Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 8
8 M ORCV y Tt r 4 ni Ð Miðvikudagur 13. febrúar 1963 Iðniánasjóður efldur og starfsvið hans aukið Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær urðu toluverðar umræður um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Iðnlánasjóð. En með þvi frumvarpi er lagt til, að sjóðnum bætist nýr tekjustofn, er nemi 7 millj. a.m.k. næsta ár og hefur starfssvið sjóðsins verið aukið til samræmingar við það. Frum- varpinu var vísað til 2. umræðu og nefndar. Bjarni Benediktsson, iðnaðar- ráðherra, rakti í upphafi síns máls sögu Iðnlánasjóðs nokkruna orðum. Sjóðurinn hefur nú starf að í 28 ár. Lengst af hefur hann haft lítið fé til ráðstöfunar, þar sem hann hefur ekki haft aðrar tekjur en það fé, sem greitt hef- ur verið til hans árlega úr ríkis- sjóði og tekjur af þvi. Ríkissjóðs- tillagið var í upphafi 25 þús. kr., síðar hækkaði það í 65 þús. kr. 1941, það hækkaði í 300 þús. 1946. En fyrsta verulega hækikunin var 1957, er það hækkaði í 1 millj. og 450 þús., og nú hin síðustu ár hefur það verið tvær milljónir. Kvað hann nokkurt fé hafa safnazt fyrir, en vöxtur sjóðsins þó gengið mjög hægt. Að vísu hafi verið ráðgert, að sjóðurinn fengi einnig lán, sem hann gæti endurlánað, en lítið eða ekkert orðið úr því fyrr en á árinu 1961, þegar honum voru veittar 15 millj. af svokölluðu PL-480 láns- fé, þó að vísu hafi verið möguleik ar til að það gæti orðið hærra. Þá má telja öruggt, að sjóðurinn geti fengið áframhaldandi fé til ráðstöfunar úr þessum PL-480- sjóði, eða eitthvað milli 10 og 15 millj. á þessu ári og því næsta. Á seinni árum hefur ráðstöfunar- fé sjóðsins því verulega vaxið, en þó hvergi nærri hrokkið fyrir þörfum. Upphaflega var ætlazt til, að verkefni sjóðsins væri tvíþætt, annars vegar að lána til véla og meiri háttar verkfæra, og hins .vegar til rekstrar. En fram- kvæmdin mun hafa orðið sú, að lánin hafa a.m.k. að langmestu leyti farið til vélakaupa og meiri háttar verkfæra, þar sem ráðstöfunarfé hefur aldrei verið svo mikið, að fært hafi þótt að gera sjóðinn að rekstrarlána- stofnun fyrir iðnaðinn. Vaxandi þörf stofnlána fyrir iðnaðinn Þar sem það fé, sem Iðnlána- sjóðurinn hefur haft yfir að ráða, hefur hvergi nærri hrokkið til jafnvel hinna brýnustu þarfa vegna hins mikla vaxtar iðnað- arins á þessu tím.abili, hafa menn lengi velt því fyrir sér, á hvern hátt væri hægt að bæta úr stofn- lánaþörf iðnaðarins og einkan- lega komið inn á Iðnlánasjóð. En fram að þessu hefur ekki náðst samkomulag við þá aðila, sem hér eiga mest í húfi. Á árinu 1960 voru þeir, sem fengnir höfðu verið til að gera álitsgerð um lánaþörf iðnaðarins, beðnir að at- huga um endurskoðun á lögum um Iðnlánasjóð og hvernig hægt væri að afla meira fjár til hans. Frá þeim komu litlar raunhæf- ar tillögur í þessum efnum annað en ábending um hærra framlag úr ríkissjóði ,þar sem menn treystu sér þá ekki til þess að leggja á iðnaðinn sjálfan, þá skyldu, að inna af hendi fé, sem rynni í þennan Iðnlánasjóð, stofnlánasjóð handa iðnaðinum. En sem kunnugt er hefur sjávar- útvegurinn lengi verið gjald- lagður sjálfur til að byggja upp sína lánastofnun, sem hann síðar hefur haft not af, og nú á síðasta ári var svipaður háttur tekinn upp varðandi landibúnaðinn. Eft- ir það virtist enn auðsærra en áður, að yfirleitt bæri að hafa »ama hátt á um iðnaðinn og var þó sá vandi þar sérstaklega fyrir hendi, að erfitt reyndist að finna við hvaða -gjaldstofn skyldi miða. Það var ekki fyrr en á sl. ári, er reglurnar um aðstöðu- gjald voru settar á ýmis konar at vinnurekstur, sem menn fundu þann stofn, sem eðlilegt væri að bygigja á. Nýjungar frumvarpsins Um svipað leyti voru alþingis- mennirnir Eggert Þorsteinsson og Jónas Rafnar, Gunnar J. Frið- riksson fram.kv.stj.,' og Bragi Hannesson hdl. framkv.stj. Lands sambands iðnaðarmanna, skipað- ir í nefnd til að gera nýjar tfl- lögur um Iðnlánasjóð. Þessir menn hafa nú komið sér saman um og samið frumvarp það, sem fyri-r liggur. Nýjungarnar í frum- varpinu eru annars vegar tillög- ur um að gjaldleggja iðnaðinn til handa Iðnlánasjóði og er þá ráð- gert 0,4% gjald, sem innheimtist a.f iðnaðinum í landinu og lagt er á sama stofn og aðstöðugjald. Er ætlað, að þetta gjald muni verða svo mikið að vöxtum, að það muni nema a.m.k. 7 millj. kr. á næsta ári. Þarna hefur sjóður- inn fengið verulegan tekjustofn, miðað við það, sem verið hefur, og í samræmi við það hefur verk efni sjóðsins verið víkkað frá því, sem verið hefur, og er nú ætlazt til, að hann verði eiginleg- ur stofnlánasjóður fyrir iðnaðinn en ekki eingöngu til kaupa á vélum og stærri áhöldum. Hins vegar er felld niður heimildin til rekstrarlána, enda lítið sem ekki verið notuð. Lánveitingar til byggingar smíða- stöðva fyrir stálskip Með þessari miklu aukningu á tekjum sjóðsins ásamt áfram- haldandi fjáröflun með lánveit- ingum honum til handa, taldi ráð herrann, að allvel ætti að vera séð fyrir því, að sjóðurinn geti leyst sitt þýðingarmiikla verk- efni af hendi, og drap ráðherrann sérsta.klega á, að t.d. varðandi lánveitingar til byggingar smíða stöðva fyrir stálskip, sem nú er verið að koma upp á nokkrum stöðum í landinu, þá hefði hann þegar átt tal um það við sjóðs- stjórnina, að sjóðurinn reyni að greiða fyrir þessum nýja og væntanlega mjög þýðingarmikla atvinnurekstri og væri fullt sam- komulag við sjóðsstjórnina um, að svo verði gert. En bæði hinar föstu tekjur og væntanleg lán honum til handa ættu að verða svo rífleg, að sjóðurinn geti þarna sem í mörgum öðrum til- fellum hlaupið undir bagga, svo að verulega muni um. Ætlazt er til, að sjóðurinn haldi áfram að vera starfræktur í nánu samræmi við Iðnaðar- banka fslands, en hins vegar hefur sjóðurinn sérstaka stjórn, skipaða þrem mönnum, formann inum, skipuðum af iðnaðarráð- herra, einum af Landssamibandi iðnaðarmanna og einum af Fél. ísl. iðnrekenda. Hins vegar taldi hann mikla þörf á að bæta úr stofnlánaskorti iðnaðarins. Um mikið nauðsynjamál að ræða Eggert Þorsteinsson (A) kvað ekki fara milli mála, að hér væri um mikið nauðsynjamál að ræða, sem sífellt hefði þyngt á um, að lausn fengizt á þ.e. um stofnlána- deild fyrir iðnaðinn. Allir séu sammála um að fagna frumvarp- inu, þótt uppi séu efasemdir um, að hér sé endanleg lausn fundin, en allir ættu þó að vera sam- mála um, að hér sé merkum á- l fanga náð. f samb. við 0,4% gjaldið upp- lýsti hann, að samkomulag hefði verið um það í milliþinganefnd- inni, að þýðingarlaust hefði verið að leggja það gjald á, nema með samþykki þeirra aðila, sem það áttu að greiða og hefði það verið sett inn með fullu samþykki þeirra og samkv. þeirra eigin til- lögum. Þessir menn hafa úrslita- vald um lántakur, en kvaðst ráð- herrann hyggja, að fram að þessu hafi þeir náin samráð við banka- stjóra Iðnaðarbankans. Stofnframlög á sérstökum reikningi Ólafur Jóhannesson (F) taldi, að með þessu 0,4% gjaldi og sam svarandi gjaldi á landbúnað og f G/ER voru ýmis mál rædd í báðum deildum Alþingis. Áfram héldu umræður um frumvörp um Stofnlánadeild landbúnaðarins. Þá var frumvarp um fullnustu norrænna refsidóma samþykkt úr efri deild og sent neðri deild til afgreiðslu, afgreitt sem lög frumvarp reglulegs Alþingis o. fl. Samkomudagur Alþingis. Ólafur Thors, forsætisráðherra, gerði grein fyrir fruvarpi ríkis- stjónarinnar um að reglulegt Al- þingi 1963 skuli koma saman fimmtudaginn 10. okt. 1963, hafi forseti íslands eigi tiltekið annan samkomudag fyrr á árinu. En samkvæmt lögum skal reglulegt Alþingi koma saman 15. febr., en sýnt er að þá muni störfum þessa þings ekki lokið. Var frumvarpið samþykkt sem lög frá Alþingi. Stofnlánadeild landbúnaðarins. Áfram héldu umræður um I l.ofnlánadeild landbúnaðarins. Ásgeir Bjarnason (F) kvað Ólaf Björnsson mikið hafa rætt um vaxtakjör Stofnlánadeildarinnar á mánudag og sér hefði skilizt, að honum þættu vextirnir sízt of háir. Spurði hann ÓlBj hvað hann teldi hagfræðilega rétt að hafa vaxtafótinn háann. Þá kvað hann bændur greiða tvær krón- ur á móti hverri einni annars staðar frá til deildarinnar. Ólafur Björnsson (S) kvað því ekki hafa verið haggað, sem hefði verið aðalatriði þess, er hann hefði sagt í fyrri ræðu sinni, er hann benti á það ósamræmi hjá framsóknarmönnum að bera ann ars vegar fram margvíslegar til- lögur og kröfur um fjárframlög til allra möglegra hluta, en hins vegar hefðu þeir ekkert nema neikvætt til þeirra mála að leggja, hvernig eigi að auka það fjármagn, sem til ráðstöfunar er, til að koma á móts við óskirn ar um lánakröíur. ÁB hefði enga athugasemd gert við þetta, en hins vegar farið út í nokkuð aðra sálma að vísu ekki óviðkomandi og spurt, hvaða vexti íslenzkir at vinnuvegir gætu þolað. Kvað hann þetta stærri spurningu en svo, að hægt sé að svara henni í stuttu máli. Verffur aff taka tillit til verðlagsþróunarinnar. í Tímanum hefði því verið hald sjávarútveg, sem renni til stofn- lánadeilda þessara atvinnugreina væri raunverulega verið að leggja á nýjan söluskatt og kvað það ekki í samræmi við þá stefnu að gera skattakerfið einfaldara og óbrotnara, að innheimta skatt inn ekki í einu lagi og útdeila hon um svo úr ríkissjóði. Kvaðst hann þó ekki halda því fram, að við skattlagningu sé ekki hægt að breyta út frá ákveðinni formúlu, heldur verði að haga sér eftir á- stæðum, en kveðst þó telja þessa aðferð vafasama. Kvaðst hann þó ekki vilja taka af skarið, þar sem í greinargerð stæði, að stjórnir iðnaðarsamtakanna hefðu lýst sig samþykkar þessari tekjuöflunarleið, en það atriði hlyti að vera þungt á metunum og yrði að kanna sérstaklega. En ef í rí'kara mæli ætti að hverfa að þeirri aðferð að skattleggja at vinnuvegina til að afla fjár í lánasjóði þeirra, þætti sér þessi skattheimtuaðferð óviðeigandi. Hið eina sæmilega væri að inn- heimta gjaldið sem stofnfram- lag til sjóðanna á sérstökum reikningi, sem fengizt endurgreitt ef tilskyldum skilyrðum væri fullnægt, ef á annað borð ætti að nota þess aðferð. ið fram, að taka yrði tillit til verðrýrnunar sparifjárins, er rætt væri um hag sparifjáreig- enda. Kvað Ólafur þetta þann sannleikskjarna, að ekki væri unnt að svara spurningu ÁB, nema tekið sé tillit til þeirrar verðlagsþróunar, sem er á hverj- um tíma. Þegar menn vilja gera sér grein fyrir því, hver séu hin raunverulegu vaxtakjör, verði ekki hjá því komizt að taka til- lit til þróunar verðlagsins. Það, sem sparifjáreigendur tapa vegna verðrýrnunarinnar, hlýtur að verða hagur þeirra, sem pening- ana taka að láni. Ef maður tæki lán til eins árs, jafnvel þótt það væri með 10% vöxtum, og verð lagið hækkaði um 10% á þessu ári, sem hann hefði peningana til umráða, þýddi það, að hann end urgreiddi peningana í 10% verð minni peningum, en þeir voru, er hann fékk þá að láni, og það væri auðvitað hans hagur. Hið sama gilti að sjálfsögðu um at- vinnuvegina. Svarið við spurn- ingunni hlýtur því að vera kom- ið undir því að verulegu leyti, hvort gengið sé út frá, að verð- lagið sé stöðugt eða það sé á veru legri hreyfingu upp á við eða niður á við. Ekki má loka aug- unum fyrir því, að í þjóðfélagi eins og okkar hlýtur vaxtafótur- inn alltaf að vera tiltölulega hár bæði af þeirri eftirspurn, sem er eftir lánsfé til alls konar fram- kvæmda, og svo af því, að spari fjármyndun hefur verið minni en æskilegt hefði verið og hefur sú verðbólga, sem við höfum átt við að etja, að sjálfsögðu átt sinn þátt í því. En hitt undirstrikaði alþingismaðurinn sérstaklega, að ekki þýðir að ætla sér að lækka vexti með lögum eða á annan hátt til hvers, sem vera skal, nema rrtöguleikar séu á því, að afla fjármagns á þessum hag- stæðu vöxtum. Ef ekki er séð fyr ir því, eru þeir, sem njóta eiga góðs af hinum lagu vöxtum, hvort sem það eru bændur eða aðrir, litlu bættari. Hins vegar kvað al- þingismaðurinn ekki felast í þess um orðum, að ekki geti átt sér stað að lækka vexti til ákveð- inna framkvæmda eða í þágu til- tekinna atvinnuvega, enda eru stofnlán og afurðarlán til land- Þarf ekki annað en líta á reynsluna Bjarni Benediktsson iðnaðarw miálaráðh., þakkaði hinar vinsam legu undirtektir við frumvarpið. Þá kvaðst hann sammála ÓJ um að sem almenna reglu teldi hann óheppilegt að deila sköttunum niður og ætla í sérsjóði, en það hefði oft verið gert og yrði ef- laust oft gert í framtíðinni vegna þess að þeir, sem sérstök áhuga- mál hafa, telja þeim betur borg- ið með sérstökum tekjustofni til þess ætluðum, en almennum framlögum úr ríkissjóði. Þá benti hann á, að hér er alls ekki um eiginlegan hluta ríkissjóðs að ræða, heldur í raun og veru sér- staka bankastofnun, sem á að gegna alveg ákveðnu hlutverki. Hún sé sérstaks eðlis og hlyti að hafa sérstaka tilveru, ef til henn- ar sé stofnað, og því eðlilegt, að hún hafi sérstakan tekjustofn. Að vísu sé hægt að segja, að verja skuli jafn miklu framlagi tjl Iðn- lánasjóðsins úr ríkissjóði, en erfitt að sanna með tilvitnun til reynslunnar, að slíkt fyrirkomu- laig muni reynast vel. Á þeim 28 árum, sem sjóðurinn hefur starf- að, hafa menn fram að þessu ekki búnaðarins lægri en hinir al- mennu vextir í þjóðfélaginu. Villandi málflutningur. Bjartmar Guffmundsson (S) Kvaðst hann því miður ekki hafa taka þátt í þessum umræðum, en ein eða tvær setningar ÁB hefðu snert sig á þann hátt, sem mál- flutningur snerti sig verst, þar sem svo villandi hefði verið sagt frá. ÁB hefði sagt, að bændur væru látnir greiða tvær krónur frá hverri einni, sem kæmi frá ríki, til stofnlánadeildarinnar. Kvaðsbhiann því miðiur ekki hafa nákvæmar tölur við hendina, en samkvæmt lögunum kæmu 27 millj. kr. til deildarinnar á yfir- standandi ári frá ríkissjóði og almenningi á móti 8 millj. kr. frá bændum. Kvaðst hann að vísu vita, að ÁB hefði talið vaxta- greiðslu bænda með framlaginu, en það teldi hann svo blekkjandi málflutning, að hann gæti ekki hlustað á það ómótmælt. Ásgeir Bjarnason (F) kvað BG vita, -að tvær krónur af hverjum þremur kæmu úr vasa bændanna, ef vaxtagreiðslur væru reiknaðar með. Hins vegar hefði BG ekki síður blekkt bændur, þar sem hann hefði lofað að létta skatti af bændum. Bjartmar Guffmundsson (S) kvað það fjarri sanni. Hann hefði beint þeim tilmælum sérstaklega til fjárhagsnefndar að hún at- hugaði sérstaklega, hvort ekki væri unnt að lækka skatta á landbúnaðarvélum. Það væri eina loforðið, sem hann hefði gefið. Sigurvin Einarsson (F) kvað hann víst hafa lofað því, en svik ið það. Að lokinni ræðu hans var um ræðunni frestað. Jarffræktarlög — dýralæknar. Bjartmar Guðmundsson (S) skýrði fyrir hönd landbúnaðar- nefndar frá því, að nefndin legði til að frumvörp um jarðræktar- lög, sem fjallar um jarðræktar styrk út á kalskemmdir verði samþykkt, svo og frumvarp um dýralækna, en þar er lagt til, að dýralæknisembættinu á Akureyri verði skipt. Tilmæli hefðu kom ið til nefndarinnar um að dýra læknisembættinu í Húnavatns- sýslu verði einnig skipt og mundi það verða athugað milli 2. og 3. umræðu. Framhald f. bls. 17. Ftá umræðum á Alþingi: Hér á landi hlýtur va xtaf óturinn ailtaf að vera tiltöiuiega hár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.