Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 1
24 síður með Barnalesbók 50. árgangur 49. tbl. — Fimmtudagur 28. febrúar 1963 Prentsmiðja Mo-gunblaðsins „Við erum alls óhræddir" MORGITNBLAÐH) hringdi í gær til elr. Kristins Guð- mundssonar, sendiherra ís- lands í Moskvu, og spurði hann, hvort minnzt hefði ver- ið á njósnamálið í blöðum eða útvarpi þar í landi. Dr. Kristinn svaraði því neitandi og sagði, að það væri ekki siður hlaða austur þar að skýra frá slíkum málum, nema kannski þegar mótmælaorð- sendingar rússnesku stjórnar- innar eru birtar. Hann sagði: „Þetta tekur allt sinn tíma. Þó eitthvað svona gerist utan lands þarf það ekki endilega að koma í blöðunum hér. Þeir láta málið liggja milli hluta, en ég veit ekki hvað þeir gera". „Hafið þér haft nokkurt samband við rússneska utan- ríkisráðuneytið"? „Nei, það hef ég ekki. Við höfum ekki heyrt frá þeim". „Hvað haldið þér að Rússar taki til bragðs"? dr. Kristinn Guðmundsson „Ég'veit það ekki". „Kannski þeir reyni að svara í sömu mynt og sendi einhvern íslending heim"? „Ég veit það ekki, það er ekki af mikln að taka. Við erum bara tveir hér, við Har- aldur Kröyer, auk rússneskrar stúlku. Það er allur mannskap urinn. Ég veit ekki til þess að þeir hafi gert neitt í sam- handi við njosnamálið, sem kom upp í Ástralíu fyrir skemmstu. Engum hef ur verið vikið úr landi mér vitanlega. „Og ekkert minnzt á málið". „Nei, það hefur ekkert ver- ið minnzt á það í hlöðunum". En þér hafið auðvitað fengið fréttina um njósnamálið að heiman"? Já, ég fékk skeyti um það í morgun, og svo hafa erlendu sendiráðsstarfsmennirnir ver- ið mér svo hjálplegir að senda mér fréttirnar, sem þeim hefur borizt á fjarrit- ara". „Og þér eruð alls óhrædd- ir"? „Já, það erum við". Hættan á vinslitum kommúnistaríkjanna eykst í sífellu segir Alþýðudagblaðið í Peking 16. tilræðis- maðurinn hand- tekinn í París París 27. febrúar (NTB) í DAG var handtekinn í Farís Ungverjinn Gyula Sari, en hann er einn þeirra sex, sem farið hafa huldu höfði frá því í ágúst «g sakaðir eru um þáttöku í til- ræði við de Gaulle Frakklands- Corseta í þeim mánuði. Eins og kunnugt er eru fimmtán menn sakaðir um þátttöku í tilræðinu •g níu þeirra hafa verið fyrir rétti að undanförnu. Gyula Sari var dæmdur til dauða, in absentia, fyrir þátt- tökuna í tilræðinu, en nú verður mál hans tekið upp að nýju. í gær handsamaði fronska lög reglan Antoine Argoud, ofursta eem talinn er einn af leiðtogum leynihreyfingarinnar OAS. Var lögireglunni vísað á Argout, þar eem hann lá bundinn og keilað- ur í bifreið á götu í Pai-ís. Argoud eegir að sér hafi verið rænt úr gistiítoúsi í Miindhein og síðan hafi ræningjarnir skilið hann eftir í bifreið í París. Rætt um kjarn- orkuher NATO Eftirlitsferðir Genf, 27. febr. (NTB). FULLTKÚI Sovétríkjanna á af- vopnunarráðstefnunni í Genf "hélt þyí fram í dag, að Sovét- ríkin hefðu fallizt á að leyfa eftirlitsferðir innan landamæra sinna vegna þess að í óform- legum samtölum hefðu Vestur- veldin sagt, að þau myndu sam- þykkja tvær til fjórar eftirlits- ferðir á ári. Washington 27. febrúar (NTB) Sir Winston Ohurohill var í dag útnefndur heiðursiboxg- ari ríkisins North Carolina í Bandaríkjunum. North Caro- lina er annað ríkið í Banda- ríkjunum, sern sýnir Churcfa- ilfl þenhan heiðu/r. Hitt rík- ið er Nebraska. Lögð hefuir verið fyrir bandaríska þingið tillaga þess efnis, að Churohill verði gerður heiðursborgari Ðandaariikjannia. París 27. febrúar (NTB). A FUNDI fastaráðs Atlanfcshafs- bandalagsins. . cm hófst í París í dag, ræddi Livingstone Merch- ant, sérstakur sendimaður Banda ríkjaforseta, stofnun sameigin- legs kjarnorkuheraf 1.. Atlants- hafsbandalagsins. II /atti hann fulltrúana á fundi fastaráðsins til þess að láta í ljos skoðanir sínar á tillögum Bandaríkjanna um stofnun þessa herafla. Talsmaður Atlantshafsbanda- lagsins sagði að fundinum lokn- um, að Merchant hefði gert laus- lega grein fyrir tillögum Banda- ríkjastjórnar um sameiginlegan kjarnorkuher, en síðar myndi ráðið ræða flóknari hluta þeirra, t. d. hvernig stjórn heraflans verði háttað, og í sambandi við fjárhagsvandamál við stofnun hans. Fulltrúi Frakka var ekki við- staddur fundinn í dag, en eins Og skýrt heíur verið frá, er de Gaulle Frakklandsforseti and- vígur því, að Frakkar taki þátt í stofnun sameiginlegs kjarnorku- herafla Atlantshafsbandalagsins. Brezki sendiherrann hjá Atl- antshafsbandalaginu, sir Evelyn Shuckburgh gerði. á fundinum í dag grein fyrir samningnum, sem Macmillan forsætisráðherra Breta og Kennedy Bandaríkja- forseti gerðu i Nassau í des. sL Peking, 27. febr. — NTB — AP í MALGAGNI kinverska komm- únistaflokksins, „Alþýðudagblað- inu", birtist í dag ritstjórnar- grein, þar sem ráðizt er á end- urskoðunarsinna (Sovétríkin) af meiri hörku en nokkru sinni frá þvi að ágreiningurinn' reis milli Kússa og Kínverja. Kommún- istaflokkur Sovétríkjanna er nafngreindur á mörgum stöðum í greininni, sem er mjög löng, en hörðustu árásunum er beint að þeim, sem blaðið nefnir „vissa félaga". Enginn vafi er talinn á því að þar sé átt við Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, og þá, sem fylgja honum að mál- Cromyko í Ósló Osló, 27. febr. (NTB) '<• Andrei Gromyko, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna kom í dag til Osló í opinbera heim sókn. Dvelst han>n í Noregi í viku og ræðir við ráðiherra norsku stjórnarinnar. Efnahagsþvinganir I greininni er einnig svarað árásum kommúnistaflokka á vesturlöndum á ofbeldisaðgerðir Kínverja gegn Indverjum. Blað- ið fordæmir þessa andstæðinga Kínverja og segir að þeir reyni að beita Kína efnahagslegum þvingunum með því að rifta hundruðum samninga, sem Kín- verjar treystu að yrðu haldnir. Blaðið segir, að Kinverjar séu fúsir að ræða ágreininginn við bræðraflokkana og leggur áherzlu á það að hættan á vin- slitum kommúnistaríkjanna sé sífellt að aukast. Blaðið kennir Sovétríkjunum og þeim, sem fylgja stefnu þeirra, um það hvernig ástandið er nú. Fréttaritari frönsku fréttastof- unnar AFP í Peking segir, að þrjár meginályktanir megi draga af greininni og eru þær: 1. Kínverjar muni ekki hvika frá skoðunum sínum, því þeir telji afstöðu sina þá einu, sem samræmist kenningum Lenins og Marx eins og þær voru túlk- aðar í Moskvu-yfirlýsingunum 1957 og 1960. 2. Flokkar, sem fylgi endur- skoðunarstefnunni, verði að hverfa frá henni, viðurkenna mistök sín og snúa aftur til hins sanna Marx-Leninisma. Ef þeir geri það ekki geti það valdið vin- sldtum kommúnistaríkja. 3. Kínverski kommúnista- flokkurinn, sem nýtur stuðnings nokkurra kommúnistaríkja i Asíu og Albaníu, ætli að verja hin einu sönnu grundvallaratriði kommúnismans. Meistaraverk Fréttaritari AFP segir enn- fremur, að sérfróðir menn séu þeirrar skoðunar, að ritstjórnar- greinin sé meistaraverk á sviði sósíalískrar rökhyggju (díalek- tík) og ótvíræð yfirlýsing um afstöðu Kínverja til hugsjóna kommúnismans og utanríkismála. Haft er eftir manni, sem er mál- um kunnugur í Peking, að rit- stjórnargreinin sé sögulegt skjal. Miklar biðraðir voru fyrir ut- an blaðasölustaði í Peking í dag og fólk stóð í hópum við glugga Framh. á bls. 2 Óvíst hve- nær njósn- ararnir fara MBL. haföi í gær samhand við sendiráð Sovétríkjanna og spuxðist fyrir um hve- nær sendiráðsstarfsmennirn- ir, sem vísað var úr landi, færu héðan. Morozov, fyrsti sendiráðsritari, varð fyrír svörum. Sagði hann að enn væri óákveðið hvenær eða á hvern hátt mennirnir færu úr landi. KOMMÚNISTAR TAKA AfSTÖÐU MEÐ RÖSSUM ÞEGAR fregnirnar um hinar víðtæku njósnatilraunir sov- ézka sendiráðsins hér á landi bárust út, mun flestum hafa komið sú spurning einna fyrst í hug, hvernig kommún- istar og málgagn þeirra brygð ust við. Það átti ekkí minnst- an þátt í eftirvæntingu manna og forvitni, að upplýst var, að sá íslendingur, sem hinir sov- ézku njósnarar höfðu árum saman Iagt í einelti í því skyni að fá hann í þjónustu sína, hefur um langt árabil verið flokksbundinn komm- únisti. Taka kommúnistar enn þá einu sinni afstöðu með Rússum? spurðu menn. Eða bregðast þeir við eins og sönn um islendingum sæmir og f or- dæma hið ólöglega og háska- lega atferli þeirra? Svörin við þessum þýðing- armiklu spurningum fengu menn, þegar „Þjóðviljinn" kom út i gærmorgun, og er þeir lásu ummæli Einars Ol- geirssonar, formanns Komm- únistaflokksins, um málið í Vísi í gær. Hvorki „Þjóðvilj- inn" né Einar Olgeirsson sjá minnstu ástæðu til að víkja einu einasta ámælisorði að störfum hinna sovézku flokks bræðra gegn öryggi íslenzku þjóðarinnar, heldur ráðast með brigzlum á þann mann, sem mat meira heill sinnar eigin þjóðar en hagsmuni Sovétríkjanna og reyna að gera hann tortryggilegan — og taka þannig enn einu sinni beina afstöðu með húsbænd- um sinum í Kreml. Hafi ein- hverjir íslendingar til þessa verið -i vafa um það, hverra hagsmuni forysta Konunún- istaflokksins ber fyrir brjósti, þá þurfa þeir ekki að vera það lengur. Hún hefur af- hjúpað sig sem umboðsmenn erlends valds, sem líta á hagsmuni hins alþjóðlega kommúnisma æðri öllu öðru, jafnvel þegar í húfi er öryggi þeirrar eigin þjóðar. Ástæðulaust er að hefja um það deilur við „Þjóðvilj- ann" og Einar Olgeirsson, hvort Ragnar Gunnarsson. hafi verið eða sé kommúnisti að þjóðfélagsskoðun, enda skiptir það raunverulega engu máli í því efni, sem hér er um að ræða, og „ásakanir" „Þjóðviljans" og Einars OI- geirssonar í hans garð um skort á hollustu við „hug- sjónina" aðeins gerðar. í þvi skyni að leiða athyglina frá kjarna málsins. A því er þó enginn vafi, að hann hefur allt frá unglingsárum verið eindreginn fylgjandi og með- limur Kommúnistaflokksins, endá hef ur honum frá. önd- verðu verið sýndur trúnaður innan flokksins og starfað mikið á hans vegum. Þannig hefur hann t.d. setið í stjórn Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík, verið í stjórn Dagsbrúnar um árabil, verið sendur til Sovétríkjanna fyr- ir milligöngu flokksins, tekið þátt í sellustarfsemi flokksins í Reykjavík, o. s. frv. Þegar á allt þetta er litið hlýtur mönnum að þykja i hæsta máta brosleg sú fullyrðing Einars Olgeirssonar, að Ragn- ar hafi „um árabil gengið er- inda Sjálfstæðisflokksins" í Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.