Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 1
24 snlur 50 árgangur 41. tbl. — Þriðjudagur 19. febrúar 1963 Premsmídja Morpttnblao'síns fyrír Fiiina 03 ísleniliiiga'% sagði Vainö Linna 1 í Einkaskeyti til Morguriblaðsins, London, 18. febrúar. — AP E I N S og frá hefur verið skýrt í fréttum, þá vék finnski rithöfundurinn Vainö Linna nokkuð að því, hve margt væri sam- eiginlegt með íslenkum og finnskum bókmenntum, er hann veitti móttöku bók- menntaverðlaunum Norð- urlandaráðs. Verðlaunaaf hendingin fór fram sL laugardag, og fer hér á eft- ir ef ni ræðu Linna, er hann ilutti við það tækifæri: „Ég þakka Norðurlandaráði og verðlaunanefnd fyrir þau verðlaun, sem mér hafa nú verið veitt. Ég undrast mest yfir því, að ég skuli hafa ver- ið talinn þeirra verður. Hins vegar vil ég leggja áherzlu á mikilvægi verðlaunanna sjálfra fyrir Norðurlönd. Þau varpa ljósi á bókmenntir þeirra, og auka þá um leið við hóp þann, er þær lesa. Því eru verðlaunin þýðingarmikill þáttur í norrænu samstarfi. Menn geta haft misjafnar skoðanir á gildi skáldskapar í sjálfu sér, en þar sem bók- menntir eru eins konar speg- ill mannlífsins, þá hafa þær mikil áhrif á öðrum sviðum. Bókmenntirnar færa þjóðirn- ar nær hver annarri. Það fel- ur raunverulega í sér, að gagn kvæmur skilningur eykst með aukinni þekkingu. Grund vallaratriði mannlífsins eru þau sömu, hvar sem er í heim inum, þótt umhverfið sé mis- munandi. Það verður að við- urkenna, að Norðurlöndin eru mjög lík hvert öðru, en samt er um að ræða ákveðinn mis- mun, ekki aðeins milli land- anna, heldur milli héraða og þjóðanna sjálfra. Það má með sanni segja, að við þekkjum ekki hver aðra allt of vel, og þess vegna geta bókmennt- irnar -orðið til þess að auka' kynnin, jafnvel þótt það sé ekki fyrsta og helzta mark- mið þeirra. Við, eins og höfum nokkra Norðurlöndum, vegna vegna íslendingar, sérstöðu á sérstaklega tungumálanna. Þess hafa bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs, jafn- vel enn meiri þýðingu fyrir okkar lönd en önnur Norður- landanna. — Ég er á þeirri skoðun, að þessi verð- laun muni verða til þess að auka áhuga manna áfinnskum bókmenntum. Þess vegna get ég veitt verðlaununum mót- töku með betri samvizku. Loks vildi ég mega þakka fyrir mig, fyrir hönd finnskra bókmennta." Ólafur Thors, forsætisráðherra, á fundi Norðurlandaráðs. í baksýn eru áheyrnarfulltrúar. — Mbl. fékk myudina símsenda frá Osló. ndar köldu á fundi Frakka se^ir £l.,far Tho s forsætís- ráðberra í samlali við Vainö Linna flytur þakkarræðuna MORGUNBLAÐIÐ átti í gær símtal við Ólaf Thors, for- sætisráðherra, sem setið hef- ur fund Norðurlandaráðs í Osló. Forsætisráðherra sagði, að mikil óvissa ríkti meðal forystumanna á Norðurlönd- um eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðunum í Briiss el og andaði köldu frá sum- um í garð Frakka eftir af- stöðu þeirra til samningavið- ræónanna í Briissel. Þá sagði forsætisráðherra, að ráðherrar Norðurlanda, sem nú sitja fund EFTA í Genf, myndu koma til Osló- ar á miðvikudag og þá væri gert ráð fyrir, að menn bæru saman bækur sínar og hin nýju viðhorf yrðu gaumgæfi- lega athuguð. Samtalið við Ólaf Thors forsæt- isráðherra fer í höfuðdráttum hér' á eftir. Forsætisréðherra sagði: Mér virðist menn almennt ráð- lausir um það, hvað við tekur nú þegar slitnað hefur upp úr viðræðunum í Briissel. Það- er augljóst mál, að flestir hafa orð- ið fyrir miklum vonbrigðum. einkum Danir. Það hefur komið fram á fundum hér, að hvorki Norðmenn né Svíar treysta sér að neinu verulegu leyti til að létta þá erfiðleika, sem nú blasa við Dönum. Enginn veit, hvað við tekur. Þannig mætti jafnvel að orði komast, að ráðleysi ríkti í þessum efnum og hefur það ekki farið dult á fundum hér. Búizt er við að Norðurlanda- ráðherrarnir á EFTA fundinum í Genf komi hingað á miðviku- dag og verða málin þá reifuð og líklegt, að menn beri saman bækur sínar, áður en hver fer til síns heima, sagði Ólafur Thors ennfremur. Nauðsynlegt er að athuga gaumgæfilega þau nýju vandamál, sem við blasa og meta hin nýju viðhorf í ró og næði. Ekki er því búizt við neinum stórtíðindum á næstunni. — Gerhardsen minntist á ís- lendinga í ræðu sinni, sagði fríttamaður Morgunblaðsins. — Hvað vilduð þér segja um það? Ólafur Thórs tók fram: í hugleiðingum um EFTA gat Gerhardsen þess að .íslendingar væru ekki í EFTA, en Norðmenn mundu bjóða þá velkomna fyrir sitt leyti ef íslendingar óskuðu þátttöku. Ég sá ekki ástæðu til að vikja að þessu í minni ræðu til að svara ræðu Gerhardsens, sagði Ólafur Thors, því ég tel nauð- synlegt að menn kynni sér þessi mál betur, ekki síður nú en áð- Framhald á bls. 23 ooijö verði um fisk iendbún.vlirur í EFT segir Jens Otto Krag, forsætísráð- herra, i Osló Einkaskeyti til Morgunblaðsins, Osló, 17. febrúar — AP. ÞAÐ kom greinilega fram af um- mæíum fulltrúa Norðmanna og Svía hér á fundi Norðurlanda- ráðs, að þjúðir þeirra munu ekki geta leyft frjálsan innfluUiing danskra landbúnaðarvara. Þá kom einnig fram, að erfitt muni verð'a að ná samkomulagi um á hvern hátt farið skuli með land- búnaðarvörur í Friverzlunar- bandalaginu, EFTA. Svíinn Sven Sundin sagði, að hann eygði ehga möguleika á því að taka upp sömu stefnu í land- búnaðarmálum í EFTA, eins og gert hefði verið í Efnahagabanda- lagi Evrópu. Hann lýsti því jafn- framt yfir, að hann gæti ekki séð hvernig fara ætti að, ef brezku samveldislöndin ættu að fá ein- hverskonar tengsl, þar eð um mik inn verðmun á vörum væri að ræða. Mætti bezt sjá það með því að gera samanburð í Noregi og Sviss annars vegar og Dan- mörku hins vegar. Litið var á þessi ummæli, og svipuð ummæli norskra fulltrúa sem svar við ræðu Jens Ottó Framhald á bis. 23 N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.