Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 6
m o n c r * * mt> Fostudagur 8. febrðar 1963 * Heimskunnir listamenn á næsíu sinfdníutdnleikum [Irmgard Seeíried og Wolfgang Schneid- erhan koma fram með hljómsveitinni. Prófessor Gustav König frá Þýzka- landi stjórnar Ein af teikn- ingum Gunnlaugs Sclievings Tvær nýjar Helgafellsbækur: Vor úr vetri Á fundi þessum var rætt um framtíð Skálholts, og kom þar fram ályktun um að þar yrði endurreistur biskupsstóll. Ennfremur var upplýst að ríkisstjórnin myndi leggja fram frumvarp á Alþingi, að Skál- holtsstaður yrði gefinn þjóð- kirkjunni með einnar milljón króna árlegu framlagi. Kosin var á fundinum sjo manna nefnd til að vinna að málum Skálholts. Ef þjóðkirkjan fær umráða- rétt yfir Skálholti og árlega fjárveitingu úr ríkissjóði, er sénnilegt, að vandamálið „hvað gera eigi við Skálholt“, hið — ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen, INNAN skamms eru væntanlegir hingað til landsins heimskunnir listamenn frá Austurríki og Þýzkalandi. Eru það söngkonan Irmgard Seefried og fiðluleikar- inn Wolfgang Schneiderhan frá Austurríki, er, koma fram með sinfóníuhljómsveitinni á tónleik- unum 22. febrúar, undir stjórn þvýzka hljómsveitarstjórans Gust avs König, prófessors frá Eessen. Þau hjónin Seefried og Schneid erhan koma hingað frá Norður- löndum, þar sem þau eru um þessar mundir á hljómleikaferð. Irmgard Seefried kemur vænt- anlega aðeins fyrr, því að fyrif- hugað er, að hún haldi ljóða- kvöld í Háskólabíói mi' úkudag- inn 20. febrúar. Irmgard Seefricd Andleg vera fyrst og fremst Hér er bréf austan úr Biskupstungum: „í þættinum „Spurninga- keppni skólanemenda" 28. jan. sl. var ein spurningin eitthvað á þessa leið: Hvert er talið skynsamasta spendýrið, sem lifir á íslandi? Fyrri flokkurinn, sem spurð- ur var, svaraði ekki þessari spurningu. Hinn flokkurinn hikaði, en einn svaraði þó: Maðurinn. „Auðvitað“, sagði spurningameistarinn, enda hafði hann áður gefið í skyn, að spurningin væri létt. Við þetta svar piltsins hló allur - hópurinn, auðheyrt var, að nemendunum fannst þetta ekki svo lítið fyndið. Ég fyrir mitt leyti lít þetta alvarlegum augum. Er ekki maðurinn fyrst og fremst and- leg vera, já, eilífðarvera? Að vísu býr hann í líkama, gerð- um úr efnum jarðar, en aðeins um stundarsakir. Ég get því ekki séð, að hægt sé að spyrja börnin svona. Réttast væri því að gefa flokkunum kost á því. að reyna með sér aftur, a.m.k. í stað þessarar spurningar, því | að muni ég rétt, þá hafði hún úrslitaþýðingu. Mér finnst það | í G Æ R komu út á vegum Helgafells tvær nýjar bækur eftir Matthías Johannessen, Hugleiðingar og viðtöl, og ljóða- bókin Vor úr vetri, en hún er fjórða ljóðabók höfundar, hin síðasta kom út í ársbyrjun 1961. Vor úr vetri er 61 bls. að stærð, prýdd teikningum eftir Gunn- laug Scheving. Hún er framhald af síðustu ljóðabók höfundar, Jörð úr ægi, þó formið sé ann- að eða eins konar sonnettur. Bókin hefst á inngangsljóði en síðan koma 26 ljóð án fyrir- sagna, enda er hér um ljóða- flokk að ræða. Ekki verður efni ljóðanna lýst hér, en þess má geta, að þau eru ort á árunum 1961 og 1962. Eins og ráða má af því sem að framan greinir eru ljóð þessi á margan hátt mjög frábrugðin því sem Matthías hef- ur ort áður. KAFLI UM STEIN STEINAR Hugleiðingar og viðtöl er 263 bls. að stærð. Bókin, sem er til- einkuð Valtý Stefánssyni, rit- stjóra, skiptist í þrettán kafla með undirfyrirsögnum. Gefa kaflaheitin nokkra hugmynd um efni bókarinnar. Fyrsti kaflinn nefnist „Þögn og bylting", sá næsti „Ein skoðun" og svo koma kaflarnir: „Brot úr dagbók“, forna biskupssetur verði leyst. Ef biskupsstóll yrði endurreist- ur þar, og komið væri á fót stofnun eða skóla fyrir kirkj- una, hefur staðurinn vonandi endurheimt sína fyrri reisn. Sennilega fagna flestir ís- lendingar því, ef kirkjan fær Skálholt til umráða. Það fjár- magn, sem þegar er komið í staðinn, bæði ríkisframlög og gjafir, innlendar sem erlendar, ætti að geta kornið að fullum notum. Og þegar uppbyggingu væri þar lokið, ætti staðurinn ekki að verða þjóðinni tilfinn- anleg fjárhagsleg byrði. Það er vonandi að alþingis- menn verði ásáttir um að ljá þessari tillögu lið, svo að upp- bygging staðarins geti beinzt að ákveðnu marki, sem fyrst. Þakkir fyrir birtinguna. E. E.“ Wolfgang Schneiderhan kom hún fyrst fram í hlutverki Evu í „Meistarasöngvurunum“ eftir Wagner. Hún hefur ferð- azt víða um heiminn og sungið á hljómleikum, jöfnum höndum ljóð, óperu- og oratorium hlut- verk. Hún er fædd í Þýzkalandi 1. október 1919 og söng á árun- um 1939—43 við óperuna í Aachen. Hún giftist fiðluleikar- anum Wolfgang Schneiderhan ár ið 1948 og er austurrískur ríkis- borgari. Schneiderhan er mörgum ís- lendingum minnisstæður frá því hann kom hér fram á tónleikum — þá tólf 'ára snáði á stuttbux- um. Hann fæddist 20. maí árið 1915 í Vínarborg og hóf tónlist- arnám kornungur. Hann kom fram á hjómleikum í Kaupmanna höfn og Malmö, 1926, þá ellefu ára og fór því næst í hljómleika ferð um Evrópu. Árið 1933 varð Schneiderhan koncertmeistari í sinfóníhljómsveit Vínarborgar, lék í hljómsveit Vínaróperunnar árið 1930 en réðist næsta ár til filharmóníuhljósveitarinnar í Vín. Hann hefur verið kennari við tónlistarháskólann í Vín frá þvi 1939 og var skipaður prófess- or, árið 1950. Hljómsveitarstjórinn Gustav König er einn af fremstu hljóm- sveitarstjórum Þýzkalands. Hann er prófessor við Detmold-tónlist-< arháskólann og aðalstjórnandi hljómsveitar skólans. Frá því 1943 hefur hann verið tónlistar- stjóri Essen-borgar, er tónlistar- forstjóri óperunnar þar og for- maður tónlistarsamtaka borgar- innar. Jafnframt því að flytja verk sígildu meistaranna hefur hann stuðlað mjög að flutningi nútímatónlistar — og fyrir hans áhrif hafa mörg verk nútíma- höfunda verið flutt af hljóm- sveitum og óperunni í Eessen. Hljómsveitum hefur prófessor Gustav König víða stjórnað sem gestur, bæði heima fyrir og er- lendis. blátt áfram móðgun við börnin og hlustendur að spyrja á þenn i hátt. Njáll Þóroddsson, Friðheimum, Biskupstungum". Skálholt og endurreisn þess Hér er annað bréf austan úr sveitum: „Eins og fram hefur komið í sumum dagblöðum og víðar, boðuðu þrír prestar úr Árnes- prófastsdæmi til fundar að Skálholti 25. janúar síðastlið- inn. Þennan fund sóttu yfir 30 manns, dreift af Suðurlandi. Irmgard Seefried hefur verið starfandi við ríkisóperuna í Vín- arborg frá því árið 1943, en þar „Gegnum trektina", „Trú og kommúnismi", „Og samt snýst hún“, „List og móðurmjólk“, „Pasternak", „Málabók um hann Njál“, „Talað við tvö skáld“. Matthías Johannessen. „Öskuhaugar mannlífsins", „Vel- ferðarríkið“ og síðasti eða 13. kaflinn heitir „Steinn Steinarr“. Eins og kunnugt er skrifaði Matthías á sínum tíma tvö sam- töl við Stein, en nú hefur hann bætt við þau og í þessum kafla segir hann nánar frá Steini Steinar og kynnum sínum af honum. Kaflinn um Stein er 30 bls. að lengd. Eins og af þessari upptalningu má sjá kennir ýmissa grasa í bókinni Hugleiðingar og viðtöl. Sumt af efni hennar hefur birzt áður, en meiri hluti bókarinnar er áður óbirt efni. Þarna er fjallað um ýmsa hluti sem eru ofarlega á baugi, trú, vísindi og bókmenntir, farið úr einu í ann- að, vitnað í blaðaviðtöl og grein- ar, ef ekki vill betur til. Eink- unnarorð bókarinnar eru þessar ljóðlínur Stenhans G. Stephans- sonar: Og lífsins kvöð og kjarni er það að líða og kenna til í stormum sinna tíða. Bók þessi var einnig sett sam- an á árunum 1961 og 1962. -----------;-------------------«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.