Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 28. febrúar 1963 JUORCVNBLAÐIÐ Leikhús æskunnar, Shakespear e - í Tjarnarbæ Júlia og fóstran UNGT fólk hér í borg og áhuga- samt um leiklist, stofnaði 30. maí ».l. leikfélag, sem hlaut nafnið ^Leikhús æskunnar". Naut félag- ið aðstoðar og fyrirgreiðslu Æskulýðsráðs og borgaryfirvald- ánna og fékk inni í Tjarnarbæ. Stofnendur voru 30, en nú munu íélagsmenn vera 70 talsins. Fyrsta verkefni félagsins var Herakles og Agiasarfjósið eftir Dúrren- matt og var það sýnt í haust. Fé- lagið hefur nú fært út kvíarnar *neð því að stofna innan vébanda sinni fjórar nýjar starfsdeildir þ. e.: Leikbúningadsáld, leiktjalda deild, förðunardeild og leikbók- menntadeild. Ber þetta ánægju- legan vott um starfsgleði og dugn að þessa unga fólks og er þess að vænta að borgarbúar sýni að þeir kunni að meta þessa heilbrigðu •tarfsemi þess og leggi því lið með góðri aðsókn að leiksýning- Um þess. Nú hefur félagið ráðist í það, tmdir stjórn Ævars R. Kvarans, að sýna þætti úr þreimur leikrit- um Shakespeares: Rómeó og Júliu í þýðingu Helga Hálfdánar Bonar, Macbeth í þýðingu Matt- híasar Jochumssonar og Hinrik IV. einnig í þýðingu Helga. Hér hefur því ekki verið ráðist á garð inn þar sem hann er lægstur, en ekki verður annað sagt en að vel hafi tekizt, eftir atvikum, undir öruggri 1 eiðsögn leikstjórans. Hlýtur það að hafa verið mikið vandaverk að setja á svið með ungum og óreyndum leiikurum, jafn erfið viðfangsefni og hér er um að ræða og ná svo góðum árangri er raun ber vitni. AUs koma þarna fram 16 leikendur auk kynnis og fara tveir þeirra með tvö hlutverk. Hér eru ekki tök á því að gera grein fyrir öðr- uim hlutverkum en þeim sem veigamest eru og gera mestar kröfur til leikendanna. í Rómeó og Júlíu mæðir mest á þeim, sem fara með titilhlut- verkin, en það eru þau Arnar Jónsson og Þórunn M. Magnús- dóttir. Arnar stundar leiknám í leikskóla Þjóðleikhússins og virð- ist það nám hafa borið skjótan og góðan árangur, því að hann fór furðu vel með þetta vanda- sama hlutverk. Framsögn hans var skýr og greini’leg, röddin mjög þægileg og hreyfingar hans mjúkar og léttar. Arnar leikur einnig Falstaff, í Hinriki IV., hið veigamikla og skemmtilega hlut- verk, og gerir því hin ágætustu skil. Er mér tjáð að Arnar hafi tekið bæði þessi hlutverk að sér í forföllum annars, með mjög stuttum fyrirvara. Má mikið vera ef þessi ungi leikari á ekki eftir, er fram líða stundir, að láta mikið til sín taka á leiksvið- inum. — Leikur Þórunnar M. Magnúsdóttur í hlutverki Júlíu, sem er vandasamt og gerir miklar kröfur til leikandans, var áferðar- góður, en nokkuð hikandi, sem ekki er tiltökumál um óreyndan kynning leikara í slíku hlutverki. Ýmis- legt í Ieik hennar virtist mér þó athyglisvert og benda til þess að hún geti með þjálfun og þroska, orðið góður liðsmaður í þjónustu Þalíu. Jón Ingvarsson fór og lag- lega með hlutverk Merkútíós vin- ar Rómeós. Athyglisverður var og leikur Sigríðar Gunnlaugsdóttur í hlutverki fóstrunnar. í Macbeth, var sérstaklega at- hyglisverður leikur Oktaviu Stefánsdóttur í hinu stórbrotna hlutverki frú Macbeth. Var fram- sögn hennar mjög skýr og leikur hennar með góðum tilþrifum, borinn upp af töluverðum skap- hita og góðum skilningi á þessari metnaðaróðu og kaldrifjuðu hefðafrú. Leikur Péturs Einars- sonar í hlutverki Macbeths var ekki eins öruggur og ég hafði búist við eftir þeim orðstír, sem hanii hefur getið sér fyrir leik sinn í „Ástarhringnum" í Iðnó fyrir skömmu. Einkum naut textinn sín ekki vel í framsögn hans. Ætti að vera hægt að bæta úr þvL Ég hef að framan minnst á leik Arnars Jónssonar í hlutverki Falstaffs í Hinriki IV. Af öðrum hlutverkum þar má nefna Hinrik prins, sem Erlendur Svavarsson leikur. Hlutverkið „gefur“ ekki leikandanum jafn mikið og Fal- staff, en Erlendur er snotur prins og gerir hlutverkinu að öðru leyti dágóð skil. Vin prinsins, Ponsa, lekiur Magnús Ólafsson. Hlut- verkið er ekki mikið, en Magnús fór sæmilega með það. Kynnir kvöldsins var Þorsteinn Geirsson og leysti það verk af hendi með miklum myndarbrag. Leikmuni gerði leiktjaldadeild L. Æ. undir forustu Sveinbjarnar Matthíassonar. Búningar eru fengnir að lóni hjá Old Vic leik- húsinu í London, og félagið fékk fjárhagslega aðstoð British Coun sils til sýningarinnar. Áður en sýningin hófst flutti leikstjórinn Ævar R. Kvaran er- indi um Shakespeare, en að leiks- lokum ávarpaði s.r Bragi Frið- riksson, framkv.stj. Æskulýðsráðs leikendurna og þakkaði þeim fyrir vel unnið starf. Það er vissulega lofsvert að þetta unga fólk skuli hafa valið til sýningar kafla úr þeim önd- vegisverkum heimsbókmennt- anna, sem hér er um að ræða þó það ráði ekki við þau sem þjálf- aðir leikarar, og færi betur að aðrir sem halda uppi leiksýning- um á þessum sama stað væru eins vandir um val á viðfangs- efnum sínum. Húsið var þéttskipað áhorfend- um er tóku leiknum afburðavel. Sigurður Grímsson. Báfur til sölu Vélbáturinn Vinur E.A. 80 er til sölu nú þegar. Báturinn er 9 tonn að stærð, smíðaður árið 1961. Allar nánari uppl. gefa Sverrir Sveinbjömson sími 49, Dalvik. og. Valdimar Óskarsson sími 69, Dalvík. A Selfossi verður til sölu RITSAFN Jóns Trausta 8 bindi í rexinbandi Ritsafnið hefir nú verið endurprentað, og í tilefni af 90 ára afmœli höfundar verður Ritsafnið selt í dag og á morgun fyrir aðeins EITT ÞÚSUND KRÓNUR Kaupfélag Árnesiaga Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.