Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 17
Miðvilnirtaoriir 13. febrúar 1963 MOR CT’V Ri áOlÐ 17 IVIerkilegt menningar- starf Tónlistarfélagsins rakið í 30 ára afmælisriti félagsins Cnæbjörn Aðils — Kveðja Fæddur 31. marz 1940. Dáinu 18. janúar 1963. Liðin er nú lífs þíns ganga, lauguð hvítUm liljublómum. Dómur sá, er drottinn kveður, dapur hljómar sérhvert sinn. Barnsins traust í bláum augum ibýr hjá öllum, er þau birtust og sú Ijúfa lund, er ætíð lifa mun ag ljóma vefjast. Góður drengur gleymist aldrei. Geislar hjartans, prúða, göfga. Megi ljóssins, englar allir, ástúð vefja veginn þinn. Nina Björk. í TILEFNI 30 ára afmælis Tón- listarfélagsins, sem var sl. haust, hefur nú verið gefið út mynd- skreytt hefti, þar sem rakin er saga félagsins frá upphafi í stuttu máli. Heftið er um 30 bls. að stærð og prýtt myndum af helztu forystumönnum Tónlist- arfélagsins og nokkrum þeim fjölda innlendra og erlendra listamanna, sem haldið hafa tón- leika á vegum féiagsins. Þrir nýir heiðursfélagar Tónlistarfélagið hefur einnig í tilefni afmælis síns kosið þrjá nýja heiðursfélaga, þá Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, er Studdi starfsemi félagsins og skólans með ráðum og dáð í borgarstjóratíð sinni, Árna Krist jánsson píanóleikara og Björn Ólafsson, fiðluleikara. Var þeim afhent gullmerki Tónlistarfélags ins. Fyrstu heiðursfélagar Tón- listarfélagsins voru þeir Ásgrím- ur Jónsson og dr. Páll ísólfsson. Áðrir- heiðursfélagar eru dr. Pranz Mixa, Olav Kielland og Jón Leifs. ★ Tilgangurinn með stofnun Tónlistarfélagsins árið 1932 var að efla íslenzkt tónlistarlíf og bæta aðstöðu íslenzkra tónlistar- manna bæði til náms og starfs, en alls almennings til tónnautn- ar. Félagið tók að sér rekstur Tónlistarskólans, með styrk frá Jón Nordal, skólastjóri Tónlistarskólans borg og ríki, en skólinn er nú að flytja í ný húsakynni, sem félagið hefur komið upp. Fyrsti skólastjóri skólans var dr. Páll ísólfsson og gegndi hann því starfi í 25 ár, þá tók Árni Kristjánsson við því starfi en hann var nánasti samstarfs- maður hans og staðgengill frá 1933 og yfirkennari píanódeildar skólans. Jón Nordal tók við skólastjórn árið 1960 og Rögn- valdur Sigurjónsson varð yfir- kennari píanódeildar. Björn Ól- afsson hefur síðan 1939 verið yfirkennari strengjadeildar, yfir- kennari tónfræðideildar Jón Sjötug 1 dag: Björg Andrésdóttir Þúfum í D A G hvarfla hugir margra Norður-ísfirðinga heim að Þúf- um í Reykjafjarðarhreppi. Þar bíður hlaðið borð og framréttar hlýjar hendur til þess að fagna góðum grönnum og vinum, enda mun þar gestkvæmt í dag. — Það er að vísu engin nýlunda, að alúð og risna standi þar í dyr- um og leiði til stofu hvern þann er að garði ber. — En það er sér- stakt tilefni til þess í dag. Það er afmæli húsfreyjunnar, frú Bjargar Andrésdóttur. Björg Jóhanna Andrésdóttir «r fædd að Blámýrum í Ögurhreppi 13. febrúar 1893. Foreldrar hennar voru hjónin Andrés Jóhannesson, ættaður úr Djúpbyggðum og Þorbjörg Ólafs- dóttir frá Svefneyjum af Breið- firðingaættum, mikil skýrléiks og dugnað^rhjón í hvívetna. Ólst Björg upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsaldurs og nam frá barnæsku, eins og tíðkaðist, iðju- semi og skyldurækni í foreldra- húsum. Kom snemma í Ijós handlægni hennar, smekkvísi og kunnátta við hvað eina er inna þurfti af hendi, jafnt utan bæjar sem innan. Reyndist það henni holl og mikilvæg heimanfylgja síðar meir, er í hlutskipti henn- ar kom að stjórna stóru og um- svifamiklu heimili. Árið 1919 giftist hún Páli Pálssyni Ólafs- sonar, prófasts í Yatnsfirði og hófu þau búskap í Vatnsfirði sama ár, og bjuggu þar til vors- ins 1929 er þau fluttust á eign- arjörð sína, Þúfur í Reykjafjarð- arhreppi. Frá fyrstu tíð ein- kenndist heimili þeirra af reglu- semi, atorku og fyrirhyggju, enda blómgaðist hagur heimilis- ins og hamingja fylgdi störfum þeirra í hvívetna. Reynslan kennir það, svo ekki verður um villst, að þótt húsbóndinn reiði vel í bú þá þurfa hinar hollu og hagsýnu hendur húsfreyjunnar að blessa efnin og vistirnar svo að til hagsældar horfi. Verksvið húsfreyjunnar í Þúfum hefir évallt og eingöngu verið innan vébanda heimilisins. Það var hennar helgidómur ,vé og vígi. Þar var ávallt vakað á varðbergi. Ástvinirnir, skyldustörfin, heim- ilið, hagur þess og sæmd hafa ávallt átt hug hennar allan. Sá verkahringur var oft bæði víður og erilsamur. Auk tveggja barna þeirra hjóna, er upp komust, ólu þau upp fjögur fósturbörn auk fjölmargra þarna og ungmenna er hjá þeim dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Þá var löng- um afar gestkvæmt á heimili þeirra. Margir áttu erindi við hreppstjórann og oddvitann í Þúfum auk frændliðs og vina er þar bar þráfaldlega að garði. Öllum var veittur beini af ör- læti, alúð og sérstæðum mynd- arbrag. Slík störf hvíla einvörð- ungu á herðum húsfreyjunnar, sem þarf að vaka yfir og sinna þörfum allra á heimilinu, mál- leysingjanna líka. Ekkert slíkt gleymdist hjá húsfreyjunni í Þúfum. Skyldu- rækni hennar, umhyggja og nær- gætni hafa frá fyrstu tíð um- vafið heimili hennar og hag þess, í stóru og smáu, utan bæj- ar sem innan. Þau Þúfuhjón eiga tvö upp- komin og gjörfuleg börn, eru það þau Páll hreppstjóri að Borg í Miklaholtshreppi, kvænt- ur Ingu Ásgrímsdóttur og Ást- hildur, gift Ásgeiri Svanbergs- syni, bónda í Þúfum. — Þótt þau hjónin, Páll og Björg, hafi fyrir nokkru afhent jörð sína í hendur dóttur sinni og tengdasyni, þá mun umhyggja þeirra, árvekni og fjölþætt reynsla reynast ungu hjónunum, sem við hafa tekið, ómetanlegur styrkur við búsýslu þeirra og framtíðarstörf. Hinar hlýju móð- urhendur húsfreyjunnar í Þúf- um munu enn sem áður bera fram dýrar fórnir ástúðar og elsku á altari heimilisins í vak- andi umhyggju fyrir dótturbörn- unum ungu, sem vaxa upp í skjóli hennar. Með þessum fáu línum vildi ég, á þessum tímamótum, minn- ast þessarar merku vinkonu okk- ar hjóna og þakka henni fyrir einlæga vináttu og ástúðlega kynningu, sem aldrei bar skugga á í fullan hálfan þriðja áratug. En jafnframt vil ég færa henni og ástvinum hennar einlægar árnaðaróskir og biðja henni far- sældar og blessunar um ókom- in ár. Þorsteinn Jóhannesson. —• Atþingi Framhatd af bls. 8. orðið sammála um annan tekju- stofn en ríkissjóð og niðurstaðan orðið sú, að fjármálum sjóðsins er mjög ófullkomlaga fyrir kom- ið. En varðandi þá tekjuöflunar- leið, sem nú er lagt til að upp vérði tekin, sagði ráðherrann, að ekki þyrfti annað en líta til reynslunnar og sjá hvernig til hefði tekizt. Við hefðum séð vandamál sjávarútvegsins leyst á þennan veg. Við hefðum séð, hvernig komið var fyrir sjóð- um landbúnaðarjns og nú sæjum við, að iðnaðarsamtökin hefðu komið sér saman um slíik fram- lög til að byggja upp sína stofn- lánadeild, þar sem m.eð því móti vonuðu þau að hillti undir þann áfanga, að Iðnlánasjóður «erði starfsemi sinni nægur. Þórarinsson og Þorsteinn Hann- esson yfirkennari söngdeildar, sem stofnuð var fyrir 8 árum. Er nú í ráði að stofna 'óperu- deild við skólann og hefur Einar Kristjánsson verið ráðinn kenn- ari. Annað áhugamál tónlistarfé- lagsins hefur verið að vinna að því að hér gæti starfað fullskip- uð -sinfóníuhljómsveit. Hljóm- sveit Reykjavikur var stofnuð árið 192ö og starfaði hún innan Tónlistarfélagsins frá 1932 allt til þess að Sinfóníuhljómsveitin tók til starfa. 1600 styrktarfélagar Tónlistarfélagið hefur haldið yfir 600 hljómleika hér í Reykja vík, auk fjölda tónleika víðsveg- ar um landið, og hingað hafa komið á vegum þess margir úr hópi frægustu listamanna heims. Síðan 1936 hefur félagið aðallega staðið fyrir hljómleikum fyrir fastan hóp manna, styrktarmeð- limi, fyrst 800 manns, en nú síð- ari árin 1600. Starfsmenn við handrita- stofnunina Vofkaupsstefnan í Frankfurt og í Offenbach NÝLEGA voru auglýstar til um sóknar stöður tveggja aðstoðar- manna við hina nýju handrita- stofnun. Hafa tveir norrænufræð ingar sótt um þær, er báðir hafa unnið við handrit, þeir Jónas Kristjánsson, skjalavörður í Þjóðskjalasafninu, og Ólafur Hall dótrsson, lekitor við Hafnarhá- skóla. Ekki er búið að veita stöð urnar en talið líklegt að þessir menn fái þær. veéða haldnar dagana 17.—21. febrúar. Helztu vöruflokkar: Vefnaðarvörur og fatnáður Húsbúnaður og listiðnaða- vörur Hljóðfæri Snyrtivörur og ilmvötn Skartgripir Úr og klukkur Húsgögn Glervörur Reykingavörur Leðurvorur (í Offenbach) Upplýsingar og aðgöngukort hjá umboðshafa FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS Lækjargötu 3. - Sími 11540. Háseti strauk af dönsku skipi Verður væntanlega sendur hefin SL. LAUGARDAG strauk einn háseta af danska skipinu Erik Sif í Reykjavíkurhöfn, en þann sama dag varð uppví 4; um inn- brot í tollvörugeymslu skipsins, þar sem stolið var miklu magni af áfengi og tóbaki. Hásetinn fannst á mánudaginn í Keflavík, en hann mun ekki viðriðinn fyrr- greindan þjófnað, sem enn er ó- upplýstur. Situr hásetinn nú í Hegningarhúsinu við Skólavörðu stíg. Háseti þessi er 2s3 ára gamall og heitir Frits Leo F^ulsen. Hef- ur hann tjáð rannsóknarlögregl- unni að hann hafi fegið leyfi hjá stýrimanni skipsins til landgöngu og hafa verið kominn aftur nið- ur að höfn fyrir þann tíma, sem Benzínþjófar handteknir í FYRRINÓTT stóð lögreglan tvo drukkna menn að benzín- þjófnaði á Laufásvegi. Voru þeir ( að tappa benzín af bíl, sem þar stóð, yfir á eigin bíl er að var komið. Gistu þjófarnir fanga- geymsluna og verða að auki að standa fyrir máli sínu varðandi lölvunarakstur stýrimaður tiltók, en þá hafi skip ið verið farið. Hinsvegar sagði Poulsen að það hafi í rauninni litlu máli skipt þar sem hann hefði ætlað að strúka af skipinu hvort sem var. Sagði Poulsen að hann hefði haft í hyggju að £á sér atvinnu hér. Mál Poulsens hefur verið sent útlendingaeftirlitinu. Útlendinga eftirlitið tjáði Mbl. í gær að ef ekkert nýtt kæmi fram í málinu mundi Poulsen verða sendur heim einhvern næstu J.aga. Sló veitingamann í FYRRAKVöLd kom 15 ár unglingur drukkinn inn í veit ingastofuna Stjörnukaffi vii Laugaveg. Hagaði pilturinri sé þannig að veitingamaðurinr roskinn maður, neitaði að af greiða hann og bað hann haf; sig á dyr. Neitaði pilturinn þvi og neyddist veitingamaðurinn ti þess að hringja til lögreglunnai Hugðist pilturinn þá taka til fót anna, en veitingamaðurinn reynd , að hindra hann í flóttanum. Sl< . pilturinn þá manninn, og hlau I hann af glóðarauga og meiðsl I í andliti. Hljóp pilturinn síðan út ( en vegfarandi einn greip ham og hélt föstum þar til lögreglai * kom á vettvang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.