Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 24
Varidlátir velja 36. tbl. — Miðvikudagfur 13. febrúar 1963 Skipstjórinn á Sævaldi, Björn Gústafsson, lengst til hægri, í réttinum ásamt tveimur skipsmanna sinna. Fengu 12-14 þús. tunnur í fyrrinótt Vestmannaeyjum 12. febr. NOKKUR síldveiði var á Síðu- grunni sl. nótt. Afli bátanna var 12—14 þús. tunnur. Skip sem hingað komu með veiði voru Hringver 900 tnr. Marz 1000, Reynir 650, Halkion 600 Meta 900, Leó 800, Gullbong 1200, Ágústa 700, Kári 600, Víðir SU 500. - Allt þetta magn fór í bræðslu, að undanteknum 700—800 tunn- um, sem fóru í frystingu, mest megnis af Víði SU. Höfum annað að gera en elta varðskipin til hafnar — segir Björn Gústafsson d Sævaldi EIN S og skýrt er frá á öðrum stað hér í blaðinu var vélbáturinn Sævaldur SU 2 tekinn í landhelgi út af Kötlutanga í fyrrinótt. Mældist hann eina mílu fyrir innpn línu að því er skipstjórinn, Björn Gúst- afsson, skýrði blaðinu frá í gærkvöldi, er við áttum stutt samtal við hann. — Það verður ekki sagt að lánið leiki við ykkur þarna á Sævaldi. Hvernig bar þetta að nú í þriðja sinn? spyrj um við. — Við voruim nýfarnir úr höfn hér í Vestmannaeyjum og vorum að veiðum á eina blettinum, sem nokkurn afla er að fá fyrir okkur á þessum tima. Það var eins og hvert annað ólán að við lentum inn fyrir línuna. Frá Portlandi að Kötlutanga er leyfilegt að fara inn að fjögra mílna línu, en við .vorurn komnir aðeins of langt austur, en þá er stutt í hraun. Maður getur hæglega lent uim hálfa mdlU inn fyrir, ef maður er að snúa með troll ið og svo f^r þetta eftir straumum. Þarna var svarta- myrkur og við höfum engan radar. Það væri ekki mikið hægt að stunda veiðar, ef mað ur væri sífellt að miða sig. — Og hver var það sem tók ykikur? Framh. á bls. 23 Höfrungur II. með 2.200 tunnur síldar Akranesi, 12. febr. í NÓTT fékk Höfrungur II. 2200 tunnur af síld í ágætis veðri austur á Skeiðarárdýpi. Þaðan er rúmlega 20 klst. sigling hingað. Kemur hann í fyrramálið og landar hér. Síldin er blönduð. Alls lönduðu 14 línubátar hér í nótt og í gær. Fiskuðu þeir 96 tonn af ágætis fiski. Síðustu bát- arnir komu að undir morgun. Flutti prest til Crímseyjar VARÐSKIPIÐ María Júlia flutti í fyrradag frá Dalvík séra Pét- ur Sigurgeirsson og fleiri út í Grímsey. Þar mun presturinn vinna sín prestsverk fram eftir vikunni. Hafnarfjörður SPILAKVÖUD SjálfstæSisfélag- anna í Hafnarfirffi hefjast á ný í Sjálfstæffishúsinu í kvö.d, mið- vikudagskvöld kl. 8.30 e. h. Spilakvöldin verffa alls sex til vors, tvö í febrúar, tvö í marz og tvö í apríl. Auk venjulegra verfflauna verffa ein heildar- verðlaun, sem eru vetiarferff meff Gullfossi fyrir þann, sem hlýtur hæsta Vinningatölu samtals. KÓPAVOGUR SPILAKVÖLD í Sjálfstæðishús- inu Kópavogi nk. -östudag kl. 20.30. Aflahæstir voru þessir: Höfr- ungur I. 9 tonn, Sigurður 8,5, og Ólafur Magnússon 8,3 tonn. Hér er útlent skip að lesta saltsíld. Klukkan 4 í dag kom danskt skip með 200—300 tonn af salti — Oddur. Sáttafundur aftur í dag SÁTTASEMJARI ríkisins, Torfi Hjartarson, hélt fund með full- trúum ríkisstjórnarinnar ög Bandalags starfsmanna ríkis og bæja klukkan 4 í gær. Á fundinum náðist ekki sam- komulag um launakjör opin- berra starfsmanna og hefur ann- ar sáttafundur með deiluaðilum verið boðaður kl. 5 í dag. í máli fyrir Hæstarétti vegna samskorsar aðstoðar E I N S og Morgunblaðið skýrði frá í gær, kom varðskipið Óðinn með Helga Helgason frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur í gærmorgun, en stýri bátsins hafði brotnað um 70 mílur N- NV af Snæfellsnesi. Svo einkennilega vill til, að einmitt um þessar mundir er fyrir Hæstarétti mál, sem Helgi Benediktsson, útgerðarmftður og eigandi Helga Helgasonar, höfð- aði gegn Landhelgisgæzlunni vegna aðstoðar, sem varðskip veitti þessum sama báti fyrir mörgum mánuðum. Telur Helgi, að Landhelgis- gæzlan hafi viljað fá of mikið fé fyrir aðstoðina, sem Land- helgisgæzlan veitti Helga Helga- syni þá. Þegar Morgunblaðið spurðist fyrir um málið í gær hjá Pétri Sigurðssyni, forstjóra Land- helgisgæzlunnar, sagði hann, að það væri engin nýlunda, að út- gerðarmönnum finndist of mik- ils krafizt fyrir björgun eða aðstoð við skip þeirra. Hins vegar sýndi reynslan, að enginn fengist til að leggja í kostnað við aðstoð eða björgun á jskipi án þess að sú fyrirhöfn yrði að fullu greidd. Eftir þeirri aldagömlu hefð yrði Landhelgis- gæzlan að fara eins og aðrir. Síldarbræðslan er í fullum gangi og bræðir nótt með degi. Þegar þetta barst í morgun voru fyrir 10 þúsund tunnur liggjandi á bryggjunni. f kvöld var um helmingur bát- anna búinn að landa. — B. Guðm Eyjabúar óttast aflaleysi um tíma •/ VESTMANNAEYJUM, 12. febr. — Aflavonir manna í sambandi við loðnuna hafa gersamlega brugðizt, því þrátt fyrir óvenju- lega línulengd, 50—60 bjöð hjá sumum bátunum, var aflinn sáratregur. Margir bátar voru með 2—3 tonn og sömu söguna er að segja hjá bátunum í dag, en að vísu voru þeir ekki allir á sjó. Þeir sem voru komnir að kl. rúmlega 7 höfðu sáralítinn afla. Það bezta 6—7 tonn. Óttast menn nú mjög, að þeg- ar loðnan er gengin yfir, að þá komi aflaleysistími frá viku til 10 daga. — Bj. Guðm. Rússar kaupa 12000 tn. af freðsíld Verð 10°Jo hærra MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað eftir áreiðanlegum heimildum, að Sölumiffstöff hrafffrystihúsanna og sjávar- afurffadeild SÍS hafi gengið frá samningum á sölu freff- síldar til Sovétríkjanna. Samkvæmt hinum nýgerffu samningum kaupa Rússar 12 þúsund tonn af frystri síld. Samningar tókust einnig um, að Rússar greiddu 10% hærra verff fyrir síldina en veriff hefur. Slljóflóð í Óshlíðinni BOLUNGARVÍK, 12. febrúar. — Tvo síðastliðna sólarhringa hef- ur verið stanzlaus snjókoma. Logn er á og geysimiklum snjó hefur kyngt niður. Vegurinn til Isafjarðar er ó- fær sökum snjóa og snjóflóða í Óshlíðinni. Á morgun á að ryðja veginn. — Fréttaritari. ' IHissti kartöflu- forðann í hafið ÍSAFIRÐI, 12. febrúar. — Hull- togarinn Stella Procyon, sem tók niðri í víkinni við Bolungarvík í fyrradag, var á leið til ísafjarð- ar til að fá grænmeti og kart- öflur, en togarinn var nýkominn á miðin. Togarinn var með kartöflu- forðann á bátaþilfari, en missti hann útbyrðis í hafi. Á Isafirði fékk togarinn 8 kartöflupoka og einn rófupoka, en annað græri- meti var þar ekki að fá. Að sögn Guðmundar Karlsson- ar, umboðsmanns brezkra tog- araeigenda á Isafirði, neitaði skipstjórinn því, að togarinn hefði strandað við Bolungarvík, hann hefði aðeins tekið niðri. Harður árekstur í Glerárþorpi Akureyri 12. feb. — HARÐUR bifreiðaárekstur varð í Glerár- þorpi í gær. Tvær fólksbifreiðir rákust saman á mótum Hörgár- brautar og Þverholts. Vegarkant ur er þarna um meter á hæð og kastaðist önnur bifreiðin út af honum í gegn um girðingu og staðnæmdist á öllum hjólum úti á túni. Ökumenn sakaði ekki, en báð- ar bifreiðarnar eru mikið skemmdar. — Fréttaritari. Engar skemmdir urðu á Stella Procyon og var aðeins höfð 20 mínútna viðdvöl á Isafirði. Guðmundur sagði og, að skip- stjórinn hefði aldrei áður siglt inn til ísafjarðar og hefði villzt. Ekkert væri hæft í því, sem eitt Reykjavíkurblaðanna héldi fram að skipstjórinn missti réttindin í 3 mánuði. Slíkt væri ekki venja þótt togara tæki niðri. — H.T. Eyjabátar með 3000 tonna afla í janúar HEILDARAFLI Vestmanna- eyjabáta í janúar varð 3000 tonn og er þá miðað við allan annan fisik en síld. Aflinn skiptist þannig á fisk- verkunarstöðvarnar: Fiskiðjan 890 tonn, ísfélagið 770, Hraðfrysti stöðin 572, og Vinnsiustöðin 331 tonn. Ýmsar aðrar smærri fisk- verkunarstöðvax eru með 437 tonn smtals. Aflinn í jan. núna er töluvert meiri en í meðalári, þó róa færri bátar nú á línu en í fyrra, þar sem 15 Eyjabátar eru enn á síld. — Fréttaritari. Kom inn með brotið spil ÍSAFIRÐI, 12. febrúar. — Brezki togarinn Royal Mariner frá Fleet wood kom hingað í gærmorgun til að fá viðgerð á brotinni kúpl- ingu á spili. Gert er ráð fyrir, að viðgerð- inni ljúki í kvöld og fer Royal Mariner þá strax á veiðar aftur. Rafmagn til Þing- va’la næsta sumar RÍKISSTJÓRNIN mun hafa ákveffiff, aff rafmagnslína verffi lögff til Þingvalla frá Soginu á næsta sumrL Nokkrir sveitabæir munu um leiff fá rafmagn frá Sog- inu og ef til vill sumarbú- staffir, ef um semst viff eig- endur um heimtaugagjald. Fyrirhugaff er aff byggja nýtt hótel á Þingvöllum, enda eykst ferðamannastraumur- inn þangaff ár frá ári. Þörfin fyrir rafmagn til Þingvalla er því enn brýnni en áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.