Morgunblaðið - 27.02.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.1963, Blaðsíða 8
8 MORCVISBLABIB Miðvikudagur 27. febrúar 1963 Svo mjög er baett úr að stakkaskiptum tekur A FUNDI efri deildar Alþingis í gær urðu nokkrar umræður um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Iðnlánasjóð og var það að þeim loknum samþykkt án breytinga og visað til 3. umræðu. Hvar á að taka peningana. Eggert Þorsteinsson (A) kvað iðnaðarnefnd ekki hafa orðið sam mála í afstöðu sinni til frum- varpsins, þar sem einn nefndar- manna, Hermann Jónasson, hefði lýst sig andvígan þeirri tekju- afilunarleið, sem í frumvarpinu er gert ráð fyrir, til handa Iðnlána- *jóði, þ.e. að 0,4% gjald skuli leggja á sama stofn og aðstöðu- gjald hjá þeim iðngreinum, sem ekki hafa aðgang að stofnlána- deildum landbúnaðar og sjávarút vegs. , Benti alþingis maðurinn á, að ; frumvarp þetta væri flutt með samþykki og eft- ir tillögum iðn- aðarsamtakanna í landinu. Gert væri ráð fyrir, að 0,4% gjaldið muni nema um 7 milljónir kr. á næsta ári en auk þess fengi Iðnlánasjóður 2 millj. kr. úr ríkissjóði. Mundi það þó ekki hrökkva að fullu fyrir láns- fjárþörf iðnaðarins og er gert ráð fyrir að iðnlánasjóður megi taka erlend lán og endurlána þau með gengisákvæðum, þó með tvennum hætti. Loks veik alþingismaðurinn að hinum stöðugu kröfum framsókn- armanna um aukið fé til fram- kvæmda og annarra útgjalda. Sagði hann, að þeir hlytu að verða krafðir svars um, hvar pen ingana a tti að taka, þar sem aug ljóst væri, að ekki er endalaust hægt að ausa fé úr ríkissjóði. Tekjuöflun umdeilt mál. Hermann Jónasson (F) kvað alla sammála um og engan vafa á, að mikil þörf væri á að efla Iðnlánasjóð. Hins vegar væru Jkiptar skoðanir um þá tekju- öfiunarleið, sem í frumvarpinu er lagt til að fara, en með því væri raunverulega verið að leggja á nýjan tekjuskatt, sem alþingismaðurinn taldi ástæðu- laust, þar sem tekjur ríkissjóðs væru orðnar svo miklar, að pen- ingana ætti að vera hægt að taka þaðan í staðinn. í sam- ræmi við þá breytingu á fjár öflunarleið fyrir sjóðinn^ lagði hann til, að Sam einað þing kysi þrjá menn af fimm í stjórn gjóðsins og loks taldi hann óeðli legt að SÍS hefði ekki áhrif á kosningu sjóðsstjórnar. Um 25—30% þjóðarinnar vinnur við iðnað. Gísli Jónsson (S) flutti sína fyrstu ræðu á Alþingi við þessar umræður. Kvað hann iðnaðar- málaráðherra og Eggert Þor- steinsson hafa gert svo rækilega grein fyrir eðli máls þessa, að hann skyldi ekki setja á um það langar tölur. En málið sýn- ist mér svo mifcilvægt og gott, sagði alþingismaðurinn, og þar sem ég er einn af þeim, serh undirritað hafa nefndarálit, vildi ég láta fáein orð falla til stuðn- ings því nefndaráliti. Iðnaðurinn er að ég ætla sá atvinnuvegur, sem örustum vexti tekur nú okkar á meðal, og er varla ofmælt, að sums staðar á iandinu, eins og á Akureyri, sé hann orðinn höfuðatvinnuvegur. Ég hef ekki tölur um hundraðs- hluta þjóðarinft arinnar sem við iðnað unnu á stofnári Iðnlána- sjóðs 1935 og svo aftur í ár, en sam kvæmt upplýs- injjum hagstof- unnar unnu við iðnað árið 1940 14,2% en 1950 21% þjóðarinnar. Ekki voru til nákvæmar tölur um árið 1960, en eftir upplýsingum, sem ég hef fengið annarstaðar frá, en eru þó ekki fyllilega nákvæm- ar, sýnist sem ekki færri en 25—30% þjóðarinnar vinni nú við iðnað ýmisskonar. Þó að hér sé oft um ósikýr mörk að ræða milli starfsgreina, er þó ljóst, að hann þarf að eiga að- gang að lánastofnunum til rekstr- arins ekki síður en hinir gamal- grónu atvinnuvegir okkar, land- búnaður og sjávarútvegur. Sízt að ófyrirsynju. Það var því sízt að ófyrirsynju, að iðnaðarmálaráðherra skipaði í marz s.l. milliþinganefnd til að endurskoða lögin um Iðnlánasjóð, svo vanmegnugur sem hann var að gera hlutverki sínu eins og sést af greinargerð með frumvarp inu og fram hefur komið í um- ræðum hér í deildinni. Mikilvægustu nýmælin felast í 1. og 5. grein. í 1. gr. segir, að til- gangur sjóðsins sé að styrkja iðn- að íslendinga með hagkvæmum stofnlánum, en síðan er í 8. gr. gerð nánari grein fyrir eðli lán- veitinganna, þar sem segir, að stofnlán séu veitt til véla og tæknikaupa, til byggingar verk- smiðju og iðnaðarhúsa og til end- urskipulagningar iðnaðarfyrir- tækja. Er hér mjög rýmkað um frá því, sem áður var, þar sem lánveitingar til sjóðsíns hafa nær eingöngu verið bundnar við vél- ar og stærri áhöld. Er hér að því stefnt að leysa tilfinnanlegan vanda. í 5. gr. er hinsvegar kveðið á um tekjustofna til sjóðsins og svo bætt úr, að stakkaskiptum tekur. Öll árin frá stofnun sjóðsins 1935 hafa tekjur sjóðsins, ef sleppt er 15 millj. af svonefndu PL 480 lánsfé, numið alls rúmum 14 milljónum króna, en nú ættu ár- legar tekjur að nema 9—10 millj. króna fyrir utan vexti, þar sem gera má ráð fyrir að 0,4% gjaldið nemi 7—8 milljónum, en fram- lag ríkissjóðs er lagt til, að séu 2 millj. kr. Hér er því um mjög verulega úrbót að ræða, jafnvel þótt fullt tillit sé tekið til minnkandi verð- gildis peninga á undanförnum ár- um. Einstætt a3 stuðla að framgangi frumvarpsins. Deilt hefur verið um réttmæti 0,4% gjaldsins á fyrirtæki iðnað- arins, en þetta gjald skal greiða af sama gjaldstofni og aðstöðu- gjald til sveitarfélaga og vera frá dráttarbært til tekjuskatts og tekjuútsvars. Ég skal ekki fara út í rökræður um eðli og réttmæti slíkra gjalda yfirleitt, þar eru sjálfsagt rök bæði m«ð og móti, en niðurstaðan hefur þó orðið sú, að stofnlánadeildir annarra at- vinnuvega eru byggðar upp með slíku gjaldi og er því ekki, mið- að við það, óeðlilegt, að hér sé farin sama leiðin um iðnaðinn. Það er því fremur eðlilegt, að sjálf hafa iðnaðarsamtökin í land inu samþykkt þessa gjaldheimtu og jafnvel lagt hana til. Sam- kvæmt upplýsingum frá fram- kvæmdastjóra LÍI lýsti þing iðn- aðarsamtakanna á Sauðárkróki s.l. sumar fylgi sínu við eitthvert slíkt gjald, sem hér er lagt til í frumvarpinu, og fulltrúar bæði LÍI og FÍI voru í milliþinganefnd, sem undirbjó frumvarpið. Að öllu þessu athuguðu finnst mér ein- sætt, að stuðla að framgangi þessa hagsmunamáls . iðnaðar- ins og vænti. þess, að það megi eiga greiða leið í gegnum deild- ina. Hins vegar óttast ég, að málinu verði stefnt í algera ó- færu, ef t.d. 2. breytingartillaga minni hlutans yrði samþykkt, þar sem lagt er til að hækka ár- legt framlag ríkissjóðs um 13 milljónir án þess gert sé ráð fyrir öðrum tekjustofni á móti. Því varla geri ég ráð fyrir, að þing deildarmenn séu reiðubúnir nú að samþykkja að hækka þá sölu- skatta og tolla, sem nú eru inn- heimtir í ríkissjóð. Þá sýnist mér ekki heldur horfa til framdráttar málinu að samþykkja hinar aðr- ar breytingartillögur minni hlut- ans. Björgunarlaun til varðskipa mið- ist við tilkostnað Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær gerði Jón Árnason alþing- ismað'ur grein fyrir frumvarpi sinu um varðskip landsins og skipverja á þeim; þá urðu og nokkrar umræður um sölu eyði- jarðarinnar Bakkasels. Greiðslan fari fram eftir ákveðnum reglum Jón Árnason (S) kvað efni frumvarpsins á þessa leið: Þeg- ar varðskip veitir íslenzku fiski- skipi hjálp úr háska, skal greiðsla fyrir hjálpina fara eft- ir regiluim, er dómsmálaráðherra setur. Við ákvörðun gjaldsins skal miðað við útgerðarkostnað varðskipsins og tíma þann, er Ihjálpin tók. Telj ist háski sá, er fiskiskipið er í stónkostlegur, svo sem elds- voði eða strand, má þó krefj- ast björgiunar- launa eftir regl- um siglingalag- anna. Kvað alþingismaðurinn LÍÚ ihafa' rætt þetta mál á fundum sínum og gert ályktanir, er gengu í mjög svipaða átt. En eins og nú er háttað er svo á- kveðið, að greiðsla fyrir hjálp, er skip, sem gerð eru út af rík- issjóði eða ríkisstofnunum, veita skipum, sem tryggð eru sam- kvæmt lögum um vátrygginga- félög fyrir fiskiskip eða hjá Sgmábyrgð íslands á fiskiskip- um, skuli ekki fara eftir venju- legum björgunarreglum, heldur ákveðið af stjórn Samábyrgðar- innar, og skal greiðsla miðast við það fjártjón og tiikostnað, sem hjálpin hefur bakað þeim, er hana veitti. Hjá bátaábyrgðar félögunum eru naumast vá- tryggð önnur skip en þar er skylt að tryggja og eru minni en 100 brúttórúmilestir. Hin stærri fiskiskip eru flest tryggð hjá einkavátryg-gingafélögum, sem njóta ekki hagsbóta af fyrr- greindum reglum. Hef-ur þetta valdið því, að tryggingar þessar ha-fa orðið nokkru dýrari en ella. Bakkasel Bjartmar Guðmundsson (S) gerði grein fyrir því áliti meiri- hluta landbúnaðarnefndar, að Öxnadalsihreppi yrði selt Bakka- sel sem afréttarland, en hreppur- inn hefur haft jörðina að leigu. Telu-r -hann sig ha-fa meira ör- y-ggi m-eð því að eignast 1-andið, þar sem fleiri en hreppsibúar vilja komast yfir það. Sjómanna- heimilið við Skúlagötu opnað Sjómannaheimilið færeyská við Skúlagötu, h-efur verið opnað á ný og er forstöðumaður þess Jahan Ol-sen kominn hing-að á- samt fjölskyld-u sinni. Sagði Ol- sen bl-aðinu í gær, -að hér myndi nú vera allmargt Færeyinga í vertíðarstörfum. Sjálfu-r befur Olsen verið hér undanfarna þrjá vetur sem forstöðumaður heimil- isin-s. Hér á landi, á bát frá Keflavík, varð Olsen fyrir þv-í stórslysi að missa hægri h-and- 1-eg-g. Á sunnud-aginn kemiur verður kristileg samkoma fyrir Færey- inga í sjómannaheimilinu klukk- an 5 siðd. og er ákveðíð að siik- ar samkom-ur verði á hverj-um sunnudegi klukkan 5 siðd. með- an sjómann-aiheimilið er o-pið. Skýrði hann frá þvi, að frurn varpið hefði ver ið sent vega- málastjóra til umsagnar. Kvað h-ann vega-gerð- ina -hafa haf-t all mikinn kostnað af þei-rri við- leitni að halda jörðinni í byggð um alilmörg ár og nú væri s-vo komið, að enginn vildi setjast þar að nema með háum fjárstyrkum. Hús jarðar- innar etru svo léleg, að þau eru ekki til frambúðar og verður að byggja þa-u öll upp. Liggur vegamá-lastjóri ekki á því áli-ti sínu sagði ailíþingismaðu-rinn, að þar sé eðlilegra að koma upp ferða-m-annaskýli eða sælulhúsi en að leggja í mikinn kostnað við bændabýli að Bakkaiseli. Þá var og leitað álits landnámsstjóra og va-r það mj-ög samhljóða. Benti hann á, að. búskaparafkoma er þar mjög erfið og mest fyrir það, að þar er ekki fram-búðar- j-örð fyrir búsk-a-p vegna lítill-a ræktunarskilyrða. Björn Jónsson (K) taldi, að umfram allt yrð-i að halda jörð- inni í byggð og kvaðst vilja vona að nefn-dm athugaði f-rumvarpið betu-r og lei-taði álits fleiri aðila. Ásgeir Bjarnason (F) iagði að- aláherzluna á, að það æ-tti að b:ða með að selja jörðina og sjá hverju fram yndi, m.a. með tiliiti til þess, að vegailög væru í endurskoðun og öll skipulags- mál sam-gangna. London, 23. febrúar — AP. Lundúnablaðið „Times“ tel- ur það mjög vafasamt, að rétt sé fyrir Breta að hætta olíu- kaupum frá Rússlandi. Segir blaðið í ritstjórnargrein, að Bretar verði að leitast við að eiga viðskipti við sem fiesta, nú þegar ljóst sé, að Bretar fái ekki aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu. Tvær nýjar Helgafelfsbækur „Hugleiiinpr og viðtöi44 eftir Metthías Johannesscn 1 þessari nýju bók eru birt nokkur viðtöl við heimsfræg erlend skáld, t. d. Arthur Miller, William Faulkner, og stjórnmálamenn, M i k. o j a n , varaforsætisráðherra Sovét- ríkjanna og menntamálaráð- herra þeirra, Furtsevu, þar sem hinir fluggáfuðu og heimskunnu snillingar, og eldklóku stjórnmálamenn, eru Ijósmyndaðir í eðlilegum stell- ingum og litum, af næmri kunnáttu og ismeygilegri nær- fæmi. Mundi hvaða heims- blaði sem væri þykja ávinn- ingur og sæmd að hafa fengið þau til birtingar. Þessi og nokkur önnur við- töl, flest óbirt áður, mynda kjarna bókarinnar, en megin- hluti efnisins eru nýjar hug- leiðingar ritstjóra eins frjáls- lyndasta biaðs á Norðurlönd- um, um menn og málefni á atómöld. Bókin er mi-kil fróð- leikskista og skemmtilestur, og kennir þar margra grasa. í bókinni er meðal annars sagt frá síðustu stundum er höfundurinn átti með Steini Steinar, skáldi, áður en hann dó. Að ósk höfundar heflr bók- in verið prentuð í litlu upp- lagi og mun seljast upp sam- stundis. Fyrsta viðtalsbók Matthíasar, bók hans og Þór- bergs, t kompaníi við allífið, mun seljast upp núna á út- sölunni í Unuhúsi. Önnur bók er líka komln út eftir Matthías Johannessen, ný ljóðabók, er hann ^kallar „Vor úr vetri“ Ýmsir virðast hafa af því miklar áhyggjur að ungu skáldin kunni ekki að ríma ljóð sín, og að það sé ástæðan fyrir því að sum þeirra yrkja órímuð ljóð. Öll kvæðin í bókinni eru í hefð- bundnum Ijóðstíl, öll rímuð. Og hér lcikur skáldið á ljúfa strengi og kunna. Gunnlaug- ur Scheving, listmálari hefir gert framúrskarandi smá- myndir við öll kvæðin í bók- inni. HELGAFELLSBÆKUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.