Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 14
14 MORCXJJSBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. febrúar 1963 Innilega þakka eg gjafir, góðar óskir og vinarhug á 60 ára afmæli mínu, 6. febrúar sl. Guðmundur Guðjónsson, arkitekt. Nýlegt einhýlishús í Hafnarfirði Til sölu nýlegt einbýlishús (byggt 1956) í Kinna- hverfi. Húsið er vandað og vel byggt 80 ferm. að grunnfleti. 4 herb. eldhús og bað á hæð, geymslu- loft og þvottahús í kjallara. ÁRNI GUNNLAUGSSON, HDL. Austurgötu 10, Hafnarfirði sími 50764 kl. 10—23 og 4—6. Stórt nýiízku skrifborð úr teak til sölu. Hentar bæði skrifstofu og í heima- húsum. — Upplýsingar í síma 34238 eftir kl. 7 á kvöldin. KRISTIN JONSDOTTIR frá Haugi í Gaulverjabæjarhreppi andaðist 12. þ.m. á heimili sonar sins, Ferjuvogi 15. Fyrir hönd barna og tengdabarna. Gísli Gislason. Elskuleg kona mín, móðir, tengdamóðir og amma GUÐNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR lézt að heimili sínu, Kaldabakka, Bíldudal, 11. febrúar. Eiginmaður, börn. tengdabörn og barnaböm. Móðir mín HALLDÓRA- GUÐMUNDSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. lýó. Helga Petersen. Hjartkær eiginkona mín LAUFEY 1‘ORSTEI NSDÓTTIR andaðist að heimili sínu, Laugavegi 11, — 11. febr. Friðrik Sigurðsson. Dóttir okkar, GUÐRÚN andaðist þann 10. þ.m. — Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn þann 15. þ.m. kl. 2 e.h. Inger og Óskar Þórðarson. Útför föður okkar GUÐLAUGS BJÖRNSSONAR frá Skagaströnd, sem andaðist 5. febrúar s.L fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. febr. kl. 10,30. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hins látna er vin- samlegast bent á Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd systkinanna. Snorri Guðlaugsson. Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinar- hug við íráfall og jaiðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu INGVELDAR BENEKITSDÓTTUR frá Selárdal. Börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum hjartanlega öllum nær og fjær auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför stjúpföður mins HALLGRÍMS JÓNSSONAR skósmíðameistara. Fyrir hönd vandamanna. Þorvaldur Ansnes. Grænmeti alit árið rnn krin HVER hefði trúað því fyrir nokkrum árum að hægt væri að kaupa ferskt grænmeti, fullt af c-vítamini, í verzlun- um allt árið um kring. Og að nauðsynleg fæða á degi hverj ir hafa forðað fólki í allri norðanverðri Evrópu frá skyr bjúg, eru nú ekki lengur jafn nauösynleg fæða á degi hverj um og þær voru áður. í frystikistum matvöruverzl ana er að finna snyrtilega kassa, sem innihalda allt hugs anlegt grænmeti, svo sem blómkál, gulrætur, blandað grænmeti, grænar baunir, snittubaunir, rósakál og nýrnabaunir. Allt er grænmet ið gegnfrosið og því tryggi- lega verndað gegn öllum skemmdum. Á pökkunum stendur, að grænmetið þoli geymslu á köldum stað í 24 klst., í ísskáp í tvo sólarhringa og nokkurra vikna geymslu í frystihólfi ísskápsins. Ekki er got tað láta grænmetið þiðna fyrir notkun, heldur er bezt að setja það frosið í pott og sjóða það svolitia stund i? hæfilega söltu vatni. Grænmetið má bæði borða með -steik og öðrum kjöt- og fiskréttum, og einnig má nota það í grænmetisrétti. Græn- metisuppskriftir eru óteljandi til ,en hér skal getið tveggja: Blómkálsréttur Kreola Blómkál, vatn, salt, 3 msk. smij ötr/smjörllki, svoHtið ef fínt söxuðum lauk, 100-200 g rækjur eða 50-75 g djúpfrosn ar, rækjur 1 msk. rasp, 1 harð soðið, hakkað egg, steinselja. Sjóðið og pillið rækjurnar eða notið djúpfrystar. Blóm kálið er soðið í léttsöltu vatni annað hvort í heilu lagi eða niðurskorið. Smjörið er brætt, lauknum brugðið á pönnuna, -• '.•sjyw’vyss*. y- • o.w Blómkálsrétturinn. síðan er hrært í raspinu þar til það er orðið ljósbrúnt. — Rækjumar eru settar í og hakkaða eggið og látið stikna vel. Þessu er helt yfir bló'm- kiálið og saxaðri steinsa’Ju stráð yfir. HversdagsLega má sleppa rækj-unum. Grænmeti bakað í ofni. Blandað grænmeti. Sósa úr: 1 msk. smjör, 2 msk. hveiti, 4dl rjóma, mjólk og kjöt-, fisk- eða grænmetissoð, salt og pipar, merian eða timian (krydd), 1 tsk, smjör, rifinn ostur. Grænmetið soðið þar til þa er meyrt. Sósan bök-uð upp úr smjöri, hveiti og vökva. B-ragðið sósuna til og látið hana sjóða í minnst 5 mínút- ur. Þá er tsk. af smjöri sett í sósuna og rifinn ostur. Sósunni er hell-t yfir grænmetið, hulið með raspi, rifnum osti og smjörbitum. Rétturinn settur i vel heitan ofn (275"C) efst í ofninn. Borinn heitur fram á borðið. Eins og hreytt hafi veriö á tún yfir ailt vatniö Góð veiði þrátt fyrir mikinri silungsdauða BÆ á HÖFÐASTRÖND, 6. febr. ■ Silungurinn, sem fraus inni í Höfðavatni, er sízt minni en mönnum sýndist í fyrstu. Er eins og hreytt hafi verið á tún yfir allt vatnið, og sumir telja, að 5—7 silungar séu á hverj- um fermetra á stórum svæðum. Sennilegasta skýringin á þessu fyrirbæri er, að silungurinn hafi leitað upp um vakir í vatn, sem lá ofan á ísnum, og hafi síðan frosið fastur í því. Sé þetta vatnasilungur, hefur hnn e.t.v. verið að leita í ferskara vatn, því að neðri vanslögin munu saltari eftir að ósinn var gerður fram í sjó. Annars sýnist mér þetta vera sjósilungur. Talið er, að silungur geti sums staðar lifað af vetur, þótt heim kynni hans botnfrjósi. T.d. er grunnt vatn hér frammi á afrétt- um, Fremsthólsvatn, sem hlýtur að botnfrjósa á vetrum, en þar er jafnan silungur. Þá munu silungstegundir í Alpafjöllum og Alaska,, t.d. svartfiskurinn, lifa veturinn af, þótt verustaðir þeirra botnfrjósi. Ekki er að sjá, að þessi mi-kli silungsdauði hafi ha-ft alvarleg áhrif á veiðina. A.m.k. var lagð- ur tveggja til þriggja faðma neststubbur í smávök hér um daginn, og komu 11 silungar í hann yfir eina nótt. — Björn í Bæ. Ulbrícht vill ræða við borgarstjórn V.-Beriínar Berlín, 9. febr. — NTB WALTEK Ulbricht, leiðtogi austur-þýzkra kommúnista, lagði til í sjónvarpsræðu í gærkvöldi, að borgarstjómin í Vestur-Berlín og austur- þýzka stjórnin ræddu Berlín- armálið sín í milli. Ulbricht sagði, að hann væri þeirrar skoðunar, að Vestur- Berlín ætti 45 breyta í hlutlausa borg. Austur-þýzka stjórnin væri reiðubúin að undirrita samn- inga um friðsamlega sambúð við stjórnina í Vestur-Berlín, þegar stríðsæsingamenn Vesturveld- anna væru á brott frá borginni. Ulbricht kvað ógerlegt að leysa Berlínarmálið meðan borg- arstjórn Vestur-Berlínar þyrði ekki að taka upp viðræður við austur-þýzku stjórnina upp 4 eigin spýtur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.