Morgunblaðið - 27.02.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.1963, Blaðsíða 10
10 M O R c ins n T. 4 Ð1 Ð Miðvikudagur 27. febrúar 1963 Landið okkar Teikning af hinni fyrirhuguðu heimavist fþróttakennaraskólan s á Laugarvatni, sem byrjað verður á í vor. Til vinstri eru íbúðir kennara. Arkitekt er Gísli Halldórsson. Frá Iþróitcikennaraskó Itcraum á Latigarvalni Miklar framkvæmdsr fyrirhugaöar EINN skólanna á L .ugarvatni er Iþróttakennaraskólinn. Þ e g a r blaðamann og ljósmyndara Mbl. bar þar að, vxr skólastjórinn, Árni Guðmundsson, að koma á- samt nemendum sínum frá Reykjavík. Þar höfðu þeir dval- izt í vikutíma við að kynna sér íþróttakennslu í skólum þar, og er slík för farin á hverjum vetri. — Hvað eru margir hér við nám í vetur? — Þeir eru 14, 8 piltar og 6 stúlkur. Annars hefur þetta oft- ast verið jafnt, 6 piltar og 6 stúlkur. — Hvað er skólaliminn lang- ur? — Nemendur eru hér einn vetur, 9 mánuði. — Nokkur aldursskilyrði? — Þeir verða að vera fullra 18 ára. Flestir koma úr gagn- fræðaskólum og slæðingur er af kennaraskólafólki og stúdentum. — Hvernig er húsnæðismálum skólans háttað? — Við erum á hrakhólum eins og er, en allt stendur þetta til bóta með tíð og tíma. íþrótta- húsið er áfast héraðsskólanum, reist fyrir 17—18 árum og eign íþróttakennaraskólans. Þar erum við í miklum vandræðum vegna þrengsla, verðum að nota bún- ingsherbergi fyrir kennslustofu o. s. frv. Húsnæðisskorturinn er erfiðasta vandamál okkar. — Hvernig búa nemendur? — Piltarnir búa í heimavistar- skála, litlu timburhúsi, sem reist er til bráðabirgða, en stúlkurnar búa í kjallara skólastjórahússins, sem reist var 1956. — Hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar hér? — Þær eru allmiklar, og verð ur hafizt handa um þær í vór, þ.e.á.s. fyrsta áfanga. Skólinn á 22 hektara lands hér niðri við vatnið, og þar eiga miklar bygg- ingar að rísa. í vor verður byrj- að á stærðarhsi, heimavistarhúsi og kennaraíbúðum. í heimavist- inni verða 14 tveggja manna herbergi, en auk þess salur í kjallara fyrir námskeiðshópa. Við fengum hálfa milljón króna á fjárlögum til þeirra fram- kvæmda. Það hrekkur skanimt, en er þó alltaf upphafið að því, sem koma skal. Síðar verður reist mjög stórt skólahús. Þar verður leikfimisalur, íþrótta- skóli, sundlaug, kennslustofur o. s. frv. — Og aðstaðan til útiíþrótta? — Við höfum tvo velli, malar- völl og grasvöll. Malarvöllurinn er tilbúinn og hefur verið not- aður í fjögur ár. Undirbyggingu grasvallarins er lokið, og í vor var sáð í hann. Hann á að verða tilbúinn 1965. —: Er ékki sæmilega búið að skólanum, þrátt fyrir núverandi húsnæðisskort? — Jú, t. d. höfupi við ágætt safn kennslutækja, sem eru mjög mikilvæg við kennsluna. — Hvað kenna margir við skólann? — Við erum tvö fastráðin, ég Árni Guðmundssan, skólastjóri íþróttakennaraskólans. Til hlið ar við hann séM á stafla af filmum, sem notaðar eru við kennsluna. og Mínerva Jónsdóttir. Svo koma aðrir hingað um stundar- sakir, t. d. Benedikt aJkobsson mánaðartíma á vorin, Jón Páls- son, sundkennari, og handbolta- kennarar. Skólatími er langur dag hvern, því að hér er kennt frá kl. 8 árdegis til kl. 5 síðdegis. — Verður skólinn lengdur, þegar þesstr miklu byggingar verða komnar upp? — Já, þá er ætlunin að þetta verði tveggja ára skóli. Annars batna aðstæðurnar hér smám saman, og við vonum, að hægt verði að halda landsmót ung- mennafélaganna hér sumarið 1956. ★ Því miður voru blaðamennirn- ir á hraðri ferð, svo að tími vannst ekki til þess að ræða frekar við skólastjórann. Kennedy krefst skattalækkunar — segir samdrdtt í efnahagslííið framundan, að öðrum kosti Kennedy, Bandaríkjafor- seti, hefur lýst því yfir, að búast mætti við samdrætti í efnahagslífi Bandaríkjanna á næstunni, samþykkti -þing landsins ekki frumvarp það um skattalækkanir, sem fram er komið. Forsetinn stendur að baki frumvarpinu. Hann hefur farið þess á leit við þingið, að skattar á næstu þremur árum verði lækkaðir samtals, sem nem- ur 10.2 milljörðum dala. Forsetinn gaf þessa yfirlýsingu á fundi með bankamönnum. Lýsti hann því yfir, að ýmislegt mætti e.t.v. finna að frumvarp- inu, í þeirri mynd, sem það nú er, en hér væri um að ræða framlag sitt til þess að leysa þau efnahagsvandamál, sem nú steðja að. Frumvarpið á að stuðla að því að draga úr skattgreiðslum al- mennings, þannig, að kaupmátt- ur vaxi, en slíkt telja ráðgjafar forsetans vel til þess fallið að auka framleiðslu. Er því lýst yfir i sérstakri álitsgerð, að raunveru legur kaupmáttur meðalfjöl- skyldu muni vaxa um 500 dali, að meðaltali, nái skattalækkunin fram að ganga. Kennedy, forseti, sagéi m.a. í ræðu sinni: „Ég er ekki að spá því, að til samdráttar muni koma á þessu ári, en við getum ekki horft fram hjá þeirri staðreynd, að skömmu eftir styrjöldina gerði samdráttur tvisvar sinnum vart við sig, með 45 mánaða mdllibili. í þriðja sinn gerði samdráttur vart við sig að 35 mánuðum liðn- um, og í fjórða sinn 25 mánuðum síðar. 24 mánuðir eru nú liðnir frá því að samdráttar var síðast vart.“ Forsetinn lýsti því yfir, að raunverulega væri ekki hægt að segja, að stórkostleg hætta væri á ferðum. Hins vegar yrði að taka tillit til þeirra upplýsinga, sem fyrir lægju um þróun efna- hagslífsins. Benti hann á nokkr- ar staðreyndir, m.a. það, að á sl. ári hefðu 5.6% af mönnum á starfsaldri verið atvinnulausir, þ.e.a.s. svipaður fjöldi hlutfalls- lega og 1954, er samdráttar gætti í efnahagsþróuninni. Loks benti forsetinn á, hvað leiða myndi af' samþykkti þimg- ið ekki skattalækkunarfrumvarp- ið: • Samdráttar mun gæta í 5. sinn frá stríðalokum, áður en langt um líður. • Atvinnuleysis mun gæta framvegis, og starfskraftar verða ekki nýttir til fulls. • Tekjur ríkisins af sköttum muni ékki nægja á næstu árum til þess að hægt sé að legigja fram hallalaus fjárlög. • Kröfur um styttingu vinnu- tímans, innflutningshöft og ánd- staða gegn nýrri tækni, er leiðir til þess, að fyrirtœki geta komizt. af með færri starfsmenn, mun vaxa, og skapa óleysanleg vanda mál. • Efnahagsvöxtur Bandaríkj- anna mun verða mun minni, en annars hefði orðið. Aíli Eskif jarðarbáta Eskifirði, 25. febrúar. BÁTAR, sem héðan róa, eru nú hættir línuveiðum og hafa tek- ið fram netin. Á línuvertíðinni hér tók hraðfrystihúsið á móti 720 tonnum af fiski. Afli bát- anna er sem hér segir: Vattarnes 214,5 tonn, Hólmanes 211,5, Sel- ey 196,5 og að auki 35 tonn, sem lögð voru upp í Reykjavík og Guðrún Þorkelsdóttir 97 tonn, en hún hóf veiðar um mánaðamót- in janúar-febrúar. Síldarbræðslan hér hefur tek- ið á móti 8,000 málum af síld, sem veiddist fyrir Austurlandi. — Gunnar. FermiiigarkjoBaef.ii í miklu úrvali. Dömu- og Herrabúðin Laugavegi 55. Til sölu Skóvinnustofa, í eigin húsnæði, við Freyjugötu. Upplýsingar í síma 19105. PLASTDÚKUR HÚSBYGGENDUR ATHUGIÐ Höfum fyrirlijfgjandi plastdúk. Mjög hentugur fyrir glugga. Dúkurinn er sterkur og endingargóður. 6.ÞBB8HIHS80H 6 J0HN80H f ^mmmmmmmmmmmmm^^m^mmmmmmm^mmm* Grjötagötu 7 — Sími 24250.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.