Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. febrúar 1963 MORCVTSTtLAÐlÐ ) / HORST fcLEIN, sem er 36 ára gamall loftfimleikamaður, ákvað að flýja frá Austur- Þýzkalandi í desemberlok, er þýzk yfirvöld bönnuðu honum að halda áfram vinnu sinni í hringleikahúsi, vegna þess að hann hefði látið hafa eftir andkommúnistisk ummæli. „Ég gat ekki lifað lengur án þess að finna lyktina úr hring leikahúsinu," sagði hann á blaðamannafundi, sem hald- inn var með honum nýlega. 2. desember klifraði hann upp í stálturn skammt austan við Berlínarmúrinn, sem hélt uppi háspennuleiðslu, sem liggur þarna milli borgarhlut anna. Hann klifraði upp á stór an postulínseinangrara á vírn um og var þess meðvitandi, að hver röng hreyfing gæti kostað að hann fengi í sig háspennustraum. Af einangr- aranum fór hann út á streng inn og lét sig renna undan halla 70 metra að nsesta ein- angrara. Hann vissi ekki þá, að há- spennustrengurinn, sem áður hafði flutt 110.000 volta spennu, var ekki lengur not- aður. Hann stökk af strengn- um yfir í turninn, en hann var orðinn loppinn af kuldan um. Fyrir neðan hann gengu tveir verðir fram og aftur meðfram gaddavírsgirðing- unni út að Teltow skurðin- um, en hann var sjálfur fyrir ofan leitarljósin. Loftfimleikamaðurinn á blaðamannafundinum, þar sem hann skýrði frá hinni djörfu flóttatilraun sinni, en hann laumaðist í skjóli myrk- urs yfir landamærin á há- spennustreng, sem var strengd ur milli borgarhlutanna. Hann festi reipi um streng- inn og ætlaði að fikra sig eftir því niður á vestur-þýzkt land, en hahn var þá orðinn svo loppinn að hann missti tökin á reipinu og datt 15 metra nið- ur á dráttarbraut úti í skurð- inum. f fallinu braut hann báð ar hendur. Hann rotaðist í fallinu, og þegar hann rankaði við sér þrem tímum síðar heyrðust hjálparhróp hans og vestur- þýzk brunaliðssveit sótti hann á gúmmíbát út í skurðinn. MENN 06 = A1MEFM= ERIK CARLSSON, sem var sigurvegari í Monte Carlo kappakstrinum í vetur, og sem um árabil hefur verið velþekkt nafn meðal þeirra sem fylgjast með í kappakstri, vann í þessum mánuði annan stórsigur. Unnustan er kapp- aksturshetjan Pat Moss, sem er að verða álíka fræg og bróð i^ hennar Stirling Moss, sem lézt eftir slys í kappakstri í fyrra. Mynd þessi var tekin, þegar þau koma frá svonefndu „Snow Rally“ í Helsinki, þar sem þau höfðu bæði tekið þátt. Eimskipafélag Reykjavíkur. Katla «r í Reykjavík. Askja er á leið til Grikklands. H.f. Jöklar: Drangjökull er í Brem- erhaven, fer þaðan til Cuxhaven. JLang jökull er í Rvík. Vatnajökull er í Rvík. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Esja fór frá Rvík í gærkvöldi vestur um land i hringferð. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21.00 í kvöld til Rvikur. Þyrill fór frá Rvík 26. þm. éleiðis til Manchester. Skjaldbreið fer frá Rvík á hádegi i dag til Breiða- tjarðarhafna. Herðubreið er á Aust- fjörðum á norðurleið. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er vænt anlegt til Sas Van Ghent á morgun. Arnarfell er 1 Middlesbrough. Jökul- fell fór 25. þm. frá Keflavík áleiðis til Glouchester. Dísarfell fór 23. þm. frá Vestmannaeyjum áleiðis til Gauta borgar og Hamborgar. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell er á Dalvík. Hamrafell er í Hafnar- firði. Stapafell kemur til Siglufjarð- ar á morgun. Loftleiðir h.f.: Eiríkur rauði er vaentanlegur frá NY kl. 08:00. Fer til Glasgow og Amsterdam kl. 09:30. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá Helsingfors, Kaupmannahöfn og Osló kl. 23:00. Fer til NY kl. 00:30. Hafskip. Laxá fór í gær frá Storno- way til Scrabster. Rangá fór frá Hels ingborg 24. þm. til Gautaborgar. Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:10 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils- staða, Kópaskers, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Á morgun til Akureyrar (2 ferðir), ísafjarðar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar og Sauðárkróks. Tekið á móti tilkynningum frá kl. 10-12 f.h. + Gengið + 23. febrúar 1963. Kaup Sala 1 Enskt pund ...... 120,40 120,70 1 Bandaríkjadollar .... 42.95 43,06 1 Kanadadollar ______ 39,89 40,00 100 Danskar krónur 622,23 623,83 100 Norskar kr. ..... 601,35 602,89 100 Sænskar kr....... 828,35 830,50 100 Pesetar ........ 7i,60 71,80 10° Finnsk mörk ..- 1.335,72 1.339,1-. 100 Franskir fr. ...... 876,40 878,64 100 Belgiskir fr..... 86,28 86,50 100 Svissn. frk. ...... 992,65 995,20 100 Gyllini ........ 1.193,47 1.196,53 100 Vestur-Þýzk mörk 1.073,42 1.076,18 100 Tékkn. krónur ........ 596,40 598,00 Stúlka, sem vinnur úti ailan dag- ínn óskar eftir 1—2 herþ. og eldhúsi. Uppl. í síma 10356 eftir kl. 5. Ráðskona óskast á gott sveitaheimili. Uppl. í síma 23073. Sniðkennsla Kvöldnámskeið í kjólasniði hefst 1. marz. Innritun í síma 19178. Sigrún Á. Sigurðardóttir Drápuhlíð 48. Til sölu Af sérstökum ástæðum er nýr danskur mink cape, Beaverlamb og ástralskur pels til sölu, uppl. í síma 16247. Stúlka óskast til Afgreiðslustarfa (hálfan daginn). Bakaríið Álfheimum 6. Sími 36280 2 reglusamar stúlkur óska eftir stóru_ forstofu- herbergi sem næst Mið- bænum. Uppl. í síma 50487 milli kl. 7 og 8- næstu kvöld. Finnskar og kanadiskar kvenbomsur nýkomnar KOSALAN LAUGAVEGI 1. LUbRSTORP- J\aTAN SÆNSKA HARÐPLASTIÐ VÍÐÞEKKTA NÝKOMIÐ í MIKLU ÚRVALI. SIVflÐJIiBIJÐIIM við Háteigsveg sími 10033. Clœsilegt einbýlishús Til sölu er óvenju skemmtilegt einbýlishús á einni hæð á einum bezta stað í Kópavogi. Húsið er 156 ferm. 5 herb., eldhús og bað, bílskúr. Ailar nánari upplýsingar gefur Skipa- & fasteignasalan (ióhannes Lórusson, Ml.) KIRKJUHVOLI Simar: 1491« o* 1SS4S Iðja, félag verksmiðjufólks Ailsherjar- atkvæöagreiðsia um kjör stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda og varaendurskoðenda fyrir árið 1963, fer fram í skrif- stofu félagsins, Skipholti 19, laugardaginn 2. marz frá kl. 10 f.h. til kl. 7 e.h. og sunnudaginn 3. marz frá kl. 10 f.h til kl. 10 e.h. Kjörskrá liggur frammi í skrifstofu félagsins frá kl. 10 f.h fimmtudaginn 28. febrúar 1963. Stjórn Iðju. félags verksmiðjufólks, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.