Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 20
20 MORCUWBLAÐIÐ t>riðjudagur 19. febrúar 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD KEMUR í HEIMSÓKN það frú Welby, sem gat aðallega hræðzt þetta skjal. Ég held, að það hafi haft inni að halda sann- anip fyrir því, að munirnir í Hliðhúsinu hafi verið að láni en ekki að gjöf. Og ef hún — eins og ég er viss um — hefur selt suma þeirra, þá.... ■—Góða ungfrú Silver! Hún kinkaði kolli. — Ég er al- veg sannfærð um það. Hún hef- ur sama sem ekkert að lifa á, en fötin hennar eru sérlega dýr. Hún er og hefur verið dauð- hrædd. Heimkoma Lessiters hef- ur verið hreinasta reiðarslag fyrir hana. þar sem það kom svona óvænt. — Með allri virðingu fyrir hugmyndum þínum. . . . Hún sendi honum þetta töfr- andi bros sitt. — Þú mátt auðvitað ganga út frá, að ég sé hér að tala um hugsað tilfelli, en ég held bara, að það sé alveg raunverulegt. Lessiter finnur minnisblaðið.... við skulum segja einhverntíma milli klukkan sjö og átta á mið- vikudagskvöld. Hann hringir frú Welby upp og lætur hana vita, að hún hafi gerzt of nærgöngul við lög og rétt. Þegar hann hef- ur lokið samtalinu, hringir hún ungfrú Cray upp. Ég get alveg getið mér til um þessar hring- ingar og við vitum beirilínis. að önnur þeirra átti sér stað. Það sem við þurfum að fá, er sönn- un fyrir því, að hin hafi líka átt sér stað, og svo vitneskju um, hvað sagt var í hvort skiptið. Hefurðu nokkuð leitað til stúlk- unnar, sem var á simavaktinni? — Líklega ekki..að minnsta kosti hefur Draké ekki látið þess getið við mig. Hingað til hefur ekkert bent til þess, að þetta símtal hennar Riettu Cray hafi staðið í neinu sambandi við morðið. — í»á ætla ég að biðja þig, Randal, að yfirheyra stúlkuna og það strax. Við þurfum að vita, hvaða símtö.1 hafa átt sér stað við Melling-húsið þetta kvöld, og hvort hún hefur hler- að það, sem sagt var. Og svo, hvort hún hefur heyrt nokkuð af samtali þeirra frú Welby og ungfrú Cray. ■— Það er ekki ætlazt til, að þær hlusti. *. Ungfrú Silver brosti. — Við gerum nú svo margt, sem ekki er ætlazt til, að við gerum. Það hefur verið mikil forvitni hér á staðnum um allt, sem viðkemur hr. Lessiter og hans málefnum. Eg vona, að Gladys Luker hafi verið nógu forvitin til að hlusta. — Svo þú veizt hver var á vakt á miðstöð? — Já, já, hún er frænka frú Grover. Ágætis stúlka. Hún hef- ur ekki kjaftað frá neinu, en vinkona' frú Grover, heldur að hún búi yfir einhverju. Hann hló. — Eg skal láta yfirheyra hana, en láttu þér ekki bregða þó að það komi í ljós, að áhyggjur hennar stafi af því, að kærastinn hefur ekki komið á stefnumót. Jæja! Eg verð að fara að koma mér af stað. Annars er Drake alveg frá sér út af þessum fót- sporum. Þú ert alltaf að bæfa við. þakklætisskuldina, sem ég stend í við þig. — Æ, góði Randal! — Góða Maud mín, þú gerir þér ekki í hugarlund, hvað þessi samviskusami og duglegi maður fer í taugarnar á mér, og verst er, að þetta get ég við engan sagt nema þig. Hann er dugnað urinn Og ákafinn uppmálaður. Þú hefur kannski gaman af að heyra, að samkvæmt rannsókn- um hans, notar hlutrðeigandi dama skó númer fjögur. Randal! — Eg nota sjálf bað númer, Hann gat ekki stillt sig um að æpa upp. Ungfrú Silver hóstaði. TVÖFALT EINA^IG^UNAR 20ára revnsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &GO HF — Frú Welby notar líka núm- er fjögur, sagði hún. XXXVII. Katrín Welby fór út úr vagn- inum á Markaðs'torginu í Lenton og gekk eftir stig, sem kallaður var Munkastígur. Klaustrið var fyrir löngu úr sögunni, en nafn- ið lifði, og enn voru til nokkur gömul hús, að baki verzlunar- götunum í bænum. í einu þess- ara húsa hafði hr. Holderness skrifstofu sína. Bókabúðin á götu hæðinni hefur skipt um eigend- ur oftar en einu sinni, en Hold- erness-skrifstofan hafði verið á efri hæðinni í 150 ár. Hún var einnig kennd við Stanway, en nú var enginn lifandi með því nafni nema einn farlama mað- ur, sem kom þarna sjaldan eða aldrei, en frændi hans með sama nafni var væntanlegur í fyrirtæk ið síðar meir. Eins og var, leysti hann af hendi herþjónustu sína. Dimmleitar andlitsmyndir af ýmsum meðlimum ættarinnar voru þarna á veggjunum, þeir voru hörkulegir á svip og mjög virðulegir. Frú Welby gekk upp á fyrstu hæðina, og inn í manntómt her- bergi, þar sem lítið annað var inni en skjalakassar og ryk. — Hún hikaði ofurlítið en barði síðan að dyrum. Ritvélarhljóðið inni fyrir stöðvaðist, og stúlkan við vélina leit upp og síðan aft- ur á vinnu sína, en Alan Grover stóð upp til að taka móti henni. Hann átti eftir að muna eftir þessu síðar — oft og mörgum sinnum. Þarna var einn gluggi, sem vissi út að Munkagötu. Þarna var alltaf Ijós logandi, nema rétt á allra björtustu dög- um ársins. Nú logaði það. Það skein á ljósa hárið á henni og litlu demantsnæluna í hálsmál- inu, og undirstrikaði bláa lit- inn á augum hennar. Hún flutti með sér fegurðina og rómantík- ina inn í rykuga skrifstofuna, og slíkt getur haft áhrif á tví- tugan mann. Hann heyrði hana bjóða góðan daginn og stamaði þegar hann tók kveðju hennar. Ungfrú Janet Loddon, sem hafði snúið sér að ritvélinni sinni aftur, leit sem snöggvast á hann með fyrirlitningu og kenndi honum síðar meir um allar villurnar í bréfinu, sem hún var að vélrita. Hún var einu ári eldri en hann og hafði síðustu vikuna fyrirlitið alla karlmenn, sökum þess að henni hafði lent saman við kunningja sinn, af því að hann hafði ekki viljað biðja hana fyrirgefningar, og þetta hafði haft slæm áhrif á skap hennar. Það hressti hana dálítið að sjá Grover roðna upp í hársrætur og stama, en henni var samt ekkert hlýtt til frú & u Welby, sem hún taldi vera orðna nógu gamla til að vera skyn- samari en svona. Hún heyrði Alan fara út og koma inn aftur og síðan fóru þau bæði út sam- an. Hann var að fylgja henni inn til hr. Holderness, og var óþarflega lengi að því. Það hafði birt ofurlítið yfir Alan, þegar frú Welby kom inn, en svo hafði dimmt aftur meðan hann var að fara inn til húsbóndans og aftur birt meðan hann var að fylgja Katrínu þang að. En þegar hann hafði lokið því, varð hann að fara aftur inn til ungfrú Lodden og fyrirlitn- ingar hennar. Hún heyrði skrjáf í blöðum og brak í penna. En svo ýtti hann allt í einu frá sér stólnum og stikaði til dyra. — Hann sagði: — Ef spurt verður eftir mér, er ég inni í herbergi hr. Stan- ways. Húsbóndinn bað mig að líta eftir skjölunum hans Jard- ine. Ungfrú Loddon gat ekki stillt sig um að segja, að allt mundi geta komizt af án hans í nokkr- ar mínútur, og svo gekk hann út og skellti hurðinni á eftir sér, heldur fastar en húsbóndi hans hefði óskað. Katrín Welby sat þar sem James Lessiter hafði setið, þeg- ar hann talaði við hr. Holder- ness síðasta sinn. Gluggarnir sneru út að Aðalstræti. Þeir voru l'okaðir, svo að hávaðans af um- ferðinni gætti lítið. Sólargeisl- inn, sem kom yfir vinstri öxl hennar, féll á málverkið af ein- um Stanway — William, sem var sá fyrsti með því nafni. Hr. Holderness var gjörólík- ur þessum stofnanda fyrirtækis- ins, með þykka, gráa hárið og svörtu augabrýnnar yfir falleg- um, dökkum augunum. Hann hafði þekkt Katrínu frá því að hún var krakki, og þúaði hana þess vegna. Nú glumdi rödd hans í eyrum Alans Grover, er hann gekk aftur til skrifstofu sinnar. — Góða Katríri mín! Viðtalið tók um það bil tutt- ugu mínútur. Katrín var óvön að sýna nokkurum manni trúnað, en í þetta sinn var hún opinská. Undir felmtruðu augna- tilliti hr. Holderness, skýrði hún ræðum þeim, er hún var í stödd, í öllum smáatriðum frá vand- og þau voru sannarlega ekkert smáræði. KALLI KUREKI Teiknari; Fred Harman I HATE T PISTUEB YOUR SLEEP, OL’ MAM.-’BUT IP V'C (SOTAMYTHIWe- X CAN USE, I NEED IT BAD: THERE S AHELMETAtJ'A BREASTPLATE-'Ató'A STEEL1 CROSSBOW WITH ARROWSf- THIS THIM&'D STILL SHOOT Ip I TH' BOWSTRIWS- WASN'T ROTTED/ — Ég fann sverðið fyrir utan þenn- en helli, Kalli kúreki. — Við skulum gá. — Þarna er dauður maður. Ég ætla að bíða fyrir utan. — Sjáðu! Hann liggur á sama stað og hann dó með ör milli rifjanna fyr- ir mörgum öldum. — Mér þykir leitt að raska ró þinni, gamli minn, en ef hér er eitthvað, sem ég get notað, þá þarfnast ég þess mjög. — Hér er hjálmur, brynja og stál- bogi með örvum. Af honum á að vera hægt að skjóta, ef strengurinn er ekki fúinn. — Þú skilur______ ég hef selt sumt af þessum munum. •— Guð minn góður, Katrín! — Maður kemst ekki af án peninga. Og hvers vegna skyldi ég ekki selja þá? Mildred frærLka var búin að gefa mér þá. Hr. Holderness virtist hpeyksl aður. — Hvað er það, sem þú hefur selt? — O, hitt og þetta .... það VcLr til dæmis ein Cosway-mynd Hann hryllti við þessu. — Svona hlutur, sem svo hægt er að hafa upp á! — Eins og ég segi þér, þá gaf Mildred frænka mér hana. Og hvers vegna skyldi ég þá ekki selja hana? Vitanlega hefði ég gjarna viljað eiga hana; hún var svo falleg. Þetta var af einhverri formóður, sem hét Jane Lily. En ég varð að fá peningana — eins og allt er óskaplega dýrt. Hún endurtók í sífellu þetta sama viðkvæði: — Eg varð að hafa eitthvað til að lifa á .... þú skilur það, ekki satt? Roðinn á andlitinu á hr. Hold- erness hafði dýpkað allverulega. Hann sagði og var nú ekki. eins blíður og hann var vanur að vera. — Maður verður að sníða sér stakk eftir vexti. Katrín setti upp sorgarbros. — Það er nú bara gallinn sá, að ég vil ekki sníða nema úr bezta efni. Hann sagði henni nú berum orðum, að hún hefði komið sér í vandraiðalega og hættulega klípu. — Þú varst svo vitlaus að selja hluti, sem þú áttir, ekki, og James Lessiter gerði meira en að gruna þig. Hann sat í stóln- um, sem þú situr í núna og sagði mér, að hann væri sann- færður um, að þú hefðir verið að féfletta búið. ailltvarpiö Þriðjudagur 19. febrúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við sem heima sitjum". 15.00 Síðdegisútvarp. 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Erl* ingur Vigfússon syngur. Við hljófærið: Fritz Weisshappeþ 20.20 Þriðjudagsleikritið: „Gim- steinadjásnið" eftir Sir Art- hur Conan Doyle og Michael Hardwick. — Leikstjóri Flosi Ólafsson. 20.50 íslenzk tónlist: Svíta í fjór« um köflum eftir Helga Páls- son (Hljómsv. Ríkisútv. leik- ur. Stj. Hans Antolitsch). 21.15 Erindi á vegum Kvenstúdenta fél. ísl.: Elsa E. Guðjónsson MA talar um forna, ísl. feldL 21.40 Tónleikar: Konsert nr. 7 I F-dúr, „L’Estro Armonico“, op. 3 eftir Vivaldi. 21.50 Inngangur að föstudagstón- leikum Sinfóniuhljómsv. ísU (Dr. Hallgrímur Helgason), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (8). 22.20 Lög unga íólksinj (Guðný Aðalsteinsdóttir), 23.10 Dagskrárlok,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.