Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 28. febrúar 1963 MORGV1SBLAÐ1Ð 13 Ætti að leyfa flot- vörpu innan landhelgi? 1 LESBÓK Morgunblaðsins birtist Hyrir skömmu grcin eftir þýzkan prófessor um frair.tíð flotvftrpunnar og væntanlega ráðstefnu vegna hennar. Vegna þess datt okk ur í hug að tala við tvo menn, sem mest hafa komið við sftgu íslenzku flotvörpunnar, upp- finningamanninn sjálfan, Agn ar Breiðfjörð, og hinn kunna togaraskipstjóra, Bjarna Ingi- marsson. Það var mikil bylting í ís- lenzkri togaraútgerð, þegar farið var almennt að nota flotvörpu til veiða árið 1952. Agnar hafði þá unnið að upp- finningunni og endurbótum á henni um nokkurra ára skeið. Það var Bjarni Ingimarsson, skipstjóri á Neptúnusi, sem fyrstur sannaði nothæfni vörp unnar. Hann hafði fylgzt með tilraununum allt frá fyrstu tíð og hafði mikinn áhuga á veiðafærinu . Skv. samningi við Pélag (íslenzkra botnvörpuskipaeig- enda fengu íslenzku togararn- ir afnotarétt af flotvörpunni og hafa notað hana síðan, þeg- ar aðstæður leyfa. Einnig not uðu vélbátar smaekkaða flot- vörpu með ágætum árangri. Færði flotvarpan íslenzka þjóðarbúinu mörg hundruð milljóna króna verðmæti á þessum árurn. — í hverju felst aðalgildi flotvörpunnar, spyrjum við þá Agnar og Bjarna. — Hún var fyrst og fremst bugsuð til þess að leysa vanda fiskimanna, þegar fiskurinn gengur í þéttum torfum uppi í sjó, enda reyndist hún vel til að veiða gönguþorsk á Selvogsbanka. Flotvarpan tek ur fisk í miðjum sjó, og er einnig hægt að veiða með henni niður undir botni. Hún getur sem sagt veitt á hvaða dýpi sem er, og er það höfuð- kostur hennar. Síðan land- helgin var færð út, hefur nota gildi hennar minnkað, því að togarar hafa ekki getað veitt á þeim miðum, þar sem fisk- urinn heldur sig uppi í sjó. — Var ekki sótt um einka- leyíi á flotvörpunni? — Jú, svarar Agnar. Ég fékk einkaleyfi hér á landi 1956, en áður hafði ég fengið einkaleyfi í mörgum löndum, ..... Bjarni Ingimarsson svo sem Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Spáni, Belgíiu, Þýzkalandi og Japan. ■—Hvað viljið þið svo segja um framtáð flotvörpunnar al mennt? — Um þessar mundir eru liðin 11 ár síðan flotvarpan var viðurkennt veiðafæri fyr ir togara og vélibáta, og komu skipin, sem hana notuðu, hlað in í höfn eftir stutta útivist. Hún var notuð einvörðungu í aprílmánuði frá árinu 1952 og fram til ársins 1958, þegar landhelgin var stækkuð. Þá fóru togarar af þeim miðum, sem fiskur gekk eftir í þétt- um torfum. Nú er aflatregða hjá tagurum og vélbátar með veiðarfæri, sem bæði eru dýr í stofnkostnaði og rekstri og talin rányrkjutæki, þar sem þau veiða áfram, ef þau tap- ast. Þess vegna hefur okkur komið til bugar tillaga um notkun flotvörpunnar. Hún veiðir þann fisk, sem er uppi I sjó, og sé hún rétt gerð, sleppir hún smáfiski og öðru smælki, sem ekki er æski- legt að fá í vörpuna. Möskv- arnir lokast ekki, heldur leik- ur straumur um vörpuna. Ger ir það hana létta og viðróðan- lega. Flotvarpan gefur góðam og verðmikinn fisk, hún er ódýr í stofnun og rekstri, og nú fást sterkari og fisknari efni til vörpugerðar en fyrir II árum, svo flotvarpan hlyti að gefa enn betri árangur nú. Kostir flotvörpunnar eru einn ig þeir, að stuttam tíma tekur að ná henni inn í skipið, en aftur á móti er oft lagt 1 tvísýnu, ef veður spillist, að ná netum og línu. Þá var komið fyrir dýptarmæli á vörpunni, svo að bæði varp- an og fiskurinn sézt á mælin- um og hægt að haga veiðum eftir þvL Sé flett upp í blöðurn frá vertíðinni 1952, má sjá, hve geysimikinn afla togararnir fengu í flotvörpuna, og vél- bátar komust þegar upp á lagið með að nota hama. Var þetta talin bylting í veiðar- færagerð. — Blaðamaðurinn skoðar nú Agnar Breiðfjftrð fjölmargar blaðaúrklippur frá þessum tímum, sem sýna glöggit, hve þessi nýja upp- finning hefur verið talin mik- ilvæg: „Stórkostleg nýjung í íslenzkri veiðarfæragerð" ... „Togarinn Neptúnus kom til Reykjavíkur með afla, sem er alveg óvenjulegur og senni lega einsdæmi, 270 lestir af saltfiski, sem fengizt höfðu á Selvogsbanka á 8 dögum“ .. Allt að 40 tonn í hali“ ... o. s. frv. — En hver er ástæðan til þess, að flotvarpam er ekki notuð að ráði nú? — Þegar kom á dagimn, hve aflasæl flotvarpan var, töldu þáverandi stjórnarvöld rétt að banna notkun hennar innan landhelgi og settu hana í sama flokk og botnvörpu. — En er ekki botnvarpan skaðleg bæði ungviði og botn gróðri, en flotvarpan skaðar hvorugt? • — Að sjálfsögðu hlífir húm bæði botmgróðri og ungviði, og er því að sumu leyti e. k. friðunartæki. — En þannig misstu Skipin beztu fiskimið- in, því að landhelgismörkin voru færð út næstu* árin. —Sögðu ekki sumir, að flotvarpan kæmi helzt ekki að gagni nema á hrygningar- tíma hér við Suðurlamd? — Fullkomin sönnun hefur fengizt fyrir því, að hægt er að veiða fisk uppi í sjó á öðrum tíma. T.d. má vitna í umsögn Kristjáns Péturs- sonar, skipstjóra á bv Ólafi Jóbannessyni, frá 15. júni 1953: „Ég notaði flotvörpuna á vertíðinni 1952 með ágæt- um áramgri. Einnig nú síðast í veiðiför minni til Grænlands notaði ég flotvörpuna, þegar fiskur var laus við botn, og ‘ t.d. var flotvarpan eingöngu notuð í 4 gólarhringa, og feng ust 2—5 pokar í drætti, þegar skip, sem í kring um okkur voru, fengu litla sem enga veiði í botnvörpu. Þess skal og getið, fiskurinn, sem fékkst í flotvörpuna, var vænni en_ sá, sem fékkst í botnvörpuna“. Því spyrjum við: Er ekki tímabært að leyfa togurum og vélbátum að nota flot- vörpu á vissum tíma árs og undir ströngu eftirliti? Yrði þá botnvarpa ekki leyfð, og síðan mætti veiða innan land- helginmar það fiskmagin, sem hinir færu fiskifræðingar okk ar teldu mega á hverjum tíma. Til rökstuðnings þessu bend um við á hið alvarlega ástand í fiskveiðimálum okkar, og að þvú aðeins komi landlhelg- in okkur að fúllu gagni, að við nýtum hana okkur í hag á hagkvæmon og visindaleg- an hátt. ★ Að lokum langar blaðamann inn til þess að tilfæra nokk- ur orð úr skýrslu Matvæia- stofnunar Sameinuðu þjóð- anna (FAO) í Róm um flot- vörpu Agnars Breiðfjörðs. Þar segir: „Hin íslenzka miðsjávar- varpa hefur verið notuð til þorskveiða síðan árið 1952. Hinn endurbætti stjómumbún aður hennar hefur verið reynd ur hér og reynzt hentugur, ekki eingöngu á togveiðum í miðjum sjó, heldur og fyrir togveiðar nálægt botni. Þessi staðreynd gæti auðveldiega leitt tii frekari allsherjarþró- unar á sviði togveiða, þegar um bolfisk er að ræða, ekki aðeins í miðjum sjó, heldux einnig nálægt ósléttum botni, þar sem venjulegar togveiðar eru ekfci mögulegar". — Alþingi Framhald af bls. 8. þar. Á Hólmavík er nægilega stór flugvöllur fyrir Dakota- yélar. Siglfirðingar hafa beðið um flugvöll, en þar er lítiil sjúkra flugvöllur. Þar hefur verið gert ráð fyrir flugvelli fyrir Dakota- vélar með tilkomu vélar Björns hefur viðhorfið breytzt, svo að þar er unnt að gera nægilega Stóran flugvöll fyrir miklu minna fé en áður var ætlað. í Horna- firði er talið nauðsynlegt að gera Jiýjan flugvölL Á s.L hausti var hafizt handa við byggingu sjúkra flugvallar fyrir ofan kauptúnið ©g mundi kosta tiltölulega lítið fé að gera þar 600 m braut, þar sem sérstaklega gott flugvallar- Stæði er þar fyrir stærri flug- vélar. •sj MeS góðu skipulagl má fá miklu áorkað Kvaðst ráðherrann hafa rakið þetta til að sýna fram á, hve umfangsmikil verkefnin eru ] framundan og þótt fé til flug- valla hafi verið aukið verulega hin síðustu ár, eða yfir 100% fjögur síðustu árin, þyrfti það náttúrulega að vera meira. En með góðu skipulagi má fá miklu áorkað og bæta mjög úr sam- göngum hinna fjarlægari staða með því að láta 600 m flugbraut nægja á hinum afskekktust stöð- um til að byrja með. Mundi Björn geta leyst samgöngumál þeirra staða fyrst um sinn og þannig spöruðust milljónatugir í flug- vallagerð næstu árjn, miðað við það að flugvellir fyrir Dakota- vélar yrðu byggðir á öllum þess- um stöðum. Unnar Stefánsson (A) þakkaði svörin. Taldi hann óheppilega ráð stöfun að dreifa fénu á marga staði; meta yrðL hvar þörfin væri brýnust og hvar flugvöilur kæmi að mestu gagni. Nauðsynlegt að gera sér grein fyrir staðrey ndunum ] Ingólfur Jónsson samgftngu- málaráðherra kvað nauðsynlegt, þegar rætt væri um flugvallar- gerð sem aðra hluti að gera sér grein fyrir staðreyndunum, eins og þær liggja fyrir. Framkvæmda er þörf mjög víða og þótt hann væri sammálá US úm sérstöðu Vestmannaeyinga, kæmi ekki til mála að taka mesta hluta flug- vallarfjárins á einu ári til fram- kvæmda þar, en sinna ekki þörf- um annarra staða. Staðreyndin væri sú, að eftir að í ljós kom, að 600 m löng braut mundi koma að mjög miklu haldi, hefði verið sérstök ástæða til að flýta framkvæmdum, þar sem þá var hægt að láta fram- kvæmdirnar koma að gagni eftir tiltölulega stuttan tíma. Öllum fagnaðarefni Karl Guðjónsson (K) fagnaði þvg ef unnt mundi reynast að byggja nægilega flugbraut fyrir 5,7 millj. kr. Það væri öllum fagnaðarefni, ef tæknilegar fram farir hefðu það í för með sér, að 600 m löng braut kæmi að svipuðum notum og lengri braut, Hins vegar lét hann í ljós áhyggj ur út af því, að samvinna flug- félagsins og Bjarnar mundi ekki verða snurðulaus, þar sem ráð- gert væri að Björn mundi hafa viðkomu víða um iand. Hefur í hyggju að kaupa aðra vél Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra kvað 600 m braut- ina bráðabirgðalausn, meðan verið væri að athuga betur um lengri braut Ástæðulaust væri að hafa áhyggjur af samvinnu Björns Pálssonar og flugfélags- ins, enda hefði Björn í hyggju að kaupa aðra vél, ef vel tækist. En með því móti yrði bætt fyrr úr samgönguörðugleikum víðar um land en ella hefði verið. Nýir mftguleikar opnuðust Guðlaugur Gíslason (S) kvað Vestmannaeyinga telja 600 m braut byrjunaráfanga, en að sjálfsögðu yrði verkinu haidið áfram. Þegar svo væri komið, að venjulegar farþega- og flutninga- vélar hefðu aðstöðu til að lenda þar að staðaldri mundu nýir möguleikar opnast, er kæmu út- flutningsmálum Vestmannaey- inga í betra horf, þar sem með góðum hagnaði mætti flytja hin- ar verðmeiri fiskafurðir út með flugvélum, ef flugsamgöngur. væru tiltölulega öruggar. Þakklátur ríkisstjórninni Sigurvin Einarsson (F) kvaðst þakklátur ríkisstjórninni fyrir það, að hún hefði sýnt skilning á og vildi stuðla að því, að aukin tækni greiddi fyrir flugsamgöng- um hér á landi. Flugvél Bjarnar, sem ekki þarf nema 600 m langa braut, þótt hún getið tekið 16 far- þegar, væri mikilsverð nýjung og mundi spara ekki milljónir heldur tugi milljóna í flugvall- argerð. Endurtók hann síðan þakkir sínar til flugmálaráðherra fyrir að hafa unnið vel að þess- um málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.