Morgunblaðið - 17.04.1963, Side 6

Morgunblaðið - 17.04.1963, Side 6
6 MORCZJNfíL 4 Ð I Ð Miðvikudagur 17. apríl 1963 Ummæli dönsku blaðanna um unnu Borg OIX DAGBLOÐIN í Kaup- ir.annahöfn hafa birt langar og lofsamlegar minningargreinar um Önnu Borg Ieikkonu. Rekja blöð- in hinn glæsi'ega leikferil henn- ar frá upphafi og eru samdóma um, að hún hafi ætíð sýnt fá- dæma viljastyrk — ekki aðeins | í fyrstu, er hún kornung vann sér sess í dönsku leiklistarlífi, heldur einnig eftir fjögurra ára erfið veikindi, er hún hóf að leika að nýju og haslaði sér völl í nýjum dramatískum hlutverk- um, ólíkum þeim, er hún fyrr hafði hlotið viðurkenningu fyrir. __ Anna Borg kom fvrst fram á sviði Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn 22. marz 1929 í leikritinu „Gálgamaðurinn" eftir Runar Schild og lék þá jafnfrair.t í fyrsta sinn á móti Poul Reumert. í október- mánuði árið 1932 giftist hún Reumert og eignuðustNþau hjón tvo syni, Stefán og Thorsten. Meðal kunnustu hlutverka Önnu Borg á liðnum árum eru hlut- verk Maríu í „Galgamaðurinn", Margarethu í „Faust“, Elisabetar drottningar í „Maria Stuart“, Önnu Boleyn í „Cant“ og hlut- verk móðurinnar í „Blóðbrúð- kaup“ eftir Garcia Lorca . Fyrsta leikritið sem Anna Borg stjórnaði hjá Konglega leikhús- inu var „Magtens Bröd“ eftir Leck Fischer, en þar lék Poul Reumert aðalhlutverkið. „Grímu dansleikurinn“, eftir Verdi, var fyrsta óperan, sem hún setti þar á svið. ★ Jens Thidstrup segir meðal annars í minningargrein í Berl- ingske Tidende: „Hin hörmuiega fregn um lát Önnu Borg í flug- slysinu skamrnt frá Osló vekur sorg og samúð um öll Norður- lönd. Menn hugsa með samúð til eiginmanns hennar Poul Reuim- erts, sem hafði haft hana sér við !hlið í hamingjusömu hjónabandi í meira en 30 ár, og samhryggj- ast dönsku leifchúslífi vegna þess áfalls, sem fráfall Önnu-Borg blýtur að vera því. Leikferill Önnu Borg var sigursæll og glæsilegur. En hún þurfti oft að heyja harða baráttu til þess að ná settu marki og henni var ekki hlíft við vonbrigðum og sorg. Anna Borg bjó yfir óvenjulegum viljastyrk — staðföstum vilja til þess að sigrast á öllum erfið- leikum og mótlæti. Þegar í upp- hafi var það hreint afrek, að hinni kornungu íslenzku leik- konu skyldi takast að ná fót- festu á dönsku leiksviði, þrátt fyrir þá miklu erfiðleika, sem málið olli henni. Hinn sami vilja- styrkur kom í ljós, er hún síðar eftir langvarandi veikindi, sneri tii leifchússins aftur og haslaði sér nýjan völl með nýjum hlut- verkum, frábrugðnum hinum fyrri svo og kennslu sinni og leikstjórn. Þar stóðst hún raun, sem margan leikarann hefur fellt....“ Harald Engberg skrifar í Poli- tifcen, að hjartahlýja Önnu Borg og ást hennar á viðfangisefnum leiklistarinnar hafi ekki sízt kom- ið fram í starfi hennar sem leik- stjóri og kennari við óperuskól- ann. Þar hafi hún verið nem- endum sínum ómetanleg hvatn- ing til átaka og sem leikstjóri hafi hún verið mikils virt og dáð af öllum, sem með henni unnu. Engberg minnist fyrstu ára Önnu Borg hjá Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn, síðan starfsins við Dagmarúeikhúsið og leikferða þeirra hjóna um Norð- urlönd, þar á meðal til íslands. Hann minnist þess er þau hjón hófu störf að nýju við Konung- lega leifchúsið og sigurs Önnu Borg í hlutverki Elisabetar drottn ingar í „Maria Stuart“ eftir fjögurra ára fjarvist frá leik- húsinu og baráttu við hinn erfiða sj'úkdóm, sem hún þjáðist af eftir dvöl hennar á íslandi 1951. Að lokum segir Engberg, að Anna Borg hafi verið örlögum sínum vaxin, bæði sem eigin- kona hins mikla leikara Poul Reumerts og sjálfstæð listakona. Hún hafi jafnan verið sjálfri sér trú — í lífi og starfi verið Anna Borg. ★ f blaðinu Aktuelt fer Sven Eric Smith fögrum orðum um fyrsta sigur Önnu Borg á leik- sviði__Konunglega leifchússins. Það var árið 1929 í hlutverki Maríu, ráðskonunnar, í leikrit- inu „Gálgamaðurinn“ eftir Runar Sdhild, en þar lék hún eins og fyrr segir í fyrsta sinn á móti Poul Reumert. Anna Borg var þá 25 ára og segir greinarhöfund- ur, að hlutvérkið haifi gefið henni færi á að sýna beztu eigin- leika sína, hreina, stillilega feg- urð og ríka hlýju undir rólegu íslenzku yfirborði. ★ f Kristeligt Daghlad skrifar Bent A- Koch, uridir fyrirsögn- inni „Hinn svarti skuggi pásk- anna“, að fregnih af flugslysinu við Fornebu hafi komið eins og reiðarslag yfir friðsamlega páska hátíð. * „Hinn mikli danski leikari Poul Reumert hefur ætíð reynt að verja einkalíf sitt forvitnum augum.“ segir Beht A. Kooh, „en við vitum, að hann hefur lifað hamingjusömu fjölskyldulifi í meira en 30 ár .Hann og Anna Borg byggðu sameiginlega upp heimili, sem hefur verið vinsam- legum tengslum Danmerkur og íslands afar mifcilvægt. Að sjálf- sögðu líta ísléndingar á Önnu Borg, sem eina af sinum mestu d-ætrum og enginn mun mæla í mót, er við segjum við fráfall hennar, að hún hafi verið mest þeirra, sem fluttust í okkar tíð frá sögueyjunni til Danmerkur. Svo sem ísland aldrei gleymir Önnu Borg, gleymdi hún ekki ættjörð sinni. Sína mestu list sýndi hún á lerksviðinu, — þar næst sem tengiliður íslendinga og Dana. Þar átti hún óbrigðulan stuðning manns síns sem svo oft kallaði sig. „tengdason íslands". Carl Stuhr, sfcrifar einnig í Kristeligt Dagblad, að með Önnu Borg hafi danska leikhús- ið misst eina þeirra fáu lista- kvenna, sem á yfirstandandi tím um tækniistjórnar og eyðilegging- armátts hljóðnemans, hafi hald- ið óskertri hinni fullkomnu, hljómmifclu framsögn. í fram- sögn hennar hafi hinn sígildi harmleikur notið sín til fulls; hið safaríka mál sígildra rithöf- unda, hvert eitt orð, verið gætt því faljómgildi sem til var ætlazt. Anna Borg og Poul Reumert nýgift 1932. Henning Bröndsted, leikhús- istjóri Konuglega leifchússins seg- ir í minningarorðum í dönsku síðdegisblöðunum, BT og Ekstra- bladet, að réttri viku fyrir slysið hafi hann rætt við Önnu Borg um, að hún tæki að sér hlut- verk Móður Karenar í „Elv- erhöj". „Ég var efcki í vafa um,“ segir Bröndsted, „að Anna Borg, sem sprottin var úr íslenzkum jarðvegi, fslenzkri menningu, gæti skapað hina réttu, dulúðugu Móður Karen“. Og Bröndsted segir einnig: „Fregnin um hið hörmulega fráfall Önnu Borg er slíkt reiðarslag, að óg megna ekki, að svo komnu máli, að lýsa með orðum því tjóni sem Konunglega leitóhúsið hefur beð ið við Jáit hennar“. Norski leikstjórinn Gerda Ring, sem setti á svið „Pétur Gaut“ í Þjóðleitóhúsinu í vetur var ná kunnug Önnu Borg. Hún segir í viðtali við Ekstrabladet, er færði henni fregnina af slysinu: „Það er skelfilegt að eiga að segja eitthvað um svo óskiljaní legan atburð, — atburð, sem hef! ur gerzt svo skyndilega og nærri, án þess að maður vissi. Um Önnu Borg segi ég þó gjarna, að hún var óvenjulega heiðarí leg og sönn í list sinni. Hún slakaði aldrei á listrænum kröf um. Hvað hún gat komið mér á óvart. Þessa litlu fíngerðu manneskju sá ég skyndilega stækka og aukast með ótrúlegu afli í Öehlenschlagersýningu á Konunglega leikhúsinu, — það hlýtur að hafa verið afl íslend ingsins óg meira þó — hið innra hefur hún verið sterk sem stáL. Knud Schön/berg segir í Ekstra bladet, frá uppvexti Önnu Borg á heimili foreldra hennar. Stef- aníu Guðmundisdóttur leikkonu og Borglþórs Jósefssonar gjald- kera, þar sem leiklistin var i svo miklum hávegum höfð. Hann segir frá kynnum þeirra Önnu Borg og Poul Reumert og sam- skiptum sem nemenda og kenn ara. Um leik Önnu Borg segir Schönberg meðal annars: „Með Framh. á bls. 17. • Góð vetrarveðrátta í vetur hafa víst flestir látið. í Ijós undrun sína yfir góðviðr- inu síðan um jól. Telja flestir eða allir sig ekki minnast annars eins veðurfars. Eftir blaða og útvarpsfréttum að dæma, hafa aldraðir menn ekki talið sig muna svo góðviðrasam- an vetur sem í ár. Ég hefi oft verið spurður um þetta sama og hefi ég svarað því til, að ég muni 3 vetúr, sem ekki voru síðri, eftir að kom fram á seinni hluta Þorra. Veturinn 1923 var ég í Reykja vík. Ekki man ég greinilega, hvernig veðrið var fram í fe- brúar. Öskudagurinn var þann 10. febrúar og var þá blæjalogn, sólskin og milt veður. Mátti segja, að þá hafi öskudagurinn ekki einasta átt 18 bræður, held ur fleiri. í Dymbilvikunni var svo komið, að risburnar voru al- laufgaðir og má því marka veð- urblíðuna. Páskadagur var þá 1/4. Þetta veðurfar hélzt þar til á laugardag fyrstan í sumri. Á sumardaginn fyrsta, þann 19/4, var veður svo blítt sem um mið- sumar væri. Föstudagurinn var einmg .góður, þó kaldari væri, en dagurinn á undan. Á laug- ardaginn var logn, en sólarlaust. Þoka yfir Faxaflóa, eða mjög lágskýjað, og frekar svalt veður. Aðfaranótt sunnudags skall á norðan eða norðaustan hörku stormur með dálítilli snjókomu. Minnir mig, að þessi kuldi hafi ekki varað lengi. Frost var tals- vert, en gróður sakaði hvergi, þar sem jörð var þíð fyrir. 1929 var ég á Staðarfelli á Fellsströnd. Man ég fátt af veð- urfarinu fyrr en í lok Þorra, sem mun þó hafa verið fremur stormasamur, en í Þorralok skipti um véðurfar. Var óslitið góðviðri upp úr því til sumar- mála, en þá skall á norðaustan stormur með frosti og nokkurri snjókomu til fjalla. Þetta mun hafa varað í eina viku eða meira. Tún voru sumsstaðar búin að fá grænan lit seint á góu. Vorið minnir mig að væri gott • Góð beit í dymbilviku 1932 dvaldi ég á Reykjum í ölfusi. Ekki man ég greinilega, hvernig veðurfar var veturinn 1931 — 1932, fyrr en kemur fram í byrjun febrúar. Þá gerði þíðviðri og hlýindi. Var sá hluti túnsins, sem sáð hafði verið í grasfræi 1930 orðinn algrænn snemma í góu, en þá kólnaði um tíma svo gróðurinn visnaði ofan til, þó alltaf sæist grænt niður við rót. Brátt hlýnaði þó aftur og tók að gróa á ný. í dymbil- vikunni var svo vel gróið sáð- landið í túninu, að beit mátti kallast góð. Rabarbari var svo vel gróinn, að leggir og blöð munu hafa verið orðin um 20 — 30 cm. há, en um skírdagshelg- ina snerist til norðanáttar með skörpu frosti, 8 til 10 stig, og drapst þá rabarbaragróðurinn og var hann seinn að koma upp aftur. Skírdagur hefur þá verið þann 24. marz, því páskadagur- inn var þann 27, en ekki man ég, hve lengi þetta kuldakast stóð. 1927 var ég á Staðarfelli á Fellsströnd. í nóvember voru nokkrar hvítkálsplöntur skildar eftir í garði, þar-sem blöð þeirra höfðu ekkert vafizt saman, en í janúarmánuði næsta ár höfðu plöntur þessar vafizt það sam- an, að nothæfar þóttu til matar. Bendir þetta til mildrar veðr- áttu. Þessir vetrarkaflaí' eru mér minnisstæðastir fyrir góðviðrið og ég hefi vakið athygli á þess- um vetrarhlýindum sökum þess, að fólk virðist nú ekki muna hliðstæðu til líðandi vetrar. Það gleymist fljótt hið góða vetrar- veðrið. Magnús Kristjánsson. BOSCH Allt * i rafkerfið BRÆÐURNIR ORMSSON hf Vesturgötu 3. BOSCH t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.