Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Fðstudagur 3. febrdar 1963 1 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjafd kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakib. „Evrópa getur ekki varizt án aðstoðar IJ.S.A., segir Adenauer FRAMSÓKNARMENN OG LÖGBROTIN ¥»ess er skemmst að minnast, að Framsóknarmenn gerð- ust berir að lögbrotum á þingi Alþýðusambands ís- lands, þegar þeir stóðu með kommúnistum að því að hindra framgang dóms fé- lagsdóms, sem kvað svo á, að Landssamband íslenzkra verzlunarmanna skyldi tekið inn í Alþýðusamband Islands. Lögbrotin reyndu Framsókn- armenn að verja með því, að Alþýðusambandið hefði klofn að, ef þeir hefðu ekki tekið þessa afstöðu. Þeir töluðu líka um það, að heimilt hefði verið að fresta afgreiðslu kjörbréfa o. s. frv. Öll var vörn Framsóknar- manna með þeim hætti, að hver maður sá, að þeir höfðu gerzt berir að lögbrotum. Forystumenn flokksins gerðu sér líka ljósa fordæmingtma og reyndu í einkaviðræðum að halda því fram, að þeir hefðu verið andvígir þeim aðferðum, sem beitt var á þinginu, en ekki ráðið við sína menn. Út af fyrir sig er slík yfir- lýsing nógu alvarleg fyrir forystu Framsóknarflokks- ins, því að hún sýnir, að svo lengi hafa hinir óbreyttu flokksmenn verið aldir á kommúnistaþjónkuninni, að þeir neita að láta af henni, jafnvel þótt forystumennim- ir segi þeim að gera það í einstöku tilfelli. Menn hefðu ætlað, að Fram sóknarmenn hefðu fengið nóg af þeirri fordæmingu, sem þeir hlutu fyrir það að standa með kommúnistum að lögbrotunum á Alþýðusam- bandsþingi, en svo er ekki. Nú er komið á daginn að þeir ætla ekki að breyta afstöðu sinni. Á fundi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík mættu fulltrúar Verzlun- armannafélags Reykjavíkur að sjálfsögðu, enda eru þeir fullgildir aðilar að Alþýðu- sambandinu og Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna. Þá bar svo við, að formað- ur Dagsbrúnar lýsti því yfir, að hann og skoðanabræður hans mundu ganga af fundi fulltrúaráðsins, ef verzlunar- menn yrðu ekki sviotir rétt- indum sínum. Hótun þessari fylgdi hann eftir, og Fram- sóknarmenn létu vel að stjóm eins og fyrri daginn og gengu af fundi með komm- únistum. Hið káÚ' ^ssa fram- komu Framsókn- arm? .a þátt í því að kljúfa verkalýðssamtökin, en meginrökstuðningurinn fyrir afstöðu þeirra á Alþýðusam- bandsþingi var einmitt sá, að ekki mætti kljúfa samtökin. En þegar kommúnistar kljúfa þau, af _ því að þeir em í minnihluta, þá telja Fram- sóknarmenn sjálfsagt að fylgja þeim eftir. Það verður þó að segja Tímanum „til hróss“, að hann þorir ekki í gær að minnast á fund fulltrúaráðs- ins. GENGU BROSANDI ÚT A thyglisvert var, að for- ystumenn kommúnista í verkalýðssamtökimum brostu gleitt og skemmtu sér ágæt- lega um það leyti, sem þeim hafði tekizt að kljúfa Full- trúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Háttemi þeirra bar þess glöggt vitni, að þá varðar ekkert um styrkleika laun- þegasamtakanna, heldur •ein- ungis það að geta notað þau í flokkspólitíska þágu. Þeir vom í minnihluta í Fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna, jafn vel þótt verzlunarmenn væm þar ekki taldir með. Þeim fannst það því mjög kærkomið tilefni til að kljúfa þessi samtök, að verzlunar- menn tóku þar sæti. Þeir kæra sig ekki um að vera í samtökum, þar sem þeir ekki ráða lögum og lofum, og alveg sérstaklega er þeim illa við það, að verkalýðssamtök- in séu notuð til að bæta hag launþega. Samkvæmt kenn- ingum þeirra eiga þau að þjóna kommúnistaflokknum og honum einum. En það fer ekki fram hjá verkamönnum og öðmm launþegum, að kommúnista- foringjarnir hafa aldrei verið ánægðari en um það leyti sem þeim tókst að kljúfa Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna. / SIGURINN í LANDHELGIS- MÁLINU 0 ðm hverju er deila sú, sem reis, þegar landhelgis- málið var leyst með sam- komulagi við Breta, rifjuð upp, og ber sízt að harma það, því að þá unnu íslendingar Bonn, 6. febr. (NTB—AP). ADENAUER kanzlari V.-Þýzka- lands hélt ræðu á þingi landsins í dag. Kanzlarinn sagði meðal annars, að gott samstarf við Bandaríkin væri mjög nauðsyn- legt öryggi V.Þýzkalands og Evrópa væri ekki fær um að verj ast árásum án aðstoðar Banda- ríkjanna. Sagðist kanzlarinn líta á Nassau samninginn, sem stórt skref í þá átt að koma upp sam- eiginlegum kjarnorkuherafla At- lantshafsbandalagsins. Sagði hann, að V.-Þjóðverjar óskuðu eftir því að fá að taka fulian þátt í myndun slíks herafla, her- afla, sem myndi gera styrjöld óhugsandi. Adenauer lagði áherzlu á það, að viðræðum um aðild Breta að Efnahagsbandalaginu væri ekki hætt, þeim hefði aðeins verið frestað. Sagðist hann harma at- burðina í Briissel, en vera sann- færður um að hægt yrði að leiða málin farsællega til lykta. Stjórnmálafréttaritarar í Bonn telja, að Adenauer hafi forðazt, að segja nokkuð, sem félli ekki í góðan jarðveg hjá bandamönn- um V.-Þjóðverja. Hann hefði t.d. ekki minnzt á þau áhrif, sem sátt máli Frakklands og V.-Þýzka- lands gæti haft á samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins. Lýst fylgi sínu við sameiginleg- an kjarnorkuherafla undir stjórn bandaiagsins, en ekki skýrt hvernig væri hægt að samræma þá stefnu og de Gaulles Frakk- landsforseta. Formaður þingflokks Kristi- lega demókrataflokksins, Hein- rich von Brentano, sagðist vera algerlega sammála ræðu forset- ans og telja, að hann hefði gert nægilega grein fyrir stefnu V.-Þýzkalands. Fréttastofa Sósíal demókrataflokksins sagði hins vegar, að ræða Adenauers hefði vakið óánægju því að hann hefði látið mörgum mikilvægum spurn ingum ósvarað. T. d. hefði hann ekki gert grein fyrir því hvort fransk-þýzki sáttmálinn sam- ræmdist Rómarsamningnum og sáttmála Atlantshafbandalags- ins. Frægur franskur lög frædingur dæmd- ur frá störfum Paris 6. febrúar — (NTB) — EINN af verjendum mannanna 15, sem nú eru fyrir herrétti í Frakklandi, sakaðir um tilræði við de Gaulle forseta sl. haust, hefur verið sakaður um að sýna einum dómaranna í málinu ó- virðingu og bannað að vinna að lögfræðistörfum í þrjú ár. Er hér einhvem mesta stjórnmála- sigur í sögunni. Meginefni málsins var það, að íslendingar fengu friðun veigamikilla fiskimiða viður- kennda af Bretum, gegn því einu að heimila þeim mjög takmarkaðar veiðar innan 12 mílnanna um þriggja ára skeið. Jafnframt lýsti íslenzka ríkisstjómin því yfir, að hún mundi halda áfram aðgerð- um til friðunar fiskimiða við landið utan 12 mílnanna. Á tveimur Genfarráðstefn- um höfðu íslendingar barizt fyrir því, að samþykkt yrði alþjóðaregla um það, að fisk- veiðitakmörk skyldi vera 12 mílur. Ef sú regla hefði verið samþykkt hefði orðið mjög erfitt um allar frekari frið- unarráðstafanir í framtíðinni. I sjálfu samkomulaginu við Breta er því hinsvegar lýst yfir, að við munum halda á- fram friðunarráðstöfunum, og erum við óbundnir í því efni, en hefðum bundið hend- ur okkar, ef nægilegur meiri- hluti hefði náðst á Genfarráð stefnunum. Er því augljóst, hve samkomulagið við Breta er miklu hagkvæmara. um að ræða einn af frægustu lög fræðingum Frakklands, Jacques Isorni, en hann var verjandi Petains marskálks eftir heims- styrjöldina síðari. Málavextir eru þeir, að sl. þriðjudag las Isorni upp í rétt- inum bréf frá manni að nafni Francis Boyer. í bréfinu skýrir Morgunblaðið hefur marg- spurt stjómarandstæðinga að því, hvort þeir vildu nú rifta samkomulaginu við Breta, ef hægt væri að ná alþjóðlegu samkomulagi um þá stefnu, sem við börðumst fyrir á Genfarráðstefnunni. Á svari við þeirri spumingu veltur það í raun réttri, hvort sam- komulagið við Breta var hag- kvæmara en það, sem við sjálfir börðumst fyrir eða ekki. Að vonum hafa stjórnar- andstæðingar hliðrað sér við að svara þessari spumingu, því að þeim er jafn ljóst og öðmm, að samkomulagið við Breta var miklu hagkvæm- ara. Morgunblaðið efar að vísu ekki, að kommúnistar mundu vilja fallast á alþjóða reglu um 12 mílur, vegna þess að það er sú stefna, sem Rússar berjast fyrir. Þetta þora þeir þó ekki að játa, og Framsóknarmenn hylja sig í blekkingarhjúp eins og venju lega og neita að svara þeirri spumingu, sem endanlega sker úr um það, hvort sam- komulagið við Breta var hag- kvæmt eða ekki. SALVADOR Dali hefur aldrei getað fellt sig við höggmyndina frægu af Venus frá Miló. Þykir hún klunnaleg og leiðinleg. Dag nokkurn tók hann sig til og gerði smávegis breytingar á höggmynd inni og málaði hana eins og kommóðu með sex skúffum. Það er varla hægt að hugsa sér súrrealistískara fyrirbrigði - og því var það ekki undarlegt að Dali var spurður hivað þess- ar sex skúffur táknuðu. Hann hafði svarið á reiðum höndum: — Fimm þeirra eiga að tákna fimrn ljótustu dauðasyndirnar en sú sjötta er tákn hinna frábæru listahæfileika minna. Boyer frá því, að hann hafi starf að við réttarhöldin yfir stríðs- glæpamönnum í Rastadt í Þýzka- landi eftir styrjöldina ásamt Andre Reboul ofursta, en Reboul er meðal dómara í máli tiljæðis- mannana. í bréfinu segir, að Boyer og Reboul hafi orðið ósáttir varð- andi úrskurð í réttarhöldunum í Þýzkalandi og þá hafi Reboul spurt til hvers Boyer væri kom- inn til Þýzkalands, ef hann væri ekki kominn til þess að for- dæma. Því var haldið fram, að með því að lesa upp þetta bréf hefði Isorni vakið efasemdir um hlut- leysi Rebouls sem dómara. Var það talin bein óvirðing við Reboul og réttinn í heild. Verjendur mannanna 15 höfðu komið sér saman um það, að reyna að draga réttarhöldin á langinn til 24. febrúar, en þá hættir herrétturinn störfum og öryggisdómstóll tekur við. Ekki er hægt að áfrýja úrskurði ör- yggisdómstóls. Franska stjórnin hefur nú sam þykkt lagafrumvarp sem lagt verður fyrir þingið. Felur frum- varpið í sér, að herréttur skuli starfa þar til dómur hefur fallið í máli tilræðismannanna. Ber stjórnin frumvarpið fram til þess að varna því, að fyrirætlun verj- endanna nái fram að ganga. • Tshombe til Evrópu? Salisbury, 6. febr. (NTB). MOISE Tshombe, fylkisstjóri í Katanga, er nú kominn til Angola frá Rhodesíu, en þang- að flaug hann í gærkvöldi. Sagði Tshombe fréttamönn- um, að hann ætlaði að leita lækninga í Rhodesíu, en nú er talið að hann haldi til Evrópu til þess að reyna að fá lækningu við augnsjúkdómi, sem hefur þjáð hann um langt skéið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.