Morgunblaðið - 19.03.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.03.1963, Blaðsíða 12
12 MORCVTSBLAÐIÐ Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðilstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakib. VALTÝR STEFÁNSSON líaltýr Stefánsson, mikil-<*> * hæfasti blaðamaður ís- lands, er horfinn. En merkið stendur þótt maðurinn falli. Valtýr Stefánsson skilur eft- ir sig djúp spor. Morgun- blaðið er hans mikla lífsverk. Hann var ritstjóri þess í tæp 40 ár af þeim 50 árum, sem senn eru liðin síðan blaðið hóf göngu sína. Á þessu tíma- bili óx blaðinu ásmegin á alla vegu. Takmark Valtýs Stef- ánssonar var fyrst og fremst að gera blað sit't að fjöl- breyttu og fullkomnu frétta- blaði, sem jafnan væri í nán- um tengslum við samtíð sína, og veitti lesendum sínum sem gleggsta yfirsýn um það, sem væri að gerast á hverjum tíma, innanlands og utan. I baráttunni að þessu takmarki einbeitti Valtýr Stefánsson kröftum sínum, og hlífði sér hvergi. Áhugamál hans voru á öilum sviðum íslenzks þjóð- lífs. Hann var stórhuga rækt- unarmaður og vann ötullega að hagnýtingu vísinda og þekkingar í þágu íslenzkra bjargræðisvega, til lands og sjávar. Honum tokst að skapa náin tengsl milli blaðs síns og flestra brautryðjendanna á sviði hinnar atvinnulegu og efnahagslegu uppbyggingar. Undir ritstjóm Valtýs Stef- ánssonar og Jóns Kjartans- sonar varð Morgunblaðið virk fir og áhrifamikill aðili í upp- byggingar- og framfarasókn þjóðarinnar. 'k Morgunblaðið mun jafnan halda hátt á lofti því merki, sem Valtýr Stefánsson og samstarfsmenn hans reistu á þroskaárum blaðsins. Það mun framvegis sem hingað til leitast við að vera öruggt, fullkomið og heiðarlegt frétta blað, sem segir þjóð sinni sannleikann um menn og mál- efni. Með því að rækja þetta hlutverk sem bezt, með því að vera í sem nánustum tengslum við þjóð sína, lífs- baráttu hennar og menning- arlíf, heldur blaðið bezt í heiðri minningu Valtýs Stef- ánssonar, hins fjölhæfa og merka blaðamanns og rit- stjóra, sem nú er horfinn. — Morgunblaðið þakkar líf hans og starf. MESTA FRAM■ FARASKEIÐIÐ yrir skömmu var vakin athygli á því hér í blað- inu, að Sjálfstæðisflokkurinn væri hið sameinandi afl í ís- lenzku þjóðlífi. Jafnan þegar stórra átaka væri þörf væri forysta Sjálfstæðisflokksins nauðsynleg til þess að kraft- ar þjóðarinnar sameinuðust. Þetta er staðreynd, sem öll- um hlýtur að vera auðskilin. — Sjálfstæðisflokkurinn er byggður upp af fólki úr öll- um stéttum og starfshópum hins íslenzka þjóðfélags. Sam- starf stéttanna er einmitt einn af hymingarsteinum s j álf stæðisstefnunnar. Flestir aðrir íslenzkir stjóm málaflokkar em að meira eða minna leyti stéttaflokkar og miða stefnu sína og baráttu fyrst og fremst við hagsmuni einstakra stétta í þjóðfélag- inu. Þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn leggst á plóginn er hinsvegar stefnt að fram- kvæmd sameiginlegra hags- munamála alþjóðar. Ef litið er yfir þau rúm 30 ár, sem liðin eru, síðan Sjálf- stæðisflokkurinn var stofnað- ur, er auðsætt að því ríkari sem áhrif hans hafa verið á stjórn landsins, þeim mun betur hefur þjóðinni í heild famast Á árunum milli 1930—40 var Sjálfstæðisflokkurinn á- hrifalítill og lengstum utan við ríkisstjóm. Fjórði áratug- urinn var tímabil mikilla þrenginga, atvinnuleysis og kyrrstöðu. Haftastefna svo- kallaðra vinstri manna var þá allsráðandi í landinu. I lok fjórða áratugsins verð ur breyting á, áhrif Sjálf- stæðisflokksins aukast og á 5. og 6. áratugnum er hann lengstum áhrifaríkur og oft í forystu. Þessir tveir áratugir eru líka mesta framfaraskeiðið í allri sögu íslenzku þjóðarinn- ar. Á þessu tímabili hefur verið lagður grundvöllur að nútíma þjóðfélagi á íslandi. Lífskjör almennings eru nú sambærileg eða betri en ger- ist í nágrannalöndum okkar. Þjóðin er dugmikil, menntuð og framsækin. Framleiðsla hennar er stöðugt að aukast. En Sjálfstæðismenn hafa aldrei hikað við að minna þjóðina á, að kapp er bezt með forsjá. Ný og fullkomin framleiðslutæki koma því að- eins að gagni að þau séu rek- in á heilbrigðum grundvelli. Því miður haía íslendingar ekki alltaf hlustað nægilega vel á þessi aðvörunarorð. — Þriðjudágur 19. marz 196i Þessi mynd var tekin er Bo eing-þotan lenti á Kastrup. Farþegamir bjuggust við dauða sínum Giítusamleg nauðlending d Kastrup EINS og skýrt hefur verið frá í blaðinu, nauðlenti farþega- þota af g-erðinni Boeing 707 á Kastrupflugvelli fyrir skömmú. Með henni var níu manna áhöfn og 42 farþegar. Lendingin tókst giftusamlega og engan sakaði. Fjórir hjólbarðar vélarinn- ar, sem var frá bandaxíska flugfélaginu Pan American, sprungu, er hún hóf sig til flugs frá Osló á leið til Stokk hólms. í flugtakinu heyrði á- höfnin og farþegarnir, háan dynk. Flugmaðurinn var hræ-ddur um að eitthvað hefði bilað, en hann fann ekkert að flugvélinni. Það var ekki fyrr en skömmu síðar, er starfs- menn flugvallarins í Osló fundu gúmmítætlur á flug- brautinni, að menn gerðu sér grein fyrir hvað gerst hafði. Flugmaður þotunnar James Spilman ákvað þá 1 samráði yið fulltrúa Pan American I Stokkhólmi og Kaupmanna- höfn, að freista þess að nauð lenda á Kastrupflugvelli í stað þess að halda áfram til Stokkhólms. Þessa ákvörðun tóku þeir fyrst Og fremst vegna þess, að varahlutir í Boeing 707 voru fyrir hendi í Kaupmannahöfn, en ekki í Stokkhólmi. Strax og flug- maðurinn tilkynnti flugturn inum í Kastrup ákvörðun sína hófst mikill viðbúnaður á flug vellinum. Á flugbrautina sem ákveðið var að þotan skyldi lenda, var sprautað froðu, sem dregur mjög úr eldhættu. 50 sjúkrabifreiðir og slökkviliðs bifreiðir voru sendar á vett- vang og vegum til næstu sjúkrahúsa lokað til þess að sjúkrabifreiðirnar yrðu ekki fyrir töfum, ef slys yrði. Boeing-þotan flaug í 4 þús. m hæð inn yfir Kaupmanna- Flug'maðurinn James Spilman höfn og sveimaði þar nokkra stund til þess að eyða eld- sneytinu. Síðan undirbjó flug maðurinn lendinguna og um Framh. á bls. 23 Þess vegna hefur verðbólga og dýrtíð hvað eftir annað ógnað árangri hins mikla uppbyggingarstarfs. — Þess vegna hefur íslenzk króna lækkað verulega í gengi á undanförnum árum og ýmis- konar sjúkdómseinkenni orð- ið vart í efnahagslífinu. Sjálfstæðisflokkurinn er í dag sterkasta aflið í íslenzk- um stjórnmálum. Hann er enn hið sameinandi afl í íslenzku þjóðlífi. Þess vegna er mjög þýðingarmikið að þjóðin haldi áfram að efla þennan íangsamlega stærsta og þrótt- mesta stjórnmálaflokk þjóð- arinnar, sem einn er fær um að veita henni þá forystu sem ung og framsækin þjóð þarf I á að halda. LANDAKAUP KAUPSTAÐA OG KAUPTÚNA Oíkisstjórnin hefur fyrir ^ skömmu lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landa- kaupa. Samkvæmt því skal ríkissjóður leggja árlega fram tvær millj. kr. á árun- um 1963—1972, sem ríkis- stjórninni er heimilt að lána kaupstöðum og kauptúnum til þess að kaupa lönd og lóð- ir innan takmarka hlutaðeig- andi sveitafélags. Lán þessi mega nema allt að 60% af kostnaðarverði hins keypta lands, en jafnframt er ríkis- stjórninni heimilað að ábyrgj ast allt að 40% af kaupverð- inu. Lánstími má vera allt að 25 ár og vextir 5%. Hér er um merkilegt mál að ræða. Kaupstaðir og kaup- tún víðsvegar um land hafa átt við erfiðleika að etja vegna þess að þau hafa ekki átt byggingarlönd sín. Hins- vegar hefur þau brostið fjár- magn til þess að ráðast í að kaupa þau. Það er skilyrði fyrir‘aðstoð ríkisins fyrir fyrrgreindu frumvarpi, að ríkisstjórnin telji sveitafélagi nauðsynlegt að eignast umrætt landsvæði vegna almennra þarfa. Óhætt er að fullyrða, að fjölda byggðarlaga víðsvegar um land mun verða mikil stoð að þessari lagasetningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.