Morgunblaðið - 19.03.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.1963, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 19. marz 1963 MORGVNM AÐ1Ð 23 Olíumengun í 400 lestum af salti Ónýta saltið nær 300 þús. kr. virði I»EGAR M.s. Laura Danielsen kom til íslands með saltfarm fyr ir skömmu, kom í ljós að um heimingur farmsins, eða um 400 lestir, var olíumengað. Losaði Frestur til 1. apríl KJARARÁÐ BSRB og fulltrúar ríkisins hafa að undanförnu setið á tíðum fundum um kaup og kjör opinberra starfsmanna undir forustu Torfa Hjartar- sonar, sáttasemjara og var enn fundur í gærkvöldi. Launamál opinberra starfs- manna áttu að fara til kjaradóms 15. marz, hafði verið frestað þang að til frá 1. apríl, en nú hefur sá frestur aftur verið framlengd- ur til 1. apríl. skipið farminn á Homafirði, Djúpavogi, Eskifirði og síðast 60 lestir á Akranesi í gær. En skip- stjóri, stýrimaður og 1. vélstjóri komu til Reykjavíkur, þar sem sjópróf fór fram síðdegis í gær. Saltið mun vera ónýtt, þ.e.a.s. ekki er hægt að nota það í mat og ekki heldur til söltunar á gær- um, en verðmæti þess er hátt í 300.000 kr. Verður því sennilega hent. Ólafur Gíslason & Co. er móttakandi farmsins hér. Farm- urinn sjálfur er ekki tryggður fyrir slikum skemmdum, en skip- ið er ábyrgðartryggt. í réttinum kom það fram, að skipverjar telja að olían hafi komizt í saltið, er verið var að skipa því út. Var þá dælt olíu milli tanka á skipinu, yfir í stjórn borðstank. Telja þeir að olía hafi spýtzt um yfirfallsrörið meðan verkamenn voru í matarhléi, olí- an farið á dekkið og ofan í upp- skipunarbátinn, sem var við hlið- ina á skipinu. Kom ekki í ljós fyrr en langt var komið að losa bátinn, að olían hafði komizt í farminn og var þvi sem eftir var hent. En ekki varð vart við það sem fór í farminn um borð fyrr en farið var að skipa upp úr lest- inni hér. Dómforseti í sjóréttinum í gær var Valgarður Kristjánsson. Fyr- ir móttakanda farmsins var Guð mundur Ásmundsson hrl. Tveggja ára barn á nátt- fötunum uti á götu um kvöld Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ fannst tveggja ára gamalt barn berfætt á náttfötunum úti á Berg staðastíg. Var lögreglunni gert aðvart og komst hún fljótt að raun um hvar barnið átti heima, en það er á sama heimilinu, sem barn hafði fyrr í vetur fundizt fáklætt úti um nótt. Enginn fullorðinn var heima í íbúðinni, en tvö systkin þess litla, eins árs og fjögurra ára, voru sofandi. Gætti lögreglu- þjónn bamanna og var barna- verndarnefnd gert viðvart. Kom móðirin heim rétt á eftir eða um svipað leyti og stúlka frá barna- vemdarnefnd. En það mun hafa verið um kl. 10,30. Konan er skilin við mann sinn og býr þarna ein með börain þrjú. í fyrra skiptið sem barn hennar fannst úti um nótt, gaf hún þá skýringu að maður sem staddur var í næstu íbúð og hafði litið eftir börnunum, hefði gleymt að skila því til annarar fjölskyldu að taka við barna- gæzlunni, er hann fór. Á sunnu- dagskvöldið kvaðst hún hafa rétt skroppið út í búð að hringja, meðan börnin sváfu. Verður heimilið nú undir sér- stöku eftirliti barnaverndai- nefndar. Kolbeinn Framhald af bls. 10. — Og þið hafið verið farnir að láta mynda ykkur í þann tíð? — Já, og sýsbmetndar- mennimir létu ekki aðeins mynda sig. í>eir létu líka vigta sig. — Jæja? — Já, þetta var sér til gam- ans gert. Það var fyrir mína tíð í sýslunefndinni, að þeir vom þar saman séra Eggert í Vogsósum og séra Valdirr-ar Briem. Séra VaMimar henti þá gaman að því að hann væri þyngstur, en séra Eggert létt- astur. — I>að er nú ekki pð marka það, þú ert svo pungur, sagði þá einhver við séra Valdimar. En þá segir séra Eggert: — Hann þungurl Lautin í Ameríku eru 6 búsund pund. Hann gat verið mtinyrtur og skemmtilega orðheppinn. Séra Valdimar var líka gam- ansamur og mun hafa þótt þetta vel svarað. Séra Eggert var einkennilegur í háttum, en mér er nær að halda að margar sögumar um hann séu tilbúningur eða ýktar. ★ — Hefir þú ekki S þfnum langa æfiferli orðið var við ýmislegt, er þú hefir átt erfitt með að skýra? — O, nei, ekki svo mjog. Mér er þó minnisstætt eitt atvik. Séra Jón Thorsteinsen, sem lengi var prestur á Þing- völlum og þjónaði líka Úlf- Ijótsvatni fluttist til Reykja- víkur að hausfci til, en dó í nóvember um veturinn. I’að var dag nokkurn að ég stóð úti á hlaði. Veður var stillt og gott. I>á heyri ég að stærstu kJukkunni í kirkjunni er hringt. Það var eins og slegið væri í hana með hamri, aðeins eitt högg, en hátt og skýrt. Ég hélt einhver væri úti í kirkju og hafði farið að fikta í klukkunum og var mér illa við það. Fór því út að kirkju, en þar var enginn og kirkjan læst. Þennan sama dag lézt séra Jón. Ég kveð þennan níræða fræðaþul og bið hann vel að njóta ævikvöldsins. ★ Kolbeinn Guðmundsson er fæddur í Hlíð í Grafningi 19. marz 1873. Hann óíst upp með foreldrum sínum og kvongað- ist í Hlíð 30. maí 3896 frænd- konu sinni Geirlaugu Jóhanns dóttur frá Nesjavöilum. Konu sína missti hann 1952. Þau hjón eignuðust 6 bern, sem öll eru á lífi og hir. mannvænleg- ustu: Katrínu kennara, Guð- mund, Jóhannes trésmið, Vii- borgu kennara, Þorlák tré- smið og Arinbjöm lækni. Kolbeinn var oddviti í Grafn ingshreppi í 18 ár hreppstjóri í 20 ár og sýslunefndarmaður í 21 ár. Hann haíði að sjálf- sögðu mikil afskipti af opin- berum málum og var frum- kvöðull um margar nytja- framkvæmdir. vig. Bjargaði sér 14 m. út at veginum SÍÐDEGIS á sunnudag fór fólks- bifreið út af veginum á Suður- landsbrautinni, lenti yfir skurð og mishæðir og staðnæmdist ekki fyrr en 14 m. frá akbraut- inni. Bíilinn var furðu litið skemmdur og farþegamir þrír, þar á meðal 7 ára gamalt bam, sluppu ómeiddir. Bifreiðin, sem er af Chevrolet- gerð, var á leið inn Suðurlands- brautina um hálf fjögur leytið. Ætlaði bifreiðastjórinn að fara fram úr bíl við gatnamótin að Seljalandsvegi. Hinn bíllinn sveigði í því áleiðis að Selja- landsveginum, og hann ók út af til að bjarga sér og staönæmd- Spóinn kominn — vorharð- indin úti f GÆR heyrðist í spóanum í Reykjavík. Þrír bílstjórar á Nýju sendiibílastöðinni heyrðu sam- tímis í honum í suðurátt frá MiklatorgL Og samkvæmt gömlu þjóðtrúnni, eiga öll vorharðindi að vera úti, þegar spóinn laiig- vellir eða vellir graut. Ætti það að draga nokkuð úr beyg þeirra sem hafa mestu vantrú á þess- ari hlýju veðráttu og spá hret- um, þegar kemur fram á. Við þetta á gamla minnisvísan: Heyló syngur sumarið inn, semur forlög gaukurinn, áður en vetrar úti er þraut, aldrei spóinn vellir graut. Stjórnmálanámskeið Heimdallar: Stjórnarandstaðan STJ ÓRNMÁLAN ÁMSKEIÐ Heimdallar heldur áfram annað kvöld kL 20.30 í Val'höll. Þá mun Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, ffytja erindi um „Stjórnarandstöðu Framsóknar og kommúnista“. Námskeiðið hefur verið fjöl- sótt, og enn geta nýir þátttak- endur Xátið skrá sig í síma 17102. ist ekki fyrr en 14 m u-tan við veginn, sem fyrr getur. Hafði hurðin á bílnum vinstra megin lent á steini, en að öðru leyti skemmdist bíllinn lítið. Reiðhjól rakst á bíl í gær varð árekstur milli reið- hjós og bíls á gatnamótum Laug arásvegar og Brúarvegar, sem er í framhaldi af Sundlaugavegi. Á reiðhjólinu var 14 ára piltur, Sveinn Þorvaldsson, Langholts- vegi 8 B. Hann var að koma norður Langholtsveginn, en bíll- inn niður Brúnaveg. Við árekst- urinn skemmdist hjólið og pilt urinn meiddist á fæfci og skarst á höku. Leiðrétting í grein Sveins Benediktssonar í Morgunblaðinu s.l. sunnu- dag: „Nýtískuleg ævisagna- gerð“ hefur í einum kafla greinarinnar fallið úr orð og heil málsgrein við setningu hennar. Réttur er greinarkafl- inn þannig: Engir nema þessir vesölu höfundar hafa leyft sér að segja um Sigurð Hallbjarnar- son, hinn dugmikla og vin- sæla skipstjóra og útgerðar- mann: „Makalaus maður Sig- urður Hallbjarnarson. Hann stendur gjallandi upp í and- litið á mönnum og gerir grín að þeim, setur sig aldrei úr færi að eignast óvini og verð ur vel ágengt, harðduglegum manninum til orðs og æðis. Jón Fálmason á Súgandafirði er einn þeirra, sem Sigurði tekst að egna til fjandskapar við sig og sá fjandskapur nær úr yfir landamæri lifs og dauða.“ Upplýst er af óljúgfróðum mönnum, að þeir voru góðir vinir Sigurður heitinn Hall- bjarnarson og Jón heitinn Bálmason. Það er eftir öðru í „æviminningum” þeirra frændanna, að segja þá látna vera fjandmenn „út yfir landa mæri lífs og dauða.“ Ilinir sprungnu hjólbarðar - Utan úr heimi Framhald af bls.. 12. 1000 menn, er safnazt höfðu saman til þess að horfa á hana, biðu með öndina í háls inum. Hjól flugvélarinnar snertu flugbrautina og hún rann 650 metra nær hulin reyk og froðu, sem þyrlaðist upp af flugbrautinni. 10 sekúndur liðu frá því að hjóliá snertu flugbrautina þar til flugvélin stöðvaðist. Þotur aka venju- lega 15-1700 metra á flugbraut inni áður en þær stöðvast. Eins og áður segir gekk nauð lendingin vel. Þegar fréttamenn ræddu við Spilman, flugmann, eftir lend inguna, vildi hann lítið segja. Sagði hann að ekki væri hægt að kalla lendinguna afrek og fremur bæri að þakka öryggis útbúnaðinum á Kastrup, en áhöfn flugvélarinnar, að vel tókst til. Meðal farþega flugvélarinn ar voru aðeins tvær konur, frú Kalvik og frú Gallen-Kallela. Frú Kalvik var á leið til Finn lands til þess að heimsækja dóttur sína. Hún sagðist hafa verið mjög óttaslegin, eftir að hún vissi að flugmaðurinn þyrfti að nauðlenda. — Þegar flugvél'in lækkaði flugið var okkur sagt að spenna greipar undir hnjánum og beygja okkur eins mikið saman og við mögulega gátum, sagði frú Kalvik og hélt áfram, mikil hræðsla greip mig og ég bað bæn, en allt í einu, áður en ég hafði fyllilega áttað mig, hafði vélin stöðvast og okk- ur var tilkynnt að við værum úr allri hættu, sagði frú Kal- vik. Frú Gallen-Kallela, sagðist hafa búizt við dauða sínum. Þó sagði hún, að hin rólynd islega framkoma áhafnarinn- ar hefði haft mjög góð áhrif á farþegana. Margir karl- mannanna, sem voru með fiug vélinni, voru sammála frú Kallela um það, að þeim hefði fundizt dauðinn nálægur,. ear flugvélin lækkaði flugið. Algeirsborg, 18. marz — (AP) —• ALSÍR hefur hótað að slíta allri samvinnu við Frakka ef hinir síðamefndu láta verða af því að sprengja kjarnorkusprengju neð- anjarðar í Saharaauðninni. Taugaveiki í Sviss Zermatt, Sviss, 18. marz — (AP-NTB) — TAUGAVEIKI hefur brotizt út í skíðabænum Zermatt í Sviss. Hafa 35 sjúklingar verið fluttir í sjúkrahús í nærliggjandi borg- um, og fjörutíu menn aðrir eru í sóttkví og raimsókn í skóla- húsi í Zermatt. Margir ferðamenn hafa yfir- gefið Zermatt, og borizt hafa fréttir um að einhverjir þeirra kunni að hafa flutt með sér veik- ina, m.a. til Bern og Ticino. Þá hafa brezku heilbvigðisyfirvöld- in skýrt frá því að ellefu manns hafi tekið taugaveiki þar í landi, og er smitunin talin hafa borizt með konu, sem kom frá Zermatt í síðasta mánuði. í Zermatt eru 56 gistihús, og þar dvelja um 7.000 utanaðkom- andi ferðamenn og unnendur skíðaíþróttarinnar. Ekki virðist neinn ótti hafa gripið um sig í borginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.