bhndaríska varnar liðsins á íslandi af Bobert Moore, flotaforingja. Paul D. Buie hefur að undan- förnu verið yfirmaður flotadeild arinnar „BRAVO", sem hingað kom í heimsókn í júní sl. Hafði flotinn þá verið að æfingum á Atlantshafi, en hann er fyrst og fremst ætlaður til hernaðar gegn kafibátum á stríðstímum, og bú- inn öllum fullkomnustu tækjum í þvi skyni. Flaggskip flotafor- ingjaras var flugvélaskipið USS WASP, sem er 40 þúsund lestir að stærð með 2400 manna álhöfn. Við þessu starfi Buie's ták Rob- ert E. Riera flotaforingi í gær, við hátíðlega athöfn um borð í USS WASP, sem þá var á sigl- ingu einhivers staðar undan aust- urströnd Banidaríkjanna. Paul D. Buie er 53 ára að aldri, fæddur í Georgia-fylki í Banidaríkjunum. Að loknu námi á skóia bandariska sjóhersins, £ór hann á herskipið Colorado. Á árunum 1939—41 voru stöðvar hans á Pearl Harbour, en því næst ták hann við emibætti í flota málaráðuneytinu í Washington. í október 1942 var hann sendur í bandaríska flotadeild á Kyrra- hafi og er þess getið í fréttatil- kynningu, sem Morguniblaðinu barst í gærkveldi, að deild sú, er hann stjórnaði hafi grandað alls 135 japönskum flugvélum, Robert B. Moore, flotaforingi. Paul D. Buie, aðmírálL en sjálfur hafi hann skotið niður niu japanskar flugvélar. Fyrir hetjulega baráttu í styrjöldinni var hann sæmdur mörgum heið- ursmerkjum. í júnf 1944 tók Buie flotafor- ingi við starfi hjá flugdeild banda ríska sjóhersins í Jacksonville í Florida. Síðan hefur hann gegnt ýmsum störfum innan sjóhers- ins meðal annars í sjötta banda- ríska flotanum á Miðjarðarhafi. Þess má loks geta, að Buie flotaforingi, er kvæntur og á þrjú börn. Morguriblaðið átti í gærkiveldi stutt samtal við Moore, flotafor- ingja. Hann sagðist hafa komið hingað í júni 1991, en gert væri ráð fyrir því, að hann færi héð- an í marzmánuði næstkomandi. — Og við hvaða störfum takið þér þá? spurði fréttamaður Morgunblaðsins. — Ég tek við störfum hjá bandariska flotanum á vestan- verðu Kyrrahafi, svaraði Moore, en ég hef ekki enn fengið að vita hvaða skipi ég tek við, né heidur nöfnin á þeim skipum öðrum, sem eru í flotadeildinni. — Hvernig hefur yðiu líkað dvölin á fslandi? — Stórvel, mér líkar mjög illa að fara frá íslandi og ég hugga miig aðeins við eitt: að ég skuli fara á sjóinn aftur. Þó hefði ég heldur viljað vera hér áfram, ég hef kynnzt landinu vel og á hér marga góða vini. Ég hef engan hitt, sem finnst fallegt í Keflavík eða nágrenni, en strax og maður kemur til Reykjavík- ur blasa við töfrar landsins, ís- land er mjög fallegt land. Ég hef veitt lax í Blöndu og Laxá í Þingeyjarsýslu, þar hefur mér þótt skemmtilegt að vera, — við Laxá er mikil náttúrufegurð. Laugarásvepr — Þingholtin Duglega krakka eða unglinga vantar nú þegar til að bera Morgunblaðið til kaup- enda við þessar götur. Gjörið svo vel að tala við skrifstofuna eða afgreiðsluna. sími 22-4-80.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.