Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 13. fébrúar 1963 MORCl'lSBLAÐIÐ nn hefur unnizt á í auka gróöurlendi landsins Erindi dr. Sturlu Friðrikssonar á búnaðarþingi 1 GÆR flutti dr. Sturla Frið- riksson, jurtaerfðafræðingur, erindi fyrir fulltrúa á búnað- arþingi. Fjallaði erindið um uppgræðslu lands og þær leiðir er tiltækar væru að auka gróðurmátt landsins og koma í veg fyrir þá landeyð- ingu sem enn herjar land vort. Dr. Sturla hóf mál sitt með þvi að rekja all ýtarlega sögu gróðurfars landsins og gróður- ástand, eins og næst verður kom- ist af heimildum fyrri tíma. Sið- an ræddi hann orsakir uppblást- urs og landeyðingar. Hann rakti og allýtarlega þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til uppgræðslu Síðan sagði dr. Sturla Frið- riksson: Á Þjóðveldistímanuim voru fiskveiðar ekki eins mikill þátt- ur í atvinnulífi þjóðarinnar eins og síðar varð og innflutningur matvæla sennilega lítill. Það er talið líklegt, að árið 1095 hafi landsmenn verið um 70 þúsund. Til þess að fæða og klæða lands- menn þurfti því að miklu leyti að byggja á afurðum grasbít- anna, svína, geita, nautpenings, sauðfjár og hrossa. Var þjóðin þó aflögufær og flutti út land- búnaðarafurðir. Þorvaldur Thor- oddsen telur nautgripaeign lands manna eina saman sennilega vera yfir 100 þúsund á Sturhmgaö'ld. Hrossafjöldi hefur þá og ver- ið mikill en að vísu minna um sauðfé, miðað við seinni aldir. Á miðöldum fækkar fólki og fé. Þegar sauðfénaður er fysst tal inn hér á landi, síðast á 18. öld, er hann um 200 þúsund. Síðar fer fjárfjöldinn aftur að aukast og er nálægt því að vera um 500 þúsund að jafnaði á 19. öld, en hefur nú á síðustu árum auk- izt í yfir 800 þúsund. Mætti áætla þó ekki væri ná- kvæmt, hve margt fé hefur lifað á landinu alls þetta 1000 ára tima bil og fá með því nokkra hug- miynd um, hvað landið hefur veitt i té af fóðri og hvað hefur verið numið burt af ýmsum stein efnum. íslenzkt fé hefur fram á okkar daga nær eingöngu lifað af uppskeru óræktaðs lands, eða bæði á útigangi og útheyi. Hefur hér verið um einhliða afrakstur að ræða og litlu verið skilað aft- ur til gróðurmoldarinnar. Eg hef reynt að gefa þetta laus lega yfirlit til þess að sýna, að á fyrstu öldurn var hér mikið og gott gróðurlendi, sem framfleytti fjölda kvikfjár. Með öldum, sem líða, gengur á gróið land og kvik fé fækkar aftur. Enda ekki um ■ annað fóður að ræða fyrir það en úthey og úthaga-beit, og þar sem.hún fer minnkandi, hindrar hún meiri fjölgun búsmala. Kvik fjárfjölgun síðustu ára byggist hins vegar á aukinni beyöflun af Til eru tölur, sem sýna flatar- mál gróins lands, bæði þær, sem Dandmælingar ríkisins hafa áætl að og þær, sem byggðar eru á mælingum gerðum að tilhlutan Björns Jóhannessonar. Þær sýna að gróðurlendi hylur um 25 til 30% af landinu. Er þá einfalt að reikna gróðurlendi það, sem hver ær hefur til beitar. Með auknum fjárfjölda fer beitiland fyrir hverja á ört minnkandi og verð ur komið niður í 2,3 ha fyrir ána éurið 1970. En nú ber þess að geta að bæði hross og að nokkru leyti kýr ganga á þessu sama landi. Arnór Sigurjónsson hefur sund- urgreint þessar tölur og sýnt fram á það í Árbók landbúnað- arins og Búnaðarskýrslum, hver hektarafjöldi fyrir hverja kind er misjafn eftir héruðum og tel I ur rýrustu dilkana vera úr þeim en á 19. öld og í byrjun 20. aldar innar, að þjóðfélagslegir og tækni legir möguleikar eru fyrir hendi til þess að hægt sé að snúast gegn landeyðingunni, sem nokkru nemur. Þessi átök hafa, eins og mönnum er kunnugt, ver ið framkvæmd af Skógrækt rík- isins og Sandgræðslunni. Sandgræðsla ríkisins hefur unn ið gagnmerkt starf með því að stöðva sandfok víða um land. En þótt gróður aukizt í girðing- um sandgræðslunnar, kemur hann aðeins að litlu leyti að gagni sem fóðurauki fyrir búfé bænda fyrst um sinn. Drjúgur hluti af búfjárafurð- um okkar í dag er flutt úr landi. Svo að segja mætti, að það væri nokkur lausn að fækka fé í land inu og þar með létta á þeim af- réttum, sem hættast er við upp- Fjdrfjöldi d mismunandi tímum og hektarar grdins lands per d Ha/d 10 9 8 7 6 5 4 3 2 I Linuritið sýnir fjárfjölda landsmanna frá 1801 til 1960 og áætlaða fjölgun til 1970, ennfremur hektarafjölda gróðurlendis fyrir hverja kind á s ama árafjölda. um. Með auknum fjárfjölda á fóðrum fjölgar ei að síð- ur búfé á óræktuðu landi. í tíu ára áætlun stétt- arsambandsins um framkvæmdir í landbúnaði er gert ráð fyrir því, að tala sauðfjár verði orðin yfir 1 milljón árið 1970. Þá hlýtur sú spurning að vakna hvort völ sé á nægu beitilandi fyrir þann fjárfjölda. rækbuðu landi og fóðurbætisgjöf héruðum, sem hafa 2,5 ha fyrir hverja á og þaðan af minna. En önnur héruð hafa meira og betra afréttarland fyrir ána og betri dilka. Rannsóknir þær, sem Ingvi Þorsteinsson hefur unnið að á undanförnum árum á beitiþoli landsins, virðast eindregið benda til þess, að ýmsir afréttir séu nú þegar fullsetnir og affakstur þeirra sé hvorki nægur né nógu eðlisgóður til þass að bera fleira fé. Með aiukinni ræktun virðumst við sáralitið hafa aukið gróður- lendið að flatarmáli. Á síðustu árum nemur nýræktun rúmum 3 þúsund hekturum. Aðeins lítið brot af því er raunverulegt land nám eða ræktun ógróins lands. Ef til vill að jafnaði aðeins um 2% eða 60 hektarar á ári, í sl. 10 ár. Mér er nær að ætla, að landeyðingin hafi vérið meiri á því tímabili. Ef gróðurtorfa, sem er 0,2 m, að þvermáli hverfur á hverjum hektara lands á ári, veg ur hún upp á móti ræktunaraukn ingunni. Að visu er uppblástur viða alls enginn og sums staðar á sér jafnvel stað nýgræðsla, en á bálendi og í einstaka byggðar lögum er uppblásturinn þeim mun örari. Við höfum því varla unnið nokkuð á í baráttunni við uppblásturinn um gróðurlendið. Er því full ástæða til umihugs unar um framtíðarihorfur i beit- ar- og uppgræðslumálum. Á síðari hluta 18. aldar komu fram menn hér á landi, sem gerðu sér ljóst, hve landið var að spill ast og reyndu nokkuð úr að bæta svo sem þeir Björn Halldórsson og Magnús Ketilsson o.fl. En þeir máttu sin lítils. Það er varla fyrr GróSurreitir á Skógarsandi. blæstri. Það er þó ekki endanleg lausn, ef við eigum að geta brauð fætt okkur sjálf sómasamlega í náinni framtíð. Hér liggur margþætt verkefni fyrir höndum að leysa og hér þarf að beita skipulögðum áætlun um, ef finna á leiðir til úrlausn- ar. Við gerum áætlanir um hita orku, raforku, fiskistofn og fleiri auðlindir landsins, en það er einnig nauðsynlegt að gera framtíðaráætlanir um fóðurfram leiðslu, endurskoða ítölu búfjár og meta hvar og hvernig sé hag kvæmast að rækta að nýju eða enöurbæta beitilönd. Sérfræðingar Búnaðardeildar hafa á undanförnum árum reynt að leita að leiðum til þess að auka fóðurframleiðslu á hag- kvæman hátt. Eg hef áður minnzt á þátt Björns Jóhannessonar og hinar þýðingarmiklu rannsókn- ir Ingva Þorsteinssonar á beitar Dr. Sturla Friðriksson þoli afréttanna. En ég ætla að Leyfa mér að gefa hér lauslegt yfirlit yfir tilraunir með upp- græðslu örfoka lands, eins og þær hafa verið gerðar á vegum Búnaðardeildar. Það var fyrst árið 1956, að At vinnudeild Háskólans hóf, í sam ráði við Sandgræðslu ríkisins, skipulegar tilraunir á afréttar- landi. Aðstoðaði við þær tilraun ir J. B. Campbell, ráðunautur matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, en hann dvaldi hér tvívegis á árunum 1954 og 1956. Það verkefni sem þá var tekið fyrir, var að gera athugan ir á afréttarlandi á Kili og land- inu suður með Kjalvegi og vest an Hvitár að Gullfossi. Mikill hluti þessa landsvæðis er nú upp blásinn og örfoka, en það gróður lendi, sem eftir er, liggur sumt undir skemmdum, og var gert ráð fyrir, að athugun sem þessi gæti gefið ákveðnar bendingar um, hvort unnt væri að auka og festa að nýju nýtilegan gróður á þessu svæði með áburði, sán ingu grasfræs og verndun gegn beit. Þessar athuganir hafa nú sýnt mjög jákvæðar niðurstöður sem benda til þess að rækta megi algengustu túngrös á afréttar- löndum íslands. Þær sýndu, að grastegundir, sem venjulega eru notaðar í sáðsléttur á. láglendi, geta þrifizt og gefið dágóða upp skeru að minnsta kosti á allt að 600 m hæð. Var þó ekki vikið verulega frá þeim ræktunarað- ferðum, sem notaðar eru við túnrækt í byggð. Við höfum mikið land upp á að hlaupa til ræktunar og stönd um þar betur að vígi en margar aðrar þjóðir heims. Á örfoka söndum landsins, allt að 600 m hæð, eru möguleikar á algerlega nýju landnámi með þeirri rækt- unarþekkingu sem nú er til. Með aðstoð hinna stórvirku tækja og dreifingu fræs og áburðar úr flugvélum ættum við að geta numið aftur það land, sem við höfum tapað með 1000 ára bú- setu og breytt landeyðingu í landgræðslu. Því fjármagni, sem þannig er varið er ekki kastað á glæ, því hvert nýtt gróðursvæði, ' sem vinnst, skilar arði á fyrstu árum uppgræðslunnar. Framhald á bls. 15 Rafbarð í baráttunni við örfokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.