Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. febrúar 1963 JMwðpnitÞIflfófc Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðálstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakiö. RÚSSNESKAR MAL-MAt leiðtogi í útlegð í fSRAEL NJOSNIR að hefur enn sannazt svo að eigi verður um villzt, að Rússar halda uppi víð- tækri njósnastarfsemi hér á íslandi. Þetta er vissulega uggvænleg staðreynd, sem allir þjóðhollir íslendingar hljóta í §enn að harma og víta harðlega. Sovétríkin eru eitt mesta hernaðarstórveldi heims. íslendingar eru hins vegar smáþjóð, sem á þá ósk heitasta að lifa í friði við alla. Að þessu sinni hefur það sannazt á tvo rússneska sendi ráðsmenn að hafa lagt mikla áherzlu á að bera fé á ís- lenzkan mann til þess að fá hann til að afla upplýsinga um fjölmörg atriði, þar á meðal um þær vamir íslands, sem haldið er uppi af Banda- ríkjamönnum á vegum Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins. Það hlýtur að vekja sér- staka athygli hvílíka áherzlu Rússar hafa lagt á að beina njósnum sínum að Keflavík- urflugvelli og starfsmönnum á flugvellinum. Til þess að fá sem gleggsta vitneskju um varnarviðbúnaðinn þar, töldu Rússar sig ekkert þurfa til að spara. Alls konar brögð- um skyldi beitt til þess að komast yfir upplýsingar um það sem þar væri að gerast. Allir vita, að þær öryggis- ráðstafanir, sem gerðar hafa verið hér á landi á vegum Bcmdaríkjanna og Atlants- hafsbandalagsins eru. ein- göngu gerðar í vamarskyni. Þrátt fyrir það er Rússum svo mikið í mun að njósna um þessar ráðstafanir, að þeir halda uppi stöðugum njósn- um um þær. íslendingum eru í ferslcu minni heimsóknir rússneskra „togara“ uppi í landssteina við radarstöðvarn ar fyrir vestan og norðan og jafnvel í námunda við sjálfar vamarstöðvarnar á Reykja- nesi. Af skýrslu dómsmálaráðu- neytisins og framburði þess íslendings, sem Rússar hafa nú síðast reynt að fá til sam- starfs við sig, verður auðsætt að það er margt fleira en sjálfar vamimar, sem þeir hafa áhuga á og halda uppi njósnxun um. Engum skyldi heldur koma til hugar, að þegar hafi komizt upp um alla þá njósnara, sem Rússar hafa haft hér á landi og hafa áreiðanlega enn. Þetta síðasta rússneska njósnamál sannar íslenzku þjóðinni enn einu sinni hví- lík hætta vofir yfir henni og öðrum þjóðum hins frjálsa heúns, af hálfu hinnar komm únísku útþennslu og yfir- gangsstefnu. ÞÁTTUk ÍSLENZKRA KOMMÚNISTA Fn það eru ekki aðeins rúss- neskir menn og starfs- menn sendiráðs Sovétríkj- anna í Reykjavík sem eru við riðnir þetta njósnamál. Ragn- ar Gunnarsson, sem rúss- neska sendiráðið reyndi að bera á fé og fá til njósna- samstarfs við sig, hefur skýrt frá hinu nána sambandi sem er á milli umboðsmanna rúss- nesku stjómarinnar hér í Reykjavík og forystumanna íslenzka kommúnistaflokks- ins. Ragnar Gunnarsson hef- ur góða aðstöðu til þess að kunna glögg skil á þessu sam- .bandi, þar sem hann hefur um langt skeið verið meðlim- ur í Sósíalistaflokknum og gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir hann, m.a. verið í stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem kommúnist- ar telja höfuðvígi sitt hér á landi. Hann hefur skýrt frá forgöngu „Menningartengsla íslands og Ráðstjómarríkj- anna“ um að útvega boðs- gesti til Rússlands, en það var einmitt á vegum þessara sam- taka sem „andfasistanefnd sovétæskulýðsins“ bauð hon- um til Rússlands. Það var m.a. fyrir það boð sem hann átti að borga með því að njósna fyrir Rússa um vam- ir föðurlands síns. Ragnar Gunnarsson hefur sýnt mann dóm og kjark með því að fletta ofan af hinni rússnesku njósnastarfsemi og skýra frá þeim tengslum, sem jafnan hafa verið milli rússneska sendiráðsins og forystumanna íslenzkra kommúnista. í sam- tali því sem hann átti við Morgunblaðið og birtist hér í blaðinu í gær, sýnir hann inn í myrkviði hinnar komm- únísku moldvörpustarfsemi. Hann telur það skoðun sína, að samstarf hafi verið milli Rússa og Tékka um njósnir hér á landi. En eins og kunn- ugt er var tékkneskum njósn- ara ekki alls fyrir löngu vís- að úr landi. Það sem sannazt hefur í þessu seinasta njósnamáli er í fyrsta lagi það, að Rússar leggja mikla áherzlu á að njósna um varnir íslands og öryggismáL 1 öðru lagi að LANGT er síðan Mau-Mau- hreyfingin í Kenya var helzta fréttaefni blaðanna. 1 mörg ár voru ógnaröldin og mann- vígin í Kenya á allra vörum, og allir þekktu nöfn leiðtog- anna Jomo Kenyatta og „Gen- eral China“. Kenyatta er á- framhaldandi í fréttum öðru hvoru, en ekki lengur vegna hryðjuverka Mau-Mau heldur vegna friðsamlegrar irelsis- baráttu blökkumanna. Um General China, eða Kína hershöfðingja er öðru máli að gegna. Hann var um tín.a yfirmaður herráðs Mau- Mau, og á árunum 1952—54 leiðtogi Mau-Mau-manna þar til Bretar handtóku hann og vörpuðu honum í fangelsi. Nýlega fréttist af hershöfð- Íingjanum þar sem hann dvel- ur undir fölsku nafni í ísrael. General Ohina var'mjög á- ræðinn herforingi og einn slungnasti leiðtogi Mau-Mau manna, og handtaka hans var mikill sigur fyrir Breta. Eft- ir það var yfirstjórn Mau- Mau öil í molum, en jafn- framt fór hryðjuverkum skæruliða fjölgandi. Stutt er síðan General Ohina var lát- inn laus úr fangelsi, og eftir að hafa dvalið í tvo mánuði með konu sinni og átta börn- um, ákvað hann að flytja úr Xandi og kynna sér nýjustu tækni varðandi garðyrkju. ísraei varð fyrir valinu, og þar býr nú Wario Itoto, eins og hann nefnist, á samyrkju- búi og bíður þess að hvenfa heim til sjálfstæðs Kenya. Nafnið misskilið. Itoto segir að nafnið Gen- eral Ohina eigi ebkert skylt við Kína. Hann tók sér. þetta nafn 1950 eftir að hann gekk í neðanj arðarhreyfingu Mau- Mau, en það er myndað úr upphafsstöfum málsháttar Kikuyu-ættílokksins, sem tekin í fangabúðum Breta. hljóðar svo: „Ef þú leitar að- seturs, munt þú finna hann“. Um tíma héldu Englendingar að nafnið væri sönnun þess að Kínverjar styddu Mau- Mau hreyfinguna og að Gen- eral China væri aðalfulltrúi þeirra í Kenya. Gerðu Eng- lendingar ítrekaðar tilraunir til að koma upp um tengsli þessi^ en að sjálfsögðu án árangurs. „Við létum þá halda þetta“, sagði Itoto, „þá höfðu þeir eitthvað að hugsa um“, General Ohina fæddist í þorpi einu í nánd við Nairobi, gekk í trúboðsskóla og lauk þaðan nokkurs konar stúdents prófi. Að því loknu gerðist hann sjálfboðaliði í brezika hernum árið 1940. Itoto var fljótlegia skipaður undir-lið- þjálfi og þjónaði fyrst í Ind- landi og Ceylon, en tók seinna þátt í bardögum gegn Japönum í Burma. „í frum- skógum Burma lærði ég að berjast, og það hvernig tveir eða þrir skæruliðar geta gert líf heillar herdeildar að hreinu Víti“, þeir hafa náið samband og samvinnu við forystumenn íslenzka kommúnistaflokks- ins. ALVARLEG ÁMINNING etta rússneska njósnamál er enn ein alvöruþrungin áminning til íslenzku þjóðar- innar um þá hættu, sem frelsi hennar og öryggi stafar af hinum alþjóðlega kommún- isma. Það uggvænlegasta í þessu máli er ekki það, að hið rússneska herveldi lætur sendiráðsstarfsmenn sína hér á landi reka víðtæka njósna- starfsemi. Hitt er miklu al- varlegra að hér skuli rekinn heill stjórnmálaflokkur, kommúnistaflokkurinn, sem sannanlega er i nánum tengsl um og samvinnu við njósn- arana. Margir íslendingar eiga erfitt með að trúa því, að til séu íslenzkir menn sem taki hagsmuni hins rússneska her- veldis fram yfir hagsmuni ís- lenzku þjóðarinnar. En það er þó margsönnuð staðreynd, sem enginn maður getur geng ið opnum augum fram hjá. Viðbrögð Moskvumálgagns ins hér á 1 andi í gær við njósnafréttinni eru athyglis- verð. Það leggur áherzlu á, að Ragnar Gunnarsson „hafi verið meðlimur í Sósíalista-, flokknum af annarlegum hvötum“. En blaðið getur þó ekki breitt yfir þá staðreynd, að þessum manni hafði verið sýndur mikill trúnaður inn- an flokksins. Hann hefur m.a. verið stjórnarmeðlimur 1 Dagsbrún, stærsta verkalýðs- félagi landsins, sem kommún- istar hafa um langt skeið tal- ið höfuðvígi sitt Honum hafði ennfremur verið boðið Mismunun kynflokka. Itoto lærði fleira meðan hann dváldi í Asíu. „Ég heyrði í fyrsta sinn getið uim þjóð- frelsishreyfingar á Indlandi. Og í brezika hernum kynntist ég mismunun þeirri, sem rík- ir milili hvítra og svartra. Enskur undir-liðþjálfi fékk margfalt hærri laun ©n 28 shillingana, sem voru greidd- ir. Meðan við lifðum ríkti þesisi mismunun. Það var ekki fyrr en við féilum að við urð'um jafn réttháir Bret- um“. i í Burma hitti Itoto einnig hlökkumenn úr bandaríska hernum, og kynntist í fyrsta skipti kj-örum þeirra í Banda- rikjunum. „Það dró úr mér allan kjark“, segir hann. „Ef bandarískir negrar eftir 250 ára sambúð í heimi hinna hvítu höfðu ekki náð lengra að því er varðar jafnrétti, hvaða von var þá fyrir okkiur í Kenya?“ Að stríðinu loknu hélt Itoto heim til Kenya. Brezku yfir- völdin aðstoðuðu hvíta her- menn á allan hátt, óg mörg- um þeinra voru fengnar jarð- ir í Kenya með góðum kjör- um. En negrarnir fengu eng- ar jarðir. Þeir sneru heim til þorpa sinna jafn snauðir og þeir fóru. Itoto fékk fyirst vinnu við járnbrautirnar, en sneri sér síðan að stjórnmál- um og gekk í flokk blöbku- manna, KAU (Kenya Afrioan Union). Þar kynntist hann fyrst Jomo Kenyatta, sem var forseti KAU. Morð samkvæmt fyrirskipun. General Ohina vill lítið ræða um það þegar hann var yfir- maður Mau-Mau, en frá öðr- um heimildum er vitað að hann var strangur leiðtiogi. Áður höfðu allir nýliðar í Mau-Mau svarið þess eið að hlýða öllum fyrirskipunum og Framhald á bls. 14 til Ráðstjómarríkjanna, enda félagi í MÍR. Þegar á þetta er litið verða tilraunir Moskvumálgagnsina í gær til þess að breiða yfir það, að þessi maður hafi ver- ið virkur flokksmaður I kommúnistaflokknum einkar vandræðalegar og bjálfaleg- ar. ; Það sýnir svo venjulega þjóðhollustu kommúnista að blað þeirra skuli ráðast á ís- lendinginn, sem flettir ofan af njósnurum og taka málstað hinna rússnesku flugumanna. Hitt þarf heldur enginn að undrast, þó sendiherra Sovét- ríkjanna á íslandi lýsi frétt- ina um hinar rússnesku njósa ir tilhæfulausar og tilefnis- lausar „ögranir“. Það er jafn- an háttur Rússa, þegar kom- izt hefur upp um njósnir þeirra í einstökum löndum, að mótmæla harðlega og þykj ast vera saklausir eins og dúf- ur af öUu slíku atferli!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.