Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 28. febrúar 1963 MORGVNBLAÐIÐ 15 — Velvakandi Framhald af bls. 6. *em gerð hefur verið á Norður- Jöndum. Ekki er okkur kunnugt um að annarsstaðar hafi betri myndir verið gerð um þetta efni. Geti „bílstjóri“ eða nokk- ur annar útvegað betri kvik- mynd, mun FÍB stuðla að þvl að sem flestir félagsmenn geti séð hana ókeypis. Sýnikennsla í hálkuakstri, sem „bílstjóri" minnist á, hefur verið athuguð af stjórn félagsins og var rædd á almennum fundi í félaginu fyrir meira en ári síðan. „Bíl- stjóri telur að FÍB eigi að taka upp tæknifræðslu. Við viljum vekja athygli á því, að þessi starfsemi var tekin upp fyrir tveim árum síðan og hefur verið aukin verulega, þannig að síð- ustu mánuðina hafa tæknilegar upplýsingar verið veittar dag- lega af löggiltum bifvélavirkja. Félagsmönnum er veitt þessi þjónusta fyrir milligöngu skrif- stofunnar. Einnig hafa birzt þættir um tæknileg efni í, tíma- ritinu öku->ór. í • Vegaþjónusta f: Einnig vekur það nokkra. tandrun, að - „bílstjóri" telur vegaþjónustu FÍB vera óþarfa fyrir bifreiðaeigendur og stuðla að skrjóðaferðalögum. Þetta stjngur mjög í stúf við reynslu FÍB af hinum miklu vinsæld- um, sem vegaþjónustan hefur hlotið, einkum tvö undanfarin ár, en á, því tímabili hafa nær 2000 bílar notið aðstoðar vega- þjónustunnar. Vegaþjónustan hefur einnig, í nánu samstarfi við vegalögregluna, stuðlað að auknu umferðaöryggi og reynsl- an hefur sýnt, að þrátt fyrir mikla umferð hafa umferðaslys orðið tiltölulega fá á þeim svæð um, þar sem þjónusta þessi hef- ur verið starfrækt. Annríki vega —-----s------------------ þjónustunnar hefur verið mik- ið, en sem betur fer, hefur sjald- an þurft að draga stórskemmda bíla og draugásagan lun bílflak- ið, sem „bílstjóri“ minnist á, er að sjálfsögðu órar einir. • Skemmtiferðir gamla fólksins >á telur „bílstjóri" það ljóð á ráði FÍB og annara bifreiða- eigendafélaga, að þau hafa haft þann sið að undanförnu að bjóða vistfólki á dvalarheimil- um til skemmtiferða á sumrum. Virðist þessi athugasemd einnig næsta torskilin, þar sem skemmtiferðir þessar hafa verið mjög fjölsóttar og sérlega vin- sælar. Hér er um að ræða fólk, sem lítil tækifæri hefur til þess að bregða sér úr bænum í bif- reiðum og njóta sumarsins, svo sem „bílstjóri" og aðrir gera. Við viljum skjóta því. að „bíl- stjóra", að hann taki þátt í því næsta sumar, að bjóða vistfólki að einhverju slíku heimili í ferðalag og mun hann komast að raun um að það er mjög ánægjulegt, ekki eingöngu fyrir vistfólkið, heldur einnig fyrir þá, sem að slíku boði standa. • Bifreiðatryggingar og umferðaröryggi í>á finnst „bílstjóra" mjög illt að FÍB héfur ónáðað trygginga- félögin. Því miður teljum við nauðsynlegt og mikilvægt að koma bifreiðatryggingum i nokkuð annað og betra horf en nú er. Varðandi vaxandi umferða- slys, sem „bílstjóri“ minnist á, þá vill FÍB taka fram, að það hefur á tveimur undanförnum árum vakið athygli á þessu vax- andi vandamáli. Sýnt hefur ver- ið fram á, að hér á landi, svo sem í mörgum öðrum menning- arlöndum, látast fleiri árlega af völdum vélknúinnar umferðar en af nokkrum einstökum smit- næmum sjúkdómi. FÍB hefur einnig bent á margar leiðir til að bæta úr þessu ástandi. Ýms- ar af þessum leiðum hafa verið á dagskrá hjá öðrum aðilum í dagblöðunum að undanförnu. • Hin nýja stefna „bílstjóra“ „Bílstjóri“ telur að FÍB og „bifreiðaklúbbarnir" almennt eigi að taka upp betri samvinnu við opinbera aðila og nánari tengsl við vegfarendur. Þetta er ágæt og jákvæð ábending, en hinsvegar óþörf nú. Við viljum fræða „bílstjóra" á því, að þessi samvinna er þegar hafin. Á undanförnum ár um hefur tekizt mjög góð sam- vinna milli FÍB og ýmissa opin- berra aðila, svo sem lögreglu- stjóra, samgöngumálaráðherra og Alþingis. Þá hefur stjórn FÍB unnið að því að koma á sem beztu sambandi milli fé- lagsmanna, má þar nefna útgáfu tímaritsins Öku-Þórs og benda á að 1962 hélt FÍB fleiri almenna fræðslufundi heldur en áður höfðu verið haldnir á 29 árum í starfssögú félagsins. Af þessu má sjá að hin nýja stefna, sem „bílstjóri“ talar um, er þegar komin í framkvæmd og á mörg- um sviðum langt fram yfir það sem bílstjóri stingur upp á. Að endingu viljum við flytja „bílstjóra" beztu þakkir fyrir pistilinn, sem hefur getið okkur kærkomið tækifæri til þess að leiðrétta smáskrítinn misskiln- ing og kynna almenningi starf- semi félagsins. Því miður leyfir rúm ekki að skýrt sé ýtarlega frá hinum fjölþættu verkefnum, sem FÍB vinnur nú að. Höfum til leigu dráttarvél með skurðgröfu og ámoksturs- tækjum. — Tíma- og ákvæðisvinna. Uppl. í síma 20763 eftir kl. 8 á kvöldin. Verkamenn óskast Mikil vinna framundan. Sandver hf. Sími 18707 og 33374. Hjúkrunarkonur Yfirhjúkrunarltonu' og aðstoðarhjúkrunarkonu vantar að sjúkrahúsi Siglufjarðar frá 1. apríl n.k. Umsóknir sendist undirrituðum. Bæjarstjórinn Siglufirði. 4 ■ LESBÓK BARNANNA Beríel Thorvaldsen Keppnin var fólgin 1 því, að hver þátttakandi var lokaður einn inni 1 herbergi með leirköggul og mótunaráhöld, og þar átti hann að leysa ákveð- ið verkefni. Sigurvegar- inn fékk gullverðlaun og peningstyrk til utanfarar. 4. EN þegar .Tborvald- sen heyrði, hvert verk- efnið var, fannst honum það vera sér ofviða. Hon um féllst hugur Og hann ætlaði að laumast burt út um bakdyrnar. Til allrar hmingju mætti hann ein- um af kennurum sínum úti í garðinum. Skrítla ' Tveir dalabændur höfðu búið í nábýli alla *evi, en þeir voru báðir svo fátalaðir, að þeir létu sér nægja að segja: „Sæli-nú“ eða „Fínt veð- ur í dag,“ er þeir hittust. Dag nokkurn var þó ennar þeirra óvenjulega *krafhreyfinn: „Pétur, hvað gafst þú merinni þinni, þegar hún fókk hrossasóttina?“ „Terpentíniu," svaraði Fétur. , „Þakka“, sagði hinn. ' Nokkrum vikum seinna hittust þeir aftur. „Sagðirðu mér ekki á dögunum, að þú hefðir gefið merinni þinni ter- pentínu, þegar hún fókik hrossasóttina? “ „Jú,“ svaraði Pétur. „Ég gaf minni meri einnig terpentínu, en hún drapst“ „Það gerði mín einn- |g,“ sagði Pétur. 3. THORVALDSEN vildi verða myndböggvari og heitasta ósk hans var að komast til Róm, þar sem öll listaverkin frá gull- öld Grjkkja og Rómverja voru saman komin. En ennþá var hann fátækur, ungur maður. Einasta von hans var að geta sigKjð í þeirri samkeppni, sem árlega var haldin á Lista- skólanum. „Hvert ætlið þér?“ spurði prófessorinn og Thorvaldsen varð að við urkenna, að hann ætlaði að hlaupast burt úr keppn inni. Próféssorinn gat talið í hann kjark, svo að hann sneri aftur til leirkögg- ulsins, sem beið hans. Eftir stutta stund hafði hann lokið verki, sem hann hlaut gullverðlaun- in og ferðastyrkinn að launum fyrir. Völundarhúsið Nú er daginn farið að lengja. Þegar veðrið er gott og sólin skín, er gam an að kunna einhverja leiki til að fara í á túninu eða skóilavellin- um. Hér ætlum við að segja ykkur frá góðum leik, þar sem þátttakendur þurfa að vera nokkuð margir, helzt ekki færri en 16, auk þess sem stjórnar, en mega gjarnan vera um 30. Það er því tilv*l- ið fyrir bekkinn að far» í hann í frímínútum, og hver veit nema kennar- inn komi líka til aS stjórna leiknum? Annar kostur við þennan leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.