Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLA&IÐ Þriðjudagur 19. febrúar 1963 1 FRÉTTAMAÐUR og Ijósmynd ari Mbl. brugðu sér eina kvöldstund í vikunni suður í SancLgerði, en þar hefur að unidanfömu borizt feykimik- ill fiskur á land. Það er orðið aldimmt, þeg ar við ökum inn í þorpið, en vinnudag-urinn hvergi nærri búinn, þótt klukkan . sé að verða níu. Alls staðar er fólk að vinna, göml-u lóðirnar eru settar í land og ekið með þær upp í verbúðir, en jafnframt komið með nýbeittar lóðir um borð. Rátarnir hafa raðað sér fram alla bryggjuna og liggja þrír og fjórir hver utan á öðrum, á að gizka yfir 20 bát ar. Stórir vörubíl-ar standa á bryggjunni og taka við fiskn um upp ú-r bátunum, og það er stöðug umferð fram og Flökun Það verður nóg að gera Korgunliiaðið bregSur upp svípmynd af fiskverkun í Sandgerði upp bryggjuna. Sjóménnirn- ir koma í lan-d og ganga u-pp brygigjuna, margir halda á vænni lúðu með sér í soðið eða glænýj-a ýsu. Við fylgjum einum bílnum eftir upp bryggjuna og heim að aðgerðarhúsi Miðness. Þótt aflinn hafi verið frekar rýr þá um daginn, er í nógu að snúast. Þrjár stórar hurðir eru opnaðar, þar sem fiskn- um er dembt inn, og inn í húsinu eru -aðgerðarmennirnir að búa sig undir átökin. * Við gefum okkur á tal við Berg Sigurðsson, sem stjó-rn ar aðgerðinni þarna í fiskverk unarstöðinni, spyrjum hann hvað hann eigi von á miklum fiski um nóttina. — Ég gæti trúað að það yrðu 30—40 tonn af þessu.m fimm bá-tum. Þetta 'heíur orð ið dálítiU vonbrigðaróður hjá þei-m. Þetta er fyrsti róður- inn sem þeir bei-ta k>ðnu, og hann er oft vanur að vera einhver sá bezti. — Hvernig skiptist þá fisk urinn? — Það er með eindæmium Mtil ýsa, og það eru eiginlega me^tu vonbrigðin. Einn bát- urinn kom bara með 180 kg. Það hefur verið svo mikil ýsa í aflanum undanfarið, sem við höf'um ísað í kassa fyrir Bretlandsanoxkað. Annars er þetta fallegur þorskur og eitt- hvað af lúðu og karfa. — Hvernig nýtið þið þorsk- inn? — H,amn er flakaðuir til frysitingar. Það hefur ekki verið meira -af honum en svo, að við höfum annað því. — Er loðnan hérna fyrir utan? — Hún er alveg uppi í laindsteinum. Það e,ru einix sex bátar, sem leggja upp hérna í Sandgerði, á loðnu núna. Hún kernur eiginlega hálfum mánuði fyrr en vana- lega, er ekki vön að koma fyr-r en í byrjun marz. -X Nú ekur bifreið undir færi- bamdið, aðgerðarmennirnir hafa tekið sér stöðu við tvö borð. Við hvort borð er mað- ur, sem goggar fiskinn upp á barðlið, annar sprettir á kviðinn og þrír menn taka síðan úr honum innyflin. Hrognum, lifur og kúttmaga er haldið aðskildu. Eftir að fiskurinn er kominn aðgerð- -arborðið á enda ,er haimn sett- ur á færibandið, þar sem kom- ið er fyrir þvottatækjum og síðan flytur bandið hann upp á bílpall. Ekki hafði aðgerðin staðið nema örstutta stund, þegar færibandið stöðvaðist. Skúffa á bandinu hafði losnað og skorðazt, þannig að hún stöðv aði bandið. Skúffan var- enn- þá föst á eimu hnoði, og nú er ráðizt til atlögu við að rífa upp þetta eima hnoð, sem enn • heldur. Aðgerðin verður að ganga, það er nógur tími á morg'um til að gera við band- ið. — Þetta bannsetta hnoð ætiar að halda, heyrist ein- hv-er tauta milli átakanna, en loks lætur það undan, og band ið er sett af stað aftur. Þagair Bergur kemur aftur tökum við upp talið. — Hvaða áhrif hefur það á fiskiríið, þegar loðnan kem- ur á miðin? — Ég veiit það ekki, það virðist vera svo breytilegt. Oft þegar fiskileysi hefur ver- ið, haf-ur hann elt loðmuna á miðin. En það er þá reyndar aðallega netafiskur. Núna er engu líkara en að ýsan hafi horfið, eða hafi hætt að taka öngul, þegar loðnan kom. Bergur gengur nú innar í húsið, en þar eru nokkrir menn einnig við aðgerð. Þeir eru ekki með þorsk, heldur gera að ýsu og lúðu, sem þeir búa til útfl-utnings á brezkan markað. Við fylgjum Bergi inn hús- ið. Þarna er hver fiskur grand skoðaður og vandlega þveg- inn, áður en hann er settur á viktina. Þessi fiskur er síð- an ísaður í kassa og verður þannig einihver verðmesti fisk urinn á markaðnum. í hvern kassa eru sett 35 kg af fiski. Þegar við komum að borð- inu er Bergur spurður: en að taka hana frá. Við sjá- um svo tii hvað við gerum við hana. Brátt er komin væn ljös af lúðu og ýsu, sem hefur orðið fyrir einhverju hnjaski og l'ítur ekki nógu vel út. — Eru þeir svona kröfu- harðir í Hull? spyrjum við Berg. — Blessaður vertu, það er ekki forsvaranlegt annað en að taka þetta frá. Fiskurinn er sjáifsagt jafn góður, en ef hann væri í kassa, sem væri skoðaður úti, væri salan ónýt hjá togaramum. Verðið fell- ur eins og skot þótt ekki sé • nema um útlitsgalia að rseða. Við höfum ekki efni á neimni hyskni á markaði, sem borg- ar upp í 20 krónur fyrir ísu- kítóið. * — Hvað eigum við að gera við þessa lúðu? Þeir kippa vænni lúðu upp úr þvottakarinu og smúa hvitu 'hliðinni upp. Það hefur greini lega eitthvað komið fyrir fisk- imn, því roðið er rauðleitt. -K — Er ekki eitthvað hægt að gera við þessu um borð í bátunum? — Roðið roðnar svona af því að hann hefur legið á Ihivítu hliðinni, og það má náttúrlega segja að það sé ekki pema hamdvömm. Þetta kemur ekki oft fyrir, en þeg- ar veðrið er vont eins og í dag getur verið erfitt við því að gera. Þetta er erfið að- staða hjá strákunum um borð. — Er þetta ekiki allt línu- — Jú, það er al'lt línufisk- ur. Það þýddi ekkert að bjóða upp á metafisk. Bil er ekið að staflamum, þar sem fiskkassarnir eru geymidir undir segli.- — Hvað eigum við að hafa marga í hæðina, spyr bílstjór- inn. — Við skiulum sjá til með að hafa 6. Þetta mundu þá verða fjórar ferðir. -x Það -er farið að setja upp á bíiinn. í sumum kössunum sér í fiskinn, og þá er ekki um amnað að ræða en að bæta ís ofan á. Ég hafði undrazt það hversu vandlega gengið var frá fiskinum, en nú fyrst komst ég þó að raun um hversu alvarlega þarf á mál- unum að halda. ísnum var ekið í hjólbör- . um, sem áður höfðu verið not- aðar undir fisk. Svo mikils hreinlætis var gætt, að áður en ísnum var mokað í bör- urnar voru þær þvegmar. Jón, sem þarna sér um is- inguna, ætlar greinilega ekiki að láta það vera sína sök, ef farmurinn selzt ekki fyrir • hæsta verð, þegar út er kom- ið. . ~K — Hvað hefur mest bor- izt til þín á einum degi? spyrj um við Berg. — Ég heid mér sé óhætt að segja, að það hafi verið 217 tonn, sem við fengum ein- hverntíma 1959. — Hvað var það af mörg- um bátum? — Þetta voru 5—6 bátar, rétt eins og núna. Einn þeirra kom inn með 53 tonn. — Ekki hefur það verið Mnu fiskur? — Nei, biddu fyrir þér, þetta var netafiskur. Og hann var svo sannarlega ekki fal- legur, þegar hann kom á land. Við gátum ekki nýtt nema 17 tonn af honum í frystihús- inu, hitt varð aHt að senda í gúanó. Langt er komið að ferma bílinn, og • bílstjórinn hefur nú slegizt í hóp okkár. — Á ég að fara með þetsta í Reykjavík strax í nótt? — Nei, vera mættur niðri við Þormóð goða á mínútuami kl. 8 í fyrramálið. — Á ég að farg aðra ferð? — Nei, bara flýta þér suð- ur eftir. Það verður nóg að gera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.