Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 19. febrúar 1963 MORC U fl BL AÐIB ÁRIÐ 1897 samdi Paul Duk- as tónverk, sem byggt er á þekktu kvæði eftir Göthe og gaf því naifnið „L ’apprenti sorcier", eða ,,Galidraneminn“. Dukas reynir að lýsa í tón- um efini kvæðisins, sem seg- ir frá nemanda gal'dramanns, er reynir í fjærveru meistara síns, að gera töfrakúnstir til þess að létta sér þau störf, sem hann átti að leysa af hendi. Eitt af því, sem hann þurfti að gera, var að sækja vatn niður að á og bera inn í húsið. Með töfraorðum magn ar hann kúst til þess að vinna verkið fyrir sig. Altt gengur að óskum til að byrja með, en þar sem nemandinn kann ekki hin réttu töfraorð til þess að stoppa kústinn við vinnu sína, endar uppátæk- ið með ósköpum. Kústurinn heldur áfram að sækja vatn og þegar allt er kornið á flot, grípur nemamdinn til þess ör- þrifaráðs að höggva kústinn í sundur með öxi. En ekki tekur þá betra við, því að hinir sundurhöggnu bútar halda áfrám starfi sinu og nú með enn rosalegri áramgri en áður. í»e<gar hér er komið, sér nemandinn sitt óvænna, og hrópar á hjálp. Kemur þá lærimeistarinn sjálfur og skip ar hinum sundurhöggna kústi að láta af iðju sinni, hvað hann gerir og hypjar sig í burtu. Þetta er í fáum orð- um efni það, sem verkið er byggt á. Sagan er samt miklu eldri en kvæði Göthes, því hann síuddist við verk, sem gríski satíristiinn Lucian samdi, en hann var uppi ár- in 120—180. Margir hafa séð hvernig Walt Disney með- höndlaði þetta viðfangsefni í mynd sinoi „Fiantasia", en þar fór gamall kunningi með hlutverk galdramannsins, sem sé Mikki Mús. Verk Dukas er scherzo og minnir miklu fremur á hin sinfónisku ljóð Saint-Saens en hin impress- íonisku verk Debussy og er mjög framskit í anda, saman- ber útsetningu o.fl. Þetta verk er eitt af þeim, sem sérstak- lega er hægt að mæla með fyrir þá, sem eru að byrja að hlusta á sígilda tónlist, þar sem það er í mesta máta aðgengilegt, án þess þó að vera um of leioigjarnt. Ein af nýrri útgáfum þessa verks, er á hljómplötu frá Columibia, en á henni.er einn-. ig annað og leng>ra verk og ekki síður áheyrilegt, en það er ballettinn „La Boutique Famtasque“, sem er útsetning Respigtoi á ýmsum smálögum, sem Rossini sarmdi eftir að hann var að mestu hættur að kompónera og seztur í helg- an stein, þá 37 ára, en Ross- ini varð 76 ára gamall. Sum- ir hafa verið svo harðir í dóm- um um Respi'hi, að segja að þessi útsetning hans sé það bezta sem hann hefur. gent. En hvað um það ballettinn ólgar af fjöri og lífsgleði. Þessi verk eru hér flutt af hlj'ómsveitinni Philharmonia í London umdir stjórn Alceo Galliera. Flutningurinn á „La Boutique Fantasque“ er betri en á „Galdranemanum“, sem er leikinn nokkuð hratt. Um túlkun á þessum verkum báð- um, er það að segja, að húm er með miklum glæsibrag svo sem vera ber, er þessi verk eiga í hlut. Hljóðritun er mjög góð, einkum er neðra tónsvið og bassd. með mikil'li fyllingu. Þetta er trúlega bezta upptakam, sem völ er Þær plötuir sem „Monfhly Letter“ veuur sem hinar beztu í jan- úarmánuði eru þessar: BRAHMS: Fiðdusónötur (Szeryng og Rubinsteim) R.C.A. BRAHMS. WAGNER: Altorapsódía o.fl. (Lud- wig). Coluimibia. COUPERIAN, MARIAS o.fl. Ýmis verk. Deutsc- he Grammopihom. KHACHATURIAN: Gay ane og Spartacus (Khaehaturian). Decca. MOZART: Píanókonsert ar K. 246 og K. 595 (Ketmpf) Deutsche Grammophon. MOZART: Píanókonsert K. 503 (Bremdel) Vox. Sömglög eftir Bethoven, Hapdn og Weber (Dies- kau) Deutsche Gramm- ophon. Spönsk sönglö'g (Vic- toria de los Angeles) His Miasters Voice. TCHAIKOVSKY: Þyrni rósa (Monteux) R.C.A. TOHAIKO VSKY: Sin- fónía no. 6 (Markev- itoh) Philips. f fe<brú'armán.uði vel- ur tímaritið „Monthiy Letter" þessar sem beztu plötur mámaðarins: B'BETHOVEN: Kvart- ettar op. 18 no. 3 og no. 6 (Drolc) Columhia. BEETHOVEN: Sónötur nefna aðra, sem hefur stór- um merkari og veigameiri tónverk að geyma, en engu síður að'gengileg eins og him fyrri. Plata þessi kom út hjá Coltombia síðastliðið vor en á henni stjórnar Otto Klemp- erer hljómsveitimni Philharm- onia í London í þremur for- leikjum eftir Weber eða að þessum óperum: „Töfraskytt- an“, „Euryanthe" og „Ober- oa“. Ennfremuir fóirleiiknum að „Iphigénie en Aulide" eft- ir Gluck og atriðum úr óper- unni „Hans og Gréta“ (for- leikur og milhspil) eftir Huperdimck. Á þessari plötu er flutningurinn á verki Glucks tvímælalaust beztur. Weber forleikirnir hefðu áð skaðlausu mátt njóta meiri ljóðrænna tilfinninga en op. 7, op. 13 og op. 14, no. 1 (Foldes). Deutsche Grammiopihon. BIZET: L’Arlesienne og Carrmen svítur (Otter- loo). Deutsohe Graanm- ophon. BORODIN, MUSSORG- SKY, RIMSKY-KORSA KOV: Nótt á fjiallinu auða o.fl. (Pretre) M.M.V. BORODIN, SHOSTA- KOVIT'S: Kvartettar (Borodin strengjakvart- ettinn). Decca. BRUCH, HINDEMITH: Skozk fantasiía. Fiðdu- koinsert. (Oistrach). Decca. JON BULL: Harpsi- kord verk (Dart). Ois- eau-Lyre. HAYDN: Sinfóníur no. 88 og 98 (Jochum) Deutsche Grammophon. MEND'ELSOHN; SCHU BERT: Sinfónía í c- moll. Menúettar o.fL (I Musici). Philips. MOZART: Serenada K. 361 fyrir blásturshlj óð- tfæri (Joohum). Deut- sohe Grammophon. RIMSK Y-KORSAKO V: Stíheherazade (Mont- eux). R.C.A. SIBELIUS: Simfónáur no. 3 og no. 7 (Collins). Decoa. VAUG'HAN WILL- IAMS: Sinfóniía no. 5 (Barbirolli). H.M.V. tJr mynd Disn’ey’s á aif „La Boutique Fantas- qu.e“. Númer eru: CX,1776(m), SAX 2419 (s). Þar sem bent hefur verið hér að framan á hljóðritun, sem einkum er mælt með fyrir byrjendiur, er ■ rétt að Klemperer er gefið. Svo kem- ur það furðulega. Það iiggur »við að Klemparer sé stund- um dálítið sentimental í at- riðunum úr „Hans og Grétu“. Ekki svo að skilja, að hanin gangi á neinn hátt út í öfg- ar, síðu.r en svo. Klemperer sýni rbara meiri hlýju en mað- ur á að venjast frá hans hendi. Flutningur allra þessara verka er mjög svo germanskur, og er það vel. Um leið og byrj- oindlinn kynnist þarna önd- vegis verkum, kynnist hann um leið einhverjum fræg*sta hljómsveitarstjóra, sem nú er uppi. Hljóðritun er með því bezta sem heyrzt hefur frá Columbia og númer eru: CK 1770(m), SAX 2417(s). Báð- ar framannefndar hljómpiöt- ur munu fáanlegar hér. Abhygli var vakin á tveim- ur upptökum, sem út komu á árinu 1962, Mattbeusar Passíunni í útgáfu Columbia og Jóhannesar Passíunni í út- gáfu Eleotrola, ekki alls fyrir löngu. Bæði eru verk þessi nokkuð löng og talsvert fyrir- tækd að ráðast í að kaupa þau, ednkum séu menn í vafa, hvort þeir hafi ánægju af að hlusta á þau. En fyrir þá, sem eru í vaf um slíkf, 'er rétt að benda á hljóðritun frá Electrola á Magnificat eft- ir Ðaoh, sem mun nú fáanlegt hér. Verkið tekur rúnrnn hálf- tíma í flutningi og er á einni 19 tommu plötu. Það gefur ágæta hugmynd um snilii Bacihs á þessu sviði tónlistar og er forsmekkur að hinum irismeiri Paaslum, em áður var getið. Er eindiregið mædt með, að menn kynni sér þetta farm tónli'Star, þar sem ekki er mi.k'lu til kostað við kaup á þessu verki, og líki h.lust- andanum tónlistin, getur hann ótrauður ráðizt í hin stærri verk. Á þessari upptöfcu er Maginificatið flutt af Gewand- haushljómsveitinni í Leipzig, Thomanerkórnum og einsöngv urum og einleikurum undir stjórn Kurt .Thomas. Upptak- an er gerð í Támasarkirkj- unni í Leipizg, og er hljóm- burður hennar, eftir upp'tök- unni að dæma, mjög góður. Magnifica't Batíhs er að öllum líkindum samið árið 1723 og telst hiklaust til hans önd- vegisverka. Það hefst á stutt- um hljómsveitarinngangi og eru þar notaðir m.a. þrír trompetar. Inngangurinn ein- kennist af gleði og birtu, sem er tekin upp af kórnum, þeg- ar hann tekur við í fyrsta vocai hluita . verksins. Hamn byijar að sjálfsögðu á orðun- um Magnificat anima mea. Kórinn syngur mjög staccato, sem reyndar er vani þýzkra kóra a.m.k. í verkum Bachs, og- hefur það vissulega siin áhrif til þess, að hinn marg- raddaði söngur verður snarp- ari og greinist betur í sund- ur. Sarna stemmning og gleði ríkir einnig yfir næsta at- riði, sem er fyrir mezzosopr- an — Et exultavit spiritus meus — sem sungið er af Marga Höffgen, og er rétt að geta þess strax. að hún er tvímælalaust bezti einsöngv- arinn í þessari upptöku, bæði hvað varðar raddfegurð og túlkuin. Ekki er ætlunin að telja upp hvert atriði verks- ins fyrir sig, heldur drepa á það helzta. Við lok fyrri plötu- síðu syngur Hermann Prey bassaarl'una Quia fecit. Oft hefur hann sungið betur, en er hér eigi að síður góður. Hljóðritun er sömuieiðis einna lökust í þessu atriði og í eina skiptið sam hægt er að segja, að hún sé ekki mjög góð. Sérstaklega skal getið ariunnar fyrir alt — Es- uirientes impiivit bonis, — sem er eitt af mest heillamdi a'triðum þessa fagra veitks. Undirleikurimn er: tvær flaut- ur, pizzioatostrengir og orgel. Mjög er lofsvert hve óbóið kemur vel út í terzettinum, sem á eftir kemiur, en það gegnir þar veigamiklu hlut- verki, sem oft vill drukkna í bljómsveit og söng. Verkinu lýkur svo með tveimur kór- um, sá hinn fyrri — Siout locutus est — formfasitur mjög, en hinn síðari — Gloria Patri — bendir ótvirætt til þess, sem síðar kom, eða Sanotus í h-rnoll messunni. Um stjórn Kurt Thomas er það að segja, að hún er bæði blíð O'g kraf’tmikil eftir því sem við á, með silfuxskær- um trompetum, og kórinn er gersamlega óaðfinnanlegur. Hljóðritun- er mjög góð og í steireoupptökunni dreyfast hinir einstöku raddlhópar yfir mjög stórt svið. Sam.a er að segja um hljómsveitina, hún er mjög vel aðgreind. Númer eru: E 60635(m) Ste 6083'5(s). Birgir Guðgeirsson. síarvsemi Sjálvs- bjargar á ísafirði AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar i ísafirði var haldinn sunnu- daginn 3. febrúar. Fundinn sótti Trausti Sigurlaugsson, framkv.- stjóri Landssambandsins, og tal- aði hann á fundinum og sagði frá ■tarfsenni sambandsfélaganna. Formaður félagsins, Ingibjörg Magnúsdóttir, flutti skýrslu stjórnarinnar og sagði m.a. frá húsakaupum félagsins, en á sl. hausti tóku Sjálfsbjörg og Berkla vörn höndum saman og festu kaup á húseign Útvegsbankans við Mjallangötu 5 á ísafirði. Fé- lögin hafa þar komið upp sam- eiginlegri verzlun, þar sem seld- ar verða vörur frá öryrkjavinnu- stofunum öllum á landjnu. Var sú verzlun opnuð í desember, eins og getið hefur verið hér í blað- inu. í þessu húsi verða einnig fundaherbergi beggja félaganna, vinnustofur og íbúð fyrir fram- kvæmdastjóra félaganna, en Sig- urður J. Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri og tek- ur við því starfi 1. marz. Sjálfs- björg fékk 150 þús. kr. að láni frá Landssambandinu vegna húsa kaupanna, og er ætlunin að sækja um framlag úr nýstofnuð- um Styrktarsjóði fatlaðra, sem á að ganga upp í þetta lán. Fé- lags- og skemmtifundir voru samtals átta á starfsárinu og vikuleg föndurkvöld voru hald- in. Sl. sumar fóru félagsmenn skemmtiferð að Staðarfelli í Döl- um, sem tókst mjög vel. Þá hélt félagið jólabazar í desember, og seldist allt upp á einum stundar- fjórðungi. Virkir félagsmenn eru nú 55 og styrktarfélagar 48. Stjórn Sjálfsbjargar á ísafirði skip® nú: Ingibjörg Magnúsdóttir formaður; Helga Marzellíusdóttir varaformaður, og meðstjórnend- ur Sigurður Th. Ingvarsson, Pá- lína Snorradóttir og Guðmundur Guðmundsson. — H. T. ATHUGIÐ ! að borið saman við útbreiðslu er iangtum ódyrara að auglýsa í Morgunbladinu, en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.