Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Fostudagur 8. febrúar 1963 1 - V:' Að ofan: Þýzk stúlka sýnii íslenzka hestinn. — Talið frá hægri: Dr. Max Adenauer, formaður Þýzk-íslenzka fé- lagsins, Ó. Þórðarson (nemur húsagerðarlist í Aachen), Sig- urður Líndal (n. sögu og lög' í Bonn), Sigfús Björnsson (n. stærðfræði í Aachen), Guð- mundur Guðjónsson (n. söng í Köln), Andrés S. Frímans- son (n. verkfræði í Aachen), Sigfinnur Sigurðsson (n. hag- fræði í Köln) og Sveinbjörn Björnsson (n. eðlisfræði í Aachen), kona hans og barn þeirra. Fyrir miðju: Þýzka stúlkan, sem sýnir íslenzka hestinn. Hún mun dóttir hóteleiganda nærri Bad Godesberg. — Því miður er ekki kunnugt um nafn liennar. Að neðan: Sonur Sveinbiörns Bjömssonar heilsar vinum sínum frá íslandi. Myndin hér að ofan til vinstri sýnir aðsetur stjórnar Þýzk-íslenzka félagsins, í miðri Köln. Til hægri er Niels Diederichs, útgáfustjóri Eugen Diederichs, sem er talið kunnast þeirra útgáfu- fyrirtækja, er gefið hafa út íslenzkar bækur í V -Þýzkalandi. — (Allar myndirnar á síðunni tók Wolfgang Roth) í £ S £ ISLEND- INGAR ÍKÚLN SAMSKIPTI íslendinga og Þjóðverja hafa um langt skeið einkennzt af vinsemd. Þegar um aldamótin síðustu var stofnað í Þýzkalandi Is- landsvinafélag. Það starfaði um nokkurra áratuga skeið. Starf þess félags átti m. a. mikinn þátt i því, að Hein- rich Erkes hóf að koma upp safni islenzkra bóka við há- skólann í Köln. Þar er nú annað stærsta safn íslenzkra bóka á meginlandinu, um 6000 bindi. 1955 var Þýzk-íslenzka fé- lagið stofnað í Köln, og er það nú eitt starfsamasta fé- iag sinnar tegundar í Vestur- Þýzkalandi. Hefur það geng- izt fyrir margs kyns fræðslu um ísland, m. a. staðið fyrir tveggja daga kynningarfundi 1961, þá með aðstoð Germaníu á íslandi. Hér á síðunni birtast nokkr ar myndir frá Köln, og sýna þær íslendinga og Þjóðverja, sem kynnzt hafa fyrir starf- semi félagsins, en formaður þess er dr. Max Adenauer, borgarstjóri í Köln, sonur Adenauers, kanzlara. •^ “ij; ,• \ s á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.