Morgunblaðið - 24.04.1963, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.04.1963, Qupperneq 15
Miðvikudagur 24. apríl 1963 mor ari v r l 4 n r 0 ■ 15 Múrla Jónsd. Framhald af bls. 11. Um þær mundir var ég vara- formaður Frjálsíþrótfcasambands ins og þar sem ég hafði sjálfur hrifizt af hinni tilkomumiklu Irjálsíþróttakeppni kvenna á Olympíuleikunum, fannst mér það ekki óeðlilegt, að meðal ísl. etúlkna skyldi hafa vaknað áhugi íyrir þessari skemmtilegu íþrótta grein. Lét ég mér því annt um þessa ungu brautryðjenduir — og átti víst nokkurn þátt í því — án síðar — að þær fengju að keppa á sérstðku Kvennameistaramóti. Hefur þetta mót verið haldið nær árlega síðan 1949 og ávallt sett einn skemmtilega svip á íslands- meistarakeppnina í þeirri grein. Þegar ég leit yfir áðurnefndan stúlknahóp sumarið 1948, varð mér strax starsýnt á eina þeirra, enda var hún, að öðrum ólöstuð- um, áhugasömust — og gegndi raúnar nokkurskonar forustiihlut verki meðal þeirra. Þessi stúlka var María Jónsdóttir, síðar flug- freyja, sem vér • kveðjum nú hinzta sinni. Var hún dóttir hjón- anna Sigurlaugar Guðmundsdótt- ur og Jóns Vigfússonar, sem eru nú búsett hér í Reykjavík. Br ég þess fullviss, að María hefur í flugfreyjustarfinu sem annars staðar, sýnt sama áhugann, sömu dirfskuna og jafnframt sömu ljúf mennskuna og hún sýndi á íþróttasviðinu á árunum 1948 — 1952. Á þeim árum var María margfaldur íslandsmeistari f. h. KR og alls setti hún 12 met — eða öll íslandsmetin, sem staðfest hafa verið í kringlukasti — og er því enn ísl. methafi í þeirri grein (36,12 m sett 1951). Þegar María hætti keppni, sagði hún þó ekki skilið við frjáls ar íþróttir, því að hún fékk vin- konu sína í lið með sér með þeim árangri að þær tóku báðar ágætt dómarapróf í þeirri íþróttagrein árið 1952. Var María þannig fyrsta ísl. stúlkan, sem lauk dóm araprófi í frjálsum íþróttum, ég segi fyrsta, því að enda þótt þær stöllur stæðust báðar prófið með prýði, var María í rauninni fyrri til og enn skarpari við prófborð- ið. Eflaust er mörgum ókunaugt um þessa starfsemi Maríu og því vildi ég minnast hennar með nokkrum orðum. Við María vor- um góðir kunningjar allt frá því sumarið 1948 og þar til hún féll í vallnn fyrir aldur fram nú í páskahretinu mikla. Að vísu sá ég hana sjaldan hin síðari ár, en var þó kunnugt um, að hún hélt ótrauð áfram sinni fyrri stefnu þ.e.a.s. að setja markið ávallt nógu hátt, enda var viljastyrk hennar viðbrugðið svo og öðrum þeim kostum, er prýða mikilhæfa stúlku. María lifði og dó sem hetja og þannig mun ég ávallt minnast hennar, þótt leiðir hafi skilizt um sinn. Að lokum votta ég litlu dóttur hennar, foreldrum og systur inni- lega samúð og hluttekningu um leið og ég bið guð að blessa minn- ingu Maríu Jónsdóttur. Jóliann Bernhard. f ÞAÐ yar ánægður hópur ungra stúlkna, er settist á skólabekk í Kvennaskólanum í Reykjavík haustið 1946. Ein úr þessum hópi var María Jónsdóttir, eða Maja eins og við kölluðum hana ávallt. Við vorum ungar og lífið var fagurt. Hvað það var gaman að vera til. Áhugamálin voru af ýmsu tagi. Þú hafðir mikinn áhuga á íþrótt- um óg helgaðir þeim allar frí- stundir þínar. Vorið 1950 lukum við burtfarar prófi. Skólastjórinn frk. Ragn- heiður Jónsdóttir, kvaddi okkur og bað okkur vera minnugar þess að lífið væri ekki eilíft sól- skin. Það myndu skiptast á skin og skúrir á lífsleiðinni. Þú ert nú önnur úr okkar hópi, sem kölluð ert á burt. Ég fletti upp í minningarbók frá árunum í Kvennaskólanum. þar hafðir þú skrifað. „Þau bönd mega ei bresta, sem búið er að festa.“ Og þau bresta ei, heldur knýtast fastar saman eftir því sem okkur vex þroski og lífs- reynsla. Maja mín, sízt af öllu hefði okkur dottið í hug, er við bekkj- arsysturnar hittumst ekki alls fyrir löngu, að það yrði í sein- asta skipti, sem þú værir á með- al okkar. En svona er lífið stund- um svo ljúft, stundum svo bit- urt. Ég bið góðan Guð að blessa minningu þína. Bið Hann að vaka yfir og vernda elskulegu litlu dóttur þína, foreldra og systur. Vertu sæl elsku Maja. Bekkjarsystir. t Flucpnenn- irnir þrír . Kveðja frá kennara og vini MIG langar að árna þessum vinum mínum fararheilla á sinni síðustu langferð. Allir þessir menn eru í hópi þeirra sam- ferðamanna, sem skilja eftir ljúfar minningar og gæfa er að fá að kynnast. Jón Jónsson var prúðmenni sem aldrei lagði i-llt til nokkurs manns. Hann hafði alla tíð þurft að sjá sér farborða með harðri vinnu, sigldi á millilanda skip- um öll stríðsárin og sá á þann hátt fyrir háum námskostnaði án utanaðkomandi aðstoðar. Flug mannsferill Jóns hefur frá upp- hafi verið með jöfnum tíðinda- lausum stíganda, enda maðurinn lítið fyrir að hafa sig í frammi umfram það sem starfsaldur, þekking og reynsla kváðu á um. Ólafur Þ. Zoeiga og Ingi Lár- usson lærðu flug hjá flugskól- anum Þyt á þeim árum, sem ég var forstöðumaður þeirrar stofnunar. Mér eru þeir sérstaklega minnis- stæðir fyrir sérstaka prúð- mennsku og snyrtimennsku í allri umgengni og hversu alvar- laga þeir tóku sitt nám, þar sem hver stund var látin gilda í undirbúningi undir ábyrgðar- mikið starf, sem beið þeirra að afloknum ágætis lokaprófum. Ég bið guð að blessa ykkur alla og veita ykkur brautargengi á leið ykkar til hærri stigu og þakka ánægjulega samveru og vona, að minningin um góða drengi megi milda sárustu sorgir aðstandenda. Þeim votta ég inni- legustu samúð mina. Karl Eiríksson. Ullargarnið, sem mölur fær ekki grandað, er fallegt, ódýrt og vandað. Sönderborg — garntegundir CAMPING LAILA — DNK 5252 — ZEFYR CREPE — FREESIA — BABY-TRÖJEGARN — BABYSILK — QUAL 100 — QUAL 350 — fyrir handprjón (mjög gróft) — — (gróft) — vél- og handprjón — — — — (þolir ótrúlega vel þvott) — — — — (þoiir ótrúlega vel þvott) handprjón (togmikið sterkt garn) vél og handprjón (blandað af ull og rayon, mjög ódýrt), Vandaðar tegundir og fallegir litir. Selt um allt land. Heildsölubirgðir: Þórður Sveinsson & Co hf. Sími 18700. TRULOFUNAR HRINGI LAMTMANNSSTIG HMLDÓR KRISm GULLSMIÐUR. SIMI 16979. HILMAR FOSS lögg. skjalþ. og domt. Hafnarstræti 11 — Sími 14824 Lynghaga 4 Sími 19333. fkf Bifvélavirkjar — Aðstoðarverkstjóri Ungan mann vantar nú þegar til aðstoðar verk- stjóra, meðal annars við afhendingu og umsjón nýrra bifreiða. UMBDÐIÐ KB KRISTJÁNHSDN H.F. SUDURLANDSBRAUT 2. • SÍMI 3 53 00 Hámsstyrkur úr Ættarminningarsjóði Halldóru Ólafs til stúlkna, sem stunda nám í verzlunarskóla í Reykjavík eða erlendis verður veittur 21. maí n.k. Þær, sem sækja vilja um styrk þennan sendi umsókn til Jóns Guðmundssonar lögg. endurskoðenda, Tjarn- argötu 10, Reykjavík fyrir 14. maí n.k. Stjórn sjóðsins. VIL KAUPA GÓÐAN Station bíl árg. ’59 — ’62. — Mikil útborgun. Uppl. í síma 37232 eftir kl. 8 s.d. V. I. — ‘53 Áríðandi fundur verður haldinn í Nausti (uppi) í dag, miðvikudaginn 24. apríl kl. 5—7. Mætið stundvíslega. STJÓRNIN. U. M. S. B. u. M. S. B. Borgfírðingar v Laugardaginn 27. apríl n.k. kl. 21 verður efnt til kynningar í Reykholti á listasafni A.S.Í. Sýndar verða skuggamyndir og flutt erindi. Allir velkomnir. STJÓRNIN. Volkswagen rúgbrauð með lélegu húsi en að öðru leyti í lagi, er til sölu’ með tækifærisverði. Vinnustofa ÁSGEIRS LONG Hafnarfirði — Sími 50877. íbúð ðskast helzt innan Hringbrautar, 2—3 herbergi og eldhús. Mjög kyrrlátt fólk. Mikil útborgun. Upplýsingar í síma 19446.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.