Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVWBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. febrúar 196? Félag íslenzkra iðn- rekenda 30 ára HINN 6. febrúar sl. voru 30 ár liðin frá stofnun Fé'ags íslenzkra iðnrekenda. Félagið var stofnað að frumkvæði Sigurjóns Péturs- sonar á Áiafossi, sem boðaði til undirbúningsfundar 27. janúar 1933. Verksmiðjueigendur í Reykjavik og nágrenni voru boðaðir á fundinn og mættu fulltrúar fyrir sjö verksmiðjur. Hinn 6. febrúar árið 1933, var síðan stofnfundurinn haldinn, voru stofnendur félagsins fuli- trúar frá 13 verksmiöjum í Reykjavík og nágrenni. Hlutu sæti í fyrstu stjórn félagsins þeir sömu og skipuðu undirbún- ingsnefndina, Sigurjón Péturs- son, Eggert Kristjánsson og H. J. Hólmjárn. Tilgangur félagsins bá og síð- ar „er að efla og vernda íslenzk- ani verksmiðjuiðnað og vera málsvari hans í hvívetna“. Ekki er rúm til þess hér að rekja sögu Félags íslenzkra iðn- rekenda, en hér skal þó drepið á nokkur verkefni, sem félagið hefur fengizt við á undanförnum árum. Frá stofnun félagsins og ávallt síðan hefur Félag íslenzkra iðn- rekenda látið tollamálin sig miklu varða. Var íslenzk tolla- löggjöf lengi á flestum sviðum iðnaðinum óhagstæð, og óþægi- legur Ijár í þúfu. Lagfæring á þessu efni þok- aðist ófram eftir því sem árin liðu, en stærsta sporið í þá átt að bæta tollakjör iðnaðarins var stigið árið 1954 fyrir atbeina F.Í.I., en það ár var tollskráin öll endurskoðuð með tilliti til iðnaðarins. Um þessar mundir er unnið að heildarendurskoðun tollskrárinnar og hefur fram- kvæmdastjóri F. í. I. átt sæti í nefndinni. Iðnsýningar og önnur kynning á íslenzkum iðnaði hefur frá Ágreiningur kommúnásia gefur tilefni til bjartsýni að lokum leiddi til eigin hnign- unar. „Þetta gefur tilefni til bjartsýni um framtíð frelsisins og trú á það að ef við stöndum fastir fyrir, ef við hvorki þreyt- umst né hikum mun okkur miða áfram að réttarstjórn í friðar- þjóðfélagi,“ sagði ráðherrann. Með Rusk komu aðstoðar ut- anríkisráðherrarnir Alexis John- son og Áverell Harriman, og Roger Hilsman, forstöðumaður upplýsingadeildar utanrikisráðu- neytisins. Allir voru þeir sam- mála um að einingin innan kommúnismans væri nú engin lengur vegna hugsjónaágrein- ings. Washington, 11. febr. (AP). DEAN RUSK utanrikisráðherra Bandarikjanna sagði í dag að klofningurinn milli Kína og Sovétríkjanna gæfi astæðu til bjartsýni um framtíð frelsis í heiminum. En hann sagði að Vesturveldin yrðu áfram að vera vel á verði. Ógnanir komm- únista eru enn hinar alvarleg- ustu, og geta sumsstaðar í heim- inum orðið enn alvarlegri, sagði Rusk. Kom hann fram í dag í sjónvarps-spurningaþætti ásamt þremur fremstu samstarfsmönn- um sínum til að ræða deilur Kínverja og Rússa. Rusk sagði að deilur þessar sönnuðu að kommúnisminn — en ekki nútíma lýðræði — hefði inni að halda þann kjarna, sem Aðalfundur Lúðrasv. Svans AÐALFUNDUR Lúðrasveitarinn- ar Svans var haldinn í æfinga- sal sveitarinnar, Austurbæjar- skólanum, 27. janúar sl. Þær breytingar urðu á stjórn sveitarinnar, að gjaldkerinn Guð- jón Einarsson baðst undan endur- kjöri, en í hans stað var kjörinn Jóhann Gunnarsson. Einnig baðst undan endurkjöri Sveinn Sig- urðsson, meðstjórnandi og í hans stað var kjörinn Snæbjörn Jóns- son. Að öðru leyti skipa stjórnina: Reynir Guðnason, ritari, og Þórir Sigurbjörnsson, formaður. Á þessu ári hafa borgar- og ríkisyfirvöld veitt sveitinni styrk til kaupa á einkennisbún- ingum, en þess var. orðin brýn þörf. Sagði formaður, að hann vænti þess að Lúðrasveitin Svan- ur gæti skartað í nýjum bún- ingum á Þjóðhátíðinni nú í sum- ar. ■R- 'Wlv '\-r- ■ v> . V" Á afmælisdegi F.ÍJ. tók félagið í notkun nýtt húsnæði á 4. hæð í húsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu og er meðfylgjandi mynd tekin á fundi í stjórn félagsins þann dag. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Sveinn S. Einarsson, Ásbjörn Sigurjónsson, Hannes Pálsson, Sveinn B. Valfells, formaður, Gunnar Friðriksson, varaformaður, Sveinn Guðmundsson og Árni Jónsson. öndverðu verið eitt af aðaláhuga málum F.Í.I. Mest átak í þessu efni gerði F.Í.I. árið 1952 í sam- vinnu við önnur félagssamtök með Iðnsýningunni miklu, sem gerbreytti áliti þjóðarinnar á möguleikum iðnaðarins hér á landi. Það hefur því um langt ára- bil verið dagskrármál iðnrek- enda og iðnaðarmanna að hér í bæ yrði sköpuð varanleg aðstaða til iðnsýninga. Að lokinni iðn- sýningunni 1952 hófst F.Í.I. handa um undirbúning málsins og árið 1957 var stofnaður fé- lagsskapur, Sýningarsamtök at- vinnuveganna, til þess að hrinda máli þessu í framkvæmd. Gerðu þessi samtök samning við Reykja víkurbæ um byggingu stórhýs- is, m.a. til sýningahalds, sem nú er að rísa á mótum Suðurlands- brautar og fyrirhugaðs Þvotta- laugavegar, og verður það vænt- anlega fo’khelt á þessu ári. Eitt mikilvægasta málið, sem F.Í.I. hefur barizt fyrir var stofn un Iðnaðarbanka íslands h.f., sem stofnaður var af félaginu og Landssambandi iðnaðarmanna. Bankinn hefur nú starfað í 10 ár og hefur reynzt þess megnugur að leysa mikinn vanda fyrir iðn- aðinn. Meðal þeirra mála, sem efst voru á baugi hjá F.Í.I. um langt árabil, var að af hálfu hins opinbera yrði komið fastri skip- an á tæknilega fyrirgreiðslu við iðnaðinn og höfð um það samráð við hlutaðeigandi sam- tök. Eftir nokkurra ára undir- búningsathuganir, þar sem þreif að var fyrir sér um hagfellasta fyrirkomulag slíkrar fyr- irgreiðslu var Iðnaðarmálastofn- Un íslands stofnuð síðla árs 1953. Eitt þeirra mála, sem efst eru á baugi hjá F.Í.I. í dag er efling stofnlánasjóðs iðnaðarins, Iðn- lánasjóðs. Á síðasta ári var unn- ið að endurskoðun gildandi laga sjóðsins og mun á næstunni verða lagt fram á þingi frum- varp til nýrra laga, er væntan- lega mun miða að verulegri efl- ingu Iðnlánasjóðs. Hinn kunni bautryðjandi í is- lenzkum iðnaði, Sigurjón Péturs son á Álafossi var formaður F.Í.I. fyrstu 12 árin. Á þeim ár- um haslaði félagið sér völl sem alhliða málsvari verksmiðjuiðn- aðarins. Síðan var Kristján Jóh. Kristjánsson formaður um 11 ára skeið, sem var mikill at- hafnatími í sögu félagsins. Núverandi formaður félagsins er Sveinn B. Valfells, en aðrir í stjóm eru Gunnar J. Friðriks- son, varaformaður, Hannes Páls- son, Sveinn Guðmundsson, Ás- björn Sigurjónsson, Ámi Jóns- son og Sveinn S. Einarsson. Eöiðaborgínni útrýmS ó eftír Kerskálunum STRAX og herskálunum í Reykja vík hefur verið útrýmt, mun verða hafizt handa um að rýma Höfðaborgina og rífa húsin þar. Þessar upplýsingar gaf Geir Hallgrimsson, borgarstjóri, á fundi borgarstjórnar s.l. fimmtu dag. Tilefnið var tillaga, er Al- freð Gíslason (K) hafði flutt um að láta reisa baðhús með ker- laugum og steypuböðum til sam eiginlegra afnota fyrir íibúa Höfða borgar. Af þessu tilefni var svohljóð- andi tillaga frá borgarfulltrúum Velvakanda hefir borizt bréf varðandi bankamál og fjallar það um afgreiðslu banka á spari sjóðsbókum og réttinn til að taka innstæður út úr þeim. Bréfið hljóðar svo: • Með hvaða rétti neitar bankinn? „Herra Velvakandi . Nýlega átti ég leið í tvo banka, í báða til þess að segja upp 6-mánaða bókum, með lít- illi, eða frekar lítilli innstæðu. í fyrri bankanum gekk allt eins og í sögu, en í Kinum síðari, var sannarlega öðru máli að gegna. Að vísu fékk ég eftir nokkurt þóf að segja upp innstæðunni, en hins vegar var það vandlega brýnt fyrir mér, að innstæðuna gæti ég ekki fengið greidda, nema gegn sérstöku vottorði þess, sem fyrir bókinni teldist. Með bókina í höndum taldi ég mig hafa fullt umboð til þess að taka út úr henni, ef mér svo sýndist, en var heldur en ekki betur bent á, að slíkt sam- ræmdist ekki reglum bankans og bæri mér auk bókarinnar að sýna sérstakt vottorð frá bók- areiganda (líklega um að ég hefði ekki stolið henni). Nú veit ég ekki til að bankinn telji sig bera ábyrgð á hverjum hann greiði út úr sparisjóðsbókum og kom mér því þessi krafa bank- ans spanskt fyrir, en um það þýddi ekki að deila. Hins vegar gleymdi ég að spyrja að þvi, hvort mér bæri ekki einnig að útvega mér hegningarvottorð. Nú langar mig til þess að spyrja; með hvaða rétti neitar bankinn að greiða út úr bók, sem til þess er vísað fram. Það skal að lokum tekið fram að nefndri sparisjóðsbók stal ég ekki og að bankinn hefði alis enga ástæðu til þess að væna mig um þjófnað, síður en svo. Ó. E“. • Greiða skal handhafa sem veit nafn eiganda Út af fyrrgreindu bréfi snér- um við okkur til fulltrúa eins af bönkum borgarinnar og lögðum fyrir hann fyrrgreinda spum- ingu. Hann svaraði henni- á þessa leið: Samkvæmt reglum bankans ber að segja upp svonefndum 6-mánaða bókum með 6 mánaða fyrirvara. Ekki er skylda að greiða innstæðu þeirra fyrr en að loknum þessum uppsagnar- fresti. Hitt er þó alla jafna gert að greiða strax, einkum ef sér- 4__0 _____ Sjálfstæðisflokksins samþykkt með 8:5 atkvæðum: „Borgarstjórn telur, að bað- hús og aðrar slíkar stofnanir, er borgin lætur reisa, eigi að mið- ast við skipulögð íbúðarhverfi og vera til frambúðar. Hún tel- ur því ekki rétt að láta reisa bað hús vegna bráðabirgðahúsa á ó- skipulögðu svæði og bendir i þessu sambandi á, að baðhús þau sem þegar eru fyrir hendi í borg inni eru ekki fullnýtt. Með vís- un til þessa er tillögu Alfreðs Gíslasonar visað frá.“ staklega stendur á, og er þá reiknað með venjulegum spari- sjóðsvöxtum af bókinni siðustu 6 mánuðina áður en greiðsla fer fram. Bækur með uppsagnar- fresti eru á hærri vöxtum, 8 mánaða með 1% hærri, en 12 mánaða með 2% hærri vöxtum. Varðandi spurningu Ó. E. er það að segja, að þetta er nokkuð á reiki hjá hinum ýmsu bönk- um. Sumir borga strax og án skilyrða einkum ef upphæðirn- ar eru ekki háar, hins vegar leitar bankinn nánari upplýs- inga ef um stórar upphæðir er að ræða. Hitt skal þó tekið fram að handhafi sparisjóðsbók- ar á lögum samkvæmt rétt á að taka út úr henni án sérstaks umboðs, ef hann gefur upp rétt nafn eiganda bókarinnar. (Nöfn bókareigenda eru ekki skráðar á bækurnar). Samkvæmt þessu á Ó. E. fullan rétt á að taka út úr fyrrgreindri bók, hafi hann gefið upp rétt nafn eiganda. Á bókinni er númer og samkvæmt því getur bankinn gengið úr skugga um hver er skráður eig andi. Bankafulltrúinn bað Velvak- anda að geta þess úr því mál þetta væri komið á dagskrá, a3 fólk ætti ekki að skrá nöfn sín eða uppba.fsstafi á bækur siin- ar. Til þess væru þær nafnlaua ar, að kæmust þær í hendur óhlutvandra manna gætu þeir ekki notfært sér þær til úttekt* ar. Þetta nafnleysi bókanna hefir oft komið sér vel og það er ekki óalgengt að handhafi bókar hef- ir reynt að taka út úr henni. en strandað hefir á því að hann gæti gefið upp rétt nafn. Velvakandi vonar að þessar umræður verði Ó. E. til glöggv unar og almenningi til fróð- leiks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.