Morgunblaðið - 27.02.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1963, Blaðsíða 1
24 síður JfttMð 50. árgangur 48. tbl. — Miðvikudagur 27. febrúar 1963 Prentsmiðja Morgí'tiblaðsins Rússarnir staðnir að verki við Hafravatn. Maðurinn með bakið í myndavélina er Lev Dimitriev, sendiráðsstarfsmaður, sá í miðju er L,ev Kisilev, annar sendi- ráðsritari, ag Bjarki Elíasson varðstj. Á myndinni tU hægri eru: Gylfi Jónsson, lögregluþjónn, Dimitriev, og Guðbrandur Þorkelsson, varðstj. — Ljosm.: Lögrcglaa, Tveim sendiráðsstarfsmönnum vísað úr landi fyrir eyndu að kaupa Islenaing samsiarís, en skýrði lögregiunni frá TVEIR RÚSSNESKIR SENDIRÁÐSSTARFSMENN hafa verið staðnir að verki við njósnastarf semi hér á landi. Reyndu þeir að fá íslending, sem fyrir nokkr- um árum var boðið til Rússlands í æskulýðssendinefnd og hefur verið flokksbundinn kommúnisti, til að njósna fyrir sig. Þegar hann sá að ætlazt var til landráðastarfsemi af honum, gaf hann sig fram við lögregluna og aðstoð- aði hana við að upplýsa málið. RÚSSARNIR ætluðu að bera fé á fslend'nginn, Ragnar "Gunnarsson, til þess að fá hann í sína þjónustu og höfðu mestan áhuga á Keflavíkurflugvelli og mannvirkjum varnarliðsins. HINUM rússnesku sendiráðsmönnum hefur að sjálfsögðu verið vísað úr landi, og hafa fregnir af atburði þessum vakið geysiathygli. í gærkyöldi skýrðu helztu fréttastofnanir og útvarpsstöðvar rækilega frá þessari njósnastarfsemi. Samstarf Rússa og Tékka um rejósnir á Islandi ViMal við Ragnar Gunnarsson Hér fer á eftir tilkynning dómsmálaráðuneytisins, sem Mbl. barst í gær um þetta mál: UtanríkisráSherra hefur í dag kvatt ambassador Sovétríkjanna á íund sinn og aJhent honum orð- sendingu, þar sem mótmælt er I tilraun tvegigja starísmanna sendiráðs Sovótríkjanna til þess að fá íslenzkan ríkisborgara til að l íaiia að njósnum fyrir þá hér á landi, og var þess óskað að menn þessir yrðu látnir hverfa af landi brott hið fyrsta. Nánari málavextir koma fram af bréfi dómsmálaráöuneytisms, dags. í gær, til utanríkisráðu- neytisins, og skýrslu þeirri sem þar er nefnd, en bréfið og skýrsl- an fara hér á eftir, einnig fylgja myndir, er lögreglan tók 25. þ.m. Framlh. á bls. 2 BLAÐAMAÐUR Morgun- blaðsins hitti Ragnar Gunn- arsson að máli í gærkvöldi á heimili hans að Reykjavöll- um í Reykjahverfi í Mosfells- sveit. Þar býr Ragnar ásamt konu sinni og fimm ungum börnum. — Ragnar starfar í I skrifstofu borgarverkfræð- ings í Reykjavík. — Jæja, Ragnar, hvernig hófst þetta samband þitt við sovézku njósnarana? — Aðdragandinn er nokk- uð langur. Það var í nóvem- ber 1953, að mér var boðið austur til Sovétríkjanna í svo- kallaðri æskulýðssendinefnd frá íslandi. — Hverjir buðu? — Andfasistanefnd Sovét- æskulýðsins mun hún heita, eða eitthvað í þá átt. MÍR mun hafa haft forgöngu um að útvega boðs gesti hér á landi og leitaði þá til ýmissa samtaka, svo sem iðn- nemasamtakanna og Dagsbrúnar. Ég vpr þá í stjórn Dagsbrúnar og flokksbundinn sósíalisti, en s hið síðarnefnda er ég enn. Ég var þá 22 ára gamall. Við vorum átta, sem fórum austur og ferðuð- umst þar um í rúmar þrjár vik- ur. — Leituðu þeir þá þegar hóf- anna við þig? — Nei, alls ekki. Við höfðum þrjá túlka til umráða, en einn hafði aðallega orð fyrir þeim. Hann hét Júrí Stepanovitsj, en ættarnafnið fengum við aldrei að vita. Hann kvaðst vera sagn- fræðingur að menntun og ættað- ur einhvers staðar að austan, frá Síberíu eða Volguhéruðunum, að því er mig minnir. Þessi maður var vel menntaður og ágætur fé- lagi. Kynntist ég honum allvel. Svo er það efcki fyirr en í aipr- íl 1959, þegar ég bjó á Víghóla- stíg 21 í Kópavogi, að kvöld eiitt í niðamyrkri og slagveðursrign-: ingu kemur maður í heimsókn. Sagðist hann vera sendiráðsrit- ari sovézka sendiráðsins, heita Alipov, og eiga að bera méx kveðju júirís Stepanovitsjs, vin- ar mins. Viidi Alipov fá að tala náaiar við mig. Ég hafði þá yfr- ið nóg að gera, en heiimsóttí hann akömmu síðar, þar sem Framhald á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.