Morgunblaðið - 27.02.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.1963, Blaðsíða 22
22 M O R C V /V B L A Ð 1 h Miðvikudagur 27. febrúár 1963 '>V Gjg 1 ■T '-'-' ,, m ' * 2-ií íí ‘f.'ti,!-*«iiífaf Handknattleikur í Hafnar- firði, París og Rvík sá sami — segir Ásbjörn Sigurjónsson, formaður HSI nýkominn úr utanför Frakklands- og Spánarför, Það komu í ljós ýmsir gallar, landsliðs íslendinga í handknatt sem við verðum að ráða bót á. leik er íþróttaunnendun;. ofar- j Um orsakir gallanna skal ég Iega í minni um þessar mundir, ekiki fjölyrða sagði Ás>björn, þar einkum af því að förin tókst figgur svo margt að baki, ekki ver — frá sjónarmiði sigra — en sízt hvað húsnæði snertir. vonir stóðu til. Enn er meiri- Landslið okkar íslendinga á hluti landsliðsins, FH-leikmenn irnir, erlendis, en heim er kom- inn aðalfararstjóri liðsins og „primus motor“ ísl. handknatt- leiksmanna Ásbjörn Sigurjóns- son form. H.S.Í. Iþróttasíðan sneri sér til hans í gær og innti hann frétta af förinni o.g þá einkum þess, hvar við stöndum eftir þessa för. Og það sem fer hér á eftir eru glefs- ur úr samtali við Ásbjörn. —Förin tókst ekki sem bezt. %%%%%%%%%%%% ÉVRÓPUMÓTIÐ í bridge verður haldið í Þýzkalandi á tímabilinu 19. júlí til 2. ágúst nk. Ákveðið er, að senda sveit frá íslandi til keppni í opna flokknum. Bridge- samband íslands hefir í því sam- bandi ákveðið að bjóða tveim sveitum að keppa um þátttöku- réttinn og er hugmyndin að spiluð verði 192 spil í 6 umferð- um. Verði munur á sveitunum að þessum 192 spilum loknum undir 20 stigum, þá er ákveðið að spila 64 spil til viðbótar. Sveitirnar, sem fengið hafa þetta boð, eru sveitir Einars Þorfinnssonar og Þóris Sigurðs- sonar. í sveit Einars eru auk hans Gunnar Guðmundsson, Lárus Karlsson, Kristinn Berg- þórsson, Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson. Sveitin er nú- verandi tslands- og Reykja- víkurmeistari. Hin sveitin er þannig skipuð: Þórir Sigurðsson, Eggert Benónýsson, Stefán J. Guðjohnsen, Símon Símonarson og Þorgeir Sigurðsson. Ekki hafa enn borizt svör frá sveitun- um við einvígisboði þessu. Útlit er fyrir að mikil þátttaka verði í Bikarkeppni Bridgesam- bandsins. Þegar hafa 11 sveitir utan Reykjavíkur tilkynnt þátt- töku þ. e. 4 frá Selfossi, '3 frá Akureyri og sveitir frá Siglu- firði, Borgarnesi, Akranesi og Keflavík. Heimsmeistarakeppnin f e r fram á Ítalíu 14.—24. júní nk. Þátttakendur verða Ítalía, Frakk- land, Bandaríkin og Argentína. Árið 1984 verður Norðurlanda mót haldið í Oslo og Olympiu- keppni í New York. erfitt uppdráttar. Það eru iiðin 2 ár síðan það fékk síðast tæki- færi til að leika landsleik. Það væru ekki mörg landslið ná- grannaþjóða okkar sem mundu sikrla svo ryðguðu hlutverki bet- ur en okkaæ gerði í þessum leikj- um. En þó brustu ýmsir má-ttar- stólpar — og við verðum. að byggja upp. Okkar lið er lakara nú en 1961, hélt Ásbjörn áfraim. Það Skortir hröð uppihlaup — þau sáust varla — það vantaði al-lar leikbrellur, sem sáust svo oft þá og gerðu ýmsa leikmenn okk ar fræga, taktik og yfirsýn var öUu minni nú en þá. Þá var skiptingar leikmanna nú ekki framkvæmdar sem bezt og átti það sinn þátt í óförunum í landsleikj unum. — Og er þá bara svartnætti framundan, spurðum við Ás- björn. — Síður en svo. Að förinni lok inni héldum við allir umræðu- fund í París. Ég sagði þá strák- unum mitt sjónarmið á ferðinni, svipað því sem ég hef nú drepið á umfram það að ég sagði að þeir hefðu hreinlega ekki staðið sig eins og þjóðin hefði vonað. Á fundinum spunnust umræð- ur sem ég held að verði ísl. handknattleik til ffamdráttar. Þar tóku til máls Birgir Björns- son, Karl Benediktsson og Hall- steinn Hinriksson. Ég held að þær umræður leiði til betri skiln ings meðal leikmanna og hafi lægt þær öldur, sem virtust lifa alla leið suður í París, að hand- knattleikur í Hafnarfirði ætti og þyrfti að x vera eitthvað öðru vísi en handknattleikur í Reykja vík. „FRAMFÖR .... OG ÞÓ“ Ég hef á undanförnum miss- erum séð ýms lið sem eru gamlir kunningjar ísl. hand- knattleiksmanna. Maður hef- ur séð greinilega framför hjá þeim. í sannleilia sagt bjóst ég við mikilli framför hjá ísl. liðinu. En því miður reyndist það tálvon. Gallarnir liggja að sjálf- sögðu í leik ísl. liðsins, en leikur þess hefur því miður mótast af óheilbrigðum á- stæðum ekki sízt þröngu hús- næði og skorti á „topp“- þjálfun. Víkingar halda 55 ára afmælismót VÍKINGAR ætla að halda upp á 55 ára afmæli félags síns með mörgu móti. Einn þátturinn — sá fyrsti — verður innanhúsmót í knattspyrnu, sem háð verður að Hálogalandi 4. og 5. marz nk. Annar þáttur er handknattleiks- mót og ef til vill verður efnt til fleiri móta. Knattspyrnumótið verður hið fyrsta sinnar tegundar á þessu ári, en einmitt nú eru þeir sem æft hafa knattspyrnu innanhúss í sem beztri þjálfun. Er því ekki að efa að þetta afmælismót Víkings getur orðið til þess að auka getu knattspyrnumannanna fyrir sumarið. Veggurinn Ekki tókst blaðinu í gær að fá upplýst hvort Víkingar ætl- uðu að setja upp þann vegg sem á samkvæmt lögum innanhúss- knattspyrnu að ver'a kringum leiksvæðið. Sá veggur er meiri á hæð og geta leikmenn notað hann til að láta endurkasta knetti til sín. Spyrni leikmenn yfir fá þeir víti og í hita lelks- ins er meters veggur varhuga- verður — en þó góð hjálp þeim sem með róiegum hug kann að nota. Skopstæling Innanhússknattspyrna hérlend- is — meðan þessi veggur ekki er til staðar — aðeins skopstæling af þeim spennandi leik sem íþróttin getur verið. Kannski verða Víkingar fyrstir til að setj-a vegginn upp, þó það ætti í raun og veru að vera verkefni ÍBR að útvega nauðsynleg tæki í salinn til hvaða íþró'ttar sem er> °g Þa<5 verður veggurinn að teliast fyrir innanhússknatt- spyrnu. Vinsæl íþrótt Innanhússknattspyrna er rnjög vinsæl á Norðurlöndum og ef leikurinn væri rétt leikinn hér er ekki að efa að allir knatt- spyrnuynnendur myndu hafa gaman af. Leikirnir hjá Víking- úm verða 2x7 mín. og hefur hvert félag rétt að senda tvö lið. Áætlað er að keppt verði eftir útsláttarfyrirkomulaigi. Efstasund! - Efsfasimd! Duglegur unglingur óskast strax til að bera Morgun- blaðið til kaupenda þess við Efstasund. Talið við skrif- stofu eða afgr. Morgunblaðsins strax. Sími 22480 Norðurlandsmeistararnir í körfuknattleik. Körsaknattleiksmót á Akureyri NÝLEGA lauik á Akureyri Norð- urlandsmóti í körfuknattleik. 4 sveitir kepptu á mótimu, tvær frá K.A. og tvær frá Þór. K.A. bar sigur af hólmi og vann til eignar fagran grip, líkan af körfu knattleiksmanni, er KFR gaf fyr- ir fimm árum. K.A. hefir sigr- að á Norðurlandsmótinu öll ár- in. Úrslit einstafcra leikja urðu sem hér segir: KA (A) vann Þór (A) 74:64 KA (A) U A l (B) 92:43 KA (A) — KA (B) 131:53 Þór (A) — KA (B) 99:44 Þór (A) — Þór (B) 81:51 Þór (B) — KA (B) 59:49 Vinsældir körfuknattleiks fara vaxandi á Akureyri, em það stendur íþróttinni mjög fyrir þrif um, að ekki eru til nægilega stórir iþróttasalir. Akureyrarmót í körfuknatt- leik roun hefjast í byrjun marz- mánaðar oig verður keppt í öll- um aldursflokfcum. Haukar í Hafnarfirði ÞANN 11. febrúar sl. var hald- inn aðalfundur Knattspyrnufé- lagsins „Haukar" í húsnæði sem félagið ihefur tekið á leigu að Vesturgötu 2, en það er eign Kaupfólags Hafnfirðinga. Félag- ig hyggst reka þar féla'gsiheimili næstu ár og einnig hafa þar skrifstofu. Formaður félagsins Óskar Hall dórsson setti fundinn, sem var mjög fjölmennur og minntist í upphafi fundarins Garðars S. Gíslasonar, sem lézt á s.l. ári, en sem kunnugt er, var Garðar heit inn þjálfari félagsins um nokk- urt skeið. Þá flutti formaður skýrslu stjórnar fyrir s.l. ár og sýndi skýrslan, að starfsemi félagsins hefur aukizt mjög mikið. Síðan las gjaldfceri reikninga, sem sýndu talsvert batnandi fjárhag félagsins. Sú breyting hefur orðið í knattspyrnul.fi bæjarins, að tek- ið var upp að frumkvæði Hauka, að 'haldið var haustmót í fcnatt- spyrnu i öllum flokikum. Leikar fóru þannig að Haukar sigruðu í 1. 2. 02 5. flokki, en F.H. í 3. og 4. flokki. Áætlað er að bæði vor og haustmót fari fram áirlega milli þessara félaga. Þá sigraði 5. fl. í þriggja liða keppni, Háuk ar Stjarnan Silfurtúni og Breiða blik Kópavogi. Á fundinum voru mættir allir liðsmenn 5. fl. og voru þeir heiðraðir fyrir árang- ur sinn á árinu 1962. Á síðastliðnu ári og niú er að- aliþj'álfari félagsins í knattspyrnu Sigurður Sigurðsson úr Val,. en hann er nú búsettur í Hafnar- firði. Þá var og nofckur æfinga- sókn í haindknattleik. Eftir nokk- ura ára hlé sendu Hauikar meist- araf'l. kar.la og tók flokkurinn þátt í 2. deild með góðum ár- angri. Einnig sendi félagið 2. og 3. f'l. A og B. Að lokum fór fram stjórnar- kosning, en fráfarandi stjórn var öll endurkiosin, en hana skipa: Óskar Halldórsson for- maður, Egill Egilsson varaform- aður, Rut Guðmundsdóttir rit- acri, Jón Egilsson gjaldkeri, Þor- steinn Kristjánsson fj'ármálarit- ari. Meðstjórnendur Jón Pálma- son, Guðsveinn Þorbjörnsson og Bjarni Jóhannesson. Þá skipa sæti í stjórninni formenn hinna ýmsu deilda, þeir Viðar Simon- arson, Garðar Kristjánsson og Sigurður Jóakimsson. Húsnefnd skipa Sigur.geir Guð mundsson skólastjóri, Egill Eg- ilsson og Jón Jóhannesson, HOLLENSKA liðið Feyenord sigraði á fimmtudag franska liðið Reims með 1—0. Var þetta fyrri leikur liðanna I 8 liða keppni um Evrópubik- arinn. Hollendingar eygja möguleika á að ná í milli- riðilinn þar sem síðari leik- urinn verður á heimavelli þeirra í Rotterdam.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.