Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 1
24 síour waMtifaifo 50 írgangur 36. tbl. — Miðvikudagur 13. febrúar 1963 l*rentsmiðja Mor<runblao,sins Ekkert haffærisskýrteini — engin lög- skróning — talstöð innsigluð Vestmannaeyjum, 12. febrúar. TVEIR togbátar voru teknir að ólöglegum veiðum innan fiskveiðimarkanna undan Hjörleifshöfða sl. nótt. Þeir eru Vestmannaeyjabátarnir Frigg VE-316, og Sævaldur SU-2, frá Djúpavogi, sem nú var tekinn í þriðja sinn á fáum dög- um fyrir landhelgisbrot. Njásnari ur landi SL. SUNNUDAG, 10. febrúar, fór sovézki njósnarinn Ivan Skripov flugleiðis frá Sydney í Ástralíu ásamt konu sinni Veru og syni. Var meðfylgjandi mynd tekin er þau voru að ganga út í flugvélina. Rétt eftir að flugvélin — þota af gerðinni Boeing 707 — var komin á loft, var hringt til flug- Stöðvarinnar í Sydney og sagt, að tímasprengja væri í vélinni. •— Starfsmenn flugstöðvarinnar töldu að hér væri um blekkingu að ræða, enda reyndist svo vera. Flugvélin var látin halda áfram til Darwin, en þar gerð ýtarleg leit í öllum farangi — nema far- angri Skripovs, en það var ekki heimilt vegna réttar hans sem sendimanns erlends ríkis. Flug- vélin hélt síðan áfram til Ja- karta, samkvæmt áætlun, en þar fór Skripov með rússneskri vél heim til Moskvu. Varðskipið Þór kom með bát- ana hingað til Eyja í morgun og hófust réttarhöld í máli skip- stjóranna eftir hádegi. Skipstjórinn á Frigg, Svein- björn Hjartarson, viðurkenndi brot sitt, en hann var tekinn nú í fyrsta skipti í landhelgi, Svein- björn hlaut 20 þúsund krónur í sekt og afli og veiðarfæri báts- ins voru gerð upptæk. Svein- björn áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar. Þegar mál Sævaldar SU kom fyrir réttinn bar Kristján Gúst- afsson það, en hann var skip- stjóri á Sævaldi í bæði skiptin sem báturinn hefur verið tekinn í landhelgi, að bróðir hans, Björn Gústafsson hefði verið skipstjóri í síðustu veiðiferðinni. Að sögn Freymóðs Þorsteins- sonar, setzts bæjarfógeta, kom ennfremur fram við réttarhöld- in, að Sævaldur SU hefur ekki Vinna að einingu Araba-ríkjanna haffærisskýrteini og ekki er skráð á bátinn lögum samkvæmt og loks, að talstöðin er innsigluð vegna skuldar við Landssímann. Þetta kom ekki fram fyrr en við réttarhöldin í dag, þegar Kristján Gústafsson skýrði frá því, að bróðir hans væri skip- stjóri. Þá voru gögn bátsins at- huguð. Sem fyrr segir, er Sævaldur SU frá Djúpavogi, en hann mun aðallega hafa verið gerður út frá Höfn í Hornafirði. Réttarhöldunum í málí Sæ- valdar SU var frestað um kl. 7 í kvöld og hefjast réttarhöldin að nýju á morgun. — Bj. Guðm. Ferðamenn frá Bagdad telja, að 5000 manns hafi látið lífið í byllingunni Beirut, Teheran, 12. febr. —staðið um hríð heiðursvörð með AP — NTB — Reuter. • Fregnir frá Teheran i morg un hermdu, að hinn nýji þjóðar- leiðtogi íraks, Abdul Salam Aref hafi sent herdeild að gröf Feisals konungs, sem drepinn var í upp reisninni 1958 — og hafi hermenn Skrifstofu NBC í Moskvu lokað Moskvu, 12. febrúar. (NTB-AP) SOVÉZK yfirvöld hafa á- kveðið að loka skrifstofu bandarísku útvarpsstöðvar- innar NBC, „National Broad- casting Company", í Moskvu og færir fyrir þeirri ráðstöf- un þau rök, að útvarpsstöðin hafi breitt út illviljaðan and- sovézkan áróður. Jafnframt var fréttamanni út- varpsins, sem nú er í Moskvu, Russ Jones, skipað að fara úr landi, en ekki tilgreint fyrir hvaða tima. — Aðalfréttaritari stöðvarinnar í Moskvu, Frank Bourgholtzer, er um þessar mundir í Farís og er haft eftir Frarnh. á bls. 2 fána í hálfa stöng í virðingar- skyni við minningu konungsins. • Þá er haft eftir útvarpinu i Kairo, að meðan loftárásir bylt- ingarmanna stóðu yfir á aðsetur landvarnaráðuneytisins i Bagdad, hafi Kassem, fyrrverandi forsæt- isráðherra haft símasamband við Aref, ofursta, og beðið hann að þyrma lífi sínu. Kairo-útvarpið segir, að Kass- em hafi lagt til að þeir tveir kæmust að einhverri málamiðlun, en Aref svaíað, að hann yrði fyrst að gefast upp, áður en til greina kæmi að ræða nokkra málamiðlun. Nýtt dagblað í írak, kallað „Al Hamahir" sem mun þýða „Fjöld- inn" segir í dag ítarlega frá stjórn arbyltingunni í sl. viku, að sögn Bagdad-útvarpsins, sakar blaðið Kasssem, hershöfðingja um að hafa reynt að eyða þjóðernistil- •finningu fólksins í landinu, og segir, að sú stefna, sem þjóðin var í þann veginn að taka, undir for- Framh. á bls. 2 Flugslys í Florida Óttazt að 43 hafi farizt Miami, Flórida, 12. fébr. — (AP) — í KVÖLD fórst skammt frá Miami í Flórida farþega- flugvél með 35 farþegum og átta manna áhöfn. Er óttazt að allir hafi farizt. Flugvélin, sem var af gerð- inni Boeing 720 B, var að fara frá Miami til Chicago. Hún hóf sig á loft í fremur slæmu veðri kl. 17.35 og var væntan- leg kl. 20.20 til Chicago. Um það bii 10 mínútum eftir flug- tak var haft samband við flugvélina og virtist þá allt í lagi. Er hún ekki lét frá sér heyra á tilsettum tíma var farið að grennslast fyrir um afdrif hennar og umf angs- mikil leit hafin. Skyggni var slæmt og rigning og hamlaði það mjög björgunarflugvél- um. Vélin fannst í mýrlendi um 70 km suðvestur af Miami og var hvergi sjáanlegt lífs- mark nærri flakinu. Khartouim, 12. febr NTB—AP IrnnanríkisráJ iaroa Súdan, Mohamed Ahmed Irwa skýrði frá þvi í dag, að 143 erlendir trúboðar, sem jafnframt hafa stundað kennslu, hafi verið beðnir að fara úr landi. Munu sudanskir kristnir kennarar taka við störíum þeirra. Ráð herrann segir ráSstöfun þessa gerða í samræmi við laga- ákvæði um, að súdanskir taki sem víðast við störfum af er lenduim mönnum í landinu Móðgaði sendi- herrann U. Thant? í KVÖLDVERBARVEIZLU er haldin var í Metropolitan Museum í New York 8. febrú ar sl, bar það til tíðinda, að mikill hluti boðsgesta, allt sendin*i3nn hjá Sameinuðu þjóðunum komu ekki til boðs ins eins og ráð hafði verið fyrir gert. Ástæðan er talin sú, að franski sendiherrann Herve Alphand hafði móðgað U Thant, framkvæmdastjóra Sþ — í fyrsta lagi með því, að ætla honum ekki sæti við að- alborðið — og í öðru lagi með - Herve Alphand því að fallast á, að hann sætí næst aðalborðinu, við hlið Irú Alphand, með því skil- yrði, að ekki yrði tekin mynd af þeim saman. Veizla þessi var haldin »af því tilefni, að verið var að koma málverkinu fræga ,Mona Lisa" fyrir í safninu, an myndin hefur að undan- förnu verið til sýnis í Washing ton. Ekki hefur tekizt að fa nákvæmar fregnir af því, seni trið bar og olli því, aS U Thant framkvæmdastjóri og fleiri fulltrúar S.þ. ekki komiu iil boðsins. Er þó haft eftir áreiðanleg- oon heimildum, að sendiherr- inn hafi raðað niður gestun- am við matarborðin og þegar jtjórn safnsins hafi tilkynnt iramkvæmdastjá^anuim sikil- Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.