Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 2
2 MORCVIS BL AÐIÐ Þriðjudagur 19. febrúar 1963 Er i landhelgi Brasiliu jórænmgja Brasilia og Washington, 18. febrúar (NTB-AP). FLUTNINGASKIPIÐ „Anzona- tegui“ frá Venezuela, sem flokk- ur konnmúnista frá Venezuela hertók í síðustu viku, lá í dag við festar hjá eyjunni Maraca við ósa Amazonfijótsins _ út af strönd Brasiliu. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að stjóm Kra.sii.iu muni taka við skipinu og rannsaka máiið ítar- lega. Flugvélar bandaríska flotans fylgjast með skipinu þar sem það liggur, og segja fiuigmenn- irnir að bátar hafi verið sendir út í það frá eyjunni í gærkvöldi. Er tundurspillir úr flota Brasilíu nú á leið til skipsins. Foringi sjóræningjanna, sem tóku skipið, Wilmar Medina Rojas, sendi Brasllíustjórn sím- skeyti við komuna til Maraca, þar sem hann sagði: Við liggj- um nú við akkeri í landihelgi Brasilíu milli ósa árinnar Amapa og Maraca eyju. Við bjóðum yfir- völduim Brazilíu að koma um borð. Taka skipsins minnir á það þegar portúgalskir uppreisnar- menn tóku farþegaskipið Santa Maria 1961 til að vekja athygli á andstöðunni gegn stjórn Salaz- ars í Porúgal. Er talið að sjó- ræningjarnir hafi viljað kasta rýrð á Romulo Beta/ncoonrt for- seta Venezuela, og jafnvel koma í veg fyrir fyrirhugaða för hans til Bandaríkjanna. Ekki tókst þeim þó að hefta förina, því Betancourt fór í dag flugleiðis til Puerto Rico, en þaðan fer S’óislfzr f / Berlín, 18. febrúar (AP-NTB) KOSNINGAr! fóru fram í Vestur-Berlxn á sunnudag. — Kosnir voru 140 fulltrúar á borgarþing Vestur-Berlínar, og hlutu sósíaldemókratar, flokkur Wiily Brandts, horg- arstjóra, 89 þingsæti. Á síð- asta borgarþingi voru fulltrú- ar alls 133, og átti þá flokkur borgarstjórans 77 þingsælti. Flokkur Adenauers kanzl- ara, Kristilegir demókratar, hlaut nú 41 þingsæti, en hafði áður 55. Willy Brandt ræddi í dag við fréttamenn um úrslit kosn inganna. Kvaðst hann reiðu- búinn að mynda nýja borgar- stjórn í Vestur-Berlín með samvinnu við aðra flokka, jafnvel þótt flokkur hans haf; fengið hreinan meirihluta á borgarþinginu. En hann sagði að þeir flokkar, sem tækju þátt í samvinnu um borgar stjórnina, yrðu að sætta sig við forustu'sósíaldemókrata. 89,9% kosningabærra manna greiddu atkvæði, og fengu andstöðuflokkar kommúnista alls 98,7% greiddra atkvæða. Yfirmenn flug- mála til Eyja [ GÆR fór Björn Pálsson, sjúkra- flugmaður, með Ingólf Jónsson, flugmálaráðherra, Agnar Koe- foed Hansen, flugmálastjóra, Hauk Claessen, flugvallarstjóra, ásamt Ólafi Pálssyni, verkfræð- ingi, og Guðlaugi Gíslasyni, al- þingismanni og bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, til Vestmanna- eyja. Erindi þessara yfirmanna islenzkrar flugmálastarfsemi var að afchuga hina nýju þverbraut, sem þar er í Dyggingu. hann til ' Mexikó og siíðan til Bandiaríkjanna og verður tíu daga í ferðinni. í fréttum frá Venezuela segir að tveir tundurspillar hafi verið sendir til að leita að „Anzoa- tegui“ áður en fréttist um að skipið væri í landhelgi í Brasilíu. Höfðu yfirmenn skipanna fyrir- skipanir um að handsama sjó- ræningjana og koma með flutn- ingaskipið til hafnar í Venezu- ela. Eftir að fréttist um skipið fór stjórn Venezuela þess á leit við stjórn Brasilíu, að sjóræningj arnir yrðu framseldir Venezuela stjórn. Aukin samvinna EFT A-ríkjanna vegna aístöðu úe Gauiie til Breta Genf, 18. febrúar (AP) RÁÐHERRAR frá Fríverzlunar- ríkjunum sjö (EFTA) komu sam an til fundar í dag í Genf, og munu þeir aðallega ræða mis- heppnaða tilrun Breta til að fá aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Viðræðum ráðherranna lýkur á morgun. Er talið að áherzla verði lögð á að flýta þvi að koma tollalækkunum í framkvæmd milli rikjanna inn- byrðis til samræmis við sams- konar aðgerðir Efnahagsbanda- lagsríkjanna. Á sunnudag ræddust ráðlherr- arnir við utan dagskrár, og voru þeir sammál um að forðast sér- hverjar þær aðigerðir, er gætu leitt til viðskiptastyrjaldar við Efnahagsbandlagið. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum ákváðu ráðherrarnir að halda opinni leið til nánari tengsla ríkjanna í báðum efnahagsbandalögunum. Fundir ráðherranna fara fram fyrr luktum dyrum. Fyrsta málið á dagskrá var skýrsla Ed- wards Heafchs, sem var aðalfull- MÁLFUNDAR- K L Ú B B U R hefur starfsemi sína í VALHÖLL n. k. miðvikudag kl. 8,30. Leiðbeinendur verða Guðm. H. Garðarsson og I*ór Vilhjáims- son. Væntanlegir þátttakendur hafi samband við skrifstofu Heim- dallar, sxmi 17103. Stjómin. trúi Breta við umræðurnar í Brússel um aðild Bretlands að Efnahagsbandalaginu. Frank Figgures, framkvæmda stjóri EFTA, sagði í dag að ræfct yrði á fundunum um samvinnu EFTA-ríkjanna, og kæmu m.a. til umræðu fiskveiðar ríkjanna. Verður væntanlega gengið frá samþykkt um endurskipulagn- ingu fisksölumála aðildarríkj- anna. Einnig verða landfbúnðar- miálin til umræðu, sérstaklega með tilliti til Danmerkur sem þarf á auknum mörkuðum að halda fyrir afurðir sínar. Einnig er sérstakt vandamál, sem varðar Austurríki, en það er verzlunin við Vestur Þýzka- land, sem er aðili að Efnahags- bandalaginiu. U tanríkisráðherra Austurríkis, Bruno Kreisky, sagði að aðeins þriðjungur verzl- unar lamdsins væri við önnur SKÁKMÓTI Reykjavikur er lokið. Þeir Friðrik Ólafsson og Ingi R. Jóhannsson urðu efstir og jafnir, með 5 vinninga hvor af 7 mögulegum, og verða þeir því að tefla einvígi um EFTA-ríki, aðal verzlunin væri við ríkin í Efnahagsbandalag- inu. Væri því Austurríki nauð- synlegt að sækja um eimhvers- konar aðild að EBE. IHOLLENZKA farþegaskipið Maasdam, sem er rúmlega 15 þúsund tonn, rakst sl. föstu- dag á skipaflök við ósa Wes- erfljótsins, skammt frá Brem- erhaven í Vestur-Þýzkalandi. 230 farþegar voru með skip- inu og um 200 manna áhöfn, og urðu allir að yfirgefa skip- ið í björgunarbátum þess. — ( Þýzkir dráttarbátar tóku svo skipbrotsmennina og fluttu þá til Bremerhaven. Mikill leki kom að Maasdam, en þó tókst að draga það inn til Bremer- haven, þar sem viðgerð fer fram. Maasdam rakst á flökin af brezka flutningaskipinu Har- borough og rússneska flutn- ingaskipinu Kholmogory. — Rússneska skipið sökk í marz 1959 eftir árekstur við þýzkt skip. Mánuði seinna sökk Har borough eftir að hafa siglt á flakið af rússneska skipinu. Eigendur Maasdam segja að ástæðan fyrir ásiglingxmni hafi verið sú, að baujur, sem mörkuðu flökin tvö, hafi færzt til vegna rekíss. Myndin er tekin þegar far- þegar og áhöfn voru að yfir- gefa Maasdam. Friðrik Ólafsson s DALVÍK, 18. febr. — Mánafoss, hið nýja skip Eimskipafélags ís- lands, kom hingað í gær fánum skreyttur frá Akureyri og losaði hér um 90 smáíestir af vörum. Blaðafulltrúi Eimskipafélags- ins, Sigurlaugur Þorkelsson, stóð fyrir boði um borð í skipinu og sat þar m. a. hreppsnefnd Dai- víkur. — Kári. Hvor veröur R.víkurmeistari ? KÓPAVOGUR Stjórnmálanámskeið T Ý S þriðjudagserindið FELLUR NIÐUR. Námskeiðinu lýkur á laugar- dagixm 23. febr. með erindi Matthíasar Á. Mathiesen, alþing- ismanns; stjómmálaviðhorfið og kosningar framundan. Allir Kópavogsbúar em vel- komnir á þennan fund, meðan húsrúm leyfir. Kaff i v eitingar. TÝR. Ingi R. titilinn Skákmeistari Reykja- víkur. Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvenær keppn- in fer fram eða hve margar umferðir þeir tefli, en búist við að þær verði fjórar. Blaðið átti í gær símtöl við þá Inga og Friðrik og spurði þá um mótið og framhaldið. Tefldum báðir undir styrkleika Ingi sagði: Við tefldum báð- ir undir styrkleika, sökum æf- ingarleysis einkum í byrjun, en komuist svo í dálitla æf- ingu. Ég snerti orðið lítið á tafli og Friðrik hefur lítið teflt síðan á Olympíumótinu í Varna. Þessir ungu menn, sem tefldu á mótinu, eru í mikilli framför, en þar vorum við Friðrik aldursforsetar. Sérstak lega má benda á Jónas Þor- valdsson, sem var í þriðja sæt- inu á mótinu. Einnig má segja að á ferðinni sé athyglisverð- ur maður þar sem Jón Hálf- dánarson er, þó hann hafi ekki fengið marga vinriínga. Hann er aðeins 15 ára gamall og þetta er fyrsta harða keppnin hans. Hvað viðvíkur einvíginu, get ég lítið sagt annað en ég býst við að Friðrik vinni, en maður reynir að gera eins og maður getur. Tveggja vinninga munur í heild Friðrik segir: Með þvi að at- huga á eftir gæði skákanna hjá okkur Inga á mótinu, get- ur maður séð að við tefldum báðir illa, hvorugur eins vel og oft áður. Um hina er það að segja, að þeim er öllum að fara fram, v hægt og sígandi. Jónas Þor- valdsson tefldi vel, sennilega hefur honum farið mest fram síðan á Olympíumótinu, sem hann tefldi í haust. Þetta er fyrsta mótið, þar sem Jón Hálf dánarson þarf að taka á. Þegar ég var á sama aldri, tefldi ég á þessu sama móti og var það ekki siður sterk keppni. Ég man að ég tapaði fyrstu fjór- um skáunum, en lét það ekk- á mig fá. Árið eftir var ég orðinn annar, og Jón hefur tímann fyrir sér. Um einvígið vil ég sem minnst segja. Við Ingi höfum oft teflt saman og ætli ég hafi ekki í heild svona tveimur vinningum meira en hann * öllum þessum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.