Alþýðublaðið - 12.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ SílóarstúŒur geta fengið góð* atvinnu hjá h.f. „Hauk“ við síldarsöltun um borð f botnvörpungum félagsins. Þær sem vilja fá atvinnuna, eru beðnar að snúa sér til yfirfiskimatsmanns Jóns Magnússonar á skrifstofu hans í húsum félagsins í vesturbænum við Mýrargötu, helst milli 4 og 6 síðd. II Eiprt Ólaíssi ræður nokkrar stúlkur til síldarvinnu á Reykjarfirði næst komandi sildarútgerðartímabil. — Upplýsingar því viðvíkjandi á skrifstofu félagsins á Vesturgötu 5. ,Reykjavík 12. júlí 1920. H.f. Bg’gert Ólafsson. Koli kosiKíspr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). „Bob og Dicky hafa verið á gangi og þeir eru fleiri sem skoða sig um. Hann hefir ekkert fundið að því“. „Nei, Hallur, að vísu ekki, en hann veit nú að þeir eru öruggir“. Hallur hló. „Komdu nú, Jessie. Percy mun ekki láta syndir mfnar koma niður á þér“. Hún sá, að hún varð að láta ögn undan honum, ef hún átti ekki að missa alt tangarhald á honum. „Jæja“, sagði hún buguð, fór fram og fór f regnkápu og skó- hlífar og setti þétta slæðu fyrir andlitið til þess að hlífa sér við forvitnisaugum fréttaritaranna. Því næst iæddust þau eins og afbrota- menn út úr lestinni. Þau gengu á snið við mann- þröngina við uppgönguna og náðu hinum foruga, ósteinlagða bæjarhluta, þar sem ítalarnir áttu heima. Hann Ieiddi hana um hin- ar krókóttu götur. Alt í einu varð hann gagntekinn hrifni af þvf, að hafa hana hér hjá sér, að geta horft á hið yndislega andlit henn- ar og heyrt hljómfögru og ástúð- legu röddina! Hversu oft hafði hann ekki hugsað sér hana hér og sagt henni æfintýr sín! Hann sagði henni nú frá fjöl- skyldu Minettis, frá fyrsta fundi hans og stóra og litla Jerry, frá því er hann varð mötunautur fjöl- skyldunnar, en varð að fara það- an af ótta við félagið. Hann sagði henni söguna af vogareftirlits- manninum og var að segja henni frá æfintýri sínu hjá Jeff Cotton, þegar þau komu að kofanum. Litli Jerry lauk upp hurðinni, og voru leifarnar af morgunverð- inum enn þá út undir eyru á honum. Hann glápti eins og naut á nývirki á veruna með slæðuna. Þegar þau komu inn, var Rósa að gefa barni sínu að sjúga. Hún stóð vandræðaleg á fætur, viidi ekki snúa baki við gestumsínum, en stóð ráðþrota og stokkrjóð og reyndi að hylja brjóst sín í barns- íegri einfeldni. Hallur kynti Jessie sem gamlan kunningja, sem langaði til þess að kynnast hinum nýju vinum hans. Jessie tók slæðuna frá and- litinu og settist. Litla Jerry var skipað að þurka sér um munninn, að því loknu settist hann þar að, sem hann bezt gat séð hverju fram fór. „Eg hefi sagt ungfrú Arthur, hve góðar þcr hafið verið mér“, sagði Hallur við Rósu. „Hana langar mjög til að þakka yður fyrir það“. „Já“, sagði Jessie vingjarnlega, „eg er öllum þakklát, sem eru Halli góðir“. Rósa sagði eitthvað í láum rómi, 'en litli Jerry kallaði upp með fjörlegu, mjóu röddinni: „Því kallarðu hann Hall? Hann heitir Joe“. „Uss“, sagði Rósa, en Hallur og Jessie hlógu. „Eg heiti mörgum nöfnum", sagði Halllur; „þegar eg var of- urlítill snáði, eins og þú, var eg kallaður Hallur“. Nýkomnar tvöfaldar harmonikur. Hlóöfærahús Rvíkur, Laukur mjög góð tegund nýkomin í verzlun Hannesar Olafssonar Grettisgötu i. Sími 871. kostamjólk er seld á þessum stöðum: Yerzlnnin Laugaveg 46. Kanpfél. Reykvíkinga Lgv. 22. .Tes Zimsen, Hafnarstræti. Verzlunin Liverpool, Vesturg. JLaxastön g með hjóli fæst með tækifærisverði á afgr. Alþbl. Tómar kjöttunnur kaupir Kaup- félag Reykjavíkur (Gamla bank- anum). Vill nokkur lána fátækum húsnæðislausum en áreiðanlegum manni 6000 kr.? til að koma upp yfir sig skýli. Tilboð merkt: Skýli, sendist Alþbl. fyrir 20. þ. rn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. PreBtsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.