Morgunblaðið - 17.02.1963, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.02.1963, Qupperneq 1
24 s!5ur Tilræðismanna enn leitað Talið, að Bidault ætli . sér að velta De GauIIe forseta úr sessi París, 16. febrúar — NTB I FRÉTTUM frá París í dag hermir, að franska öryggis- lögreglan, haldi enn áfram rannsóknum sínum vegna til- ræðis þess, sem fullyrt er, að gera hafi átt við de Gaulle, F rakklandsf orseta, í gær- morgrm. í gær var talið, að a.m.k. 7 manns hefðu verið hand- teknir, en nú er skýrt svo frá, að enn sem komið er, hafi lögreglan aðeins handtekið 5 manns, fjóra kafteina og eina konu. Talið er að fyrrverandi OAS-menn standi að baki til- rauninni til að svipta forset- ann lífi. Pólaris til Miðjarðar- hafs 1. april Washingrboin, 16. fobr. NTB—AP. TiBKYT'TNT hefuir verið í WaShington, að þrir Pólaris- kafbátar, sem ha£a haft heima höfn við Holy-Loöh í Skot- landi, muni verða sendir til Miðj arðiarhafsins 1. apríl. Roswell Gilpatric, varaland varnaráðherra Bandaríkj- anna, tilkynnti í gær, að kaf- bátarniir myhdu lúta stjórn æðsta yfirmanns herafla NATO í Evrópu, Lyman Lemniitzer. Um þessar mundir eru 9 Pólairisikafbátar á varöbergi á Atlantsíhafi. • Vínarblaðið „Die Presse'* skýrir frá því í diag, að einn af fréttariturum þess hafi rætt við Antoine Argoud, sem kallar sig yfirmann franska leyniher- Framh. á bls. 2 11. fundur Norðuriandaráðs hdfst í Osld í gærmorgun Aðalumræðuefnið er dstandið í Evrópu nú, þegar viðræðurnar í Brussel hafa farið út um þúfur Vék Linna nokkuð að því, hve margt Finnar og íslendingar ættu sameiginlegt á sviði bók- mennta. Kvað hann orsakanna e.t.v. að leita í því, sem ólíkt Ein af fjórum reynsluflug- vélum franska flughersins, af gerðinni „Mirage 1V“, sem notaðar skulu til flutn- ings kjarnorkuvopna, fórst á föstuðag. Tveir flugmenn björguðu sér í fallhlífum. — Myndin sýnir eina af þess- um fjórum vélum. væri með landi og þjóð. Síðan þakkaði hann og kvaðst gera það í nafni finnsku þjóðarinnar allr- ar. —• Síðar í dag átti aftur að koma saman til fundar, og var þá ráð fyrir gert, að forsætisráðherrar allra Norðurlandanna tækju til máls. Osló, 16. febrúar — (NTBJ — 11. FUNDUR Norðurlanda- ráðs var settur hér í morgun í salarkynnum norska stór- þingsins. Viðstaddir voru for- sætisráðherrar allra Norður- andanna fimm, en auk þess sátu setninguna um 30 aðrir ráðherrar. v Fráfarandi forseti ráðsins, K. A. Fagerholm, frá Finn- landi, setti fundinn. Ræddi hann viðsjár í Evrópu og þá óánægju, sem nú gætti víða, vegna þess, hve farið hefði með viðræður í Briissel um aðild Breta að Efnahags- bandalagi Evrópu. Þá var gengið til kosninga um nýjan forseta, sem er Nils Hönsvald, forseti norska stórþingsins. Kvað hann aðalmál nýsetts fundar verða Efnahagsbandalag Evrópu. Sagði hann, að nú væri meiri þörf fyrir einingu Norður- landa en áður. Sumir kynnu að segja, að Norðurlandaráð færð- ist of mikið í fang, er það vildi nú taka til umræðu vandamál Evrópu, en betra væri að færast of mikið í fang, en setja markið of lágt. Þá var Vainö Linna veitt verð- laun Norðurlandaráðs fyrir bókmenntir. Var flutt kynning á höfundinum, en síðan tók hann sjálfur til máls. Hann kvaðst vart geta skilið, hvers vegna hann hefði orðið fyrir valinu, en sagði, að ljóst væri, að verð- launin væru til þess fallin að auka kynningu á norrænum bókmenntum, þaú ykju fjölda þeirra, er legðu stund á þær bók- menntir. Wítson: Andi Gait- skells mun ríkja London, 16. febrúar — AP. HAROLD WILSON, nýkjörinn leiðtogi brezka Verkamanna- flokksins, hefur lýst því yfir í viðtali við brezka útvarpið, að hann muni fylgja stefnu Gait- skells, er lézt í fyrra mánuði. Segir Wilson, að sú stefna muni verða sá grundvöllur, er flokkur inn byggir á í kosningum á næsta ári. Wilson lagði sérstaka áherzlu á, að hann óskaði eftir nánari samvjnnu við Bandaríkin, sér- staklega á sviði kjarnorkumála. Kvaðst hann vilja leggja áherziu Framhald á bls. 23 reisnin verðskuldaði trau Efnahags- og framfarastofnuni n telur mikinn árangur hafa náðst í íslenzkum efnahagsmálum EFNAHAGS- og framfara- stofnunin (OECD) í París birti ársskýrslu sína um efna hagsmál íslands þann 15. þ.m. Fjallar þessi skýrsla um þró- un efnahagsmála á íslandi ár in 1961 og 1962 og horfur þeirra mála. Frá þessari skýrslu mun hafa verið geng ið um mánaðamótin nóvem- her/desember. Nokkur helztu atriði skýrslunnar sýna hina hagstæðu efnahagsþróun á íslandi að undanförnu, batn- andi greiðslujöfnuð, fyllri stjórn peningamála, frjáls- ræði í utanríkisverzlun, af- nám uppbótakerfisins o.s. frv. Hér á eftir fara helztu atriði skýrslunnar: INNGANGUR SKÝRSLUNNAR Efnahagslegar framfarir hafa orðið verulegar á íslandi frá stnítjjlioikum. Þessair framfaíir hafa þó ekki orðið jafnt og þétt heldur í sveiflum, er stafa eink um af því, hve atvinnulífið er háð aflabrögðum og markaðs- aðstæðum erlendis. Enn frem- ur hefur efnahagsþróunin og greiðslujötfnuðurinn orðið fyrir óihagstæðum áhrifum af verð- bólgú, sem ríkti mikinn hluta tímabilsins. Þær efnahaigsráð- stafanir, sem íslenzka ríkisstjórn in gerði í fobrúar 1960, með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og Efnahagssamvinnustofn- unar Evrópu, leiddu til betra jafnvægis milli framboðs og eftir spurnar en áður bafði verið. Fullt jafnvægi náðist út á við og gjaldeyrisaðstaðan batnaði mjög vérulega. Þegar full áhrif gengisbreytingarinnar 1961 böfðu komið fram, varð verð- lag stöðugra. En miklar hækk- anir launa o<g verðlags landfoún- aðarafurða sumarið 1961 leiddu aftur til almennra verðihæ'kkana og gerðu frekari gengislækkun nauðsynlega. Enn á ný hefur þeirri stefnu, að viðhalda jafn- vægi í efnahagsmálum verið gert erfitt fyrir með nýjum almenn- um hækkunum á launum og verði landibúnaðarafurða, er áttu sér stað sumarið 1962. MEIRA JAFNVÆGI HEFUR NÁÐST. Niðurstöður skýrslu Efnahags og framfarastofnunarinnar eru þessar: Jafnvæigisráðstafanirtnar, sem gerðar voru í febrúar 1960, voru vel skipulagðar og framkvæmd- ar. Með stuðningi Alþjóðagjald- Framh. á bls. 23. fylgir blaðinu í dag og er | efni hennar m.a.: Bls. 1 Bréfið sem gleymdist, Úr htakfallabálki H. C. Andersens, eftir Ernst Philipson. 2 BEA kardináli (Svip- 10 11 15 Í16 mynd). Hermaðurinn og stúlkan, eftir Martin A. Hansen. Þrá, eftir Hauk Eiríksson. „Hér er dásamlegt að vera — Héðan flytjum við aldrei". (Islenzk heimili). Bókmenntir: Gagnrýni og einfaldar sálir. Rabb. Faðir prestslambanna, séra Egill á Bægisé, eftir Oscar Clausen. Lesbók Æskunnar. Líttu ekki í spegilinn. eftir Hilary Whitaker. Risinn stingur við, eftir Giselher Wirsing. Vís- indastörf í 50 stiga gaddi. Fjaðrafok. Bjálkahús með torfþaki. eftir Pál Guðmundsson. Krossgáta. Lord Nelson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.