Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. feb’rúar 1963 Sat oft við gluggann í veikindum sínum Vakti grunsemdir rússnesku njósnaranna RÚSSNESKI njósnarinn, Kisilev, sem nú hefur ver- ið vísað úr landi, hefur hú- ið að Ránargötu 21. Eitt af þeim verkefnum, sem hann fól Ragnari Gunnarssyni, var að afla sér upplýsinga um fólkið, sem hýr á 3. hæð hússins beint á móti, Ránargötu 22, og síðar bað hann Ragnar að afla sér upplýsinga um fólkið á 1- hæðinni. Óttaðist Kisilev, að fylgzt væri með ferðum hans af fólkinu hinum meg in götunnar. Blaðamaður frá Mbl. fór í gær og spjallaði við íbúana á 1. og 3. hæð hússins að Bánar- götu 22, ef vera kynni að skýr ing- fengist á tortryggni njósn- arans. Á 3. hæðinni húa ung hjón, sem bæði eru kennarar. Hús- bóndinn var ekki hcima, en eiginkonan tók vel á móti blaðamanninum. — Hvaða skýringu getið þér gefið á þessu atferli Rúss- ans hinum megin götunnar, frú? — Mér finnst þetta hlægi- legt. Ég hef ekki einu sinni tekið eftir þeim hinum megin og veit ekki hvemig þeir lita út. — Er nokkuð í glugganum, sem getur vakið tortryggni Rússanna um að fylgzt sé með ferðum þeirra? — Það get ég ekki skilið. 1 gluggakistunni er ekkert nem kristalsvasi. Hann er varla hættulegur. Utan við glugg- ann er útvarpsloftnetið. Það er ef til vill eitthvað dular- fullt við það. — Ragnar Gunnarsson kom í heimsókn til ykkar, er það ekki? — Jú, hann kom á sunnu- dagsmorgni. Ég var ekki heima, en hann talaði við manninn minn. Annars hefur síminn varla þagnað í dag, eftir að fréttin kom í blaðinu. Kunningjarnir hafa verið að hringja. Þeim finnst þetta hlægilegt allt saman. Hann Valtýr niðri á 1. hæð- inni getur ef til vill gefið ykkur nánari skýringu af hverju tortryggni Rússanna stafar. Blaðamaðurinn fór niður og barði að dyrum. Þar býr Val- týr Magnússon. — Hvers vegna heldur þú, Valtýr, að Rússarnir hafi ver- ið svo forvitnir um ykkar hagi? — Það er kannski einna helzt, að ég hef verið veikur, og verið heima í langan tima vegna _ slyss, sem ég varð fyrir Ég sit oft við gluggann og horfi út á götuna og er stundum á vappi þar. Rúss- arnir hafa líklega haldið, að ég hafi verið að fylgjast með þeim. — Er nokkur útbúnaður í glugganum, sem hefur getað hrætt þá? — Nei, það er ekkert slikt. Hins vegar vinnur konan mín í danska sendiráðinu og kem- ur stundum heim í bílum merktum CD. Siíkir bílar koma oft hér að húsinu. Mér finnst liklegasta skýringin, að CD bilamir hafi valdið gmn- semdum Rússanna, sagði Val- týr. , Iðjufélagar, látið ekki sundra röðum ykkar Kjósið B.-listann STJÓRNARKJÖR fer fram í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík um næstu helgi. Kosið verður í skrifstofu félagsins Skip holti 19, og hefst kosningin kl. 10 ird. á laugardag og stendur til fcL 7 sd. Á sunnudag verður kos- ið frá 10 árd. tU kl. 10 síðd. og lýkur þá kosningunni. Að þessu sinni eru þrír listar I kjöri í Iðju, B.-listi stjórnar og trúnaðarráðs, sem studdur er af lýðræðissinnum, og svo listi fram sóknar, sem borinn er fram af Einari Eysteinssyni, sem Þjóð- viljinn sagði í gær, að heimtað hefði formannssæti á sameigin- legum lista kommúnista og fram- sóknar og á því hafi samvinna þessara flokka strandað. Iðjufélagar, látið ekki þau mái sundra röðum ykkar, sækið fram Ul betri kjara undir fomstu þeirra manna, sem um árabil hafa farið með stjóm Iðju og tekizt að reisa félagið úr þeirri rúst, er það var í, er kommún- istar misstu þar völdin. B.-listi lýðræðissinna er þannig skipaður: Guðjón Sverrir Sigurðsson, form. Harpa; Ingimundur Er- lendsson, varaform., starfsmaður Iðju; Jón Bjórnsson, ritari, VifU- fell; Ingibjörg Amórsdóttir, gjald keri, Svanur. Meðstjórnendur: Jóna Magnús- dóttir, Andrési; Guðmundur Jóns son, Nýja skóverksmiðjan og Steinn Ingi Jóhanness, Kassa- gerðin. Varastjóm: Runólfur Péturs- son, ísaga; Klara Georgsdóttir, Borgarþvottahúsið og Ingólfur Jónsson, O. J. & Kaaber. Hluti af forsíðu Þjóðviljans í gær .Wí,'.. 'Í U« 1Í»' - ■» 1K - » tawbud í.ý.-'tÖ'XWðftÍð'-A . fp ifi tS i cíóCo>í-.;' ■ gíjdH *f Ííeii'.' i f:<ro vrþJ v<<r> í; . j i | j. ■>:>!' ab é;>:oi£ • > • j J» f í Tvttm *t<vrfðiw5Hrtum " ; úr -4 v- — Kommúnisfar Framihald af bls. 1. Kommúnistaflokknum. Eða hvers konar stjórnmálaflokk- ur er það eiginlega, sem lætur það viðgangast, að menn séu árum saman með- limir hans beinlínis í þágu helzta andstæðingaflokksins — og það jafnvel þó að fo»- manni flokksins hafi lengi verið kunnugt um það! Hins vegar era þessi ummæli Ein- ars og viðbrögð „Þjóðvilj- ans“ athyglisverð að öðru leyti, því að þau hljóta að vekja þá spumingu, hvort það sé yfirlýst álit forystu Kommúnistaflokksins, að menn geti því aðeins talizt dyggir flokksmenn, að þeir séu reiðubúnir til að stunda njósnir fyrir Sovétríkin. Um leið og meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar þakkar hið þjóðholla starf Ragnars Gunnarssonar, þá fordæmir hún framferði hinna sovézku njósnara og ekki síður fram- ferði þeirra „íslendinga“, sem með afstöðu sinni gerast i raun og veru málsvarar hinna erlendu aðila. Sú afstaða þeirra mun opna augu margra sem til þessa hafa ekki viljaS trúa öðru en það geti vel far- ið saman að vera dyggur kommúnisti og um leið góður Islendingur. Hluti af hagnaði DAS renni í byggingarsjóö aldraös fólks Starfrækt skuli Sieimilishjálp handa öldruðu fólki RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram þrjú frumvörp á Alþingi, sem fela m. a. í sér, að til árs- loka 1974 skuli heimilt að starf- rækja happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna og renni 60% ágóðans til þess. Þá skal ágóðinn renna til byggingarsjóðs aldraðs fólks og loks er heimilt að veita styrk eða lán til annarra dvalar- heimila aldraðs fólks. Loks er gert ráð fyrir, að ákvæði laga um heimilishjálp í viðlögum gildi einnig um hjálp, sem veitt kynni að vera öldruðu fólki um lengri tima en lögin gera annars ráð fyrir. Hentugar íbúðir fyrir aldrað fólk Hlutverk byggingarsjóðs fyrir aldrað fólk er að stuðla með lán- veitingum og styrkjum að því að byggðar verði hentugar íbúðir fyrir aldrað fólk. Tekjur sjóðs- ins éru ágóði af happdrætti dval arheimilis aldraðra sjómanna, frjáls framlög eða aðrar tekjur, sem til kunna að falla, og loks vaxtatekjur. Stjórn sjóðsins ann- ast Tryggingarstofnun ríkisins, en fulltrúi stjórnar DAS skal eiga tillögurétt um lánveitingar. Styrki og lán úr sjóðnum má veita gegn öruggum tryggingum, sveitarfélögum eða aðilum, sem sveitarstjórnir mæla með og tak- ast á hendur að reisa íbúðir handa öldruðu fólki og mega nema allt að 50% byggingarkostn aði. Þá getur tryggingaráð ákveð ið, að hluti sjóðsins komi til út- hlutunar á vegum húsnæðismála stjórnar og skal því fé varið til að lána einstaklingum yfir 67 ára' að aldri til kaupa á litlum íbúðum, sem sérstaklega eru gerðar við hæfi aldraðs fólks. Frumvarp þetta er samið af milliþinganefnd, sem kosin var af Alþingi samkvæmt ályktun þess frá 4. marz 1959. Því hefur þó verið nokkuð breytt í samráði við formann nefndarinnar, fri Ragnhildi Helgadóttur alþingis- mann og fleiri nefndarmenn. Einvígi Friðriks og Inga hefst á morgun EINVÍGI þeirra Friðriks Ólafs sonar og Inga R. Jólh'annssonar, um heiðuirstitilinn „Skákmeistari Reykjavíkur 1963“ hefst á rnorg- un (föstudag) kil. 8 í Snorirasaln- um að Laugavegi 18. Áikveðið hefur verið, að skák- meistararnir tefli fjórar einviíg- isskiáikir. Tveimuir sýninigartöflum verð ur komið fyrir, og geta áhoarf- Veðurstofustjóri lætur af störf um Samgöngumálanáðuneytið aug- lýsir embætti veðurstofustjóra laust til umsóknar frá 1. júlí næstkomandi. Theresía Guð- mundsson, sem veitt hefur Veð- urstofunni forstöðu í 17 ár, lætur þá af störfum. og fer á eftirlaun. Brimnesmálið: Ákveöið að höfða opinbert mál Mbl. hefur borizt svohljóð- andi fréttatilkynning frá saksóknara ríkisins um Brimnesmálið svokallaða: AÐ lokinni athugun hins svo- nefnda „Brimnesmáls“, um útgerð togarans Brimnes NS- 14 á árunum 1959 og 1960, hef- ur saksóknari ríkisins hinn 26. þ.m. höfðað opinbert mál á hendur þeim Axel Krist- jánssyni, framkvæmdastjóra, Bæjarhvammi 2, og Sigurði Lárusi Eiríkssyni, Flókagötu 1, báðum í Hafnarfirði, fyrir óreglusemi og vanrækslu í bókhaldi útgerðar togarans, og ennfremur fyrir mlsnot- kun á aðstöðu með f járreiðar útgerðarinnar að því er varð- ar kaup á skrúfu á skipið, en togarinn var á þessum árum gerður út í umboði fjármála- ráðuneytisins og var Axel forstjóri útgerðarinnar, en Sigurður bókhaldari hennar. endur fylgzt með gangi skákar- innar j afnharðan og keppendur hreyfa skákmennina á borði sínu Á næstu hæð fyrir ofam, í sal- arkynnum málarasveina, murnj ýmsir faerusbu skákmenn borg- arinnar skýra skáikimar á sýn- imgairborðum. Geta áhorfenidur þar rætt hverja skák og borið fram fyrirspurnir um fram- vimdiu hennar og lagt fram tiil— löguT og ágizkanir um .naestu leiki. Fyrsta skákin verður teEld fostuidagimn 1. marz, en önmur sunmudagimn 3. marz Ikl. 2. Bið- skákir (biskák) verður á þriðjudiagimn 5. marz. Þriðja akákin er ráðgerð föstudaginn 8- marz tel. 8, en fari hún í bið^ verður hemni haldið áfram dag- inn eftir, laugardag, kl. 2. Sú fjórða og síðasta verður tefld sunnudaginn 10. marz kl. 2. Umlhiugsunarbími hvors kepp- anda verður bvær klukkustumdie á 36 leiikL Verði skákin ekki út- kiljáð í 36 leikjum, fer hún I bið. — Hættan á ... Framh. af bls. L þar sem ritstjórnargrein „Alþýðu dagblaðsins" var til sýnis annað hvort sérprentuð eða í blaðinu sjálfu. Ritstjórnargreininni hef- ur einnig verið útvarpað í Pek- ingútvarpinu nær stanzlaust fri aðfaranótt miðvikudagsins, ann- að hvort í heild eða útdrætti. —- Alþýða manna í kommúnista- ríkjunum hefur aldrei «ýnt á- greiningnum innan þeirra ein« mikinn áhuga og Kíaverjar gerðu í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.