Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. febrúar 1963 .....-r ■ ■ MM. III I I • ■ -................................. Olymp'íustökkið 1968 LAHXI heitir litið þorp . í Suður-Finnlandi. Þar er á- kjósanlegt skíðaland og ein- mitt þess vegna hafa þrívegis verið haldin þar heimsmeist- aramót í skíðagreinum 1926. 1938 og 1958. Nú eru uppi áform um að æskja þess að Lahti verði miðstöð vetrar- Olympíuleika 1968. Finnar aetla að „byggja staðinn upp“ og m. a. reikna þeir með þessari stökkbraut sem eftir- mynd hefur verið steypt af. I brautinni verður hægt að stökkva 90 metra, en áhorf- endasvæði verður að sumu leyti áfast við áhorfenda- svæði að ís- og hraðkeppnis- sktutasvæði sem rúma 30 þús. áhorfendur í sæti. ÍR sækir um félags- heimili ÍR eitt elzta íþróttafélag lands ins og brautryðjandi um margar greinar í þrótta hef- ur nú sótt um heimild til að 1 reisa íþróttaheimili í Laugar- I dalnum. Félagið hefur um I áratuga skeið „búið“ á hezta | stað í bænum, í gömlu kat- | ólsku kirkjunni við Xúngötu, i en nú er það heimUi orðið of . þröngt og ófullkomið fyrir J íþróttamenn ©g konur félags- ins. ÍR sækir um lóð fyrir hús 1 í Laugardalnum, en til vara I í Fossvogi. Vmsóknin er nú1 til athugunar hjá bæjaryfir- völdunum. (ÞRÍTTAFRÍTTIR MORCUUSIffi Ungir piltar og stúlkur ógna Guðm. Gíslasyni — á sundmóti KR í kvöld . HTO ÁRLEGA sundmót KR verður haldið í Sundhöll Rvíkur í kvöld ki. 8.30. Keppt verður í f jölmörgum greinum karla, kvenna og unglinga auk þess sem yiígri og eldri sundknatt- leiksmenn keppa í sundknatt- leik. KR á efnilegri sundsveit á að skipa. Fyrir stuttu kepptu þeir í Hafnarfjarðarlauginni bezti sund maður íslands, Guðmundur Gíslason ÍR, og Erlingur Jó- hannesson KR. Guðmundur vann 100 m bringusundskeppni með 4/10 úr sek og Erlingur virðist í hraðri framför. Guðmundur Gíslason, sem er fjölhæfasti sundmaður sem nokkru sinni hefur hér keppt, á einnig í keppni við ungan Kefl- víking, þar sem er Davíð Val- garðsson ÍBK 200 m skriðsundi. Billiard-keppni SL. fimmtudagskvöld fór fram tvímenningskeppni í Snooker í Billiardstofunni Einholti 2. — Þátttaka var mjög góð og voru keppendur 20 talsins. Keppnin um efsta sætið var leika tvo úrslitaleiki, sem er afar hörð og tvísýn og varð að fremur sjaldgæít. Sigurvegarar urðu Grétar Eiríksson og Gunn- ar Guðjónsson, en þeir sigruðu Birgir Sumarliðason og Valgarð Bjarnason í seinni leiknum með 103:56. Tvlmenningskeppni í snóoker er tiltölulega ný af nálinni — og var þetta í fyrsta skipti. sem keppt er í þeirri grein. Mótstjórar voru þeir Árni Jóns son og Ingólfur Tómasson. Guðmundur Gíslason „ver titilinn“ í mörgum greinum. Þessar tvær greina. verða án efa skemmtilegustu og tvísýn- ustu greinar mótsins. Guðmund- ur sem er fjölhæfasti sundmaður er ísland hefur átt mun ekki gefa sinn blut að óreyndu fyrir „sérfræðingum“ í hverri grein. Einnig munu stúlkurnar, eink- um Hrafnhildur, ÍR, setja sinn svip á mótið. og væntanlega fara heim með Flugfreyjuibikarinn og Skrifstoíusfúlka Stúlka með vélritunarkunnáttu getur fengið atvinnu nú þegar. Mjög hagkvæmur vinnutími. Uppl. um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. strax merkt: „1772“. veita Guðmundi harða keppni um bezta afrek mótsins, en fyrir það er veittur sérstakur afreks- bifear sem ÍSÍ gaf KR. Sundknattleikur Mótinu lýkur með sundknatt- leikskeppni milli „unglinga" og „hinna eldri“. Er ekki að efa að þar verður keppni hörð, þó bú- ast megi við að í þetta sinn sigri hinir „eldri“ þar sem þeir eru flestir úr meistaraliði Ármanns um margra ára skeið. Enska knottspyrnan Úrslit leikja í ensku deildarkeppn- inni s.l. laUgardag urðu þesei: 1. deild 'Arsenal — Tottenham ............... 2-3 F.verton — Wolverhampton ..... 0-0 Fulham — N. Forest ........... 3-1 Leicester — Xpswich ...........3-0 Leyton O. — Manchester City ... 1-1 Manche&ter U. — Blackpool ««.... 1-1 2. deild , Derby — Sunderland ......... 2-2 Norwich — Rotherham .......«... 4-2 Plymouth — Scunthorpe ....... 2-3 Portsmouth — Luton .......... 3-1 Preston — Southampton ....... 1-0 Staðan er þá þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin) Tottenham ........ 26 16-5-5 76:36 37 — Leicester ........ 27 15-7-5 57:3<2 37 — Evertin .......... 25 14-7-4 53:29 35 —* Fulham ........... 25 6-6-13 28:48 18 — Leyton 0......... 26 4-7-15 27:54 15 — 2. deild (efstu og neðstu liðin) Chelsea ......... 26 17-3-6 56:22 37 — Sundenland ....... 26 13-6-7 53:36 32 — Walealil ......... 22 6-4-12 30:54 16 — Luton ........... 24 4-6-14 32:49 14 — Helmsmeistari kylltur JAFN hátt og Svíar hreykja Johnny Nilsson, hinum tvít- uga skautameistara heimsins, drúpa Norðmeun höfði af sorg yfir að hafa ekki hreppt heimstitilinn. Og að sönnu eiga þeir samúð allra því styrkleiki Norðmanna er undraverður og er sigur Sví- ans einna likastur ráni í þeim hópi. Hér eru kátir menn að tollera hinn unga Svía eftir sigurinn og hann virðist í sjöunda himni. KKÍ tekur upp hæfnls- merki í körfuknattleik í SÍÐUSTU utanför landsliðs okkar í körfuknattleik kom greinilega í ljós, að þjálfun okk- ar manna j körfuskotum og öðr- um undirstöðuatriðum er stór- lega ábótavant. Öllum blöðum bar saman um að íslenzka liðið léki mjög skemmtilega úti á velli, en við útreikning á körfuskotum kom greinilega í ljós að íslend- ingar stóðu hinum liðunum í keppninni talsvert langt að baki, nema ef helzt skyldi vera Dön- unum. Hittni íslenzka liðsins í Polar Cup keppninni var aðeins 23% úr leik og 54% úr vítaköstum. Hins vegar höfðu Finnar 54% hittni úr leik og 61% hittni úr vítum. Danir voru nokkru hærri en íslendingar og Svíar nokkru lægri en Finnar, Svíar hafa átt við álíka erfið- leika að stríða á undanförnum árum, og til þess að ráða bót 4 því tóku þeir upp hæfnisþraut- ir, með svipuðu sniði og tíökazt hefur í knattspyrnu hér á landi, KKÍ hefur oft ákveðið að taka upp þessar hæfnisþrautir og veita fyrir þær bæfnismerki KKÍ. Hæfnismerkin eru fjögur tals- ins, járn-, bronz-, silfur- og gull. merki, og hljóta bæði stúlkur og piltar, 12 ára og eldri, er leyst hafa hæfnisþrautirnar, rétt til að bera merkin. Stigahæsti leikmaður Finna skoraði 71 stig og hafði 75%. hittni, en stigahæsti einstakling- ur íslenzka liðsins skoraði 3S stig en hafði aðeins 27% hittiú,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.