Morgunblaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. maí 1963 MORCVWBL 4Ð1Ð 19 „Getur nokkur bóndi efast?“ Þá má nefna lögrin frá 1962 um stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, raektun og byggingar í sveitum. Er hér um að ræða endurskipulagningu á lánasjóð- um bænda og stórkostlega efl- ingu. Hefur þannig ýmsum gjald þrota lánasjóðum verið breytt í öflugt tæki til uppbyggingar í Iandbúnaðinum. Um þessar ráð- stafanir segir Tíminn í rit- stjórnargrein 11. marz 1962: „Getur nokkur bóndi efast lengur um það, hvern hug nú- verandi ríkisstjórn ber til land- búnaðarins og bændastéttarinn- ar?“ Mbl. vill hér með koma þess- ari spurningu áleiðis í þeirri trú, að verkin tali skýrara máli, en blekkingar og áróður. Eitt herbergið á efstu hæð hússins eftir brunann. Ljsósm. Mbl.: Ól.K.M. Félagar Jóhannesar Geirs, málara, hjálpuðu honura að bjarga dýrmætum vélum og tækjum af verkstæðinu. — Eldsvoöi Framihald af bls. 17 ítæðið Otto Michelsen og klæð- skeraverkstæði Hreiðars Jóns- sonar, og á efstu hæðinni, Ljós- myndastofa Jóns Kaldal og heild verzlunin Ölver. Auk þess var þarna hárgreiðslustofa, vinnu- stofa Jóhannesar Geirs, málara, og nokkrar íbúðir. Eg hef hug á að gera við hús- ið, en hvort það verður gert, fer að öllu leyti eftir áliti og niður- stöðu matsmanna. í>etta er mik- ið tjón fyrir rekstur þeirra fyr- irtækja, sem þarna voru til húsa.“ Málverkum og bókum bjargað Síðar sneri blaðið sér til Jó- hannesar Geirs Jónssonar, mál- ara: „Ég hafði vinnustofu mína á efstu hæð, sem snýr að Smiðju- stíg, en þegar eldurinn brauzt út var ég í herbergi mínu, sem var á efstu hæð, vestast í hús- inu út að Laugaveginum. Ég heyrði allt í einu eins og spreng- ingu og rúðubrot, og datt helzt í hug, að bíll hefði ekið inn um búðarglugga við Laugaveginn, rétt hjá. Þegar ég opnaði gluggann hjá mér, til að sjá, hvað hefði kom- ið fyrir, stóð eldstrókur út um gluggann á herberginu við hlið- ina á mínu, þar sem heildverzl- unin Ölver var. Ég hljóp strax niður á verkstæði Otto Michel- sen, en þaðan var hringt á slökkviliðið, og við hlupum upp með slökkvitæki, og brutum upp hurðina inn í herbergið, þar sem eldurinn var, ef einhver skyldi vera inni. Þetta hús er eins og völund- arhús, alls konar ranghalar og víða innangengt, og ég þreif með mér þungan bókakassa úr her- berginu mínu og braut upp tvær hurðir á leið í vinnustofu mína. Þar gat ég lítið aðhafzt í fyrstu vegna reyks, en eldurinn komst ekki þangað. Brátt komu þarna margir fé- lagar mínir, og hjálpuðu mér að bjarga út málverkum og bókum, og margir, sem þarna komu til að horfa á brunann, réttu mér hjálp arhönd og mynduðu keðju alla leið niður. Ég held, að ég hafi engin mál- verk misst þarna, en sum eru skemmd af reyk, og margar bæk ur eru skemmdar, en hins vegar brann allt í herberginu mínu. Ég var heppinn að geta einhverju bjargað, ekki sízt af því að ég hafði ekkert vátryggt, enda þótt ég beri með mér eldhræðslu og mér hafi oft orðið hugsað til þessa“. Skemmdir af vatni og reyk Otto Michelsen hafði skrift- vélaverkstæði sitt á miðhæðinni í álmu, sem liggur til norðvesturs í átt frá Laugavegi. „Eldurinn komst aldrei niður í verkstæði mitt, en þó urðu hjá mér allverulegar skemmdir af vatni, en einkum þó af reyk. — Þarna var mikið af skrifstofu- vélum, sem ég hafði til viðgerð- ar, og varahlutir. Þetta eru fín- gerð tæki, sem ekki þola minnsta hnjask. Drengirnir, sem vinna hjá mér, sýndu einstakt snarræði við að bjarga vélum og tækjum, og fyr- ir bragðið varð tjónið margfalt minna, en ella hefði orðið. Þeir byrjuðu á því að bjarga út gas- og súrefnisgeymum, sem við not- um, og hafa þannig vafalaust forðað þeim, sem að björguninni unnu frá mikilli hættu. Síðan fóru margir þeirra inn um glugga á bakhliðinni og unnu skipulega að því að bjarga út úr verkstæðinu. Reykurinn var mik ill í verkstæðinu, og háði þeim mikið. Einn þeirra var að bera þunga rafmagnsritvél fram að glugganum, þegar leið yfir hann af reykjarsvælunni, og hann datt með vélina í gólfið. Verst hjá mér er húsnæðishrak ið, sem ég lendi í. Það stóð til hjá okkur að gera breytingar á húsnæðinu, til að færa út kví- arnar, en nú þarf ekki gera því skóna. Ég ætla þó að reyna að halda uppi þjónustunni, með því að láta viðgerðir fara fram á þeim stöðum, sem tækin eru notuð“. Vatniff fossaði yfir okkur Hreiðar Jónsson, klæðskeri, rak verkstæði sitt á miðhæðinni á horni Laugavegs og Smiðjustígs „Þegar við urðum eldsins varir héldum við að við hefðum tíma til að bjarga út vörum og vélum Sú varð þó ekki raunin, því við vorum aðeins búnir að fara tvær eða þrjár ferðir, þegar vatnið fossaði niður yfir okkur. Það var reyndar ekki að furða, þegar það kom í ljós, að við vorum beint undir herberginu, þar sem mest- ur eldurinn var. Við náðum þó út mestu af þeim fötum, sem við vorum ný- lega búnir að sauma, en öll efni, Frarruhald á bls. 31 Húseigendurnir Sigurliði Kristjánsson og Valdimar Þórðarson í hópi áhorfenda að fylgjast með brunanum. Félagar Jóhannesar Geirs, málara, hjápuðu honum að bjarga málverkum úr vinnustofu hans á efstu hæð. STAKSTEISVIAH TÍMINN lætur sér nú mjög um- hugað um að kom:. því inn hjá landsmönnum að bændur séu ekki jafnötulir í ræktunarfram- kvæmdum eins og áður. Er það einn þátturinn í þeirri iðju blaðs ins að sýna fram á hve ólífvæn- leg atvinnugrein landbúnaðurinn sé og illverandi í sveitum lands- ins. Með þessu vill þetta „málgagn sveitanna“ þjóna bænd um og málstað þeirra. — Framkvæmdir aldrei meiri Sannleikurinn er þó sá, að framkvæmdir í byggingxun, rækt un og annrri uppbyggingu í sveitum landsins hafa aldrei ver. ið meiri en nú. Þær takmarkast ekki af öðru heldur en skorti á faglærðum mönnum, t.d. smið- um, sem allstaðar gerir vart við sig, ekki síður í sveitunum held- ur en til sjávarins. Ræktunin er eðlilega nokkuð misjöfn frá ári til árs. Það fer aðallega eftir tíðarfarinu að vori til og öðru árferði. En þegar dæma á um starf bænda að ræktunarmálum í tíð vinstri stjórnarinnar og eftir uppgjöf hennar, verður að taka meðaltal nokkurra ára. Og það lítur þannig út að á árun- um 1956—58 — vinstri stjórnar- árunum — var ræktunin 3566 ha á ári að meðaltali, en næstu þrjú árin — 1959—61 var rækt- unin 3990 ha á ári eða 424 ha. meiri á ári. Hagur Framsóknar og hagur bænda Með stórfelldri eflingu lána- sjóða landbúnaðarins, hefur við- raisnarstjórnin lagt grundvöllinn að auknum og varanlegum fram- förum og uppbyggingu í land- búnaðinum. Má hér nefna bráða birgðalög 1961 og lög frá 1962 um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán til 20 ára. Skyldu lánin greidd út í banka- vaxtabréfum. Framsóknarmenn reyndu á allan hátt að gera þessa fyrirgreiðslu ríkisstjórnarinnar tortryggilega og létu jafnvel að því liggja, að bankavaxtabréfin myndu bændum gagnslaus, því að skuldheimtumenn þeirra myndu ekki vilja taka bréfin sem greiðslu. Ríkisstjórnin hafði Þó tryggt bændum full afnot vaxtabréfanna í þessu skyni. Ýmsir bændur létu því miður blekkjast af þessum óheilla á- róðri málgagns Framsóknar- flokksins og sóttu því ekki um þessa lánafyrirgreiðslu. Þetta varð þessum bændum dýrkeypt reynsla, en ætti um leið að vera þeim víti til varnaðar. Þetta er gott dæmi um það, að ýmis skrif Tímans um land- búnaðarstefnu núverandi ríkis- stjórnar miðast fremur við flokks hagsmuni en hag bænda. Þessum ráðstöfunum viðreisn- arstjómarinnar í lánamálum bænda er nú lokið á þann veg, að bændum hefur verið veitt samtals 780 lán að upphæð sam- tals 65,9 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.