Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 28. febrúar 1963 MORCU1SBLAÐ1Ð 17 Jón Krislófersson Minning f DAG er jarðsettur í Reykjavík Jón Kristófersson frá Köldukinn á Ásum, en hann andaðist 21. þ.m. nær 75 ára gamalL • Jón fæddist í Köldukinn 28. epríl 1888 og ólst þar upp í föð- urgarði, en foyeldrar hans, Kristó fer Jónsson og Anna Árnadótt- ir, bjuggu þar rausnarbúi fjóra áratugi, frá því er þau keyptu jörðina 1883 og allt þar til Anna iézt 1924; Kristófer í Köldukinn lifði aftur á móti til 1942, en þá var Kristján sonur hans löngu tekinn við öllum búskap þar. 1 í>au hjónin, Anna og Kristófer, eignuðust fimm börn, og var Jón hið fjórða í röðinni, en hið þriðja þeirra, er upp komust. Á undan honum eru látin tvö elztu syst- kinin, Jón eldri, er dó kornung- ur, og Margrét, sem dó 1950. Á lífi eru bræðurnir Kristófer og Kristján, annar á Blönduósi, hinn í Köldukinn, og einnig þrjú hálf- systkin, Árni, Sveinn og Hjálm- fríður, öll börn Kristófers, einnig búsett nyrðra. 'f Mannmargt var í Köldukinn á uppvaxtarárum þeirra systkin- anna og mjög gestkvæmt, því að vegurinn lá þá neðan garðs, á Blöndubökkum, og hylltust marg ir bændur úr Svínavatnshreppi til að gista þar í kaupstaðarferð- um fremur en á Blönduósi eða í Höfðakaupstað. Þá var líka fjöl- mennt á bæjunum í Langadal, handan árinnar, og mikill sam- gangur þar á milli á vetrum, því að varlá brást að ána legði. Köldukinnarsystkinin ólust því upp við ljúft og heilbrigt dala- líf, svo sem bezt gerðist á þeim árum. ' Jón Kristófersson gekk ungur 1 Hólaskóla og lauk þaðan bún- aðarprófi. Fáum árum síðar kvæntist hann góðri konu, Jakobínu Ásgeirsdóttur frá Ósi í Steingrímsfirði, og hófu þau búskap í Köldukinn, að hluta. Bjuggu þau fáein ár en flutt- ust þá til Blönduóss, þar sem þau eettu fyrst á stofn veitingasöiu, unz Jón sneri sér brátt að verzl- unarrekstri, sem hann stundaði síðan um 20 ára skeið eða til 1939, lengst á Blönduósi, nokkur ár á Akranesi og síðast um stutt- an tíma í Reykjavík. Eftir u.þ.b. 13 ára ástúðlega sambúð þeirra hjónanna andað- ist Jakobína frá manni sínum og tveimur ungum börnum þeirrá. ,Var það mikil áfall. Og ekki var ein báran stök. Fáum árum síðar tók að bera á veikindum í dótt urinni, Ásgerði, og leiddu þau hana í dauðann innan við tví- tugsaldur. Á lífi er hins vegar sohur Jóns, Þórir, sem ólst að mestu upp hjá þeim Þingeyra- hjónum, Huldu Stefánsdóttur og Jóni S. Pálmasyni, en er nú bif- reiðastjóri í Reykjavík. Hann er kvæntur Sigríði Guðmundsdótt- ur. Jón bar konu- og dótturmiss- fnn með stillingu, enda var hann gæddur miklu jafnaðargeði og trúarstyrk. Sá ég hann aldrei Skipta skapi, og var hann þó alls ekki geðlaus eða ónæmur að til- finningum til. Oft gat hann ver- Ið spaugsamur, og gaman hafði hann af að rifja upp skemmti- legar endurminningar frá liðinni tíð. Þá var honum og hugleikin •ettfræði og þjóðlegur fróðleik- ur. En framar öðrum hugðar- efnum voru tónlistin og trúmál- in. Hann lærði ungur að leika á (iðlu og stofuorgel, og á Blöndu- ési var hann kirkjuorganisti um érabil og einnig um skeið for- maður sóknarnefndar. Á elli- heimilinu Grund í Reykjavík, |>ar sem Jón var vistmaður mörg síðustu árin, var hann lengi org- ■mleikari við guðsþjónustur og morgunbænir. Jafnframt hafði hann á hendi bókavörzlu fyrir stofnunina. A£ öðrum störfum, •r hana hafði með höndum hér syðra, eftir að hann lét af verzl- unarrekstri, má nefna skrifstofu- og innheimtustörf fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og smíðavinnu fyrir Þjóðminjasafnið o.fl., en Jón var mjög handlaginn mað- ur. Jón fékkst töluvert við tón- smíðar, þótt ekki léti hann mik- ið uppskátt um það, því að hann var maður dulur um eigin mál. Munu liggja eftir hann í hand- riti nokkrir tugir laga, flest sönglög, þ.á.m. eru lög við flest eða jafnvel öll ljóðin í „Eiðnum“ eftir Þorstein Erlingsson. Mun margt af þeim lögum og öðrum vera vel til söngs fallið, m.a. nokkur sálmalög, þar sem sam- einuðust hvað bezt tvö hans mestu áhugamál, tónlist og trú. Jón Kristófersson var greind- ur maður vel, grandvar og reglusamur og gæddur mikilli háttvísi og snyrtimennsku. Prúð- menni, í einu orði sagt. Má því nærri geta, að hann var vinsæll af frændfólki, kunningjum og viðskiptamönnum, — og verður minning hans í heiðri höfð. B. P. Sjötugur í dag: Guðlaugur Jóhannesson GUÐLAUGUR Jóhannesson frá Klettstíu í Norðurárdal, sem í dag er sjötugur, hefur verið barna- kennari í Landmannahreppi síð- an haustið 1930. Hann hefur að» baki meira en þriggja áratuga starf í þágu hreppsins, en s.l. fimm ár hefur Guðlaugur verið starfsmaður þriggja hreppa, _eða frá því, er skólahverfi Ása- Holta- og Landmannahreppa hreppa voru sameinuð í eitt og kennsla hófst í heimavistarbarna skólanum að Laugalandi í Holta- hreppi. Þegar Guðlaugur, kennari, kom fyrst í Landsveit, hugðist hann í byrjun aðeins stunda barna- fræðslu um stundarsakir, en bæði var það, að honum féll starf ið vel og ekki síður hitt, að nem endur hans og vandamenn þeirra sáu í Guðlaugi góðan og sam- Vér vitum EN öllum þeim, sem tóku við Honum gaf Hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á Nafn Hans, sem ekki eru af blóði, né af holds vilja, né af manns vilja, heldur a£ Guði gefnir. Jóh. 1. 12—13. í blaði Morgunblaðsins 20. des. s.l. er grein frá Maríu Magnús- dóttur, sem hún nefnir: „Hverjir eru Guðsbörn“. í grein þessari deilir hún dá- lítið á mig vegna greinar frá mér er kom út í Morgunbl. nokkru áður. Hún segir: „Fyrst og fremst held ég að enginn maður geti dæmt um það hverjir séu Guðs börn eða ekki“. Guðsbörn eru þeir, sem eru fæddir af Guði fyrir samfélagið við Krist Jesúrrt. Að vera fæddur af Guði, er að hafa fengið hlut- deild í guðlegu eðli Hans fyrir hluttekning í Jesú Kristi, heilaga líkama og blóði. Jesús sagði: Eins og hinn lifandi Faðir sendi mig og ég lifi fyrir Föðurinn, eins mun sá lifa fyrir mig, sem mig etur. Jóh. 6. 57. í hinu sæla og dýrlega samfé- lagi við Jesúm, fæðumst vér af Guði, verður Guðs börn, fáum nýtt hjarta, nýjan anda, verðum ný sköpun, enduræðumst til lif- andi vonar, fyrir dýrlega og veg- samlega upprisu Jesú Krists frá dauðum. 1. Pét. 1. 3—4. Jesús sagði: Ef Guð væri Faðir yðar, þá elskuðuð þér mig, því að frá Guði er ég út genginn og kom- inn. Jóh. 8. Það er eðli og einkenni allra sannra Guðs barna, að þau elska Jesú, tigna Hann og tilbiðja og gleðjast í Honum. „Hver sem er í Honum er nýr maður“. Jóhann- es postuli og guðspjalla-maður segir: Börnin mín, látið engan villa yður, sá sem iðkar réttlætið er réttlátur eins og Hann er rétt- látur. Hver sem synd drýgir, heyrir djöflinum til, því að djöf- ullinn syndgar frá upphafi. Til þess birtist Guðs sonur, að Hann skyldi brjóta niður verk djöfuls- ins. Hver sem af Guði er fæddur, drýgir ekki synd, því guðseðlið er varajnlegt í honum og hann getur ekki syndgað, af því hann er fæddur af Guði. Af þessu eru augljós börn Guðs og börn djöfuls ins, hVer serp ekki iðkar réttlæti, heyrir ekki Guði til, né heldur sá, sem elskar ekki bróður sinn. jóh. 7—10. Ég vona nú að María sjái í hverjum hópi hún ferðast með. Um það dæmi ég ekki neitt. Því einn er sá sem dæmir, Drottinn Jesús Kristur Hann sem er dóm- ari lifenda og dauðra. Hann sem ranns^kar nýrun og hjörtu okkar manna og geldur hverjum og ein- úm eftir hans verkum Opinb. 2. 1. 18. Honum bera allir spámenn- irnir vitni, að sérhver sem á Hann trúir fái fyrir Hans Nafn synda- fyrirgefning. PosL 10. 43. Hver sem trúir að Jesús sé Kristur er af Guði fæddur. 1. Jóh. 5. 1. Áður en Jesús varð uppnum- inn til himins, sagði Hann við postulana: Þér munuð öðlast kraft, er Heilagur Andi kemur yfir yður og þér munuð verða vottar mínir. Post. 1. 8. Þá spyr María: Hvaðan fengu postularnir kraft til að gera kraftaverk eftir að Kristur var krossfestur og upprisinn. Fengu þeir lækningamátt frá villuanda eða frá Kristi? Mig undrar að kona í kristnu landi, og sem er uppfrædd í kristni trú, skuli spyrja svo fávíslega. Postularnir fengu sinn lækn- ingamátt frá uppsprettu lífsins, Jesú Kristi syni Föðurins, en ekki fyrir aðstoð miðla. Kristnir menn þurfa ekki að sækja svo mikið sem eitt hálmstrá til andatrúar- manna, nema þá aduðann ef þeir vilja það. Sál konungur leitaði frétta hjá vofu og missti fyrir það lífið. 1. Kron. 10. 13—14. Hann hélt.það væri Samúel af því að andinn sem kom upp úr jörðinni var í mynd Samúels og talaði eins og hánn, en Samúel var kominn til hvíldar Guðs barna 1. Sam. 28. Þetta fyrirhrigði er útskýrt í 1. Kron 10. 13—14. En einn er Guð og einn er meðalgangari milli Guðs og manna, maðurinn Krist- ur Jesús, sem gaf sig sjálfan til lausnargjalds fyrir alla. 1. Tún 2. 5—6. Postularnir voru íklæddir krafti frá hæðum, er Jesús sendi þeim Heilagan Anda sinn, eins og Hann hafði þeim heitið áður en Hann varð upprunninn. Á hvítasunnudaginn 10 dögum eftir himnaförina, varð skyndi- lega gnýr af himni, eins og að dynjanda sterkviðris, og fyllti allt húsið, sem þeir sátu í og þeim birtist tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á einn og sérhvern þeirra, og þeir urðu allir fullir af Heilögum Anda, Post. 2. í þessum krafti Heilags Anda fóru- þeir út og prédikuðu allsstaðar og var Drott inn í verki með þeim og staðfesti orðið með táknunum, er ^amfara- voru. Þannig er Heilagur Andi alltaf með kristnum mönnum til að fræða þá og styrkja á vegi lífsins, sem liggur heim til Guðs, til hinn- ar himnesku Paradísar Guðs. Ég enda svo þetta greinarkorn mitt með orðunum: Vér vitum, að Guðs sonur er kominn og hefir gefið oss skilning, til þess að vér þekkjum hinn sanna, og vér er- um í hinum sanna fyrir sam- félagið við son Hans Jesúm Krist. Þessi er hinn sanni Guð og eilífa lífið. 1. Joh. 5. Trú þú á Drottinn Jeúm og þú munt verða hólpinn og heimili þitt. Post. 16. 31. Kristján Á. Stefánsson frá Bolungarvíik. Húsnœði til leigu Húsnæði fyrir skrifstofur eða mjög léttan iðnað er til leigu við Laugaveg. — Upplýsingar gefur: Sveinn Finnsson, hdl., sími 22234 ■— 23700. Atvinna Röskur maður með bílstjóraréttindi óskast. Upplýsingar í síma 19187 og 35545. LÖCMANNAFÉLAG ÍSLANDS Furadarhoð Félagsfundur verður haldinn að Hótel Borg, herbergi nr. 103, föstudaginn 1. marz n.k. kl. 17,30. D a g s k r á : Þórir Bergsson, cand, act. talar um notkun actuarútrekinirigs í skaðabótamálum. Borðhald eftir fund. STJORNIN. vizkusaman kennara, sem fengur var í fyrir sveitina að hafa. Þess vegna varð dvöl hans lengri, en ætlað var í fyrstu eða á fjórða áratug. Um þetta leyti var fjöldi barna á skólaaldri, en hins vegar enginn heimavistarskóli. Varð kennslan að fara fram á ýmsum bæjum og þröngt á þingi, því að sjálfsögðu voru hús bænda ekki sniðin fyrir skólahald. Á þessu varð þó sú breyting, að haustið 1943 var skólinn gerður að heima vistarbarnaskóla og hefur verið svo æ síðan. Þegar ég hugsa um allar að- stæður, sem Guðlaugur, kennari, varð að sætta sig við í upphafi og ber saman kröfurnar, sem gerðar eru til samskonar stofn- ana í dag, dáist ég að þrautséigju Guðlaugs og tryggð við þetta fræðsluhérað, því að vel get ég hugsað mér, að á þeim árum hafi þessum vel gefna og glæsi- lega manni staðið opnar víðar dyr og verkmiklar bæði á þess- um vettvangi og öðrum. En ein- hver sterkasti eðlisþáttur Guð- laugs, kennara, er einmitt trygg- lyndið, — tryggð við fagra sveit, gott fólk og góð börn, sem hon- um var trúað fyrir. Ég hygg, að undantekningarlaust beri nem- endur Guðlaugs fyrr og síðar hlýjan hug1 til hans og þeir hafi fundið í honum góðan fræðara og hugulsaman vin, sem var annt um að þau yrðu sjálfum sér, foreldrum sínum og þjóðfélagi til sæmdar og prýði. Slík fræðsla verður mörgum, sem hana nema, heilladrjúg á lífsleiðinni, og góð- ir menn blessa oft þá, sem vísuðu veginn í æsku. Guðlaugur kennari er maður vel viti borinn. Hjá honum fer saman skarpur skilningur og rök- rétt hugsun. Honum er gjarnt að vega og meta hlutina, áður en ákvörðún er tekin. Hann er vel máli farinn og létt um að tjá hugsanir sínar í orðum. Mála- fylgjumaður er hann mikill og sjálfstæður í skoðunum, — prúð- ur í allri framkomu, heimilis- maður hinn bezti, orðvar og um- talsgóður um náungann. Þeir munu margir nemendur Guðlaugs kennara, sem í dag hugsa hlýtt til hans á þessum merku tímamótum í ævi hans, — margir hverjir, sem enga aðra fræðslu hafa fengið, en frá hans hendi, allir þeir þakW liðin ár og óska honum heilla og blessun- ar í nútíð og framtíð. Þeir, sem gengið hafa í skóla, kannast við það, hversu náms- efnið, sem reynt er að tileinka sér, gleymist oft furðufljótt. En góður kennari gleymist aldreL H. G. Vinna Brezkur útflytjandi upp- gerðra dráttarvéla óskar eftir áhugasömum íslénzkum innflytjanda, allar gerðir og módel fáanleg á mjög sanæ gjörnu verði Hafið samband við. Box No. L5944 Milhado Organisation 140, Cromwell Road London S. W. 7. England.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.