Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.02.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 28. febrúar 1963 MORCVN BL AÐ1Ð 23 20-30 þúsund bækur til sölu á markaði Bókamarkaður i Listamannaskálanum t DAG opnar Bóksalafélag fs- lands bókamarkað í Listamanna- skálanura og verður markaður- inn opinn næstu 10—14 daga. I»etta er 4. árið í röð sem Bók- salafélagið gengzt fyrir slíkum markaði enda hefur komið í ljós, að fólk viil mjög gjarna nota sér af lágu verði á markaðnum, en verðið er hlægilega lágt á sum- nm hókum, enda gamalt. Bóka- markaðirnir hafa á undanföm- um ámm orðið mögum til hjálp- ar við að stofna til bókasafns og að gefa mönnum kost á að ná í bækur sem lítt eða ekki er lxajgt að finna í bókabúðum. i Lárus Blöndal og Jónas Egg- ertsson förstöðumenn bókamark- aðsins í Listamannaskálanum voru önnum kafnir ásamt að- stoðarmönnum sínum við að stilla á borðin í gær. I>eir tjáðu Iblaðinu að um 2000 titlar væru á boðstólum frá 45—50 forlög- uffl. Þeir félagar tjáðu blaðinu að um 2—30 eintök væru af hverri bók svo Iþarna er að finna 20—30 þús. bækur. Marg- ur hefur gert þar góð kaup á fyrri árum, því verð á sumum bókum er hlægilega lagt miðað við núverandi kostnað. Góð kaup virðist vera hægt að gera fyrir börn enda hefur verið mik- il aðsókn að barnabókaborðinu. í>arna má fá margar góðar bæk Vegaskemmdir í rignmgunni TALSVERÐAR vegaskemmdir urðu í rigningunni í gær, til dæm is varð Krísuvíkurvegurinn ófær sökum úrrennslis, og einnig er vitað um nokkrar skemmdir á I>ingvallaveginum. Á Krísuvíkur veginum urðu skemmdirnar mestar í Vatnsskarði, skaunmt frá Kapelluhrauni. í gær var unnið við að moka enjó af veginum yfir Hellisheiði, en undanfarna daga hefir bíla- umferðin einkum beinzt um Þrengslaveginn. — Efcki er vitað um alvarlegar skemmdir á Suð- urlandsvegi. Skammt fyrir austan Hvolsvöll rann vatn yfir veginn, og er vegurinn því við- sjál.1 þar til viðgerð hefir farið fram, en hana átti að.framkvæma í morgun. Höfðingleg gjöf til Geð- verndar- félagsins JAFNSKJÓTT og getið var að Geðverndarfélag íslands hefði verið endurreist barst félaginu höfðingleg gjöf frá manni, sem ekki vill láta nafns síns getið. Er þetta kunnur athafnamaður, eem gefið hefir félaginu 5000 krónur. Forráðamenn félagsins hafa beðið blaðið að færa fram þakkir fyrir gjöfina. Svo sem frá hefir verið skýrt er markmið fé- lagsins að koma á fót hressingar- heimili fyrir taugaveiklað fólk. iMun þessi gjöf, ásamt fleirum, er félaginu kynni að berast, renna í sjóð til byggingar slíks bælis. Geðverndarfélagið hefir þegar fengið nokkra fjárveitingu frá rikinu til starfsemi sinnar. Togarasala HALLVEIG Fróðadóttir seldi 152 lestir af karfa fyrir 83 þúsund möric. ur fyrir lágt verð, bækur sem horfnar eru úr bókabúðum 'sök- um rúmleysis. Elzta bókin á markaðnum reyndist vera „Eitt ævintýri, ríma“ sem prentað var 1781, en fæst nú ljósprentað. Meðal verð- mætra bóka voru Þjóðsögur 1. útgáfa eftir Einar Ól. Sveins- son. a£d Þr jár nauðgunar- kærur til dóms í einu RANNSÓKlSr er niú Jokið £ máili piltsins í Hafnarfirði, sem kærður var fyrir nauðgun 20. janúar sl. Hefur hann verið í gæzLuvarðhaldí síðan, en var sleppt í gærmorgun. Stendur hann enn við framburð sinn um að hann hafi haift kynmöík við umirœdda stúlifcu, en éfcki hafi verið um nauðgun að ræða. En stúlkan heldur fast við fram- burð sinn. Tvær aðrar eldri kærur um nauðgun liggja fyrir á þennan sama pilt. Verða allar kærurn- ar teknar fyrir saman og dæmt í imálinu í náinni framtíð, að því er Gunnar S æmundsson, full trúi bæjarfulltrúa í Hatfnarfirði tjáði Mbl. í gær, en hann hefur haift á hendi rannsókn málsins Færeyjavaka í Kópavogi NORRÆNA fólagið í Kópa- vogi, eem stofnað var í vetur, muin etfna til fyrstu samkamu sinnar í Félagsheimilinu í Kópa- vogi næstfcomandi sunnudag 3. marz JoL 8,30 síðdegis. Er þetta Færeyingiavafca og er vel til hennar vandað. Sverri Dal þjóðmimjavörður Færeyinga, sem staddur er hér um þessar mundir, verður gestuir á sam- komunni og sýnir kvikmynd frá Færeyjum og skýrir hana. Einn- ig verða lesin. færeysk Ijóð og fleira gert til að minna á og kynna tfæreyska menningu. Að- gangur að saimkomunni verður ókeypis og eru allir velkomnir, meðan búsrúm leyfir, en þó sér- staklega Færeyingar þeir, sem hér eru og geta fcomið þvií við að sækja samkottnuna. — Þyzki togarinn Framh. af bls. 24 sendi út neyðarkall um, að skip- ið væri að sökkva. Þá hefur tog- arinn trúlega tekið niðri á flös- um N-NA atf Faxaskeri (ekki í Faxasundi). Lóðsinn kallaði og kvaðst vera þarna rétt hjá. Komu togaramenn vír um borð í Lóðs- inn, en hann slitnaði fljóitlaga. Þá komu skipsmenn á Lóðsinum dráttartaug sinni um borð í tog- arann og tóku hann í tog í áttina inn undir Eyði og voru með hann í togi á aðra klukkustund. Varðskipið Albert llá í Vest- mamnaeyjaböfn, hafði komið þangað með Sævald, sem hafði misst stýri. Varðskipsmenn heyrðu einnig neyðarkallið og héidu strax úr hötfn. Þegar Lóðs- inn var fcominn inn á leguna við Eyðið, lagðist hann utan á tog'ar- an og Albert lagðist einnig að síðu hans hinum megin. Albert í allan dag með togarann Þegar þýzki togarinn tók niðri missti hann stýrið, skrúfan lask- aðist þannig að hún varð óvirk, og leki kom að honum í vélar- rúrni, bakborðs megin. Lekinn Þykkur is er meðfram strönd Svíþjóðar allt inn á Óslóarfjörð, en talsvert ísrek á öUu Kattegat, sem hamlar siglingum. Með- fram strönd Svíþjóðar frá Kullen til Gautaborgar eru yfir 200 skip föst í isnum og þar sem skipið er teiknað inn á kortið liggur Rangá ósjálfbjarga. » — Rangá.... Framhald af bls. 24 loks eftir. Við sitjum hérna fastir núna og erum látnir eiga okkur. — Veiztu nofckuð hvenær þið eigið von á að verða los- aðir? — Nei, ég veit það ekki. Það er fullt atf akipum hérna í námunda við okkur ag öll bíða þau etftir ísbrjót oig eru búin að biðja um aðstoð, en það gengur ekki neitt. Við sjáum ein 8 skip héðan frá okkur, en ég heyri að Katte- gat sé fullt atf föstum skipum. — Hvar eruð þið staddir nákvæmlega? — Við erum 14 sjómálur suðsuðvestur af Falkeniberg, eða Marupstanga, sem við mið um við. Það eru einar 60 mfl.- ur fyrir sunnan Gautaborg. Það veit enginn hvað gerist næst, og ísþjónustan er greini- lega búin að lcoma sjálfri sér í vandræði með tómu skipu- lagsleysi. ísbrjótur er látinn fara af stað með yfir 40 skip, heldur látlaust áfram með kraftmiestu skipin en skilur hin eftir hingað og þangað á leiðinni. Þar verða þau ósjálf bjarga og ísbrjótarnir verða að fara og tína þau upp eitt ag ei tt — Hvernig eru ísalöigin? — Þetta er lagís, þéttur ag mjög þykkur, og er alltatf á hreyfingu. Hann er á annan meter á þyfckt og hleðst tals- vert hiátt upp. — Hvernig er Rangá í ís? — Hún er ísstyrkt, en það dugir ekki til að komast í gegnum þennan ís. Hann er svo þyfckur að það þarf mjöig kratftmikfl skip. — En hvernig er svo veður spáin? — Það var ágætis veður í mongun, bjart og stillt. Núna er þoka að skella yfir okkur. Annans er spáð hægviðri hérna hjá okkur næstu daiga. — Heldurðu þá að þið séuð ,í nokkurri hættu þarna? — Nei, ekki eins og stend- ur. En etf einhver vindur kem ur og meiri hreyfing á ísinn, eru öll skipin sem liggja hérna komin í hættu. — Var ekki tiignarlegt að sjá þessa Skipalest leggja atf stað frá Halsingfborg? — Jú, þetta var tignarleg halarótfa, en það var fljótt að fara af henni tignin, þegar skipin tóku unnvörpum að heltast úr lestinni. — Líður ekki öllum vel um borð? — Það líður öllum prýði- lega nema hvað þeir eru að verða þreyttir á þessum enda lausa is. — Veiztu af nokkrum öðr- um íslenzkum skipum á þess- um slóðum? — Nei, ég hef ekki heyrt í neinu, svo ég tel það ekki líklegt. VÍð höfum heldur ekkent heyrt að heiman í lengri tíma þangað til í gær- kvöldi. Aðalfréttin í dansika útvarpinu var um þetta njósnamál, sem komið er upp heima. Fréttir I gærkvöldi hermdu, að ísbrjóturinn Thule væri iagður af stað til að aðstoða skip á þeim slóðum, sem Rangá situr föst í ísnum. Var húizt við að hann kæmi til skipanna einhverntíma í nótt. virtist í fyrstu mikill, og Alberts menn settu dælur um borð, en hann reyndist efcki eins mikill og í fyrstu sýndist, svo ekki þótti á- stæða til að nota einnig dælur Lóðsins. Albert hefur legið í allan dag með togarann í togi og mun svo verða í alla nótt. Dælur úr Al- bert eru til taks um borð, ef dæl- ur tagarans hafa ekki undan. Um kl. 8 í kvöld var lóðsinn að fara um borð með 5 lestir af vatni, þar eð skipið var vatns- laust, það vantaði til að haldia uppi dampi fyrir ljósavél. Sumir togaramanna munu hafa farið yfir í Albert, um stund arsakir a.m.k., og stýrimaður og vélstjóri af Albert voru um borð í tagaranum. Skipstjórinn af Trave kom snöggvast í land í dag til að tala við ræðismianninn og hafa samband við útgerðina, en fór síðan aftur um borð. Veður er núna heldur að sfcána. Samt er hér enn sunnan allhvasst og mikill sjór. Er ætl- unin að reyna að draga togar- ann í birtingu inn til Eyja, ef fært verður. En'varðskipið Óðinn er á leiðinni frá Reyfcjavík, ef þörf verður á sterkara sfcipL Aðeins einn gúmmíbátur r Talin er mikil mildi að ekki varð þarna stórslys, einkum þar sem aðeins var einn 6 manna gúmmíbátur um borð I þýzka togaranum, og ekki hefði verið viðlit að nota trébátana tvo í þessu veðri. En á þýzku togur- unum er 20—26 manna áhöfn. — Fréttaritari. Akranessbátar á þorskanet Akranesi, 26. febrúar. HÖFRUNGUR H landaði h«P einn báta í gær 9,9 tonnum fiskjar, sem hann hafði veitt f þorskanet Verið ér nú að steina þorska- net fjögurra báta og tveir þeirra Anna og Sveinn Guðmundsson eru farnir að leggja net sín. Sigríður, Svanur og Reynir eru í dag í seinasta línuróðrinum að sinni. Fara þeir síðan á net — Oddur. - „Miklu fargi" Framih. af bls. 24 Rússa til að fá þá til að stunda njósnir. Þá gæti flokksstjórnin kannski losnað við óþægindi af málum eins og því, sem nú hefur komið upp. 1 stjprn Dagsbrúnar og Æskulýðsfylkingarinnar — Þú varst í ýmsum trún- aðarstöðum fyrir kommúnista, ekki satt? — Ég átti sæti í stjórn Dags brúnar í 5 ár sem meðstjórn- andi, frá 1953 til 1958. Ég var líka í stjórn Æskulýðsfylking- arinnar um tima. — Ert þú enn flokksbund- inn? — Ég er enn í Sósíalista- flokknum, en hætti að starfa þar, eftir að þeim sögum var komið á kreifc, að ég hafi átt þátt í því að stela SÍA-skýrsl- unum. Ég fór á fund Bryn- jólfs Bjarnasonar og mótmælti þessum rógburði, en sögumar héldu áfram. Það kom mér ekki á óvart. Var öllu vanur. Þar er aldrei gengið hreint til verks. Það er siður flokks- foringjanna, að koma af stað rógi um þá menn, sem þeir vilja bola frá. Þannig hefur flokkurinn misst margaa góðann manninn. — Heldur þú, að þér vérði vikið úr flokknum með skömm? — Það kæmi mér éfcki & óvart. Þeir eiga eftir að gera upp við sig til hvaða ráða þeir taka. Varð ekki hissa á njósnastarfseminni — Hvernig varð þér við, þegar Rússar báðu þig að stunda njósnir? — Ég varð ekkert hissa & því, að þeir stunduðu njósnir hér. Hins vegar gat ég ekki fellt mig við, að þeir ætluðu að nota mig til þess og beita þvingunum til að fá vilja sín- um fram. Mér finnst undar- legt, hvað þeir leggja mikla áherzlu á fá íslendinga til þessa verks, því hér er allt opið. Þeir geta gert þetta sjálfir. — Varst þú undrandi, þegar Sigurður Ólafsson, flugmaður, ljóstraði upp um njósnir Stokls hér á landi fyrir Tékka? — Það get ég ekki sagt. Mér fannst mjög líklegt, að Sig- urður segði satt og að Stokl hafi beðið hann um að stunda njósnir. Mikill léttir — Hefur þú orðið fyrir að- kasti vinnufélaga eða kunn- ingja vegna þessa uppljóstr- ana? — Nei, heldur þveröfugt. — Ert þú ekki ánægður að vera laus við þvinganir Rúss- anna? — Miklu fargi er af mér létt. Þetta uppgjör hefði getað dregizt lengur og maður veit ekki hvað hefði tekið við i framtíðinni. Allt getur gerzt, þegar verið er að þvinga mann. Þeir hefðu kannski get að komið mér í þá aðstöðu fyrr en síðar, að ekki hefðá verið aftur snúið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.