Morgunblaðið - 19.03.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVHBL4ÐIÐ Þriðjudagur 19. marz 1963 Frú Margrét G. Aubuns IVflinningarorð I DAG er til moldar borin frá Dómkirkjunni frú Margrét G. Jónsdóttir Auðuns, ekkja Jóns Auðuns Jónssonar, alþingismanns og bankastjóra á ísafirði. Hún andaðist hér í Heykjavík 12. marz s.l., nær 91 árs að aldri. Með henni er til moldar hnigin merk og mikilhæf kona, sem vann mikið lífsstarf og er minnzt af þakklæti og virðingu meðal þess fólks, sem hún lifði mest með og starfaði lengst fyrir.. Frú Margrét Jónsdóttir AuSuns var fædd 27. apríl 1872 að Gerð- hömrum í Dýrafirði, þar sem faðir hennar, sr. Jón Jónsson var þá sóknarprestur. Kona sr. Jóns var Sigríður Snorradóttir frá Klömbrum. Margrét Jónsdóttir ólst upp að Gerðhömrum og að Söndum í Dýrafirði. Þaðan flytur hún 11 ára að Stað á Reykjanesi, en faðir hennar tók þá við því presta kalli. Var heimili presthjónanna að Stað fjölmennt menningar- heimili. Sr. Jón var mikill tungu- málagarpur og menntaði börn sín mjög vel. Var Staðarheimilið á þessum tíma ungmennum hinn ágætasti skóli og lærdómssetur. Frú Margrét réðist um tvítugt til heimiliskennslu vestur í Ögur við Isafjarðardjúp. Var þá búið af rausn og höfðingsskap á hinu forna höfuðbóli eins og oftast áður. En í Ögri réðust örlög hinn- ar ungu og glæsilegu prestsdóttur frá Stað á Reykjanesi. Þar kynnt ist hún Jóni Auðunni Jónssyni frá Garðsstöðum. Giftust þau aldamótaárið og hófu búskap sinn á Gerðsstöðum í ögursveit. Rak Jón Auðunn þar bú og stundaði sjó að þeirra tíða hætti. Tók frú Margrét þegar við stóru heimili á Garðsstöðum og stýrði því með sæmd og skörungsskap. ★ Árið 1904 flytja Jón Auðunn og frú Margrét til ísafjarðar. Keyptu þau þar hús Hannesar Hafstein, fyrrv. sýslumanns og ráðh. og stóð heimili þeirra þar í 42 ár. Frá ísafirði fluttu þau hjón til Reykjavíkur árið 1947 og áttu þar heimili síðan. En Jón Auðunn andaðist eins og kunnugt er árið 1953. Eftir það hefur frú Margrét lengstum búið hjá Auði Auðuns, dóttur sinni. Var hún tæplega 91 árs gömul er hún lézt. Hélt hún heilsu sinni vel til efstu ára og andegum kröftum fram í andlátið. Hún hafði ferlivist fram undir ævilok og fylgdist af áhuga með öllu sem gerðist. — Ég hefi lifað 90 yndisleg ár, sagði frú Margrét við sr. Jón Auðuns, son sinn, einn seinasta daginn sem hún lifði. Hún and- aðist á Borgarsjúkrahúsinu 12. marz s.l., og hafði þá aðeins dval- ið þar hálfan sólarhring. Það var ölil hennar sjúkrahúsvist á ævinni. Þau frú Margrét og Jón Auðuns áttu fjögur börn, sem komust upp. Frú Sigríði, sem gift er Torfa Bjarnasyni, lækni, sr. Jón Auðuns, dómprófast, sem kvænt- ur er Dagnýju Einarsdóttur, Árna, skattstjóra á ísafirði, sem lézt árið 1952 og frú Auði Auð- uns, alþingismann og forseta bæjarstjórnar Reykjavíkur. Frú Margrét og Jón Auðunn misstu tvö börn kornung. Heimili frú Margrétar og Jóns Auðuns á ísafirði var héraðsmið- stöð. Jón Auðunn var eins og kunnugt er þingmaður um langt árabil og frábærlega vinsæll í héruðum sínum. Á þeim árum var hin pólitíska barátta mjög hörð við Djúp og stóð því oft styrr um Jón Auðunn. Frú Mar- grét stóð við hlið manns síns af miklum drengskap og skörungs- skap. Sjálf naut hún mikilla og almennra vinsælda fyrir mann- kosti sína, hljápfýsi og góðvild. Til heimilis hennar og Jóns Auð- uns lá stöðugur straumur af fólki, vina, samherja og nágranna. Frú Margrét reyndi að leysa hvers manns vanda. Fólkið við ísafjarðardjúp og í Isafjarðarkaupstað þekkti heimili frú Margrétar og Jóns Auðuns. Þangað lágu margra leiðir og það an fóru engir bónleiðir. Ég hygg að það sé ekki of- mælt, að frú Margrét hafi tekið ástfóstri við byggðirnar við ísa- fjarðardjúp og fólk þeirra. Löngu eftir að hún var flutt hingað suður og var orðin háöldruð kona, leitaði hugur hennar ávallt vest- ur að Ðjúpi. Þar hafði þessi gáf- aða og svipmikla kona lifað mestu manndóms- og þroskaár sín. Þar hafði hún kynnzt mörgu góðu fólki, sem hún treysti- og treysti henni. Þessi merka kona er nú horf- in. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra Djúpamanna og ísfirðinga, í sveit og við sjó, þegar ég kveð hana með þökk og djúpri virð- ingu. Ástvinum hennar öllum sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur við fráfall hennar. — S. Bj. Frú Margrét G. Jónsdóttir níræð 16. sinfónía Cowells frumflutt í Reykjavík Verkið er tileinkað Vilhjálmi Stefánssyni Á TÓNLEIKUM Sinfóniuhljóm- sveitar íslands nk. fimmtudag verður frumflutt 16. sinfónía Bandaríkjamannsins Henry Co- well, Íslandssinfónían, sem hann hefur tileinkað hinum láma vini sinum, Vilhjálmi Stefánssyni, landkönnuði. Á tónleikunum verða einnig flutt verk eftir Edward Elgar, F. Delius og Jón Leifs. Það er tónlist við Galdra Loft, fram- sögn flytur Gunnar Eyjólfsson. Blaðamenn ræddu í gær við Henry Dixon Cowell, sem er kom inn hingað ásamt konu sinni til að vera viðstaddur frumflutn- ing á 16. sinfóníu sinni. Cowell sagðist hafa fyrst kynnzt íslenzkri tónlist í Berlín á árunum 1932 og 1933. Þar hlust aði hann á íslenzka þjóðsöngva, sem Jón Leifs hafði hljóðritað á sívalninga. „Ég hef alla tíð síðan haft mikinn áhuga fyrir íslenzkri tónlist og átt marga íslendinga fyrir vini“, sagði Cowell. Tónskóldið samdi 16. sinfóníu sína í anda íslenzkra þjóðlaga og einu sinni í verkinu notaði hann íslenzkt þjóðlagastef. Sin- fónían var samin árið 1962, en þegar verkið var um það bil hálfnað lézt Vilhjálmur Stefáns- son. Tileinkaði Cowell verkið vini sínum. Frumflutning sinfóníunnar stjórnar William Strickland og sagði Cowell, að hann væri sér- lega ánægður með það, því Strickland þekkti verk sín vel, enda væru þeir góðir vinir og verið það árum saman. Einnig hefði Strickland frumflutt 7. sinfóníu sína í Vínarborg árið 1954.. Cowell hefur verið á æfingum hlj óms veitarinnar að undan- förnu og fylgzt með æfingum á verkinu. Henry Dixon Cowell Kona tónskáldsins er hér meS honum og hafa þau bæði hrifizt mjög af landinu og hafa þegar í hyggju að koma aftur sena fyrst. Þau hjónin fara nk. mánu- dag til Hanover, Hamborgar og loks til Berlínar, en þar mun RIAS-hljómsveitin flytja verk eftir hann undir stjórn Strick- lands. Þau hjónin hafa ferðast um 1 nágrenni Reykjavíkur, m. a. far- ið til Þingvalla, Krýsuvíkur og Hafnarf jarðar. Henry Cowell er eitt af þekkt- ustu tónskáldum Bandaríkjanna og hefur honum verið sýndur margs konar sómi og viðurkenn- ing. Hann fæddist 11. marz 1897 t Menlo Park, Kaliforníu, en hann býr nú í New York. Hann hefur verið afkastamikill við tónsmíð- ar sinar og samið nálægt 40 hljómsveitarverk. • All í gamni Velvakanda hefur borizt eftir farandi bréf frá „Dansgesti**, sem jafnframt er kunnur stúku- maður hér í borg: „f 47. tölublaði Morgunblaðs- ins, I lok s.1. mánaðar, birtist í dálkum Velvakanda bréf frá bindindiskonu, þar sem spurt er: „Er drukkið í Gúttó“? Tekið var þó fram í bréfi þessu, að þar sæjust aldrei drykkju- læti. >ó hafi brugðið svo við s.L föstudagskvöld, að maður, er sýnilega hafi verið undir áhrif- um áfengis, hafi undið sér að einni konunni, hrist hana og slegið til hennar. Ekki hafi for- ráðamenn hússins skipt sér neitt af þessu, og sé þó vonandi, að þeir reyni að halda vöku sinni o. s. frv. Hér hlýtur að vera átt við það, er einn af dans-„herrun- um“ tók, í glensi, í öxlina á náinni kunningjakonu sinni, er stóð ásamt fleiri hjá honum utarlega á dansgólfinu, og sagði á þá leið, að hún skyldi rétt eiga sig á fæti, ef hún færi oft að eyða svona „tú-köllum“ 1 símtöl. „Ætli ég sé þá ekki fær um að borga þér það“, svaraði kon an í sams konar giensi og fékk manninum „tú-kallinn“, hlæj- andi. Auðvitað hafði þetta fólk ekki smakkað áfengi, — var að eins að gera að gamni sínu. Ég, sem skrifa þessar línur, var í húsinu þetta kvöld og get vel um þetta borið. Verð ég að þakka stórlega það mikla álit og viðurkenningu, er skemmtanirnar í G.T.-húsinu hljóta á þennan hátt hjá „bind- indiskonunni", þegar svona gamansemi kátra dansfélaga er það alvarlegasta sem hægt er að tína til í leit eftir aðfinnsl- um, er hægt væri að hlaupa með í biað....... Vildi ég vinsamlegast mega biðja hina ágætu bindindiskonu að greina næst frá því versta er hún verður vitni að í hin- um húsunum, þegar hún er bú- in að vera þar nokkrum sinn- um, — og okkar nærgætna Vel- vakanda að birta það. Með fyrirfram þakklæti. Dansgestur". • Blaðalestur í vinnutíma Maður utan af landi, sem stundum á erindum að sinna á ýmsum skrifstofum í Reykja- vík, hefur haft orð á því við Velvakanda „hve magnaður sá ósiður er víða, að starfsfólk, — bæði hærri sem lægri — siíjl og lesi blöðin í starfstíma sín- um. Opinberir starfsmena kveina og kvarta um lítil laun, og eru raunar ekki einir um þær harmatölur. Samt er það svo, að þangað sækjast menn eftir að komast. Er það kannska fyrir það, að ekki sé svo mjög fengizt um slæleg afköst?1* Velvakandi getur borið um það, að víða er pottur brotinn í þessum efnum, og e. t. v. fremur hjá opinberum stofn- unum en einkafyrirtækjum. Hitt mun aftur ótrúlegt, að menn sækist eftir vinnu hjá fyrrnefndu aðiljunum til þess að geta haft það náðugt, slæpzt og lesið blöð. ÞURRHLOÐUR eru endingarbeztar. Heildsölubirgðir: Dráttarvélar hf. Hafnarstræti. Heildverzlunin Óðinn hf. Traðakotssundi 3. Br. Ormsson hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.