Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 19. febrúar 1963 Lánskjör o EINS og skýrslur Seðlabankans um þróun peningamála bera með sér, er einhver hinn athyglisverð- asti þáttur þessar þróunar írá því að viðreisnarráðstafanirnar hófust í ársbyrjun 1960 hin mikla aukning sparifjár, sem átt hefir sér stað á sama tíma. Stjórnarandstöðublaðið Tím- inn, sem að vonum vill ekki gera meira úr árangri viðreisnarráð- stafananna en efni standa til, hef ur að undanförnu bent á það í þessu sambandi, að tölur þær er birtar hafa verið í þessu efni, of meti aukningu sparifjárins þar sem taka beri tillit til verðrýrnun ar peninga á sama tíma, þó að sá mælikvarði sem Tíminn leggur til grundvallar á kaupmætti spari fjár í ársbyrjun 1960 og nú, sé að vísu fráleitur — en sá mæli- kvarði á að vera dollaragengi — þá skal það ekki véfengt, að sú grundvallarkenning sé rétt, að umreikna beri spariféð eftir verð vísitölu, ef fá á réttan mæli- kvarða á raunverulega sparifjár- auknihgu. Alitamál verður hins vegar hvaða vísitölu skuli miðað við í þessu efni. Ef miðað er við verðlagsgrundvöll, eða A og B lið núverandi vísitölu fram- færslukostnaðar, hefir hækkun hennár á sama tíma numið um 40% og bæri þá að lækka þá fjárhæð, er sparifjármynduninni nemur, sem því svarar. Þó að þetta sé gert, yrði eftir sem áður um verulega aukningu sparifjár að ræða. Því að þótt verðlags- þróunin hafi verið sparifjár- myndun óhagsæð á þessu tima- bili, hefur tvennt annað vegið þar á móti/í fyrsta lagi betri efna hagsafkoma þjóðarinnar og í öðru lagi afnám haftakerfisins. Meðan höftin og skorturinn voru í algleymingi hugsuðu allir sem svo, að sjálfsagt væri að nota hvert tækifæri sem byðist til þess að festa handbært fé í einhverj- um raunverulegum verðmætum, jafnvel þótt hlutaðeigandi hefði þeirra enga þörf í bili, því að væri tækifærið ekki notað mætti , búast við að hlutirnir yrðu ófáan legir þegar þeirra væri þörf. En ef fallizt er á það sjónar- mið að taka tillit til verðlags- breytinga, þegar metinn er hagur sparifjáreigenda, er sýnt að það sem ber einnig að gera' þegar samsvarandi dæmi er gert upp frá sjónarmiði lánþega. Það sem sparifjáreigendur tapa vegna verðhækkana greiðir auðvitað skuldarinn. Það er auðvitað frá- leitur og villandi málflutningur, þegar Tíminn aumkar annars vegar sparifjáreigendur vegna rýrnunar sparifjárins af völdum verðhækkana, en sleppir að geta hagnaðar þeirra af háum innláns- vöxtum og aumkar hinsvegar lánþega fyrir að greiða háa vexti, en sleppir að geta jafnaðar þeirra á verðbólgunni. Ef meta á raun- veruleg lánskjör hvort heldur er frá sjónarmiði Iánveitanda eða lánþega ber auðvitað að taka til- lit til hvorutveggja, vaxta og þró unar verðlags. Raunverulegir innlánsvextir verða þá nafnvextir að frádreginni rýrnun kaupmátt- ar höfuðstólsins á tímabilinu en raunverulegir útlánsvextir nafn- vextir með frádreginni verðrýrn- un þess höfuðstóls, sem fenginn hefur verið að láni. í Tímanum þ. 23. jan. s.l. birt- ist tafla yfir þróunarverðlag og vaxta í nokkrum löndum árin 1961—62. Er á grundvelli hennar auðvelt að gera samanburð á þró- un raunverulegra lánskjara í þessum löndum á umræddu tíma- bili. Rétt er þó að benda á það, að tölur þær, sem eiga að sanna að vextir séu hærri á fslandi en nokkru öðru, þessara landa er villandi. Þar er miðað víð forvexti þjóðbankans, en vitað er, að hér á landi er þorri útlána með mun hagstæðari vaxtakjör- um, þar sem hinsvegar má gera ráð fyrir því að víðast hvar er- Iendis séu löng lán yfirleitt með hærri vöxtum, en forvextir þjóð- bankans í hlutaðeigandi landi. En hvað sem því líður verða raunverulegir vextir í þessum löndum frá sjónarmiði lántaka svo sem hér segir, samkvæmt áðurgreindum upplýsingum Tím- ans: Samkvæmt þessu eru rafcn- verulegir vextir hærri í 6 þessara landa en á ísland en nokkru lægri í 4 þeirra. En eins og áður var getið munu algengustu vext- ir hér á landi, allmiklu lægri en forvextirnir, þar sem þessu er öfugt varið í flestum hinna land- anna. Ef tillit væri tekið til þess, er sennilegt, að niðurstaðan yrði sú, að raunverulegir vextir séu lægri á íslandi en í nokkru þess- ara landa. Tímanum tekst því með þessu að afsanna svo ræki- lega sem vera má fyrri kenn- ingar sínar um það að lántakend- ur búi við óhagstæðari kjör hér á landi en í nokkru öðru landi. Ólafur Björnsson. Guðjón Eyjóltsson löggiltur endurskoðandi Hverfisgötu 82 Simi 19658. Lögreglan vinnur nú markvisst að því að taka úr umferð þá bíla, sem lögum samkvæmt eru óökuhæfir. — Lögreglumenn stöðvuðu þennan bíl á Snorrabraut fyrir nokkru og reyndu bremsur hans. Voru þær að heita engar og var þá númerið umsvifalaust tekið af bilnum. Myndin sýnir lögreglumaim skrúfa númerið af. (Ljósm. Sv. Þorm.) .2 > Land Forvextir 3 3 Jt :ð 8 S 3 u u ■- ? X <2 Belgía 3% 2 114 Holland 314 2 iy2 Firmland 6 6 0 V-Þýzkal. 3 4 í Danmörk 6% 8 114 Ítalía 314 5 114 ísland 9 1T 2 Frakkland 3% 6 214 Noregur 314 6 214 Svíþjóð 314 6 214 Sviss 2 5 3 Fleiri en 8 slys urðu við 36 gatnamót í Rvík Lögreglan vinnur að rannsókn á mestu slysahornunum LÖGREGLAN í Reykjavík vinn- ur nú að því að taka út úr árekstra- og slysaskýrslum fyrir árið 1962 öll gatnamót, þar sem orðið hafa átta eða fleiri árekstr- ar og slys, ýmist á gatnamótun- um sjálfum eða í næsta ná- grcnni þeirra. Er rannsóknin enn á frumstigi en hún miðar að því að kanna niður í kjölinn orsak- irnar til slysanna, og að niður- stöðum fengnum verður athugað hvað hægt sé að gera til úrbóta, á hverjum einstökum stað. Mbl. sneri sér í gær til Sigur- jóns Sigurðssonar, lögreglustjóra, og innti hann eftir tilhögun rann sóknarinnar. Lögreglustjóri sagði að ekki lægju fyrir endanlegar tölur í þessum efnum, en við lauslega talningu virtust gatnamótin i Reykjavík vera 36 talsins, þar sem fleiri en átta slys urðu á sl. ári. Á þessum 36 gatnamótum hefðu alls orðið um 350 árekstr- ar og slys, allt frá smæstu árekstrum upp í stórárekstra og slys. Liögreglustjóri sagði að ætlun- in væri síðan að kanna hvert einstakt tilfelli fyrir sig, svo sem úr hvaða átt viðkomandi ökutæki hefðu komið, og önnur tilvik, sem máli skiptu. Yrði þannig reynt að fá mynd af því hvað væri að gerast á hverjum stað, og með það að bakl.jarli yrði athugað hvort hægt væri með tæknilegum aðgerðum að draga úr slysahættunni á þe#s- um stöðum. Lögreglustjóri kvað bráða- birgðatölur gefa til kynna að mót Miklubrautar og Lönguhlið- ar væru skæðustu gatnamótin í umferðinni, en þar myndu hafa orðið 34 árekstrar og slys á sL ári. Unnið er nú að því að setja upp umferðarljós við þessi gatna mót og kvað lögregiustjóri það vera von sína að það mundi bæta úr ástandinu. Mót Laugavegs og Nóatúns kvað lögreglustjóri ganga næst Miklubrautinni. Urðu þar 20 á- rekstrár og slys á árinu, en þar eru þó umferðarljós. Sagði lög- reglustjóri að þess bæri að gæta að árekstrar á þessum stað, svo og öðrum gatnamótum, sem um- ferðaljós hafa, væru mjög oft þess eðlis að ekið væri aftan á bíla, og yrði tjón oft ekki mikið af þeim sökum. Næst koma mót Hrin^brautar og Njarðargötu, en þar urðu 18 umferðaróhöpp á árinu. Þar eru- ekki umferðarljós en lögreglu- stjóri sagði að nú færi að liða að því að þeirra þyrfti með, einkum eftir að Umferðarmiðstöðin í Aldamótagörðunum hefði tekið til starfa. Ejórða hættulegasta hornið samkvæmt bráðabirgðatölunum sagði lögreglustjóri að væri á mótum Hverfisgötu og Snorra- brautar, en þar eru umferðar- Ijós. Urðu þar 17 umferðaróhöpp á sl. ári, en mikið af þeim voru aftanákeyrslúr. Lögreglustjóri ítrekaði það að lokum að hér væri um bráöa- birgðatölur að ræða. Mikið verk væri að vinna úr skýrslum lög- reglunnar og ekki mætti væn.a endanlegra niðurstaða fyrr en eftir nokkurn tíma. g Óreiða á aðgöngumiðum Frá tónlistarunnanda: Tónlistarfélagið er afbragðs félagsskapur og ótalið það merka starf sem það hefur unnið í menningarmálum borg- arinnar. Að gefnu tilefni get ég þó ekki á mér setið að gera at- hugasemd við þá óreiðu sem virðist vera á aðgöngumiða- dreifingu á suma . hljómleik- ana. Tilefnið er það, að í vik- unni, þegar pólska píanóleik- arinn Czerny-Stefanska hélt tvenna tónleika á vegum þess, þá komst svo margt fólk inn, að áreiðanlega ekki færri en 100 manns hafði hvergi sæti og mátti standa, jafnvel niðri í tröppum. Ég var einn af þeim sem þurfti að standa þessa tvo tíma, og verð að segja að ég mun ekki fara á hljómleika, ef ég á það á hættu aftur, því ég hefi því miðúr ekki fætur til þess. Og mér sýndist að full- orðnar konur, sem stóðu í þvögunni hjá mér, væru sama sinnis. En það er afleitt þegar maður þykist hafa keypt sér aðgang að ákveðnum hljómleik um og fær miðana senda heim, að eiga ekki tryggt sæti. Ýmislegt var um- þetta talað þarna í hléinu, og komu marg- ar skýringar. Sumir sögðu ap þetta stafaði ekki af því að Tónlistarfélagið sendi út fleiri miða en sætin eru í húsinu, heldur af því að svo mikið af fólki „svindli sig inn“. Jafnvel væri þarna fólk, sem hefði átt miða á hljómleika fyrra kvöld- ið og væri nú komið aftur miða laust. Það slægist bara í för með öðrum sem ættu miða, og jafnvel kæmu hjón með tvo miða og tækju böm sín svo með inn. Mér finnst þetta undarleg skýring. Ef dyravörður er við dyrnar og tekur á móti miðum, ætti ekki að vera hægt að ganga inn miðalaust, jafnvel þó í félaginu kunni að vera fóik, sem reynir að beita svindli til að komast inn, og taka sæti annarra, er hafa keypt sína miða á þessa tónleika. Nú og ef reynsla er fyrir því að slíkt fólk sé innan vébanda félags- ins, þá verður auðvitað að tryggja að það komist ekki upp með slíka frekju. Það er ekkert við því að segja, þó miðalausu fólki sé hleypt inn, ef tryggt er að það taki ekki sæti annarra. Það er að segja, að leyfa fólki að skjótast inn í fyrsta hléi, ef mikið er af auðum sætum. En hver sá sem er meðlimur félaga ins og hefur greitt miða sína á tónleikana, verður að vita að ef hann fer langar leiðir, kannski, í dýrum leigubílum, þá eigi hann tryggt sæti. Að öðrum kosti verður að selja miðana þannig að þeir séu á sæti eða stæði, eftir því sem verkast vill og útiloka þannig þá sem ekki treysta sér til að standa ef þarf. g Thorvaldsensstyttan Út af skrifum Kjartana Ólafssonar um Thorvaldsens- styttuna upplýsir garðyrkju- stjóri Reykjavikurborgar, að styttan sé ekki í hættu stödd og til standi næstu daga að lag- færa það sem úr lagi er geng- ið. Það verk mun vinna Ársæll Magnússon, steinsmiður, sem til þess er færastur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.