Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 20
20 M O R G V N B L A Ð l Ð Miðvikudagur 13. febrúar 1963 PATHICIA WENTWORTH: KEMUR I HEIMSÓKN — Þá skal ég segja yður það. Hr. Lessiter haíði verið að heim an meira en tuttugu ár. Hann hitti ungfrú Cray hér, heima hja yður, og gekk svo með henni heim til hennar. Samtal þeirra snerist um ráðstöfun móður hans á ýmsum munum hennar. Kvöldið, sem morðið var framið, áttuð þér símtal við ungfrú Cray, sem stóð í tíu mín- útur. Snerist það samtal líka um ráðstöfun á munum frú Lessiter? Katrín hló. — Hvers vegna spyrjið þér ekki heldur ungfrú Cray? — Eg er að spyrja yður. Eg held, að einhver deila hafi átt sér stað milli ykkar Lessiters. >að er að minnsta kosti al- mannarómur í þorpinu. Það er almennt vitað, að frú Lessiter léði yður húsgögnin, sem hér eru inni. Katrín blés enn frá sér raykj- arstrók. — Já, hún gaf . íér dá- lítið af húsgögnum, en ég sé ekki, að yður varði mikið um það. — Ungfrú Cray hefur falið mér að gæta hagsmuna sinna. En hér eru augsýnilega tvö sjón armið um að ræða. Eg hef heyrt, að húsgögnin hafi verið að láni — en þér segið, að þau hafi ver- ið að gjöf. Hr. Lessiter talaði við ungfrú Cray um ráðstöfun muna móður sinnar. Kvöldið, sem morðið var framið, hringd- uð þér hana upp í áríðandi er- indum. Síðar sama kvöld lenti hún í harðri stælu við Lessiter um viðskiptamál, sem varðaði vinkonu hennar. Getur yður undrað, að ég leggi saman tvo og tvo og komist að þeirri nið- urstoðu, að Lessiter hafi talið munina vera að láni? Hann reyndi að fá staðfestingu á þessu hjá ungfrú Cray. Og svo ein- hverntíma, rétt áður en hann var myrtur, fann hann þetta áð- urnefnda minnisblað móður sinnar, skrifað með hennar hendi. Eg tel það liggja í augum uppi, að minnisblaðið hafi stað- fest sjónarmið hans. Og ég held líka, að hann hafi hringt yður upp og skýrt yður frá þessu, I Og þér síðan hringt upp ungfrú Cray. Seinna — í samtalinu við Lessiter — kom ungfrú Cray aftur að þessu efni og tókst að hafa hann ofan af því að fara þá leið, sem hann haði hugsað sér að fara í málinu. Eg held, að hún hafi haft alvarlegar áhyggj- ur af þessari fyrirætlun hans. Hún sagði mér, að deila þeirra hafi verið viðskiptalegs eðlis en jafnfiramt snúizt um vinkonu hennar. Þér getið ekki orðið hissa þó að ég álykti, að þessi vinkona hafi verið þér. Og þá kemur líka öll atvikajröðin heim og sam- an. Katrín Weltoy var ekki eins bráðlynd og Rietta Cray. Hún gat tekið sár eins vel og hún gat veitt það. En undir öllu þessu samtali hafði reiðin smám saman verið að stíga, í henni, enda þótt hún reyndi í varúðar- skyni að stilla hana og einu sinni eða tvisvar var það óttinn, sem hélt henni í skefjum. En samt fór hún stigandi. Og nú var eins og hún væri orðin köld. Heinni fannst rétt eins og hún hefði verið skorin og plokkuð sundur, taug fyrir taug — hugsanir henn- ar, tilgangur og hugarhræring- ar. Og það var ekki einungis það, sem sagt var, sem orkaði þannig á hana, heldur kannski öllu fremur kænlegu augun i gömlu konunni, sem sáu alveg fyrir sér, hvað hún var að hugsa. Hún hafði það meira að segja einkennilega á tilfinning- unni, að það gæti verið léttir að gefa reiði sinni alveg lausan tauminn — opna huga sinn af eigin frjálsum vilja, breiða úr hugsunum sínum, hinni til at- hugunar, svo að hún gæti vegið þær, metið og dæmt. En þetta var ekki nema andartak — og var horfið samstundis. Og Katrínu Welby tókst að Nú er rétti tíminn ad panta 20ára reynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF stilla sig þangað til löngunin var liðin hjá. Njt rak reiðin ekki lengur á eftir henni. Hún gaf sér góðan tíma, áður en hún svaraði. — Þér hafið raðað þessu skipu lega niður, finnst yður ekki? Og ekki dytti mér í hug, að fara að rugla þessari 'mynd fyrir yður! Hún lét vindlingsstúfinn detta í öskubakka, og bætti við: — Og nú viljið þér kannski gera svo vel að fara. Ungfrú Silver var alvön að svara ósvífni. Hún horfði þannig á Katrínu, að henni hefði getað fundizt hún vera komin í barna- herbergi aftur — barnaherbergi, sem var illa stjórnað, þar sem börnunum höfðu ekki verið kenndir mannasiðir. Hún stóð upp rólega, setti upp fornlega loðkragann og hneppti að sér kápunni. Þegar hún var komin út að dyrum, sagði hún rólega: — Ef yður skyldi snúast hug- ur, vitið þér, hvar mig er að finna. XXXIII. \ Þegar ungfrú Silver kom út milli háu hliðstólpanna við Mell- inghúsið, féll snögglega Ijósgeisli beint framan í hana. Þetta kom henni dálítið á óvart, en svo var samstundis tautuð einhver af- sölunarbeiðni með unglegri karl- mannsrödd, og hún komst að þeirri niðurstöðu, að maðurinn, hefði aðeins verið að reyna að þekkja einhvern kunningja sinn — eða kunningjastúlku. Þetta var líkast því sem um stefnu- mót væri að ræða —- en sjálf not- aði hún annars aldrei það orð. Hún gekk svo yfir veginn og fann stíginn í útjaðrinum á vell- inum, en sá stígur lá heim til frú Voycey. Þegar hún heyrði fyrst fóta- takið á eftir sér, veitti hún því enga eftirtekt. Taugaveikluð kona hefði aldrei lagt fyrir sig spæjarstarfsemi, og ungfrú Sil- ver kom ekki til hugar að vera hrædd. Það var nógu bjart til þess að geta greint stíginn frá vellinum, sem hann lá um. Þess vegna notaði hún ekki vasaljós- ið sitt. Fótatakið fylgdi henni enn og loksins nálgaðist það enn meir og rödd sagði: — Eg bið yður að fyrirgefa Þetta var sama röddin, sem hafði beðið hana afsökunar áð- an, tunguleg rödd og vandræða- leg. Ungfrú Silver stóð kyrr og lofaði komumanni að kcmast móts við hana, og sagði síðan: — Hvað var það? Maðurinn hlaut að hafa slökkt á luktinni, því að hún sá ekki Ég mundi allt í einu eftir skemmtilegri sögu, sem ég gleymdi að segja ykkur. annað en svartan skugga við hlið sér. Og röddin sagði: — Eg bið yður afsökunar, en eruð þér ekki hjá henni frú Voycey, Og þér heitið ungfrú Silver .... ? — Hvað get ég gert fyrir yður? — Eg bið yður innilega fyrir- gefningar, ef ég hef gert yður hrædda. Eg heiti Alan Grover. Pabbi og mamma hafa matvöru- búðina — ég býst við, að þér hafið hitt þau. Eg er í skrif- stofunni hjá hr. Holderness í Lenton. Ungfrú Silver tók að gerast forvitin. Þetta var ungi maður- inn, sem frú Voycey hafði verið að minnast á, greindi unglingur- inn, sem hafði fengið námsstyrk- ina. Hún minntist þess, að hann hafði eitthvað verið að skjóta sig í Katrínu Welby, sem var meira en nógu gömul til að vera mamma hans, eins og frú Voy- cey hafði ekki látið hjá liða að benda á. En af því að þetta var nú svo algengt, að kornungir menn yrðu skotnir í rosknum og veraldarvönum konum, hafði ungfrú Silver látið það um eyr- un þjóta sem hverja aðra mark- leysu. En nú fór hún að hugsa um, hvers vegna hann hefði ver- ið þarna á vakki fyrir utan hús Katrínar. Var það bara gamla sagan um mölfluguna og kerta- ljósið, og ef svo væri, hvers vegna var hann þá að elta hana sjálfa nú? Hún sagði: — Já — frú Volcey hefur minnzt á yður. Hvað get ég gert fyrir yður, hr. Grover? Hann stóð nú alveg hjá henni, 'og röddin var enn vandræðaleg. — Eg þurfti að tala við yð- ur .... aiíltvarpiö Miðvikudagur 13. febrúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við sem heima sitjum": Jó- hanna Norðfjörð les úr ævi- sögu Gretu Garbo (18). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna; L (Helgi Hjörvar). 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Garðar Pálsson skipherra talar um leit úr lofti og af sjó og aðstoð við björgun. 20.05 Tónleikar: Eugen Tajmer syngur með kór og hljóm- sveit Ole Mortensens . 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur íornrita: Ólafs saga helga; XV. (Óskar Halldórs- son cand. mag.). b) íslenzk .tónlist: Lög eftir Áskel Snorrason. c) Hallgrímur Jónasson kenn ari fer með frumort kvæði og stökur. d) Arnór Sigurjónsson rit- höfundur flytur fyrri hluta frásöguþáttar: Þorrakvöld 1912. e) Sigríður Hjálmarsdóttir kveður ferskeytlur eftir Step han G. Stephansson. 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (3). 22.20 Kvöldsagan: „Sýnir Odds biskups" eftir Jón Trausia, áyrri hluti (Sigurður Sigur- mundsson bóndi í Hvítár- holti). 22.50 Næturhljómleikar: Síðari hluti tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói 7. þ.m. Stjórnandi Ragnar Björnsson. Sinfónía nr. 8 í F-dúr op. 93 eftir Beethoven. Fimmtudagur 14. febrúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni": sjómanna- þáttur (Sigríður Hagalin). 14.40 „Við sem heima sitjum" (Dag- rún Kristjánsdóttir). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Margrét Gunnarsdóttir og Valborg Böðvarsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 íslenzkir söngvarar syngja lög eftir Franz Schubert, I; Þuríður Pálsdóttir syngur átta lög við undirleik Jór- KALLI KÚREKI — * — * — Teiknari: Fred Haiman THAT ISM’T THE H SAMB HOR.SE VOU ROOE OUTOHf JtíAHIDDEV CAMP, JAMESALLE/U, ALIAS TH£ PHDPESSOe", ESCAPED COW/CT,- AWAíTS THEEETU2N OE THE MEEP M/LLER HEHAS SEHT “~TOMUB.DER THESHEZIFP ■ FJZOM TASCOSA •- ioope' my Hoese &crr HitJ AFTElt r DOWMED TH’ SHEEIFF.' THEM TH' COWBOYAWPAW INJUW KID TRAILEDMEOUTA T0WW' I LAID A TRAP FOR'EM AN'TOOKTH’ COWBOYS HORSRf Á góðum felustað bíður Jakob Al- ▼itur, sem gengur undir nafninu „Prófessorinn" og er raunverulega fangi á flótta, þess, að leigumorðing- inn sem hann hafði sent til að myrða lögreglustjórann í Tascosa. — Skjóttu ekki, prófessor. Það er ég, Bikkju-Bjarni. — Hvar hefurðu verið? Ég bjóst við þér fyrir tveim dögum. — Ég lenti í vandræðum. Lenti í klónum á stórum rauðhærðum kú- reka sem samsvaraði lýsingu þinni á iögr eglust j ór anum — Þetta er ekki sami hesturinn og þú fórst á? — Nei. Hesturinn minn var skotinn eftir að ég var búinn að gera upp sakirnar við lögreglustjórann. Kúrek- inn og einhver indíánakrakki eltu mig úr borginni, en ég lagði fyrir þá gildru og tók hestinn hans. unnar Viðar. 20.35 „Fyrr var oft í koti kátt“: heimilisvökukynning á veg- um Æskulýðsráðs Reykja- vikur. — Ávarp, upplestur, leikþættir, leikir, söngur, helgistund og talað um fönd- ur og veitingar. — Flytjend- ur: Séra Bragi Friðriksson, Klemens Jónsson, Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason, Hrefna Tynes, Jón G. Þórar- insson og barnakór, séra Ólaf ur Skúlason, Jón Pálsson, Elsa Guðjónsson o. fl. 21.40 „Þjóðhvöt", kantata eftir Jón Leifs (Söngfélag verkalýðs- samtakánna í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveit íslands flytja. Stjórnandi: Dr. HaU- grímur Helgason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir . 22.10 Passíusálmar (4). 22.20 Kvöldsagan: „Sýnir Odds bisk ups“ eftir Jón Trausta, sið- ari hluti (Sigurður Sigur- mundsson bóndi í Hvítár- holti). < 22.50 Harmonikuþáttur (Reynir Jón asson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.