Morgunblaðið - 17.02.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.02.1963, Blaðsíða 13
Sunnudagur 17. febrúar 1963 MORCUNBLAÐIÐ 13 y Sjaldan horft á skemmtilegri leik- ' sýningu „ÉG hef sjaldan horft á skemmti legri leiksýningu“. Svo varð að orði einum þeirra, er nýlega sáu Pétur Gaut, um leið og hann gekk út úr Þjóðleikhúsinu að lokinni sýningu. Þar fer allt saman: Sjálft leikritið er eitt höfuðverk bókmenntanna fyrr og síðar. Þýðing Einars Bene- diktssonar á snilldarverki Hen- riks Ibsens er einnig snilldarleg. Prú Gerdu Ring hefur tekizt leik stjórnin með afbrigðum vel, og sumir leikaranna, einkum Gunn- ar Eyjólfsson, hrífa áhorfendur með margbreytilegri list sinni. í koma. Þannig er með kommún- ista innan verkalýðshreyfingar- innar á íslandi. Sjálfir gera þeir sér ljóst, að þeir eru komnir 1 minnihluta í Alþýðusambandi ís- lands og hafa raunar aldrei haft þar réttfenginn meirihluta. Ráð- ið, sem þeir hafa til varnar, er valdníðsla í öllum þeim verka- lýðsfélögum, sem þeir hafa náð tangarhaldi á, og synjun á hlýðni við landslög um hverjir eigi full- an atkvæðisrétt á Alþýðusam- bandsþingi. Þeir, sem svo fara, að dæma sjálfa sig úr leik og sanna, að þeim er ekki treystandi. Framsókn velur ser enn verra Næturmynd frá Keflavíkurhöfn. — Myndin var tekin í sl. viku. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) REYKJAVÍKURBRÉF Þjóðleikhúsinu hefur áre.ðan- lega sjaldan eða aldrei verið bet- ur gert. Vafalaust njóta þeir, sem kunnugir eru leikritinu og helzt hafa séð það áður, þess betur en hinir. En hér er vissu- lega um að ræða sýningu, sem er þess virði, að á hana sé horft oftar en einu" sinni. Einstaka atriði eru að vísu torskilin m.a. vegna þess að þau eru tíma- og Btaðbundin. En þó að ekki sé auðvelt að átta sig á öllu, þá er það sannmæli, sem frú Gerda Ring segir í leikskránni: „Frá raunsæu upphafi, gegn- um flókna veröld táknmynda, líður leikur Ibsens um Pétur Gaut inn í hugarheim, sem á sér hliðstæðu í hverju mannsbarni á jörðinni“. Hver vill búa í Dofrahöll? Erfitt er að gera upp á milli margra ágætra atriði, en þó tókst sýningin e.t.v. hvergi betur en í Dofrahöllinni. Þar' leggur Ibsen Dofranum í munn þessi orð, sem 'ætíð hafa verið skilin sem á- minning Ibsens til hans eigin þjóðar: „Þar úti, sem nótt fyrir árdegi víkur, er orðtakið: „Maður, ver sjálfum þér líkur“. En meðai vor, þar sem myrkt er öll dægur, er máltækið: „Þursi, ver sjálfum þér — nægur“.“ Þessi áminning á ekki síður erindi til Islendinga nú á dögum en til okkar norsku frændþjóðar á dögum Ibsens. Enginn, hvorki einstaklingur né þjóð, má reyna eð verða „sjálfum sér nægur“. Auðvitað eiga allir að leitast við eð efla hið bezta í sjálfum þeim, en sú einangrun, sem fylgir því eð vera „sjálfum s.ér nægur“ horfir til niðurdreps. l Einangrunin hafði nær gengið ef íslenzku þjóðinni dauðri. Ein- engrun er því sízt eftirsóknar- verð, auk þess sem hún er ó- framkvæmanleg nú á dögum. Samskipti við aðra, einstaklinga Og þjóðir, eruóumflýjanleg,hvort eem mönnum líkar betur eða verr. Úrlausnarefnið er, að láta þau verða sér til ávinnings og hvatningar. Ekki þýðir að ætla eð beygja fram hjá þvi, sem ekki verður með neinu móti fram hjá komizt. Heimskt er heima alið barn Forfeður okkar skildu gjörla, eð sá veit gerr, er fleira reynir. Einangrunin heltók þá, ekki af því að þeir óskuðu hennar, held- ur af liinu, að þeir áttu ekki ann- Laugard. 16, febrúar ars völ. Skilningur á nauðsyn menntunar og lærdóms af öðrum er ríkari, en flestir gera sér grein fyrir. Hin mikla aðsókn að Varðar- fundi nú í vikunni, þar sem rætt var um tækniskóla, og áhuginn, sem lýsti sér í mörgum ræðum og þaulsætni áheyrenda, sannaði þetta glöggt. Þar hélt Ásgeir Pétursson, sýslumaður, prýði- legt erindi um nauðsyn á hér- lendum tækniskóla, en hann er formaður nefndar, sem mennta- málaráðherra skipaði á sínum tíma til undirbúnings því máli. í þessum efnum verða ekki fremur en öðrum unnin stór- virki af skyndingu strax í upp- hafi. Eins og Ásgeir Pétursson sagði er um að gera að skapa þann ramma, að nauðsynleg tæknifræðsla geti eflzt í land- inu innan hans, og ef á þarf að halda, að hika ekki við að kalla til erlenda kennara, meðan ver- ið er að búa í haginn. Þó að ræðumenn á Varðarfundinum væru ekki allir sammála um ein- stök framkvæmdaatriði, voru þeir ásáttir um þessi meginat- riði málsins. Hér er sú vöntun í skólakerfi okkar, sem nú liggur mest við, að úr verði bætt. Vísindalegar rannsóknir Enn annað er að koma rann- sóknum hér á’ landi í svoköll- uðum raunvísindum í viðunan- legt horf. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, gerði ræki lega grein fyrir þessu, þegar hann á dögunum lagði frumvarp til laga um rannsóknir í þágu at- vinnuveganna fyrir Alþingi. — í þessu sem flestu öðru verðum við vegna smæðarinnar að byggja á því, sem aðrir gera. En kunn- ugleiki á annarra rannsóknum er okkur þó ekki nægur. Aðstæð- ur hér eru aðrar og finna verður .hvað okkur hentar. Sumir höfðu í upphafi litla trú á rannsókn síldargangna, og enn amast ein- staka maður við tillögum sér- fræðinga um ráðstafanir til að hindra eyðingu gróðurlendis landsins. Árangurinn, sem feng- izt hefur við lélegar aðstæður, er nú vel á veg kominn með að eyða þvílíkri skammsýni. Geta okkar er takmörkuð en því betur þarf að gæta þess að hagnýta alla okkar möguleika. Vísindaleg þekking og aukin tæknimenntun eiga miklu meiri þátt í þeim bata lífskjaranna, sem allir sækjast eftir og ótal samþykktir eru gerðar um, en öll verkföll og stéttastríð, sem hafa raunar þveröfug áhrif við það, sem forystumenn þeirra reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um. „Af liverju þagð- irðu meðan stóð á hreinsunum Stalins?44 Kommúnistar um allan heim burðast enn við að halda því fram, að það sé að þakka stétta- stríðinu í Rússlandi og einræði, hvílíkar framfarir hafi orðið í landinu síðustu áratugina. En vissulega eru þær ekki að þakka hinu kommúníska einræði. Is- land var um síðustu aldamót ekki síður vanþróað en Rúss- land. Náttúruauðæfi hins víð- lenda Rússaveldis eru hlutfalls- lega mun meiri en íslands. Engu að síður sjá allir, sem til beggja landanna hafa komið, að almenn hagsæld á Is- landi er nú mun meiri en með Rússum. Þó hafa í Rússlandi orð- ið gífurlegar framfarir. En þær eru ekki vegna hins kommún- íska skipulags, heldur þrátt fyr- ir kúgunina. Það, sem þar hefur áunnizt, er fyrst og fremst að þakka vísindum og tækni. Hefur þó stundum litlu mátt muna, að hvorttveggja væri niður drepið. Nú eftir að nokkuð hefijr létt á okinu, spyrja þeir, sem þjakaðir voru, hver annan: „Af hvérju þagðirðu á meðan stóð á hreinsunum Stalíns?“ „Attu á hættu að verða útrýmt?“ Framangreindri spurningu beindi einn af þekktustu gagn- rýnendum Rússa, Yermilov að nafni, nýlega í Izvestia til hins þekkta rithöfundar Ilja Ehren- burgs. Ehrenburg hefur í sjálfs- ævisögu sinni nokkuð rætt um ógnarástandið, sem ríkti á ein- ræðisárum ’ Stalins. Ehrenburg hefur m.a. komizt svo að orði,' að það, að hann skyldi sjálfur halda lífi, hafi verið eins konar happdrættisvinningur. Til þess að fá þann happdrættisvinning hafi hann orðið að þegja, hvað sem á gekk. Hann hefur rifjað upp, að þeir, sem sneru sér beint til Stalíns og kvörtuðu undan meðferðinni á þeim, sem þeir vissu að voru saklausir, hafi sjálfir orðið fyrir hreinsun. — Þess vegna hafi menn ekki átt annars kostar en að þegja, jafn- vel þótt þeir hafi haft grun um, að vinir þeirra hafi verið ákærð- ir ranglega. Yermilov heldur því aftur á móti fram, að meginþorri Rússa hafi ekki vitað um rangindin, og að Ehrénburg sé með afsökun- um sínum að móðga heila kyn- slóð Sovétþegna í því skyni að reyna að finna skjól fyrir sjálfan sig. Þeir, sem utan við standa, eiga erfiít með að gera upp á milli, hvor hafi réttara fyrir sér. Sömu ásökuninni hefur verið beint gegn Þjóðverjum. Þeir hafa ver- ið spurðir að því, af hverju þeir hafi þagað og ekkert hafzt að gegn grinimdarverkum Hitlers við Gyðinga. Svar flestra Þjóð verja er hið sama og Yermilovs, að þeir hafi ekki vitað, hvað var að gerast. Af hverju sjá þeir sig ekki um hönd? Vitanlega er það ósennilegt, að hægt sé að drepa milljónir manna og senda tugmilljónir fangabúðir að ósekju, án þess að almenningur hafi hugboð um En veldi kúgunar og áróðurs er méira en frjálsir menn geta með góðu móti áttað sig á. Enginn vænir Halldór Kiljan Laxness um að hafa sagt vísvitandi rangt frá, þegar hann í Gerzka ævin- týrinu lýsti hreinsunarréttar- höldunum og fór háðulegum orðum um þá sakborninga, sem nú hefur fagurlega verið lýst að hafi verið alsaklausir. Það var blinda áróðurs og pólitískrar ofsatrúar, sem þá lokuðu hinu ágæta skáldi sýn. Afsökun hans er ekki hin sama og Ehrenburgs að hann hafi óttast hefndarráð stafanir einvaldsins. íslendingur inn gat leitað skjóls í því þjóð skipulagi, sem hann fyrirleit, fyrir ógnun hins, er hann hóf til skýjanna. En hann var gestur framandi landi og villa hans var sú, að hann skrifaði af oflæti um þau éfni, sem hann hvorki þekkti né skildi. Látum það vera. Öllum getur yfirsézt, og Halldór Kiljan af neitar þó nú orðið a.m.k. öðru hverju hinum gamla átrúnaði Hitt er verra, að maður eins og Einar Olgeirsson, sem í eðli sínu er greindur og að upplagi víð sýnn maður, skuli ekki hafa manndóm og þrek til að játa hversu herfilega hann hefur ver ið blekktur. Stalín og félags bræður hans voru nazistum sízt betri, þeir voru allir greinar á sama stofni. Ævístarf að engu gert Mönnum kann að vera erfitt að játa, að þeim hafi missézt um það, sem þeir töldu mestu skipta í lífinu. Þeim finnst sjálf sagt, að með því geri þeir sjálfir ævistarf sitt að engu. En betra að halda skollaleiknum a fram og taka sér nýtt skurðgoð, jafnskjótt og komið er á daginn að pöddur og eðlur voru innvols hins fyrra? Þeir forystumenn sem svo fara að,’eiga óuppgerðar sakir, í senn við sig sjálfa og þjóð sína. Verst er þó, þegar þeir halda áfram að apa eftir sínum illu lærimeisturum og beita rangind um hvar sem þeir mega við hlutskipti .j' Svo bágur sem hlutur forystu- manna kommúnista er, þá hafa Framsóknarbroddarnir valið sér enn lakara hlutskipti. Þeir ásaka aðra fyrir að vilja ekki níðast á kommúnistum. Nú má að vísu um það deila, hvort rétt sé að sýna þeim sanngirni, sem sjálfir eru berir að rangindum. Er rétt að láta óvini lýðræðisins njóta þeirrar verndar, sem það áskilur öllum? Þessari spurningu má svara með annarri: Hvort er vænlegra til lengdar: Valdbeit- ing eða traust á heilbrigðri skyn- semi kjósenda, sem. að lokum mun fordæma þá, er rangindin hafa í frammi? Um hitt þarf ekki að deila, hver einlægni fylgir ásökununum, um að ekki skuli níðzt á komm- únistum, þegar þeir, sem ásakan- irnir bera fram, hafa sjálfir samið við þá, og halda áfram að semja við þá, ekki tii að koma réttu máli fram, heldur til að tryggja rangindi og valdníðslu. Þannig hafa Framsóknarmenn farið að I verkalýðsfélögunum og á Alþýðusambandsþingi. Framsóknarbroddarnir hyggj- ast hafa flokkslegan ávinning af hentistefnu sinni. Hvort svo verður mun sjást, þegar þár að kemur. Víst er, að innan flokks þeirra fer þeim stöð- ugt fjölgandi, sem bera ugg 1 brjósti yfir þeSsu athæfi og geta jafnvel ekki orða bundizt við and stæðinga sína um þann ímigust, sem þeir haira á þvL Oánægja Vai ð- bergsformannsíns Sumir hinna óánægðu hafast ekki að, aðrir nöldra í sinn hóp, enn aðrir láta uppi óánægju sína við andstæðingana. Meiri mahn- dómur er í hinum, sem láta orða skvaldrið eiga sig en hefjast handa um að halda aftur af for- ingjum á villigötum og reyna að leiða þá á rétta braut. Hinir ungu Framsóknarmenn, sem gerzt hafa félagar í Varðbergi, virðast hafa valið þann kost. Þeir vilja láta að sér kveða um málefni, en telja miður, ef fund- ið er að við forystumenn flokks þeirra. Þeir um það. Hver ræð- ur sínum starfsháttum. Það er þess vegna síður en svo ástæða til að sakast um það, er sagt var um breytta starfsaðferð félaga hans í síð- asta Reykjavíkurbréfi. Þvert á móti er það honum til lofs, að honum geðjist ekki að því, að honum og skoðanabræðrum hans sé líkt við óhreinu börnin hennar Evu. Þá kemur aftur að því, að það eru ekki orðin, sem úr skera, heldur verkin. Ómetanlegt er, að ungir lýð- ræðissinnar í öllum flokkum vinni að þvi að efla skilning á nauðsyn varna íslands og tryggi að enginn flokka þeirra svík- ist undan þeirri skyldu, sem á sönnum lýðræðissinnum hvílir. •mwvrm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.