Alþýðublaðið - 12.07.1920, Page 2

Alþýðublaðið - 12.07.1920, Page 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreidsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við liigólfsstrseti og Hverfisgötu. Síml Auglýsingum sé skilað þangað cða í Gutenberg í síðasta iagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Óðinn, l.—6. tb!., er kominn út fyrir nokkru og er hann að þessu sinni lóvenju stór, eða 48 síður. Efnið í Öðni er all fjölbreytt, þó það gæti vel verið fjölbreytt- ara í svo stóru hefti. Sjö æfisögu- ágrip geta verið góð, út af fyrir sig, en fullmikið er að háfa þau svo mörg í einu hefti, enda þótt mjög fróðlegt og skemtilegt sé að bafa tiltölulega greinilegar frásagn- ir um æfiatriði ýmissa merkis- rnanna, sem flest á einum.stað. En Öðinn er ekki tómar æfisögur. Þá ætti hann ekki jafnmiklum vin- sældum að fagna um alt land. í þessu hefti eru kvæði eftir Fnjósk, Huldu, Þorstein Þ. Þor- steinsson og G. G. Hagalín. Æfin- týri eitt eftir Sigurjón Jónsson, er ádeila um kaupstaðafýkn sveita- stúlkna; vel ritað og fellur vafa- laust í góðan jarðveg hjá þeim, sem sjá hve tildrið og fíflskapur- inn í kaupstöðunum gagntekur oft ungar, saklausar stúlkur, er þær koma úr fámenninu í sveit- inni, heiman að úr kofanum frá „karli og kerlingu". Fátt getur eins vel læknað „sýktar sálir" og vel til fundin hæðni. Og Sigurjón virðist laginn á að benda á ágall- ana. Þetta er annað æfintýrið um svipað efni, er eg hefi eftir hann séð. Myrkur, sorgleikur eftir Tryggva Sveinbjarnarson, ættaðan úr Svarf- aðardal nyrðra, byrjar í þessu hefti og verður ekki betur séð af því, sem komið er (1. og 2. þætti), en að hér sé á ferðinni hreinn listamaður. Er margt gullfallega sagt í þessum tveimur þáttum. Tryggvi hefir hlotið skáldastyrk fyrir Inikrit þetta og átti að ieika það hér síðastliðinn vetur, en fórst fyrir. Vonandi verður það sýnt hér næsta vetur. Þingsetningarræða séra Friðriks Rafnar er að mörgu leyti orð í tíma töluð og betur að þingmenn færu meir eftir þeim orðum, en hingað til hefir verið. Fyrirlestur dr. Alexanders Jó- hannessonar um „Nýjar listastefn- ur“ er einkar fróðlegur, og er ekki ólíklegt að sauðsvartur al- múginn brosi að myndunum, sem fylgja ritgerðinni, og heilabrotum þessara vafasömu listamanna, sem sumir afturhaldsseggir á iistasviðinu hafa viljað telja sjúka, eða jafnvel brjálaða. Fossavirkjunin í Noregi er eink- arfróðleg grein, með mörgum myndum. Hun er stutt lýsing á ýmsum helstu orkuverum Norð- manna og fléttað inn í smábend- ingum til íslenzkra kjósenda. Er ekki ólíklegt að „innlokunar"- mönnum f íslenzka fossamálinu muni finnast sem „opingáttarinnar" gæti fullmikið í grein þessari. I. J. Uffl dayinn 09 veginn. Veðrið Vestm.eyjar Reykjavík . ísafjörður . Akureyri . Grímsstaðir Seyðisíjörður Þórsh., Færeyjar Stóru stafirnir dag. A, hiti 11,1. loga, hiti 10,3. logn, hitiis.o. logn, hiti 9,5. S, hiti'11,2. logn, hiti 8,1. logn, hiti 10,5. merkja áttina. Loftvog stöðug, einna lægst fyr- suðvestan land, sem bendir á aust- og norðaustlæga átt. Stilt veður. Skipakoranr. í nótt komu 2 skip með kol til Landsverzlunar- innar. Á laugardaginn kom skon- nortan Haukur með Cement til Jóns Þorlákssonar o. fl. Þýtt á raóðnrraáiið! Fram- kyæmdarstjóri Steinolíufélagsins kvað nú hafa látið þýða greinar þær um steinolíu, sem staðið hafa hér í blaðinu undanfarna daga, á dönsku, móðurmál hins „íslenska" steinolíufélags, og látið senda hana til mömmu félagsins, D. D. P. A, í Köfn. Sennilegt að það sendi enska þýðingu tii ömmu sinnar í Bandarfkjunum. Skyldi það gleðja Alþbl., ef greinin kæmist að lokum fyrir augu Rockefellers i Sigurðnr Guðraundsson mag, er kjörinn formaður barnaskóia* nefndarinnar nýju, Sameiningarhátíðahöld I)an»„ Samkvæmt tilkynning frá 'danska sendiherranum hér, undirskrifaði konungur innlimunariögin kl. io!/z á föstudagsmorguninn. Jafnframt kváðu við skotin frá öllum virkj- um borgarinnar og kirkjuklukkum var hringt um alt landið. Um há- degi voru konungur og drotning við guðsþjónustu í »Vor Frue- Kirke* og síðan stigu þau á skips- fjöl á konungsskipinui Dannebrogc,- sem hélt til Kölding. Á laugardag- inn, sunnudaginn og í dag, heim- sækja hjónin ýmsa suðurjóska. bæi þar sem þeim eru búnar veglegar móttökur. Gnllfoss kom í fyrradag um- hádegi frá Leith. Um 30 farþegar komu á skipinu; þar á meðah Björn Sigurðsson erindreki lands- stjórnarinnar og kona hans. Ober- mann landsstjóri á Sumatra, Laufey kona hans og börn. Laufey er íslenzk, dóttir Friðriks Guðmunds- sonar, sem nú er í Ameríku; hjónin voru gefin saman hér á landi fyrir um 8 árum, fóru þá utan og hafa dvalið á Sumatra þangað til í haust, að frúin fór tih Hollands með börnin og dvaldi þar í vetur. Maður hennar hefir nú> tveggja ára leyfi og munu þau; ætla að dvelja hér nokkurn tíma, »Hyskinn Tið j náraið«. Rit- stjóri Vísis er latur við lands- málanámið. Hann virðist ekki ennþá vera búinn að átta sig á því að samningar voru gerðir við Breta ottar enn einu sinni. Hann segir að Alþbl. »haldi« að samninga hafi verið gerðir við Breta 1918. Því skyldi ekki Alþbl. ekki »halda« það. Samningar voru eins og allir vita gerðir við Breta um vorið 1918. Ritstj. er líklega kominn svo. mjög »til vits og ára« að hann getur ekki lært meira. Leiðrétting. Af vangá stóð í blaðinu á föstudaginn, í nokkru af upplaginu, í minningargreinlnni um próf. Jón Aðils, á 1. síðu f 3. dálki í 15. línu að ofan: Aft- urelding, en átti að vera: Dag-- renning. J. Á.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.