Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 14
14 M OR.t' fmot Á Ð I Ð Þriðjudagur 19é Jebrúar 1963 SESSEÍ.JA ÁRNADÓTTIR frá Kálfatjörn, andaðist að sjúkrahúsinu Sólvangi sunnudaginn 17. þ.m. Börn og tengdabörn. Systir mín GUÐBJÖRG GÍSLADÓTTIR Njálsgötu 30, andaðist í Landakotsspítala, sunnudaginn 17. febrúar. Valgerður Gísladóttir. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amrna SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR lézt að heimili sínu, Skipasundi 61, mánudaginn 18. þ.m. Börn, tengdabörn og barnabörn. Konan mín og móðir okkar JÓNÍNA Þ. EGGERTSDÓTTIR lézt í Bæjarspítalanum, 17. þessa mánaðar. Haraldur Björnsson, Rafn Haraldsson, Björn E. Haraldsson. Eiginmaður minn og fósturfaðir SIGURÐUR BENJAMÍNSSON máimsteypumaður, andaðist þann 13. þ.m. Útför hans fer fram frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 21. febrúar kl. iy2 e.h. Súsanna Pálsdóttir, Lórus Guðgeirsson. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir ÞORSTEINN BRYNJÓLFSSON andaðist að Elli og hjúkrunarheimilinu Grund, aðfara- nótt 17. þ.m. — Jarðarförin ákveðin síðar. Anna Þórðardóttir, Hans Þorsteinsson, Elín Sigurbergsdóttir, . . Guðrún Þorsteinsdóttir, Ólafur Þorkelsson.' KARL HALLDÓRSSON tollvörður, andaðist 13. þessa mánaðar. Jarðsett verður frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 20. febrúar kl. 1,30. Fyrir hönd aðstandenda. Reynir Karlsson. Móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma ÍNGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Keflavík, verður jarðsett að Innri Njarðvík miðvikudaginn 20. þ.m. Blóm vinsamlegast afbeðin eftir ósk hinnar látnu. Björgvin Magnússon, Annemaría Andrésdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Guðlaug Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bílferð verður sama dag. — Upplýsingar í síma 16424. ---------------------------------------------:------- Maðurinn minn MAGNÚS JÓNSSON frá Sjónarhóli, sem andaðist að Sólvangi aðfararnótt sunnudagsins 17. þ. m. verður jarðsettur frá Kálfatjarnarkirkju laugar- daginn 23. þ.m. Athöfnin hefst frá heimili hans kl. 1,30 eftir hádegi. Fyrir mína hönd, bamanna og annarra vandamanna. Erlendsína Helgadóttir. Minningarathöfn um KRISTÍNU GRÓU GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. þ.m., og hefst kl. 10,30. — Athöfninni verður útvarpað. Jarðarförin fer fram fimmtudaginn 21. þ.m. og hefst með húskveðju að heimili hennar Stóru-Hvalsá í Hrúta- firði kl. 11 f.h. Aðstandendur. Við þökkum innilega alla samúð við jarðarför GUÐBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR Anna og Jafet Magnússon, Skarphéðinn Benediktsson. Þökkum innilega öllum sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför föður okkar GUÐLAUGS BJARNASONAR Fyrir hönd systkina. Snorri Guðlaugsson. JJ Rationaliseriii! ndbúnaðarins Kæru ritstjórar. Ég ætla að skrifa fyrir ykkur greinaflokk um „rationaliseri/igu landbúnaðarins.“ Ef vel tekst til og ok.kur kemur saman, endist efnið æfidaga mína, og mun þá annar við taka. Þetta er tízkuorð hér úti í Evrópu í dag og flytur það boð- skap um hið nýja, sem er að koma, það sem brjóta mun alla fjötra gamalla boðorða og þröng sýnna venja í búskap, — ennþá furðanlega ókunnugt heima. Við íslendjngar megum stórlega vara okkur á einangruninni. Ef við fylgjumst ekki vel með því, sem gerist í löndum hins mennt aða heims og þorum ekki að taka þátt í framþróuninni, þá lýkur sögu okkar fljótt. Þetta er í fjórða skipti, sem ég geri tilraun til að koma þess um nýju viðhorfum inn í hugs- un búaðliðs á íslandi. Fyrst fluttu ég útvarpserindi, sem ég kallaði „Óttuþanka æskumanns“. Stjórn Bs. Austurlands bað mig að birta það erindi í Frey, e» svo und- arlega brá við, að ritstjórn Freys taldi erindið flytja hættulegar s'koðanir og neitaði að birta það. Næst ritaði ég í Morgunblaðið langan greinaflokk, sem ég kall- aði „Landbúnaður í deiglu." Tveir búfróðir flokksbræður okkar réðust að mér og ávítuðu mig fyrir skrifin. Svo síðast rit- aði ég vini minum Gísla á Hofi í Vatnsdal bréf í Frey vorið 1961, þar sem ég dreg upp mynd af „nationaliseringu sauðfjárbúskap ar.“ Menn tóku þetta sem létt- úðugt grín, en mér var þetta bláköld alvara. Viðbrögð manna við bréfinu til Gísla á Hofi sýndi mér, hversu islenzkir bændur eru almennt óvitandi um það, sem er að gerast í þróun búskapar ríku landanna. Ég tel blöðin og forráðamenn fræðslustarfsemi landbúnaðarins eiga hér veru- lega sök. Ef til vil-1 er það þetta óhæfa orð „rationalisering“, sem stend- ur sjálfu málefninu fyrir þrif- um heima. Það er ónothæft í I málinu. Ég hef leitað ráða hjá borgfirzkum og þingeyskum vit- mönnum á Árnasafni. Margar ti'l lögur komu fram í- þeim við- ræðum, sem við gátum hlegið að, en það er örðugt að finna orð, sem maður grípur og notar fegin samlega. „Að rationalisera“ þýðir að gera hluti skynsamlega, eða að nota skynsemi og þekkingu 1 framkvæmd atvinnumála. Þar sem ég er eðlisfari heldur kjörkugur, ætla ég að leyfa mér að koma hér með nýyrði, sem ég hef fundið inni í hugarfylgsnum mínum. Ef til vil mundi það orð venjast, því að það er not- hæft og getur lagað sig eftir öllum þörfum hugtaksins, en ein hver mun brosa, og vafalaust fæ ég nokkrar vísur í hausinn. Leið mín að orðinu var þessi. Menn „hervæddust“ til forna, þ.e. klædust hertygjum. Á síð- ustu árum hafa svo orðhagir menn notað „væðinguna“, á geðfelldan hátt stundum við ný yrðasköpun, s.s. rafvæðing, vél- væðing, siðvæðing o.s.frv. Orð mitt er því „skynvæðing atvinnu lífsins.“ Skynvæddur búrekstur er þá sá, þar sem fjárfesting, tækni, vinnuskipulag og hvers konar þekking er samræmt til ýtrustu nýtingar, - hámarks-fram leiðni. Búskapur getur verið bæði vélvædidur og rafvædur með ærnum kostnaði, en samtímis getur hann verið víðs fjarri nokkurri skynvæðingu (ration- aliseringu). Þróunin í skynvæðingu atvinnu | lífsins í Evrópu er ákaflega ör, og hugsi ég heim til margra vina minna í bændastétt, sem llfúkrunar og rannsóknarstör? Krabbameinsfélag íslands óskar að ráða til sín tvær stúlkur til vinnu við rannsóknarstarfsemi, sem fyrst. Hjúkrunarkonur og stúlkur, sem fengizt hafa við smásjárrannsóknir munu ganga fyrir. Einnig þarf félagið á duglegri vélritunarstúlku að- halda eftir 3—4 mánuði. Skriflegar umsóknir sendist í póst- box 150, Reykjavik. eru að leggja út í margis konar framkvæmdir og fjárfestingar, binda sig áratugi fram í timann á skuldaklafa, fæ ég sárindi fyrir brjóstið. Hvers vegna leyfir þjóðfélagið þessum ágætu mönn- um að hefja framkvæmdir og reisa byiggingar, sem verið er í dag að dæma algerlega úrelt og ónothæft hér í nágrannalöndun- um. Hér er enginn maður sekur, allir viija vel gera. Það er skipu- lagið, sem er sekt, — hópurinn, sem ræðir vandamál atvinnu- stéttarinnar, er sekur, hvort sem í hlut á, ráðunautafundur, bún- aðarþing, fundur stéttarsam- bandsins eða hver önnur stofn- un Landibúnaðarins. Ég skal segja þér, hvernig okkur líður oft á þessum samkomum. Við vitum svona óljóslega, að við erum svolítið villtir á vegi. Við kom- um með hálf-vonda samviziku inn á fundi og þing. Sumir vilja ekiki, aðrir þora ekiki og enn aðrir geta ekki sagt neitt. Mál eru svo afgreidd yfirborðs- lega, eins og þjóðin þekkir og talað er um, -— þingheimur tek- ur upp „léttara tal,“ skál og veizluglaumur, — húrra, allt í lagi hjá okkur. Svo förum við heim með samvizkuna í sömu tötrunum og við komum með hana. Ef ég sýndi ykkur nafna- lista, að ég nú ekki ræði um myndaseríu, af akkur þessum „herforingj um “ svei'te'búskai:*r á Islandi, nýgreiddum, og í sparifötum, þá myndi vafalaust koma fram í hugann þetta: „Vor menn íslands, — fögu-r fylkinig, hugsjónamanna og umibóta- manna, vinir og bjargvættir sveitanna!!!“ Nú veit ég þið viljið ekki I einu nema 2—3 vélritaðar síður, svo að ég þarf að fara að stytta mál mitt, en til að sýna, hvað það er, sem ég er að fara, vil ég segja sögu af heimsókn minni til bónda, sem ég heimsótti um daginn í nágrenni Kalundiborgar. Þessi bóndi hafði nýlega kevpt jö-rð nábúa síns og á því núna 62 ha af akurlendi. Áður þótti þetta stórbýli hér í landi, nú á mörkum smábýlis og of lítið ti'l að þjóna skynvæddum búskap. Aðalframleiðsla búsins er egg og kjúklingar. „Hvað ætlarðu að gera við nýja fjósið hans Pet- ersens?“, spyr Harboe ráðunaut- ur bóndann. Þannig er mál með vexti að fyrverandi eigandi hafði fyrir 4 árum reist vandað íj ’ts fyrir 25 mjólkandi kýr, en h-afði geldneyti í gömlu húsi. „Þetta er vandamál mitt,“ sa.gði bóndi, „en ég ætla að setja það í kjúikl- inga og selja allar kýrnar". „Hvað er að“ spyr ég, „er ekki gott að hafa 25 kúa fjós?“ „Ne:,“ segir Harboe, ráðunautur, „það er dauðadómur". Skýringin þessi: Með núverandi tækni getur einn maður auðveldlega hirt 60 mjólk andi kýr ásamt geldneyti, en 25 mjólkandi kýr gefa tap með nú- verandi verðlagi á mjól'kurvör- um. Bóndinn hefur í engan sjóð að sækja fyrix tapi sínu, svo að hann ætlar að breyta þessu fjósi í kjúklingastöð, sem er ó- dýrasta ráðstöfun í bili. Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu okkur á gullbrúðkaupsdegi okkar með blómum, skeytum og öðrum gjöfum. María Guðmundsdóttir, Bjarni Pétursson, Njéilsgötu 34. Vlð þökkum öllum vinum hjartanlega áuðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda föður og afa EIRÍKS ÞORSTEINSSONAR . Sérstaklega þökkum við læknum og starfsfólki sjúkra- húss Hvítabandsins frábæra hjúkrun í veikindum hans. Ingigerður Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Eiríksson, Sigríður Eiríksdóttir, Þórður Vigfússon, Fiðgeir Eiríksson, ísabella Theódórsdóttir, og barnabörn. Víða um lönd vinna bank* arnir mikilvæg leiðbeininga- ag þjónustustörf í þessum efnum. Þeir hafa og verða að hafa sér- fræðinga og ráðunauta í skyn- væðingu atvinnutækja (rational- seringu) beinlínis fjármunum sínum til öryggis og trygginigar. Hér mundi enginn baniki lána bónda fé til að byggja 25 kúa fjós. Það er úrelt, dauðadæmt. En hvernig er ástandið heima 1 þessu m efnum? Ég vil nú ljúka máli mínu með að gera tillögu um, að Búnaðar. félag íslandis eða Búnaðarbank- inn hafi í þjónustu sinni ráðu- naut í skynvæðingu búskapar (rationalseringu). Hann þarf enga „pólitík“ að reka, en mál- frelsi hans væri gagnlegt. Hann þarf að fylgjast vel með er- lendis og geta frætt og upp- lýst stofnanir og einstaklinga um framvindu þessa hins nýja, sem ísland á ekki enniþá orð yfir, aðeins tillögu um orð, sem líklega er ónothæft. Með beztu kveðjum. Gunnar Bjamason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.