Morgunblaðið - 30.04.1963, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.04.1963, Qupperneq 17
Þriðjudagur 30. apríl 1963 MORCVISBLAÐIÐ 17 Þorkell Þorkelsson GAMALL vinur minn og bekkj- arbróðir, Þorkell Þorkelsson, fulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkisins, verður borinn til graf- ar í dag. Langar mig að fylgja honum úr hlaði með örfáum kveðjuorðum. Þorkell var fæddur í Gerðis- koti í Sandvíkurhreppi hinn 9. febrúar 1899. Voru foreldrar hans Þorkell Þorkelsson, einn hinn vammlausasti atorkumað- ur og nafnkunnur fyrir afburða- formennsku í marga áratugi, og kona hans, Sigríður Grímsdóttir frá Óseyrarnesi. Var hún ekki aðeins frábær að fegurð og glæsileik, heldur einnig að gáf- um og mannkostum, þótti „djúp- vitur og draumspök" og gædd ríku listamannseðli. En hún lézt langt um aldur fram og varð hún manni sínum og börn- um mjög harmdauði. Þó að Þor- kell sonur hennar væri að jafn- aði fámáll um tilfinningar sín- ar, varð ég þess oft var, hversu minning móður hans var hon- um hjartfólgin og heilög. Þorkell fluttist þriggja ára gamall með foreldrum sínum til Eyrarbakka og ólst þar upp. Hann tók próf upp í fjórða bekk Menntaskólans vorið 1918 og lauk stúdentsprófi vorið 1921. Hann var ágætur námsmaður og stakur reglumaður á alla hluti, en einkum bar hann af um hátt- vísi, Ijúflyndi og prúðmennsku. íþróttir stundaði hann umfram flesta skólabræður sína og náði þar góðum árangri. Hann var fríður sýnum eins og hann átti kyn til, hár og grannvaxinn, augnaráðið óvenjuhlýtt og svip- urinn drengilegur. Homtm var ósýnt um að hafa sig mikið í frammi og brýndi sjaldnast raustina, en lagði gott til allra mála og ávana sér ógkoraðan hlýhug allra, sem kynntust hon- um. Þrátt fyrir langvarandi van- heilsu um miðbik ævinnar lét hann lítt á sjá í útliti og fasi, og ætla ég að þar hafi heilbrigð lífsskoðun og jafnaðargeð sagt til sín umfram annað. Við Þorkell urðum snemma góðir félagar, enda var aldavin- átta með fjölskyldum okkar beggja. Strax á þessum árum átti hann sér eitt hugðarefni ríkast, tónlistina, og reyndar var hún alla tíð yndi hans og eftirlæti. Bjóst ég fastlega við, að hann mundi helga sig henni að afloknu stúdentsprófi, en úr því varð samt ekki, hvað sem til bar. Þess í stað hóf hann nám í læknisfræði og hélt því áfram hin næstu ár, eða þar til örlög tóku í taumana. Hann missti heilsuna, varð að fara á heilsu- hæli, og þar með hófst sú þrot- lausa barátta, sem kostaði hann mörg beztu ár ævinnar. En þá kom honum til hjálpar sama æðruleysið og dugað hafði for- feðrum hans bezt við sjósókn og mannraunir. Hann vann um síð- ir þann bug á sjúkdómi sínum, að hann gerðist vinnufær, þó að aldrei gengi hann með öllu heill til skógar. Starfaði hann um ératugaskeið á skrifstofu og seinast sem fulltrúi hjá Trygg- ingastofnun ríkisins, en um síðustu mánaðamót veiktist hann skyndilega og andaðist eftir þunga legu á sjúkrahúsi hinn 19. þ. m. Þess var vitanlega ekki að vænta, úr því að sköp réðust með þessum hætti, að Þorkell Þorkelsson léti eftir sig við- burðaríka sögu, enda hæpið að honum hefði verið það mikið í mun. Að minnsta kosti hefði hann aldrei getað goldið nokkr- ar mannvirðingar því verði að þurfa að olnboga sig til þeirra. Og ég ætla, að hann hafi líka að ýmsu leyti kunnað vel því hlutskipti að mega ganga í kyrr- þey að daglegu starfi og sinna þess á milli hugðarmálum sín- um, bóklestri og tónlist. Lék hann mikið á hljóðfæri, fleiri en eitt, og gaf sig jafnvel við tónsmíðum. En framar öðru var bað hamingja hans að eiga í yfir þrjátíu ár heimili hjá systur sinni, frú Elínu Þorkelsdóttur, og manni hennar, Valdimar Þórðarsyni kaupmanni, og búa þar við gagnkvæma vináttu og traust. Þorkell Þorkelsson var alla tíð minnugur fornra kynna og lét sig aldrei vanta í hópinn, þegar bekkjarbræðurnir komu saman. Oft hafði hann orð á því við mig hin síðari ár, að við hittumst of sjaldan og þyrftum að rækja betur gamla vináttu. Nú er það að vísu orðið um seinan, en jafnan munum við, eftirlifandi stúdentar frá 1921, bera í hlýju minni góðvild hans, einlægni og drengskap. Við kveðjum hann allir með sökn- uði, þökkum honum ljúfar sam- verustundir og vottum um leið systkinum hans og öðrum vanda- mönnum innilega samúð. Tómas Guðmundsson. t HVARF brott af þessu tilveru- sviði þ. 19. apríl. Hann var fæddur að Gerðiskoti í Sandvík- urhreppi þ. 8. 2. 1899. Foreldrar hans voru Þorkell Þorkelsson útvegsbóndi og for- maður, f. 21. 5. 1863, d. 24. 1. 1931. Bjó í Óseyrarnesi 1896— 1898, Gerðiskoti 1898—1902, Eyr- arbakka 1902—1923 og síðan í Reykjavík. Hann var af Nesætt og Bergsætt. Móðir hans var Sig- ríður Grímsdóttir, f. 8. 2. 1872, d. 24. 9. 1917. Hún var dóttir Gríms óðalsbónda í Óseyrarnesi Gíslasonar. Var hún einnig af Bergsætt, og hafði erft í ríkum mæli tónlistargáfu þeirrar ætt- ar. Hún var mjög góð söngkona, og það svo að hún var oft nefnd sönggyðjan. Hún var einnig mjög hagmælt og til er eftir hana kvæði er hún einnig samdi sjálf lag við. Hún var fögur og fínleg kona. Óþarft er að rekja þessar landskunnu ættir frekar. Þorkell ólst því upp á velstæðu heimili, og þar sem ríkti ástúð og glaðværð góðra systkina og foreldra hans. Hugur hans hneigðist snemma til náms og lauk hann stúdents- prófi 1921. Hann hóf nám í læknisfræði, en vofa hvítadauð- ans tók hann heljartökum, og þótt hann stæðist þá raun, þá beið hann þess aldrei bætur og frekara nám var ekki að ræða. Þorkell var prúðmenni og snyrtimenni, svo af bar. Báru öll hans störf þessu glöggt vitni. Allur frágangur í starfi hans var með svo sérstökum snyrtibrag, að athygli hlaut að vekja. Hann var gáfumaður og mikill hugsuður. Beindist hugur hans mjög að heimspeki og fagur- fræði, því hann var sannur fag- urkeri. Unni hann mjög listum, en þó átti tónlistin hug hans mestan, enda var hann svo tón- rænn, að hann hrökk við, ef leikinn var falskur tónn. Hann lék á píanó á góðum stundum, en lét lítið yfir sér í fjölmenni. Var glaður og skemmt inn í vinahóp, og kunni frá mörgu að miðla af nægtarbrunni síns fróðleiks. í einkalífi sínu var hann gæfumaður, að eiga elskulega systur, er hann unni mjög, á- samt börnum hennar og heim- ili. Heilsa hans var ávallt tæp, og var honum því mikil gæfa að dveljast ávallt með kærri systur sinni. Þar átti hann gott athvarf, og ég vissi, að hann á hverjum degi naut þess, að koma heim. Þorkell var mjög dulrænn, og það svo, að honum kom fátt á óvart. Við ræddum þau mál oft, því báðum voru þau hjartfólgin. Snemma hneigðist hugur hans að guðspeki. Þar fann hann þann grundvöll, er hans heimspeki- lega hugsun og dulræn reynsla benti honum á. Ég átti því láni að fagna að vera náinn samstarfsmaður hans og félagi um 28 ára skeið og síðustu 15 árin í nánum tengsl- um. Við nutum stundum saman tónlistar og fórum saman á guð- spekifundi. f hjarta mínu verður hann ávallt sem hjartfólginn vinur og eldri bróðir. Nú hefur hann fleygt af sér líkamshulstrinu, er hann var ávallt reiðubúinn að gera, og vissi að ekki var langt eftir og myndi skyndilega ske er að því kæmi. Hann vissi, að hinn svonefndi dauði er líknsöm engilshönd, er veitir frelsi til fullkomnara lífs, rétt eins og að klæðast nýjum fötum. Þorkell var um margt líkur móður sinni, er einnig var dul- ræn, og var hún honum mjög kær. Ég er þess fullviss, að hún hefur vafið hann ástríkum móð- urörmum, og að hann hefur átt fagra heimkomu. Zóphónías Pétursson. Magnús Kristjánsson trésmiðamelstari, Olafsvík A RIÐ 1962 ko:n ég fyrst til Ólafsvíkur. — Sjálfstæðismenn höfðu boðað þar til fundar. Hörð kosningarbarátta stóð fyrir dyr- um. Fundurinn var vel sóttur. Ég tók mér sæti. Tilviljun ein réði því að ég fékk þar sessu- naut sem síðan hefur verið mér kær vinur. Þessi maður var Magnús Kristjánsson, sem í dag er borinn til hinztu hvíldar í Ólafsvík, þar sem hann hafði eytt viðburðarríkri og langri ævi. Mér varð strax við fyrstu sýn starsýnt á hann. Traustið, sem skein út úr hinu sviphreina andliti, mildin en þó ákveðinn svipur sem sagði sitt. Síðan tókum við tal saman. Margt bar á góma meðan beðið var eftir að fundur væri settur og furðaði mig hreint hversu vel hann var inni í öllum málum og lét sér ekkert það óviðkomandi sem horft gat til heilla byggðar- lagi sínu, landi og lýð. Magnús var fæddur 1. október 1875 að Ytra-Lágafelli í Mikla- holtshreppi. Foreldrar hans voru heiðurshjónin Jóhanna Guð- mundsdóttir og Kristján Gísla- son hóndi þar. Hjá þeim ólst hann upp. Hann lærði ungur trésmíðaiðn í Stykkishólmi og var völundur til allrar smíði. Um aldamótin flytur hann til Ólafs- víkur. Frá þeim tíma eða 1902 hélt hann ætíð dagbók og eru þær örðnar margar dagbækur hans sfem segja svo margt Og mik ið, vel stilaðar því hann var lista skrifari og stílisti með afbrigð- um. Árið 1902 gekk hann í Góð- templararegluna og henni vann Framhald á bls. 23. Guðríður Guttorms- dóttir áttræð ÁTTATÍU ára er í dag frú Guð- ríður Guttormsdóttir ,fyrrum hús freyja að Óseyri í Stöðvarfirði. Hún er fædd 30. apríl 1883 á Svalbarði í Þistilsfirði. Foreldr- ar hennar séra Guttormur Vig- fússon þar þjónandi prestur og seinni kona hans frú Þórhildur Friðrikka Sigurðardóttir frá Harð bak. En árið 1888 flyzit hún svo með foreldrum sínum að Stöð í Stöðvarfirði, þar sem faðir henn ar hafði þá fengið veitingu fyrir því brauði, og ólst þar upp í stórum systkinahópi þar til hún giftist 27. maí 1905 Þorsteini Þorsteinssyni Mýrmann, ættuð- um úr Austur-Skafbafellssý’siu, sem þá rak verzlun og smábáta- útgerð á Stöðvarfirði. Verzlun- inni mun hann hafa hætt 1914 og gerðist þá bóndi á Flauta- gerði og í þeirri landareign byggðu þau nýbýli sem fékk nafn ið Óseyri og reistu þar allgott steinihús ásamt öðrum nauðsyn- legum byggingum til búrekstrar. Útgerðinni var einnig haldið á- fram jafnhliða. Þorsteinn gerð- ist svo framáimaður sveitarinn- ar sem hreppsnefndaroddviti og sýslunefndarmaður um langt skeið. Hann dó 7. september 1943. Ég sem þessar Mnur rita kynnt- ist þessum fjölskyldum á árun- um 1907—1910 er ég dvaldi á heimili tengdaforeldra minna á Hóli í Stöðvarfirði, en milli beimilis þeirra og Stöðvarheimil- isins var náin vinátta. Frú Þór- 'hildur og Gróa tengdamóðir mín voru mjög góðar vinkonur, enda báðar búsýslu-húsfreyjur mikl- ar. Karlarnir séra Guttormur og Þorsteinn tengdafaðir minn var einnig vel til vina, og Mklega hefur prestablóðið í báðum tengt þá saman, o.g svo í þriðja lagi var að frú Guðríður og kona mín Rósa Þorsteinsdóttir voru fermingasystur og góðar vinkon- ur. Mér er því ljúft að minnaist þeirra góðu kynna sem ég hafði við allt þetta mér hugiþekka fólk, sem hélzt óslitið (þótt í fjar- lægð yrðu vegna bústaðabreyt- inga) þar til leiðir skildu að fullu samikvæmt lögmáli lífsins. Eins ög áður getur ólst frú Guðríður upp í föðurgarði og hefir að sjálfsögðu notið þar góðrar heimamenntunar bæði frá föður og móður. Hann var við urkenndur lærdómsmaður og góð ur kennari og hún viðurkennd búsýslukona, og móttakandi mót- tækilegur í bezta lagi ekki sízt á andlega sviðinu, sem föður- ættin var mest rómuð fyrir, en þar er líka að finna marga kven- skörunga, sem gerðu garðinn frægan og gaimla máltakið segir: „fáir sem faðir, en enginn sem móðir“. Ættir þessar eru alkunn- ar, svo það er að bera í bakka- fullan lækinn að rekja þær. En um frú Þórhildi móður Guðríð- ar má segja að þar er líka margt gott fólk að finna. Friðný kona Sigurðar á Harðbak og móðir frú Þórhildar var Friðriksdóttir bónda á Núpi í Axarfirði en móð- ir hennar var Guðný Björns- dóttir, en móðir hennar var Sig- urlaug Arngrímsdóttir Runólfs- sonar sem bjó í Hafrafellstungu 1662 Einarss. prests á Skinna- stað 1660 kallaður „Galdrameist- ari“ Nikulássonar b. á. Héðins- höfða, Einarssonar b. á. Eyrar- landi, Nikulássonar klaustur- haldara á Múnkaþverá, Þor- steinssonar sýslumanns Finn- bogasonar í Hafrafellstungu. Hann var sonur Finnboga lög- manns Jónssonar og Málfríðar Torfadóttur riddara Arasonar. Þorsteinn var giftur Sesselju Torfadóttur sýsluimanns í Klofa. Hann hélt fyrst Vaðlaþing en lengst Þingeyjarþing fyrirferðar- mikill og auðmaður. Hann mun hafa dáið um 15ö4. Þau hjón urðu afar kynsæl. Börn þeirra voru Nikulás sýslum. á Víðimýri síðar Klausturhaldari, Vigfús sýslumaður að Skútustöðum, Torfi að Laugum, Úlfheiður for- móðir Bustarfellsættar, Guðrún á Ketilstöðum og Þóra á Víði- völlum o.fl. Á Austurlandi má finna margar sérstæða ættflokka, sem geta rakið ættir sínar til Þorsteins sýslumanns Finnboga- sonar, svo sem Njarðvíkurætt yngri, Bustarfelisætt o. fl. Af þessu má sjá að frú Guðríður er af góðu bergi brotin. Það /ar stórt átak að reisa nýbýli á litlu og niðurníddu koti um 1914 við þær aðstæður er þá ríktu í þeim málum hér á landi, og fram- fleyta samtímis stórum barna- hópi, en hér kom tvennt til. Annars vegar austur-skaftfellsk ódrepandi þrautseigla þar sem íbúarnir 'hafa búið í 1000 ár við hamfarir náttúrunnar, drunur skriðjöklanna að fjallabaki og brimgný æðandi úthafsödunnar við hafnlausa ströndina hinu megin, þar sem flestir ef ekki allir gátu rakið ættir sínar til Hrollaugs Rögnvaldssonar Mæra- jarls. Hins vegar fjölmennur ætthinguir austfiskra mennta- manna, þetta er aflið í framdrift- inni sem veitir sigur að lokuim. Börn þeirra Þorsteins og frú Guðríðar eru: 1. Skúi f. 24/6 1906 fyrrv. skólastjóri á Eskifirði nú kennari í Rvík giftur Önnu Sigurðardótt- ir Þórólfssonar skólastjóra á Hvítárbakka. 2. Frú Pálína f. 28/1 1908, giift Guðm. Björnissyni kennara á Akranesi. 3. Friðgeir f. 15/12 1910 oddviti Stöðvarhrepps giftur Elsu Sveins dóttur, Björgúlfssonar frá Hey- klifi. 4. Halldór f. 23/7 1912 járn- smíðam. giftur Rut Guðmunds- dóttur frá Helgastöðum í Borg- arfirði. 5. Frú Anna f. 8/4 1915, gift séra Kristni Hóseassyni Eydöl- um. 6. Bjöm f. 25/5 1916 dó og barnl. efnismaður. 7. Pétur f. 4/1 1921, lögfræð- ingur giftur I. Steinunni Mar- gréti Jónsdóttur trésmiðs frá F áskrúðsf irði. II. Björgu Rik- harðsdóttur myndskera í Rvik. Aíls munu afkomenduir frú Guðríðar og Þonsteins vera um 50. Hún dvelur nú í dag hjá Skúla í Hjarðarhaga 26. Áttatíu ár er hár aldur, en frú Guðríður l>er hann með afbrigð- um vel. En Kerling elli er þó á næstu girösum sem fellir að lokum bæði konur og menn en ég vona þú getir hlegið að Kellu og haldir velli lengi enn. Marteinn Þorsteinsson,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.