Morgunblaðið - 19.03.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.03.1963, Blaðsíða 10
10 MORCUISBLAÐIÐ. Þriðjudagur 19. mkrz 1963 Eg er ekkert óánægð ur með Elli keriingu segir Kolbeinn Guðmundsson sem er níræður í dag írá Úlfljótsvatni t DAG, 19. tnarz, er níræð- ur Kolbeinn Guðmundsson trésmiður, fyrrum bóndi að Úlfljótsvatni í Grafn- ingi, oddviti, hreppstjóri og sýslunefndarmaður sveitar sinnar. Margt kemur fyrir á 90 ára ævi og við setjumst niður dagstund og röbbum við öldunginn, sem enn er með það góða sjón að hann getur lesið sér til gagns, góða heyrn og andlega heilbrigði. — Ég er nú heldur orðinn lítill til gangsins, segir Kol- beinn og staulast við stafinn sinn fram í stofuna til mín, hokinn eftir að hafa bograð við hefilbekkinn, en hand- fastur og handhlýr, svo ég finn strax að baki handtaki þessa öldungs trausta og heil- steypta skaphöfn, eins og hún gerist bezt hjá íslenzkum bónda og hagleiksmanni. — Manstu svona gott vor frá þinni búskapartíð, Kol- beinn? byrjum við samtalið. — Nei, aldrei. Ég er satt að segja farinn að verða hálf- hræddur við þetta. — Á þessum tíma hefur ■ Úlfljótsvatn verið ísi lagt? — Nei, það var það ekki. 1 Úlfljótsvatni var ylur, sem bræddi af því ísinn. Það var aðeins spöng yfir þvert vatn- ið, sem mátti treysta. — Hefur þig dreymt fyrir þessari blíðu, eða áttirðu ekki þinn draumamann eins og margir farsælir bændur? — Nei, engan átti ég nú draumamanninn. — En búnaðist þó allvel? — Já, segja má það. Ég varð aldrei heylaus og þegar ég hætti búskap með 380 ær árið 1929 átti ég 400 hesta fyrningar. Þá hafði ég búið á Úlfljótsvatni frá því 1903, en áður 7 ár í Hlíð í Grafningi, búi foreldra minna. — Nú, þú hefðir getað fóðr- að 400 ær á þessum fyrning- um, eða var ekki svo gjafalétt í Grafningi að hestburður nægði á kind? — Jú, það var aldrei gefið meira í mínum búskap, nema veturinn 1920, en hann var gjafafrekur. — Hvernig jörð var Úlfljóts vatn? — Hún var erfið jörð, enda byggðist hún ekki eitt ár áður en ég tók við henni. Heyskap- ur var mjög dreifður, að heita mátti um alla landareignina. Og þegar flugan var verst tók oft 4—6 tíma að sækja á hest- ana. Einu sinni flúðu þeir t.d. alla leið ofan í Ölfus og voru tapaðir í viku. En nú er varg- urinn búinn að vera. Virkjan- •irnar hafa eyðilagt hann. En hann gerði okkur þó eitt gagn, varði fyrir okkur engjarnar. ★ — Og svo hefur flugan fóðrað fyrir ykkur silunginn. Þú varst með þeim fyrstu, sem stundaðir silungaklak og ólst upp seyði fyrir aðra? — Já, Þórður Flóventsson kenndi okkur það. Hann var, að mig mynnir, Þingeyingur, sem stundað hafði þetta nyrðra, ferðaðist svo um og kenndi okkur, fór bæði um Suðurland og Borgarfjörð. En ég er hræddur um að þetta hafi orðið að minna gagni, en ætlað var. Allmargir . fengu þó hjá mér seyði og settu í vötn og tjarnir og töldu hafa orðið til bóta. Við veiddum silunginn er hann kom á haustin til að hrygna upp á grunnin og ólum seyðin upp í kassa í kofa, sem byggður var til þessa. Svo sóttu menn seyðin um sumarmálin. — Þú sagðir að Úlfljótsvatn hefði ekki verið byggt árið áður en þú tókst þar við bú- skap. Hver átti þá jörðina? — Magnús • Jónsson, laga- prófessor. Fyrstur ættmenna hans átti jörðina Gísli Eiríks- son frá Þúfu, síðan Þórður sonur hans og loks Jón faðir Magnúsar. — Þú lærðir trésmí?Jfir, Kolbeinn. Hafðirðu bréf upp á það? — Nei, en það vorú aðrir, sem höfðu lært í kóngsins Kaupmannahöfn og voru með sveinsbréf. Þeir kenndu svo út frá sér. Guðmundur Magn- ússon, fyrirrennari minn, sem bóndi á Úlfljótsvatni, kenndi mér smíðar. Hann hafði sveinsbréf. Þetta var stutt frá Hlíð þar sem ég ólst upp hjá foreldrum mínum, Guðmundi Jónssyni frá Sogni og Katrínu Grímsdóttur frá Nesjavöllum. — Hvað varstu gamall, þeg- ar þú byrjaðir að smíða? — Ég mun ekki hafa verið nema 6 ára gamall, þegar ég byrjaði. Náði þá ekki upp á hefilbekkinn, en klifraði upp á kassa og fór að hefla, en ramlaði niður af kassanum, datt og hruflaði mig. Tækin voru til á heimilinu, eins og víða gerðist í þá daga. Einnig var smiðja heima, því faðir minn smíðaði talsvert, t.d. hestajárn og fleira. — Hvernig var með áhöld í þann tíð? Hvaðan voru þau fengin? — Þau urðu menn að smíða sér sjálfir, t.d. alla hefla, svo sem kílhefla, strikhefla, plóg- hefla og gluggahefla. Hægt var að fá keypt slétt hefiljárn, en öll önnur varð maður að smíða sjálfur. Þá voru ger- rektöll, listar og gluggar smíð- aðir með handheflum. — Hvaða bygging er þér minnisstæðast að hafa unnið við? — Ætli það sé ekki Hér- aðsskólann á Laugarvatni. Þar vann ég einn vetur. En síðasta byggingin, sem ég vann að var lagfæring kirkjunnar að Mosfelli austur, en hún hafði skekkst á grunni. — Er langt síðan þú hættir smíðum? — Það eru nú fjögur ár. Eftir að ég kom hingað til Reykjavikur vann ég mest að Kolbeinn Guðmundsson húsgagnasmíðum, svo sem klæðaskápum o. fl. — Varstu oft langdvölum að heiman við smíðar? — Nei. Ég hjálpaði bænd- um við að koma upp gripa- húsum, hlöðum og baðstofum, en var ekki lengi í senn. — Og þú tókst þátt í opin- berum störfum? — Já, og ég tafðist meira við þau en smíðarnar. Ég var í fyrstu bæði hreppstjóri og oddviti og sýslunefndarmaður og það starf tók langmestan tíma. — Var ekki lítið upp úr þessum störfum að hafa? — Jú, það var ekkert upp úr þeim að hafa. Þegar við fórum í ferðir át’.um við að hafa 10 kr. á dag, en það hrökk ekki til, ef allt þurfti að kaupa. tóbakskorn og í glasi ef svo hefur borið við. Ég hef ekki verið neinn stakur hófsmaður og enginn óhófsmaður heldur. — Ratað meðalbófið? — Já, ætli megi ekki segja það. — Hvernig leggst Elli kerl- ing á þig? — Ég er ekkert óánægður með hana. Ég hef verið slæm- ur í fæti nú í 40 ár. Fékk í afltaugina. Irskías kalla þeir það. — Og hvemig lýst nú göml- um þul eins og þér á heims- ástandið í dag? — Það er ekki friðvænlegt. Komist nokkurn tíma á full- ur friður í þessum heimi mun það taka margar kynslóðir. Mannfólkið hefur alltaf verið hvorki betra né verra en það er nú, og heimurinn er nú orðinn nokkuð gamall. Það sækir í einveldið núna. Svo hrynur það og lýðræðið kerr- ur aftur, en síðan einveldið á ný. Þannig gengur þetta sennilega eins og það hefur gengið fram að þessu. ★ — Þú hefur skrifað nokkuð, Kolbeinn. Hvenær byrjaðir þú á því? — Ég byrjaði sem strákur, en svo var enginn tími til skrifta fyrir reikingapjakki og fundarhöldum. — Orktir þú? — Nei, ég komst fljótt að því að ég var ekki skáld. Þetta hafa mest verið mann- lýsingar og minningar, sem útgefendur hafa beðið mig um. ★ Kolbeinn er hress í anda, situr með »tafinn sinn á hnjánum og rær fram á hann, potar honum af og til frá sér um leið og hann grundar spurningarnar og tekur að rifja upp frásagnir. — Hver er þér minnisstæð- astur þeirra manna er þú hef- ir ritað lýsingar af? — Ætli það sé ekki í "hand- riti, sem ég á. Það er um kyn- legan kvist, sem var sveitar- ómagi undir lokin hjá okkur í hreppnum. Hann hét Bein- teinn Vigfússon. Honum var erfitt um nám, náði t. d. ekki fermingu. Gat þó ýmislegt unnið, rist torf, hlaðið veggi JrtV- • "WWW ' W V.V •^vvww VA- -.-.—w -•?- V • V.—W'. Úlfljótsvatn — En skólagangan? — Ég var samtals fjóra mánuði við nám hjá séra ís- leifi á Arnarbæli og ekki allt samfellt. — Þetta hefur orðið að nægja þér í hreppstjórann og oddvitann? — Það varð að duga. Ég var auk þess endurskoðandi hreppareikninga í sýslunni undir það síðasta. Og þeir voru nú ekki allir góðir, ekki vegna þess menn vildu ekki gera betur, en kunnáttuna vantaði. Hjá sumum voru þeir þó ágætir. — Hverju þakkar þú þessa góðu heilsu og langlífi? — Ég þakka það svo sem engu. Ég hef fengið mér mitt og reyndi að smíða, en það var erfitt að nota smíðarnar s, því hann lærði aldrei á tommustokkinn. Honum gekk illa að telja, fór að fatast þeg- ar komið var upp í 16. Komst þó oft nokkurn veginn upp undir 20. Hann hafði gaman af að spila hund, en gekk illa að telja hundana ef þeir voru margir. Einu sinni var hann að rista torf. Hann kom heim og sagðist ekki rista meira. Það vantaði eina torfu upp á 100, sagði hann. Honum hefir sennilega þótt miður, að torfið var jafnharðan flutt frá hon- um. Hann sagði að ég gæti farið og talið pælurnar. Ég gerði það og stóð heima að þær voru 99. Það var svo merkilegt með það að Bein* teinn gat vitað hvaðv. tölunni leið og sagði jafnan að eitt- hvað vantaði upp á ákveðna tölu. Aldrei gat Beinteinn lært heila vísu, en hálfar vísur kunni hann margar. Hann hafði gaman að kveða og það við raust. Kveðskapur þessi var hinn skringilegasti þegar saman komu rímnavísnahelm- ingar og húsgangar, sem gengu þá um sveitina. ★ — Þú hafðir orð á því Kol- beinn að sýslunefndarstörfin hefðu tekið upp tíma þinn? — Já, og oft varð ég að ann- ast störf, sem aðrir kærðu sig ekki um. Mér er minnisstætt, er ég eitt sinn var sendur til að semja um peninga hjá ein- um oddvitanna, sem hann hafði ekki viljað gera skil á. í hreppi hans höfðu verið seld vatnsréttindi og greiðsl- an átti að ganga í sveitarsjóð. Hreppsbúar spurðust fyrir um fé þetta, en fengu þau svör ein að peningarnir væru vel geymdir hjá oddvita. Þeir kærði til sýslunefndar og var nú ráðgast um hver skyldi flytja málið fyrir téðum odd- vita. Ágúst í Birtingarholti stakk upp á því, að yfirskoð- unarmaður hreppsreiknii\g- anna skyldi annast þetta. Það kom því í minn hlut. Sýslu- maður spurði mig hvort ég vildi taka málið að mér. Ég kvaðst verða að annast það ef það teldist skylda mín, en árangri lofaði ég ekki. Þar með fór ég á fund oddvitans. Hann spurði mig hvort ég hygðist halda lengra, því hann hafði haft spurnir af erindi mínu. Ég kvað nei við, ekki hefði það verið ætlunin. Hann bauð mér að vera og mun hafa þótt betra, því hann hélt ég myndi ætla með málið fyrir alla hreppsnefndina. Okkur samdist um greiðslu fjárins og allt fór vel. Ekki munu þó allir hafa lagt góðan hug að málinu og ætlað okkur báðum að verða til minnkunar af þvL En ekki varð oddvitinn og guðsmaðurinn ánægður með endalokin, þótt allt væri með reiðu greitt, því hann sagði: — Það vildi ég að andskot- inn sækti þetta allt saman. ★ — Hvernig hafa þeir reynzt samferðamennirnir í lífinu? — Þeir hafa upp til hópa verið góðir. Þótt einhver hafi viljað mér illa og jafnvel reynt að gera mér bölvun, hefir það snúizt mér til góðs. — Hvað segirðu okkur um æskuna, finnst þér hún verri í dag, en hún var á þínum yngri árum? — Nei, æskan er sjálfsagt ekkert verri en hún var. Það eru bara meiri freistingar dag. — Voru menn eins ófróm- ir í gamla daga? Það er svo mikið um þjófnaði nú. — Líklega er það ekkert verra nú. Menn stálu þá ekki aðeins sér til lífsbjargar, held- ur hnupluðu menn hlutum, sem þeir höfðu ekkert með að gera, jafnvel efnaðir menn. — Og þið hjónin eignuðust 6 börn. — Já og höfðum mikið barnalán. Það er ómetanlegt ★ Ég stend upp og er að skoða myndir á veggnum í stofunni. Þar sé ég gamla mynd og finn Kolbein meðal þeirra, sem þar getur að líta, og spyr af hverj- um þessi mynd sé. — Þetta er sýslunefndin. Myndin mun vera tekin á Eyr- arbakka 1912. — Hver er þessi virðulegi, hvíthærði og skeggjaði maðar á miðri myndinni? — Það er séra Valdimar Briem. Framh. S bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.