Morgunblaðið - 24.04.1963, Page 12

Morgunblaðið - 24.04.1963, Page 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. apríl 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðxlstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. -1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. SVARTSÝNISMENN ÞINGA 1 Tm þessar mundir heldur hópur bölsýnismanna þing í höfuðstaðnum. Það eru menn, sem kenna sig við framsókn, en sjá lítið eða ekkert gott í íslenzku þjóð- lífi, heldur telja þeir þar öllu fara aftur. Framsóknarmenn tala um móðuharðindi af manna völd- um. Þeir segja að sveitir landsins séu að fara í auðn, jarðir séu verðlausar og eng- inn hafi lengur áhuga á bú- skap. Þeir gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að sannfæra ungt fólk um það að sízt beri því að leggja út í baráttu til að rækta og byggja upp landið, slíkt sé mesta feigðarflan. Á öðrum sviðum lýsa þeir efnahagsástandinu svo, að ó- kunnugir mundu helzt ætla, að hér væri kyrrstaða og skortur. Atvinnurekstur berj- ist í bökkum, íbúðarhúsa- byggingar séu stöðvaðar o.s.frv. 1 afstöðunni til samskipta við aðrar þjóðir lýsir sér sama bölsýnin og vantrúin á íslandi og íslendingum. Fram sóknarleiðtogarnir segja ís- lendinga þá aumingja, að sjálfstæði landsins, tunga þess og þjóðerni sé í voða, ef við höfum svipuð skipti við aðrar þjóðir og nú tíðkast al- mennt í viðskiptum þjóð- anna. Þeir telja okkar einu bjargarvon vera þá að taka upp einangrunarstefnu, svip- aða þeirri, sem margar þjóðir aðhylltust illu heilli fyrir svo sem hálfri öld. Málgagn Framsóknarflokks ins leitast við að sannfæra landslýð um það, að nágrann- ar okkar sitji allir á svikráð- um við okkur. Ekki þykir nóg að gert að rægja Breta og bera þeim það á brýn, að þeir vildu helzt sjá sjálfstæði okk ar fótum troðið, heldur telur blað Framsóknarflokksins Dani vera við sama heygarðs- hornið. Það eru þessir bölsýnis- og afturhaldsmenn, sem bjóða íslenzku þjóðinni forystu sína. Þeir ætlast til þess, að þeim verði með kommúnist- um fengið meirihlutavald á Alþingi, eða a.m.k. það, sem þeir kalla „stöðvunarvald“. Ef þeim ekki tekst að mynda stjórn með kommúnistum, ætla þeir að minnsta kosti að sjá til þess, að engin starfhæf stjórn verði hér á landi. Þeir ætla umfram allt að stöðva viðreisnina, mestu framfara- sókn íslenzku þjóðarinnar. Sem betur fer sjá og skilja æ fleiri hve mikið er í húfi. Menn vilja ekki fórna þeim mikla árangri, sem náðst hefur. Það er óþarfi fyrir Fram- sóknarleiðtogana að vera svartsýnir á þjóðarhag, en hins vegar fyllsta ástæða til, að þeir séu svartsýnir á hag flokksins í komandi kosning- um. VÍSITALA OG HAGSBÆTUR lT'ins og kunnugt er lækka ^ tollar samkvæmt hinni nýju tollskrá, sem Alþingi samþykkti, um nær 100 millj. kr. miðað við innflutninginn eins og hann var síðasta ár. Er hér um að ræða geysi þýðingarmikla kjarabót fyrir allan almenning, því að margar vörutegundir mimu lækka í verði. Þrátt fyrir þessa miklu tollalækkun fylgir ekki veru- leg lækkun vísitölu'í kjölfar- ið, vegna þess binfaldlega, að á tímum vinstri stjómarinn- ar var stöðugt verið að falsa vísitöluna með því að hlífast við að leggja skatta og tolla á þær tiltölulega fáu vöru- tegundir, sem gengu inn í vísitöluna, en ræna þeim mim meira fé af mönnum fram hjá vísitöluvörunum. Að þessu vék Gunnar Thor- oddsen, fjármálaráðherra, í ræðu sinni við útvarpsum- ræðumar. Hann sagði m. a.: „Hæstvirtur 1. þ. m. Aust- firðinga (Eysteinn Jónsson) undraðist að tollalækkunin mundi ekki lækka fram- færsluvísitöluna að ráði. Þessi undmn hans er eðlileg. Þessi háttvirti þingmaður hafði nefnilega meðan hann var í stjómarsessi og var að hækka tolla og skatta, sem kom alloft fyrir, aðalsjónar- mið það, hvernig væri hægt að komast fram hjá vísitöl- unni, að leika á vísitöluna, að leggja tolla á þær vörur, sem ekki væru taldar í henni. En auðvitað var hann að rýra lífskjör fólksins með þessu engu að síður. Nýja tollskráin miðar ekki að því að leika á vísitöluna, en hún felur auðvitað engu að síður í sér kjarabót fyrir fólkið í landinu." SANNLEIKUR EÐA ÓSANNINDI að var einkennandi fyrir stjórnarathafnir vinstri E1 Badr fyrrum konungur í Yemen (í miðju) ásamt nokkrum fylgismönnum sinum. Feisal krónprins Saudi-Arabíu á fjöldafundi í Jidda, bar sem 1 hann tilkynnti að hætt yrði afskiptum af borgarastyrjöldinni i í Yemen. inn stóð að byltinigunni og varð Abdullah Salal ofursti skipaður forseti. í fyrstu var talið að E1 Badr hefði látið lífið í byltingunni, en seinna kom í Ijós að honum hafði tekizt að komast undan til fjallahéraðanna í norð-vestur- hluta landsins, og þaðan hóf hann baráttu gegn lýðveldis- stjórninni. Safnaði konungur að sér andbyltingarsinnum og tókst að koma á fót 100 þús. manna her. Naut hann stuðn- ings Saudi-Arabíu, en Egypt- ar studdu lýðveldisstjórn Salals. Harðir bardagar hafa verið háðir í Yemen undanfarið, og segir talsmaður E1 Badr að konungssinnar hafi fellt um fimm þúsund Egypta. Fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna hafa eftirlit 'með því að erlendir hermenn verði fl-uttir á brott frá Yemen. STJÓRNIR Saudi-Arabíu ög Arabíska sambandslýðveldis- ins urðu sammála um það sl. laugardag að hætta afskipt- um af borgarastyrjöldinni í Yemen. Vakti þessi samþykkt sérstaka ánægju í herbúðum E1 Badr, fyrrum konungs, sem hrakinn var frá völdum fyrir rúmum sex mánuðum. E1 Badr varð Imam, eða konungur, í Yemen eftir lát föður síns í september sl., en sat aðeins skamma stund við völd. Bylting var gerð í land- inu, E1 Badr steypt af stóli og lýðveldisstjórn mynduð. Her- Mohammed E1 Badr l konungur. stjórnarinnar frá upphafi, að þær voru aldrei nefndar réttu nafni. Stöðugt var reynt að blekkja landslýðinn. Þeg- ar gengið var fellt, var það t. d. ekki nefnt gengisfelling, heldur yfirfærslugjöld. Þeg- ar nýir skattar voru lagðir á, var séð til þess að hækkan- irnar kæmu ekki fram í vísi- tölu. Hún var fölsuð, en álög- urnar lentu engu að síður á landslýðnum. Þegar samning ar voru gerðir milli útvegs- manna og sjómanna, var hlut ur sjómanna reiknaður af allt öðru verði en því, sem ríkið síðan greiddi útvegnum með uppbótum, o.s.frv. Þessi fölsunariðjá vinstri stjómarinnar kom henni í koll um það er lauk. Það var hægt að blekkja menn nokkra mánuði, en skjótt fór að sjást gegnum svikavefinn. Þess vegna voru örlög vinstri stjórnarinnar ráðin, áður en hún hafði setið í tvö ár, þótt hún að nafninu til væri við völd í 2% ár alls. Viðreisnarstjórnin fór þver öfugt að. Þegar í upphafi til- kynnti hún landslýð, að allir yrðu nokkuð á sig að leggja til þess að rétta við fjárhag þjóðarinnar. Sem betur fór urðu þær álögur léttbærari en stjórnin sjálf hafði boðað, og þess vegna undu menn vel hag sínum, einkum þegar mjög fljótt fór að batna hag- ur alls landslýðs. Það hefur verið megin- styrkur Viðreisnarstjórnar- innar að gera aldrei tilraun til þess að blekkja menn. Þess vegna nýtur hún mikils og vaxandi trausts. Viðreisn- arstjómin hefur fremur bú- ið menn undir það, að fram- farirnar yrðu að koma hægt og sígandi, en hitt að öllu yrði áorkað í einu vetvangi. Þegar í ljós kom, að fram- farimar og velmegunin urðu meiri en stjómin hafði heit- ið, óx traust á henni, og þess vegna er nú bjart framund- an, bæði á efnahags- og stj órnmálasviðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.